Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖGMUNDUR Jónasson, formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að fyrirhug- uð Kárahnjúkavirkjun eigi eftir að setja svip sinn á umræður á Alþingi næstu vikurnar, en þingflokkur VG kynnti ný þingmál á blaðamanna- fundi í gær, sem hann hyggst leggja fram við upphaf þingfundar í dag. Þing kemur þá saman að nýju eftir jólahlé. Eitt þeirra þingmála sem VG hyggst leggja áherslu á er að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þingsályktunartillaga þessa efnis verður lögð fram á Alþingi í dag en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, er fyrsti flutningsmaður henn- ar. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að fram skuli fara al- menn atkvæðagreiðsla, þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða kosningunum til Alþingis 10. maí nk. um hvort ráðist skuli í byggingu Kárahnjúkavirkjunar eða ekki. Þá segir í þingsályktunartillög- unni: „Alþingi felur ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir og tilkynna viðkomandi aðilum að ekki skuli hafist handa um framkvæmdir fyrr en að fengnu samþykki meiri- hluta kjósenda en horfið frá þeim ella ef meirihluti kjósenda reynist þeim andvígur.“ Þingflokkur VG hefur áður lagt fram þingsályktun- artillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna byggingar Kárahnjúkavirkj- unar. Ögmundur Jónasson sagði m.a. á blaðamannafundinum í gær að það væri lágmarkskrafa að þjóðin verði spurð álits um þessa stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar, þ.e. um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur VG, benti auk þess á að miklar deilur hefðu staðið um byggingu virkjunarinnar allt kjörtímabilið. „Við teljum að auðveldara verði að fá alla fleti málsins fram í dagsljósið verði farið í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði hún m.a. Þar með ætti fólk auðveldara með að vega og meta alla kosti og galla virkjunar- innar. „Við teljum að þjóðin verði á okkar bandi í þessum efnum ef hún fær tækifæri í alvörunni til að vega og meta alla kosti og galla.“ Þuríður Backman, þingmaður VG, tók einnig fram að ekki hefði verið rætt um virkjunina í síðustu alþingiskosningum. Þar með hefði fólk aldrei fengið að greiða atkvæði um hana á einn eða annan hátt. Kol- brún bætti því við að það yrði að leyfa þjóðinni að fá að segja álit sitt á virkjuninni og að í þeirri kosningu ætti valið að standa um það að segja já eða nei. Beiti sér gegn áformum um innrás í Írak Þingflokkur VG hyggst einnig í vikunni leggja fram þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak. Í þingsályktunartillögunni segir m.a. að komi til hernaðaraðgerða gegn Írak á næstu mánuðum skuli Ísland tilkynna að ekki verði heimiluð af- not af aðstöðu á íslensku yfirráða- svæði né verði um neins konar þátt- töku að ræða af Íslands hálfu í aðgerðunum. „Það er sannfæring flutningsmanna að enginn vandi verði leystur með stríðsaðgerðum og þess vegna eigi Ísland ekki að styðja slíkar aðgerðir ef til þeirra kemur,“ segir í greinargerð tillög- unnar, en fyrsti flutningsmaður er Ögmundur Jónasson. Ögmundur, Kolbrún og Þuríður greindu einnig frá því á blaða- mannafundinum í gær að þingflokk- ur VG hefði farið fram á umræðu utan dagskrár um mótvægisaðgerð- ir í efnahags- og atvinnumálum vegna áformaðra stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Til stendur að halda umræðuna á Alþingi í dag. Ögmundur verður málshefjandi hennar en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra verður til andsvara. Ögmundur sagði í gær að flest benti til þess að af stóriðjufram- kvæmdum yrði á Austurlandi. Þrátt fyrir það væru „ýmsir endar óhnýtt- ir,“ eins og hann orðaði það. „Það er lágmarkskrafa að ríkisstjórnin geri grein fyrir því á hvern hátt hún hyggist beita sér fyrir mótvægisað- gerðum sem öllum ber saman um að séu nauðsynlegar ef af þessum áformum verður.“ Þjóðin greiði atkvæði um Kárahnjúkavirkjun ÞAÐ getur verið gaman að vera í fjörunni og fylgjast með öldunum þegar mest læti eru í sjónum. Engar tvær öldur eru eins, sundum eru þær litlar og stund- um stórar eins og aldan á myndinni sem virðist vera að opna munninn til að gleypa eitthvað en fellur svo niður í fjöruborðinu og verður að engu. Eftir að veðrið snerist til norðanáttar hefur verið mikið brim og ölduhæð oft töluverð í sjónum við suðurströndina. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sjógangur við syðsta odda ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu á fimmtugsaldri hálfa milljón króna í bætur vegna brjóstaminnkun- araðgerðar á Landspítalanum. Hafði konan krafist 22,6 milljóna kr. í skaðabætur. Málið kemur í annað sinn í héraðs- dóm en en dæmt var í því í júlí árið 2000. Áfrýjað var til Hæstaréttar og með dómi hans í mars árið 2001 var dómur héraðsdóms ómerktur og mál- inu vísað heim í hérað. Málavextir eru þeir helstir að að- gerð á konunni var framkvæmd í ágúst árið 1991. Í kjölfar hennar fékk konan drep í stóran hluta geirvörtu og þurfti að gera margar lýtaaðgerðir í framhaldinu. Var fallist á að brjóst konunnar hefðu verið gerð minni en tæknilegar og heilsufarslegar ástæð- ur gáfu tilefni til og ályktað að van- smíðin hefði valdið því að annarrar aðgerðar var þörf. Misræmi í skjölum frá heilbrigðiskerfinu Í niðurstöðu héraðsdóms kemur m.a. fram að misræmis hafi gætt í sjúkraskýrslum, vottorðum og öðrum málskjölum sem komu frá heilbrigð- iskerfinu. Misræmið veldur þó ekki því, að áliti dómsins, að álykta megi að drep í hægra brjósti konunnar eftir aðgerðina hafi orsakast af mistökum við aðgerðina eða við eftirmeðferðina á henni á sjúkrahúsinu. Því er ekki mótmælt í dómnum að afleiðingar upphaflegu aðgerðarinnar á heilsu og líðan konunnar hafi verið miklar og langvarandi. Fjölmargar skurðaðgerðir og önnur meðferð hafi fylgt í kjölfarið. Héraðsdómur kemst þó að þeirri niðurstöðu að ekki verði talið að spítalinn beri skaðabóta- ábyrgð á ætlaðri örorku konunnar sem varð vegna drepsins. Á hinn bóginn er talið að spítalinn beri ábyrgð á að konan þurfti að gangast undir aðgerð til að leiðrétta legu geirvörtu vinstra brjósts og að húð var tekin á röngum stað á kon- unni til ígræðslu í annarri aðgerð í september árið 1991. Er konan því sögð eiga rétt á miskabótum að upp- hæð 500 þúsund krónur. Róbert Árni Hreiðarsson hdl. flutti mál konunnar og Skarphéðinn Þór- isson ríkislögmaður var til varnar. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn en meðdómendur voru læknarnir Stefán Einar Matthíasson og Þorvaldur Jónsson. Hálf milljón í bætur vegna brjóstaaðgerðar FRAMBOÐSLISTI framsóknar- manna í Suðurkjördæmi var ákveðinn á kjördæmisþingi á Sel- fossi um síðustu helgi. Hann er þannig skipaður: 1. Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, Selfossi. 2. Hjálmar Árnason, alþingismaður, Reykjanesbæ. 3. Ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður, Hvolsvelli. 4. Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum. 5. Helga Sigrún Harðardóttir, verkefnastjóri, Reykjavík. 6. Ásborg Arnþórsdóttir, ferða- málafulltrúi, Bláskógabyggð. 7. Ólafur Sigurðsson, bóndi, Svínafelli í Öræfum. 8. Elín Einarsdóttir, kennari, V-Skaftafellssýslu. 9. Arnar Freyr Ólafsson, bankamaður, Eyrarbakka. 10. Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri, Árborg. 11. Birgir Þórarinsson, guðfræðingur, Vatnsleysu- strandarhreppi. 12. Guðjón Þ. Guðmundsson, flutn- ingabílstjóri, V-Skaftafells- sýslu. 13. Ásta Begga Ólafsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Rangárvallasýslu. 14. Haraldur Hinriksson, verkamaður, Sandgerði. 15. Lára Skæringsdóttir, hár- greiðslumeistari, Vest- mannaeyjum. 16. Laufey Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, A-Skaftafellssýslu. 17. Brynjar Sigurðsson, bóndi, Árnesi. 18. Hallgrímur Bogason, bæjarfulltrúi, Grindavík. 19. Ingólfur Ásgrímsson, skip- stjóri, A-Skaftafellssýslu. 20. Drífa Sigfúsdóttir, deild- arstjóri, Reykjanesbæ. Listi framsókn- armanna í Suðurkjördæmi Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi í Búðardal um síðustu helgi var ákveðinn framboðslisti fyrir kosningarnar í vor. Listann skipa eftirfarandi: 1. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, Stykkishólmi. 2. Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík. 3. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri. 4. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, Akranesi. 5. Adolf H. Berndsen, fram- kvæmdastjóri, Skagaströnd. 6. Jóhanna E. Pálmadóttir, bóndi, Akri. 7. Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi, Ísafirði. 8. Katrín María Andrésdóttir, svæðisfulltrúi RKÍ, Sauðárkróki. 9. Helga Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi, Borgarnesi. 10. Gauti Jóhannesson, læknanemi, Akranesi. 11. Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi, Bessastöðum í Hrútafirði. 12. Eyrún I. Sigþórsdóttir, við- skiptafræðingur, Tálknafirði. 13. Skjöldur Orri Skjaldarson, bóndi, Hamraendum í Dalasýslu. 14. Ásdís Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, Sauðárkróki. 15. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, Hvanneyri. 16. Jón Stefánsson, bóndi, Broddanesi á Ströndum. 17. Eydís Aðalbjörnsdóttir, skrifstofumaður, Akranesi. 18. Örvar Marteinsson, sjómaður, Ólafsvík. 19. Vilhjálmur Árnason, nemi, Hofsósi. 20. Engilbert Ingvarsson, bók- bindari og fv. bóndi, Hólmavík. Listi Sjálf- stæðisflokks í NV-kjördæmi ♦ ♦ ♦ DAGANA 22. og 23. janúar verður haldin í Reykjavík, á Hótel Sögu, ráðstefna höfuðborga Norðurlanda. Ráðstefnan er umfangsmesti vett- vangur samskipta höfuðborga Norð- urlandanna og eru þátttakendur um 100 talsins. Tvö umræðuefni verða tekin fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, verður frummælandi í um- ræðu um lífsgæði í borgarsamfélagi. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, verður síðan frummæl- andi í umfjöllun um almenningssam- göngur. Nú taka í fyrsta sinn þátt fulltrúar frá Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum. Ætlunin er að halda ráð- stefnuna annað hvert ár í framhaldi af þessu. Síðast var ráðstefnan á Ís- landi árið 1988. Höfuðborgar- ráðstefna í Reykjavík MIKILL meirihluti Íslendinga, eða nær 68%, telur að ekki ætti að lög- leiða spilavíti á Íslandi. Tæp 28% svarenda voru því fylgjandi og 4,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. Þetta kemur fram í könnun sem IBM Business Cunsulting Services á Íslandi gerði. Meiri andstaða var við opnun spilavíta meðal kvenna þar sem rúm 79% þeirra voru þessu mótfallnar. 55% karla voru á móti lögleiðingu spilavíta á Íslandi en 41% þeirra var því fylgjandi. Sé litið til aldurshópa voru þeir sem eldri eru, eða 50 til 75 ára, lítt hrifnir af hugmyndinni. 79% þeirra voru henni andsnúnir. Einnig var spurt hvort viðkom- andi hefði farið í spilavíti og átti það ekki við spilakassa Háskóla Íslands eða aðra sömu tegundar. 21% þeirra sem tóku þátt í könn- uninni höfðu farið í spilavíti erlendis en 1,5% innanlands. 83% kvenna höfðu aldrei stigið fæti inn í spilavíti, hvorki innanlands né utan. Flestir sem höfðu farið í spilavíti erlendis voru á aldrinum 30 til 49 ára. Hringt var í 600 Íslendinga um allt land á aldrinum 18 til 75 ára. Könn- unin var gerð í nóvember og desem- ber á síðasta ári. Andstaða við spilavíti meiri meðal kvenna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.