Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1913. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson múrari, f. 30. desember 1878, d. 8. júní 1939, og Anna Jónsdóttir, f. 7. júlí 1878, d. 29. október 1970, bæði ættuð úr Flóanum. Systkini Guðrúnar eru: Salvör, f. 27. október 1903, d. 8. desember 1989, Ingibjörg Guðrún, f. 22. nóvember 1905, d. 27. maí 1976, Kristín, f. 24. mars 1908, d. 3. október 1971, Einar, f. 16. apríl 1912, d. 14. ágúst 1991, Jón, f. 30. september 1914, d. 14. júlí 1981, maki Salvör Guðmundsdóttir, f. 16. október 1918, Gunnlaugur, f. ari, f. 11. apríl 1968, sambýlismað- ur Þórir F. Ásmundsson rafvirki, f. 14. desember 1966, börn Auður Sólrún og Alexander Freyr; Guð- rún lánafulltrúi, f. 14. mars 1970, maki: Hörður F. Harðarson lög- maður, f. 3. júlí 1970, börn Daníel og Mikael; Jón kerfisfræðingur, f. 19. júní 1971, sambýliskona Guð- rún Indriðadóttir hársnyrtimeist- ari, 3. apríl 1979, barn Brynjar Aron; Valdimar blikksmiður, f. 14. desember 1972, sambýliskona Ólöf Jóhannsdóttir leikskólakenn- ari, f. 16. mars 1972, börn: Lovísa Þóra og Jóhann Karl. Guðrún fæddist og ólst upp í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún gekk í barnaskóla en hóf ung að vinna við fisk- vinnslu og á síldarárunum fluttist hún til Djúpuvíkur og vann þar í mötuneyti í nokkur ár. Næst varð hún matreiðslukona á Bíóbarnum og síðan gerðist hún matráðskona hjá Sláturfélagi Suðurlands og starfaði þar í rúm 30 ár, eða þar til hún lét af störfum sökum ald- urs. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 12. nóvember 1918, d. 15. september 1981, Ágústa, f. 1. septem- ber 1922, maki Krist- inn Óskarsson, f. 30. júlí 1918. Guðrún giftist Öss- uri Friðrikssyni raf- virkja og hóf búskap á Grundarstíg 8, en síðar slitu þau sam- vistum. Dóttir Guð- rúnar er Auður Ped- ersen húsmóðir, f. 12. október 1942, maki hennar er Valdimar K. Jónsson blikk- smíðameistari, f. 29. febrúar 1940. Börn þeirra eru: Gunnar blikksmiðameistari, f. 15. október 1962, barn Margrét Guðrún; Anna María hársnyrtimeistari, f. 24. ágúst 1964, sambýlismaður Bjarni Brandsson viðskiptastjóri, f. 2. október 1961, börn: Ingimar Alex, Ísak og Georg; Sigrún tækniteikn- Tek ég úr gleymsku myrkri, móðir, minninganna spjöld, það er eins og englar góðir að mér svífi í kvöld, ástar stjarna eilíf skíni inn í myrkrið svart, er sem kalinn hugur hlýni, húmið verði bjart. Man ég alla ástúð þína, öll þín tryggðabönd, yfir barnabresti mína breiddirðu milda hönd, stundum vil ég vera góður vænsta yndið þitt. Það er svo gott að eiga móður sem elskar barnið sitt. Hver þekkir mátt, er móðir veitir, mild og kærleiksrík? Allri sorg í unað breytir, engin er henni lík. Hvar finnst vinur hlýr, svo góður, hjartans mýkja sár? Hvað er betra en blíðrar móður bros og hryggðartár? (Kristján Jónsson frá Skarði.) Elsku mamma. Í dag kveð ég þig og fylgi þér hinsta spölinn. Við erum búnar að fylgjast að í nær 60 ár. Það er langur tími og margs að minnast. Ég vil þakka fyrir allar góðar stundir á þessum árum. Þú bjóst alla tíð hjá okkur og aðstoðaðir við uppeldi barnanna og svo margt annað. En þetta var orðin löng ævi og þú orðin þreytt í lokin, svo við gleðjumst yfir að þú fékkst hægt og hljótt andlát. Far þú í friði, friður guðs sé með þér. Þín Auður. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt þetta líf eftir langa ævi. Amma heima, eins og við systkinin kölluð- um hana, var stór þáttur í lífi okkar þar sem hún bjó alla tíð á heimili for- eldra okkar. Hún passaði okkur og lagði okkur lífsreglurnar. Stundum stjórnsöm en aldrei var það illa meint. Hún vildi alltaf vera fín og vel til höfð, sem hún var alla tíð. Amma hafði gaman af fólki og var frænd- rækin, fylgdist vel með öllum í starfi og leik. Allt fram á síðasta dag sagði hún okkur fréttir af fjölskyldunni. Hún hafði gaman af því að ferðast. Fór ég með henni í mína fyrstu utan- landsferð, ásamt Gunna bróður og ömmu á Skúló, til Noregs og Dan- merkur að hitta frændfólkið þar. Einnig fór hún með mér í sína síð- ustu utanlandsferð ásamt yngsta syni mínum til Guðrúnar systur sem bjó þá í Englandi. Þetta var fyrir tveimur og hálfu ári, svo hress var hún þá 87 ára gömul. Svo fékk hún heilablæðingu en náði sér þó ótrú- lega vel eftir það. Síðustu mánuði ævi sinnar bjó hún á Skjóli og naut þar góðrar umönnunar starfsfólks. Elsku mamma og pabbi, það var ekki lítið sem þið gerðuð fyrir hana alla tíð og hún fyrir ykkur. Þær voru ófáar ferðirnar þínar til hennar, mamma mín, eftir að hún fluttist á Skjól, eins Gústu og Kidda, sem og Nönnu og Olla. Ég veit vel hvað henni þótti vænt um það. Far þú í friði, elsku amma mín. Megi guð og englarnir taka á móti þér og umvefja þig. Þín Anna María. „Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að einhver ástvinur vor gengur þar inn, þá berst um leið til vor eitthvað þaðan af hinum him- neska andvara.“ (J. A. Bengel.) Með þessum orðum vil ég kveðja hana elsku ömmu mína. Ömmu sem hefur reynst mér stoð og stytta í lífi mínu. Ömmu sem gerði svo margt fyrir mig sem ég mun áfram njóta í mínu lífi. Ótal margs er að minnast, en hvatningar hennar og áhugi fyrir velferð minni og annarra, jafnt í leik sem og starfi eru manni ofarlega í huga. Megi góður guð varðveita þig, amma mín, og veita okkur blessun til að viðhalda öllum þeim fjölmörgu minningum sem við eigum um þig í hjörtum okkar. Þig kveð ég nú, í þeirri trú, að við sjáumst aftur um síðir. Jón Valdimarsson. Við systkinin urðum þess aðnjót- andi að alast upp á frekar öðruvísi heimili, en það vorum við sex systk- inin, mamma, pabbi og amma sem við kveðjum núna. Mamma var heimavinnandi en amma vann úti og fyrir okkur var þetta ósköp eðlilegt. Hún var ekki svona eins og maður ímyndar sér ömmur, heima, prjón- andi sokka og vettlinga á ömmu- börnin heldur meira svona eins og ammadreki í bókinni Jón Oddur og Jón Bjarni. Hún lærði reyndar aldrei á bíl en var þess í staðinn alltaf á ferðinni með strætó og leigubílum. Aldrei fór hún út án þess að vera með hatt á höfðinu eða annað höf- uðfat. Hún fór reglulega með okkur systkinin í bíó, á leiksýningar eða hinar ýmsu uppákomur sem í boði voru út um allan bæ. Hún ferðaðist líka mikið til útlanda og þá aðallega til Noregs og Danmerkur að heim- sækja frændfólk okkar sem þar býr. Alltaf ríkti mikil spenna þegar hún kom heim því alltaf mátti maður bú- ast við einhverju frá henni. Hún var líka iðin við að gefa okkur systkinun- um ýmsa stóra hluti eins og skíði, skauta og hjól. Alltaf var gaman að spila við hana og hún kenndi okkur fjöldann allan af spilaköplum. Eins man ég þegar hún var að vinna í mötuneytinu í Sláturfélagi Suður- lands, hvað það var gott að kíkja þar inn og fá kex og mjólk. Amma var ýtin við okkur systk- inin að vera dugleg að læra og hvatti hún okkur duglega í því. Eins var það hún ein sem stóð við hlið mér þegar ég útskrifaðist og var það mér ánægja að hafa hana hjá mér. Hún hafði unun af barnabörnunum sínum og var það ósjaldan sem hún passaði þau. Þú varst alltaf svo mikið jólabarn, elskaðir jólin og á seinni árum þá vissi maður ekki hvort þú eða barna- börnin þín voru spenntari fyrir jól- unum. Það var leiðinlegt að þú skyld- ir ekki komast í jólaboðið til Önnu Maríu systur á aðfangadag vegna veikinda þinna en góð minning að hafa verið með þér á annan í jólum hjá mömmu og pabba þar sem þú náðir svona restinni af jólunum. Amma, það var yndislegt að fá að alast upp með þig sér við hlið og er kveðjustundin erfið. Ég vona að þér líði vel núna, elsku amma, það er sárt að kveðja þig en þetta er víst leiðin sem við öll þurfum að fara. Ástarkveðja, elsku amma Þín Strúna, Sigrún og fjölskylda. Elsku amma, þó svo að mig grun- aði að stutt væri í aðskilnað grunaði mig ekki að hann yrði svona sár. Sér- staklega þótti mér vænt um að fá að sitja hjá þér undir það síðasta og halda í hönd þína. Friðsældin sem ríkti yfir þér þá veitti mér þá trú að þú sért komin á betri stað, þar sem þjáningar þekkjast ekki. Þú varst okkur meira en amma þar sem þú bjóst heima með okkur systkinunum öll okkar uppvaxtarár og alltaf var hægt að reiða sig á stuðning frá þér, sérstaklega þegar nám var annars vegar. Þú varst svo áhugasöm um nám okkar barna- barnanna og langömmubarnanna. Alltaf var stutt í húmorinn og hnyttin svör. Ekki vantaði gjafmild- ina og þú vildir öllum vel. Þegar þú gafst okkur gjafir og við þökkuðum fyrir okkur svaraðir þú: „Fyrirgefðu það,“ því í þínum augum var þetta alltaf lítilræði sem vart var vert að minnast á. Einnig er mér það minnisstætt hve oft þú ruglaðir saman nöfnum okkar systranna þegar við vorum litlar. Oft sagðir þú mér hverju ég svaraði þér í eitt af þessum mörgu skiptum: „Þú segir alltaf Sigrún mín og Guðrún mín en ég heiti Guðrún.“ Þetta er bara lítið brot af þeim fjársjóði minninga sem ég mun geyma um aldur og ævi. Bið ég góð- an guð að geyma þig, elsku amma mín, og hughreysta okkur sem á eftir þér horfum. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stef.) Ég kveð að sinni en veit að við munum hittast síðar. Þín Guðrún og fjölskylda. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Mikael Gabr-ielsson fæddist í Króatíu 23. júlí 1936. Hann lést í Landspít- alanum við Hring- braut 6. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gabriel Benkovic bóndi, f. 1895, d. 1983, og Ana Benkovic húsmóðir, f. 1894, d. 1946. Hann var yngstur sex systkina, elst var Barbara, þá Ivan, Rudolf, Angela, Zvonomir og loks Mikael. Mikael flúði ungur frá Júgóslav- íu. Hann dvaldist um skeið á Ítalíu en kom til Íslands árið 1958. Mikael kvæntist árið 1969 Sig- nóvember 1991, Þórunni Önnu, f. 25. september 1996, Baldur Hann- es, f. 11. mars 2002, og Stefán Þórð, f. 11. mars 2002. 3) Elísabet, f. 26. maí 1969, maki Ólafur H. Jónsson, f. 22. október 1967, þau eiga þrjú börn, Kolbrúnu Ósk, f. 10. nóvember 1993, Ólaf Jökul, f. 29. desember 2000, og Maríu Rós, f. 2. október 2002. Mikael var sjómaður í mörg ár en lenti árið 1972 í alvarlegu slysi sem batt enda á þann feril. Hann vann um hríð við húsaviðgerðir en gerðist síðan bílstjóri, fyrst á sendibíl hjá Þresti en síðan á leigu- bíl hjá Steindóri, síðar hjá Bæjar- leiðum og undir það síðasta hjá Hreyfli eftir sameininguna við Bæjarleiðir. Mikael sat um tíma í stjórn Bif- reiðastjórafélagsins Frama. Hann var einnig í stjórn Vináttufélags Íslands og Króatíu. Útför Mikaels fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ríði Ósk Guðmunds- dóttur, f. 1. október 1930, dóttur Guð- mundar Jónssonar verslunarmanns í Reykjavík, f. 14. októ- ber 1893, d. 31. des- ember 1947, og Ólínu Guðbjargar Ólafsdótt- ur húsmóður, f. 28. október 1891, d. 10. apríl 1936. Börn Mika- els og Sigríðar eru þrjú: 1) Anna, f. 18. nóvember 1963, maki Paula van der Ham, f. 22. ágúst 1971, þær eiga einn son, Tómas Þór Mikael, f. 1. janúar 2003. 2) Stefán, f. 7. jan- úar 1966, maki Hildur Björg Haf- stein, f. 6. október 1966, þau eiga fjögur börn, Sigrúnu Ósk, f. 27. Elsku pabbi, ég byrja þessa hinstu kveðju á að rifja upp þegar þú sagðir mér ekki alls fyrir löngu frá því þeg- ar þú varst lítill strákur að leika þér með vinum þínum í heimalandi þínu Króatíu. Það var mjög dimmt úti og þið vinirnir fóruð að Myllunni sem stendur skammt frá þínu heimili. Þar földuð þið ykkur í trjágróðri og þóttust heyra í draugum og hættuð ekki fyrr en þið voruð búnir að hræða hver annan og sannfærðir um að þar væri draugur á ferð. Þegar þú varðst eldri ákvaðst þú að flýja land þitt og eflaust hefur hræðsla verið til staðar er þú fórst en viljinn og hark- an komu þér áfram. Svo komstu hingað til Íslands 1958, kynntist mömmu og áttuð þið saman rúm 40 ár. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar pabbi lofaði að gefa mér kubba þegar ég hafði lært að segja R. Ekki leið langur tími er pabbi fór með mig stoltur og ánægður í bæinn að kaupa kubba og tók þéttingsfast um hár mitt og klappaði því eins og honum einum var lagið. Það sama gerði hann þegar hann tók um hár dóttur minnar, hennar Kolbrúnar Óskar, svo oft og kallaði hana stund- um óvart Elísabetu. Pabbi sagði að konur ættu að vera með sítt hár og var ekki sáttur þegar lokkarnir mín- ir fengu að fjúka. Pabbi var ríkur af barnabörnum og elstu afastelpunum fannst gaman að atast í afa sínum, „potipot“ heyrð- ist í þeim og var stundum hamagang- urinn þvílíkur að oft endaði þessi leikur á að það þurfti að segja afa að hætta, svo gaman var hjá þeim. Á síðustu tveimur árum komu svo fimm barnabörn til viðbótar og varstu svo glaður þegar ég sýndi þér mynd af drengnum hennar Önnu systur sem fæddist 1. janúar skömmu fyrir andlát þitt. Pabbi minn, þó að síðustu vikurn- ar fyrir andlát þitt hafi verið þér erf- iðar áttum við okkar tíma saman sem ég mun ávallt varðveita og geyma í hjarta mínu. Elsku pabbi, takk fyrir að fá að eiga þig að og ég kveð þig með sökn- uði um leið og ég þakka fyrir allt það góða sem við höfum átt saman. Megi góður guð geyma þig. Þín Elísabet (Lísa). Stuttu eftir að við fengum að vita að sá tími sem við ættum eftir með elskulegum tengdaföður okkar væri stuttur heyrðist á tal afastelpna um að allir byggju yfir einhvers konar ofurkrafti. Svo sannarlega bjó Mika- el yfir ofurkrafti sem var einkum frelsisþrá og sjálfstæði. Það að vera sinn eigin herra og frelsi til að móta líf sitt voru mikilvægir þættir í lífs- sýn hans. Ungur ákvað hann að yf- irgefa foreldra, systkin og ættland sem hann ann svo mjög vegna stjórnarfars sem honum þótti tak- marka þessa þætti. Til að laumast yf- ir landamæri í skjóli nætur og vita ekki hvað tæki við eða hvar leiðin myndi enda hefur þurft kjark, sterk- an vilja og óþrjótandi frelsisþrá. Í þeirri baráttu sem Mikael átti í síð- ustu vikurnar komu þessir eiginleik- ar skýrt í ljós. Leiðir Mikaels lágu til Íslands þar sem hann festi fljótt rætur. Það hlýt- ur að hafa verið erfitt fyrir ungan mann að koma frá bændasamfélagi í Suður-Evrópu og gerast sjómaður við Ísland. En fyrir hann var aldrei spurning hvort eitthvað væri erfitt heldur hvað þyrfti að gera. Hann bast Íslandi sterkum böndum og var stoltur af því að vera Íslendingur þó svo að Króatía stæði hjarta hans nærri. Okkur tengdabörnunum tók hann hlýlega og auðvelt var að koma inn á fallega heimilið þeirra Siggu á Ljósó. Eftir að barnabörnin komu fundum við hve vel hann fylgdist með okkur þó vinnan tæki mikinn tíma. Þau voru stolt hans og yndi. Það var oft fjör þegar litlir fjörkálfar voru að fá afa sinn með í eltingarleik eða fengu að „gera hárið fínt“. Þá mátti vart sjá hver skemmti sér betur. Nú eigum við minningarnar einar eftir um góðan mann sem kenndi okkur hvers virði það er að hlusta á rödd hjartans og fylgja henni. Tengdabörn. Ég hitti afa ekki oft, hann vann svo mikið, en alltaf þegar ég hitti hann fann ég hvað honum þótti vænt um mig og okkur öll. Hann var alltaf mjög góður afi og fylgdist vel með okkur. Nú verður skrýtið að koma heim til ömmu og afi kemur ekki fram, heilsar okkur sem erum inni í eldhúsi eða borðstofu með kossi, kveður síðan og fer að vinna. Ég kannski þekkti afa ekki mjög vel en veit samt að hann var afskaplega góður maður. Sigrún Ósk. MIKAEL GABRIELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.