Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 25 ÞANN 1. október 2002 tóku gildi nýjar reglur í Kína er varða allan innflutning til landsins frá Evrópu- sambandinu. Reglur þessar eru sett- ar til að hamla gegn því að hættuleg meindýr s.s. barkbjöllur og aðrar trjáviðarbjöllur berist með umbúð- um og vörubrettum úr trjáviði er fylgja vörum við flutning til landsins. Reglugerð þessi var sett 28. júní 2002 og kemur skýrt fram í enskri þýðingu hennar að einungis sé átt við innflutning frá Evrópusamband- inu. Á hún því ekki að ná yfir inn- flutning frá Íslandi og fékkst þetta staðfest við fyrirspurn sendiráðs okkar í Kína til yfirvalda þar í landi í fyrra. Hins vegar er höfundi kunnugt um að útflytjandi hafi fengið það svar frá tollyfirvöldum í Kína að reglurnar gildi einnig fyrir Ísland. Norðmenn sem eins og Íslendingar standa utan Evrópusambandsins hafa búið sig undir að reglur þessar gildi einnig um útflutning þeirra til Kína. Oft er vörum héðan umskipað í Evrópu- sambandslöndum og því hætt við að erfitt geti verið að sannfæra kín- versk tollyfirvöld um undanþágu okkar. Ekki er ólíklegt að mildilega hafi verið tekið á málum til að byrja með og að fyrst reyni á framkvæmd- ina nú er líða tekur á þetta ár. Er því rétt að gera nánar grein fyrir um hvað málið snýst. Ef notaðir eru trékassar eða tré- bretti sem fylgja eiga vörunni inn í Kínverska alþýðulýðveldið þá verður trjáviðurinn að vera laus við börk og á að hafa hlotið meðhöndlun sem við- urkennt er að drepi meindýr. Send- ingunni á að fylgja plöntusjúkdóma- vottorð („phytosanitary certificate“) sem staðfestir að umrædd með- höndlun hafi farið fram, en hér á landi er það plöntueftirlit Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins sem gefur slík vottorð út. Sérstakar merkingar eiga að vera á umbúðun- um sem sýna hvers konar meðhöndl- un hefur farið fram. Sú meðhöndlun sem Kínverjar viðurkenna er í fyrsta lagi gösun með metýlbrómíði sem ekki er mögulegt að framkvæma hér á landi. Í öðru lagi viðurkenna þeir hitameðhöndlun þar sem hiti innst í viði nær 56 gráðum í minnst 30 mín- útur. Ef engar tréumbúðir eða trébretti fylgja vörunni eða ef eingöngu er notaður viður eins og krossviður segja reglurnar að fylgja eigi sérstök yfirlýsing frá útflytjanda um að svo sé. Útflutningur til Kína og tréumbúðir Eftir Sigurgeir Ólafsson „Fyrst reyni á fram- kvæmdina er líða tekur á þetta ár.“ Höfundur er forstöðumaður plöntueftirlits Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. AÐ UNDANFÖRNU hefur mik- ið verið rætt og ritað um stjórn- mál, bæði hér í borginni og á landsvísu. Það styttist óðum í al- þingiskosningar, framboðslistar líta dagsins ljós og hver skoðana- könnunin rekur aðra. Í spjallþáttum í útvarpi og sjón- varpi keppast landsmenn um að tjá sig um landsmálin, stjórnmála- stefnur og stjórnmálamenn og er það vel. Það er gott að í upphafi kosningavetrar hugsi fólk um stjórnmál og hvernig málum landsins verði best fyrir komið næstu fjögur árin. En hvað heyrir maður? Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni síðustu vikur og undra mig mjög á skoðunum og viðhorfum margra. Einnig kem ég ekki auga á ástæður þess hvers vegna Framsóknarflokkurinn fær svo lítið fylgi í skoðanakönnunum sem raun ber vitni. Þegar ég sem kjósandi skoða hug minn til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna horfi ég á stefnumál, efndir og trúverðug- leika. Hvað skiptir mestu máli í fari stjórnmálamanna? Skiptir það mestu máli að standa sig vel í kappræðum, koma vel fyrir sig orði, vega með háði að andstæð- ingum sínum, slá um sig með orð- skrúði og gífuryrðum? Margt af þessu má eflaust telja stjórnmála- mönnum til tekna. En góður stjórnmálamaður er í mínum huga maður sem er heiðarlegur, vinnu- samur og hefur þekkingu á þeim málum sem upp koma hverju sinni. Þetta eru eiginleikar sem góður starfsmaður, í hvaða starfi sem er, þarf að búa yfir. Því finnst mér ómaklegt þegar ítrekað er í fjöl- miðlum að formaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson, hafi ekki skemmtilega framkomu, sé þungur á brún og dvelji lang- dvölum erlendis. Ummæli sem þessi dæma sig sjálf, en síend- urtekin meitla þau steininn og fólk fer að trúa því sem það heyrir. Á svipaðan hátt og sumum Reykvík- ingum finnst Ingibjörg Sólrún hafi verið rekin úr stóli borgarstjóra en sjá ekki að stjórnmálamaður í hennar stöðu gat alls ekki komið fram sem trúverðugur fulltrúi þriggja ráðandi flokka í Reykjavík og samtímis helgað sig harðri kosningabaráttu hjá Samfylking- unni. Hún valdi Samfylkinguna fram yfir það að leiða R-listasam- starfið og gegna störfum borgar- stjóra. Það vill nú þannig til að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, er utanríkisráðherra landsins og verður því væntanlega að dvelja erlendis oftar og lengur en hann sjálfur óskaði sér. Hann er fulltrúi landsins í ótal málum, smáum sem stórum, sem snúa að samskiptum landsins við umheim- inn. Halldór Ásgrímsson er stjórn- málamaður sem hefur í gegnum árin notið víðtæks trausts lands- manna, hann leggur mál sín fram á trúverðugan hátt, án upphrópana og fagurgala. Það er styrkur fyrir Reykjavík og Reykvíkinga að fá hann hingað á mölina. Því er það í hæsta máta ómálefnalegt að meta störf og hæfileika manna út frá framkomu þeirra í fjölmiðlum. Mín skoðun er sú að stjórnmál snúist um allt annað og mikilvægari hluti en „fjölmiðlavæna“ framkomu. Á hverjum tíma er verið að vinna með framtíð þjóðarinnar og sætta ólík sjónarmið á lýðræðis- legan hátt. Framsóknarflokkurinn hefur á liðnum árum lagt allt kapp á að vinna vel, en auðvitað segir sig sjálft að í samvinnu tveggja ólíkra flokka verður á stundum að sætta ólík sjónarmið og koma sér saman um vænlegasta kostinn í stöðunni. Þingmenn og ráðherrar Fram- sóknarflokksins hafa ekki skorast undan því að taka að sér erfið og vandasöm verkefni og ráðuneyti. Ráðuneyti sem kalla á síaukið fjár- magn og snúa að daglegu lífi fólks- ins í landinu. En því miður halda framsóknarmenn ekki utan um ríkisfjármálin í þessari ríkisstjórn þó að tekist hafi að auka verulega framlög til heilbrigðis- og félags- mála í ráðherratíð framsóknar- manna. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um þau grundvallargildi sem Íslendingar trúa á og má þar nefna traust og öruggt atvinnulíf, sem óneitanlega er undirstaða þess velferðarþjóð- félags sem við öll viljum viðhalda. Flokkurinn hefur staðið vörð um gott heilbrigðis- og menntakerfi í höndum ríkisins og skynsamlega nýtingu auðlinda landsins. Niðurstöður skoðanakannana og gengi Framsóknarflokksins, bæði hér í Reykjavík og út um land, eru því í mínum huga óskiljanleg. Auð- vitað finnst okkur framsóknar- mönnum þetta slæm tíðindi en trú- um ekki öðru en að kjósendur endurskoði afstöðu sína þegar kosningastefnuskrá liggur fyrir og málefnaleg umræða fer af stað um verk framsóknarmanna á liðnu kjörtímabili. Mikil vinna bíður okkar framsóknarmanna um allt land. Eftir að moldviðri síðustu daga hefur gengið yfir er kominn tími til að hefjast handa, safna liði og nota hvert tækifæri sem gefst til að kynna stefnu og störf Fram- sóknarflokksins. Viðhorf til stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka Eftir Fannýju Gunnarsdóttur Höfundur er kennari og námsráðgjafi í Reykjavík.. „Þingmenn og ráðherrar Framsókn- arflokksins hafa ekki skorast undan því að taka að sér erfið og vandasöm verkefni og ráðuneyti.“ MEÐ því að sameina krafta okkar geta Norðurlöndin orðið sterkt afl í Evrópu. Við getum miðlað af reynslu okkar hvað varðar uppbyggingu lýð- ræðis, velferðarkerfis og samvinnu. Norðurlöndin geta einnig lagt sitt af mörkum með framsækinni umhverf- isstefnu og með jafnréttissjónarmið- um. Samhæfing Norðurlandanna hefur lengi verið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða. Þegar á sjötta ára- tugnum mynduðum við sameiginleg- an norrænan vinnumarkað, löngu áð- ur en hugmyndin að innri markaði Evrópusambandsins leit dagsins ljós. Samhæfing er einnig efst á baugi í dag þegar Svíþjóð tekur við for- mennsku í Norræna ráðherraráðinu. Við erum nú þegar hluti af hinni fjöl- menningarlegu og fjölþjóðlegu Evr- ópu. Nú er mikilvægt að við á Norð- urlöndunum göngum skrefi lengra og gerum samfélög okkar að einu svæði. Fyrsta skrefið í því starfi er að af- nema landamærin á milli Norður- landanna. Það ætti að vera auðvelt að búa í Danmörku og vinna í Svíþjóð eða að búa í Svíþjóð og vinna í Finn- landi. Ég er afskaplega ánægð með að njóta aðstoðar Pouls Schlüters, sem er sérlegur fulltrúi minn í mál- efnum sem varða landamærahindr- anir á milli Norðurlandanna. Poul Schlüter er fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur. Hann hefur þá reynslu og þau sambönd sem þarf til þess að losa okkur við þessar hindranir. Með sameiginlegu átaki getum við samræmt lönd með mismunandi ríkisstjórnir og mis- munandi löggjafir. Við höfum svo lengi rætt um að losa okkur við síð- ustu hindranirnar á milli landa okk- ar; nú er svo sannarlega kominn tími til þess að hrinda því í framkvæmd! Við viljum að fólk geti sótt vinnu eða skóla yfir landamærin. Við viljum að fyrirtækjum eigi að vera frjálst að hasla sér völl á öllum Norðurlöndun- um, í einu eða fleiri löndum. Sú er nú þegar raunin á pappírunum en þegar á reynir eru ýmsar fyrirstöður. Við eigum eftir að ráða fram úr nokkrum atriðum sem varða skatta og almannatryggingar. Þetta á einn- ig við um atriði eins og gildi persónu- skilríkja og ökuskírteina á Norður- löndunum. Einnig verðum við að auðvelda framkvæmd peningayfir- færslna. Við getum ekki samræmt Norður- löndin algjörlega. Aftur á móti er hægt að ryðja veginn fyrir þá sem starfa í fleiri en einu landi og fyrir þá sem flytja á milli Norðurlandanna vegna vinnu eða af öðrum ástæðum. Ráðuneyti og stjórnvöld verða að leggja áherslu á að afgreiða þessi mál. Þetta er ekki síst mikilvægt hvað varðar Eyrarsundssvæðið! En samræming hefst heima fyrir. Á formannsári Svía viljum við leggja áherslu á samþættingu í ýmsum myndum. Hvert land fyrir sig verður að hleypa nýbúum að í samfélaginu, ekki síst konunum. Allir eiga rétt á atvinnu. Vinnunni fylgir félagsleg samstaða, betri málakunnátta og fjárhagslegt sjálfstæði. Það verður að endurskoða mót- töku flóttamanna á Norðurlöndun- um. Skólarnir verða að koma til móts við nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir. Börn og unglingar mega aldrei vera látin mæta afgangi! Allir verða að taka þátt í samfélag- inu. Samræming Norðurlanda og grannsvæða er einnig ofarlega á baugi. Útreikningar hafa sýnt fram á að íbúafjöldinn á Norðurlöndunum muni aukast um 0,6 prósent á ári þegar Pólland og Eystrasaltslöndin ganga í ESB. Samvinna Norður- landanna og baltnesku landanna í nokkrum málaflokkum er góð viðbót við þá tvíhliða samninga sem þegar hafa verið gerðir. Þetta er samvinna sem ætti að efla. Samvinnan um um- hverfismál Eystrasalts á að efla þannig að hægt verði að koma á sjálf- bærri þróun. Við höldum ótrauð áfram baráttunni gegn mansali. Að lokum verður að vera betri samræming á milli Norðurlandanna og ESB. Þrjú Norðurlandanna eru í ESB og tvö landanna byggja sam- vinnu sína við ESB á EES-samn- ingnum. Evrópusamstarfið hefur ekki ýtt Norðurlandasamstarfinu til hliðar heldur þvert á móti; það má frekar segja að Evrópusamstarfið ýti undir samstarf Norðurlandanna. Við á Norðurlöndunum stöndum saman í Evrópu. Við Norðurlandabúar verðum að koma okkur saman um hvaða Evr- ópusambandsmál við erum sammála um, og reka svo þau mál saman. Við ættum einnig að sjá til þess að fram- kvæmd reglugerða frá ESB sé sam- hæfð á öllum Norðurlöndunum. Við viljum t.d. samhæfa endurskoðun reglugerðar fyrir sjónvarp. Við á Norðurlöndunum eigum langa sögu að baki í umhverfis- og jafnréttismálum og það ættum við að notfæra okkur. Á formannsári Svía í Norrænu ráðherranefndinni viljum við miðla þekkingu. Rekstraraðilar fyrirtækja á Norðurlöndunum geta lært ýmis- legt hverjir af öðrum og við getum stuðlað að því að koma á nýjum tengslum. Háskólar geta einnig auk- ið samvinnu sína yfir landamærin. Norðurlöndin eiga að taka virkan þátt og stuðla að þróun. Bæði í grannríkjunum og í hinni nýju Evr- ópu. Norrænt samstarf Eftir Berit Andnor „Við á Norð- urlöndunum stöndum saman í Evrópu.“ Höfundur er norrænn samstarfs- ráðherra Svía og formaður Norræna ráðherraráðsins 2003. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk STABILO SWING áherslupenni Verð 70 kt/stk Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.599 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.990 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.