Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 22
LISTIR
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EÞOS kvartettinn sækir á og er
allt útlit fyrir að að þessi samspils-
hópur sé kominn til að vera en
fáum hefur enn tekist að vinna
stöðugt saman yfir langan tíma,
þrátt fyrir að margt gott listafólk
hafi tekið þar til hendi um
skemmri eða lengri tíma en í flutn-
ingi kammertónlistar, er það
vinnuumtak tímans, sem hjálpar til
við að efla þroska og vilja þeirra
sem stefna til átaka við innviði list-
arinnar.
Eþos strengjakvartettinn er í
hópi þeirra sem þegar hafa heyjað
sér töluverða samspilsreynslu og
stóð hann að tónleikum á vegum
Kammermúsikklúbbsins s.l. sunnu-
dag í Bústaðakirkju. Fyrsta verkið
á efnisskránni var Keisarakvar-
tettinn eftir Haydn, sem sennilega
er fyrst og fremst þekktur fyrir
þjóðsöng þann sem Þjóðverjar
tóku upp eftir Austurríkismönnum
og hefur enn þá stöðu. Bragarhátt-
ur sá er fellur að þessu lagi er sá
sami og ríkir í Óðnum til gleðinn-
ar, eftir Schiller og finna má einn-
ig í Yfir voru ættarlandi, eftir
Steingrím Thorsteinsson og syngja
má við ljóð Hannesar Hafstein,
Guð lét fögur vínber vaxa, vildi
gleðja dapran heim.
Keisarakvartettinn, eins og
reyndar allir kvartettar meistar-
ans, er falleg tónsmíð, sem flytja
má af fínlegum tærleik og leik-
gleði. Flutningur Eþos var of
spennuþrunginn, allt að því róm-
antískur, sérstaklega í upphafs-
kaflanum. Kaflinn sem byggður er
á Keisarasöngnum, er vart hægt
að kalla tilbrigði, því lagið er leikið
óbreytt á öll hljóðfæri kvartettsins
en tilbrigðin eru fólgin í breyti-
legum umbúnaði. Þessi fallegi kafli
var mjög vel fluttur, sérstaklega af
lágfiðlunni og sellóinu, er „sungu“
lagið af einstakri hlýju.
Annað viðfangsefnið var Stóra
fúgan, eftir Beethoven, op. 133,
sem er hreint ótrúlegt verk og hef-
ur vafist fyrir mörgum, því bæði
er að Beethoven ætlaði sér stórt
með þessu verki og hafði auk þess
náð slíku valdi á að útfæra tón-
skynjun sína, að líklega verður til
fárra vikið í samanburði. Eþos
kvartettinum tókst margt vel í
þessu erfiða verki. Líklega er
þetta í fyrsta sinn sem þau reyna
sig við þennan útlaga og einstæð-
ing í tónsköpunarsögu Beethovens
en eiga trúlega eftir að kljást við
hann síðar.
Sagt er að Schubert hafi verið
einmana og því séu mörg verka
hans sérlega löng og svo er um
kvartettinn, sem nefndur er eftir
tilbrigðaþætti um söngstef það
sem Schubert hafði samið við
kvæði Claudíusar og nefnist Dauð-
inn og stúlkan. Eþos kvartettinn
lék fysta kaflann á þeim fínlegu
nótum sem hæfir þessu róman-
tíska verki. Það hefði þó mátt vera
meiri ró yfir sönglínu dauðans og
tilbrigðunum.
Í tónmáli verksins er nokkuð um
langtíma endurtekningar á einum
og sama tóninum og með því að
skilja aðeins betur á milli, hefði
hin sérkennilega „mótoríska“
stemmning komið skýrar fram.
Um þetta atriði í bogatækni hafa
flytjendur mismunandi skoðanir,
en í þessu verki er samt ákveðin
„mótorík“, sem vel má undirstrika
án þess að ofgera.
Eins og fyrr segir er Eþos
kvartettinn orðinn góður samspils-
hópur og þar standa að verki Auð-
ur Hafsteinsdóttir, Gréta Guðna-
dóttir, Guðmundur Kristmundsson
og Bryndís Halla Gylfadóttir og
sýndu sig vera vel í stakk búin til
átaka við einhver erfiðustu við-
fangsefni kammertónlistar, eins og
vel kom fram, sérstaklega í stóru
fúgunni, eftir Beethoven og kvart-
ett Schuberts.
Til átaka við stór verkefni
TÓNLIST
Bústaðakirkja
Eþos kvartettinn flutti verk eftir
Haydn, Schubert, Beethoven 19. janúar
2003.
KAMMERTÓNLEIKAR
Morgunblaðið/Ásdís
Eþos-kvartettinn sýndi sig vera vel í stakk búinn til átaka við einhver erfiðustu viðfangsefni kammertónlistar.
Jón ÁsgeirssonFÓLKIÐ sem fyllti tónlistarhús
Kópavogs út úr dyrum á Vínar- og
Múlatónleikunum á laugardaginn
var lét sig að mestu vanta miðað við
sexfalt minni aðsókn næsta dag.
Það segir sína sögu um landlæga
vanafestu hlustenda og áberandi
óforvitni þegar minna þekktir flytj-
endur og viðfangsefni eru í boði.
Ungur og upprennandi brezkur
barýtónsöngvari kom fram í fyrsta
sinn á Íslandi við þetta tækifæri,
Alex Ashworth að nafni. Við píanó-
undirleik Önnu Rúnar Atladóttur
söng hann fyrst flokk Ralphs
Vaughan-Williams, „Songs of Trav-
el“, en lauk tónleikunum á The
Western Playland (and of Sorrow)
eftir Ivor Gurney, samið fyrir sjald-
heyrða undirleiksáhöfn píanókvin-
tetts með Richard Simm við slag-
hörpuna. Sitt hvoru megin við hlé
söng gestaflytjandinn [sic] Inga
Stefánsdóttir „Zwei Gesänge“ eftir
Brahms og „Chanson perpétuelle“
eftir Chausson, hið fyrra með Önnu
Rún og Þórunni Ósk Marínósdóttur
víóluleikara, hið síðara með áður-
nefndum píanókvintett. Fylgdu
söngtextar prentaðir á frummáli og
með enskum þýðingum. Hins vegar
komu hvorki fram af tónleikaskrá
upplýsingar um höfunda og verk né
hverjir fluttu hvað.
Hið dásamlega ferska níu söng-
ljóða safn Vaughan-Williams, Songs
of Travel (1904) við ljóð Gulleyju-
höfundarins Roberts Louis Steven-
sons var skörulega flutt af þeim
Önnu og Ashworth, þó að hratt
tempóval og staccato undirspil í
fyrsta laginu, „The Vagabond“
kæmi svolítið á óvart. Alex As-
hworth skartaði mjög efnilegu
hljóðfæri. Röddin
var þétt með fal-
lega birtu í hæð-
inni, fjölbreytt
víbrató og tengdi
vel í og úr brjóst-
tónabeitingu, þó
að enn vantaði
kraft í botnnótur
neðsta sviðs.
Túlkunin var
sveigjanleg, krafturinn glæsilegur
og bar varla skugga á annað en nið-
urlagsnótu lokalagsins er seig í tón-
stöðu.
Í lagabálki hins hér um slóðir
sjaldheyrða brezka tónskálds Ivors
Gurneys (1890–1937) eftir hlé var
ekki síður sungið af þrótti, þó að
takmörkuð reynsla kæmi stöku
sinni fram í vanstuddum sléttsöng.
Gurney bilaði á geði 1922 vegna
reynslu sinnar af skotgröfum fyrri
heimsstyrjaldar og dvaldi á hæli
síðustu 15 æviárin. Ljóðin 8 í bálk-
inum The Western Playland valdi
hann úr A Shropshire Lad safni
Housmans. Lýrísk tónlistin stendur
á rómantískum grunni en verkar
samt framsækin fyrir brezkan sam-
tíma; oft þétt skrifuð en að mestu
kyrrlát og frekar andstæðurýr.
Kvintettinn undir forystu Simms
lék með af varfærinni natni.
Inga Stefánsdóttir opinberaði
efnilega mezzorödd í Gestillte Se-
hnsucht og Geistliches Wiegenlied
og Chanson Perpétuelle eftir hlé.
Að vísu var erfitt að átta sig á aðal-
einkennum hennar sakir sérkenni-
lega mikils, stöðugs og örs víbratós.
Fyrir vikið heyrðust stundum varla
tónaskil, og textinn, einkum sá
franski í Chausson, barst né heldur
nógu vel. Að svo stöddu virðist
söngkonan því einkum þurfa að
vinna að þéttari fókus og opnara
brjósttónasviði, enda forsenda allr-
ar fjölbreytni í túlkun að hafa úr
sem flestum litum að spila. Samt
virtist af töluverðum krafti og út-
haldi að taka í hæðinni, og aldrei að
vita hvað bíður handan hornsins
með aukinni þjálfun og reynslu.
Ungar og upp-
rennandi raddir
TÓNLIST
Salurinn
Verk eftir Vaughan-Williams, Gurney,
Brahms og Chausson. Laugardaginn 21.
desember kl. 22. Alex Ashworth
barýtónn, Inga Stefánsdóttir mezzósópr-
an, Anna Rún Atladóttir píanó, Sif Tul-
inius fiðla, Lin Wei fiðla, Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir víóla, Sigurður Bjarki
Gunnarsson selló og Richard Simm pí-
anó. Sunudaginn 19. janúar kl. 16:00.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Alex Ashworth
FERÐAMAÐUR virðir hér fyrir sér sýningu á ís-
skúlptúrum í borginni Harbin, höfuðborg Heilongj-
ing-héraðsins í Norður-Kína.
Sýningin er töluvert umfangsmikil, en alls nær
hún yfir 400.000 fermetra svæði og notaðir eru um
150.000 rúmmetrar af ís og 120.000 rúmmetrar af
snjó við gerð skúlptúranna sem eru yfir 2.000 talsins.
Ísskúlptúrasýningin var fyrst sett á laggirnar fyrir
fjórum árum og er nú orðin árlegur viðburður, enda
nýtur hún sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna.
Reuters
Frosin list í Norður-Kína
AFHENDING
verðlauna í ljóða-
samkeppninni
„Ljóðstafur Jóns
úr Vör“ fer fram í
Salnum, Tónlist-
arhúsi Kópavogs,
kl. 20 á afmælis-
degi Jóns úr Vör,
sem er í dag
þriðjudaginn 21.
janúar. Þetta er í annað skipti sem
Lista- og menningarráð Kópavogs
stendur fyrir slíkri keppni og bárust
alls um 300 ljóð í keppnina frá skáld-
um af öllu landinu.
Í dómnefnd eiga sæti þau Matth-
ías Johannessen, Olga Guðrún Árna-
dóttir og Skafti Þ. Halldórsson.
Dagskráin hefst með því að Sig-
urrós Þorgrímsdóttir, formaður
Lista- og menningarráðs setur sam-
komuna. Þá minnist bæjarstjóri,
Sigurður Geirdal, Jóns úr Vör. Sess-
elja Kristjánsdóttir, mezzósópran,
og Jónas Ingimundarson, píanóleik-
ari, flytja nokkur laga Ingibjargar
Þorbergs og aríur eftir Rossini.
Formaður dómnefndar, Matthías
Johannessen, gerir síðan grein fyrir
niðurstöðum nefndarinnar og for-
maður Lista-og menningarráðs af-
hendir verðlaunin. Dagskránni lýkur
svo með veitingum í boði Lista- og
menningarráðs Kópavogs.
Ljóðstafur
Jóns úr Vör
afhentur í
annað sinn
Jón úr Vör
MENNINGARRÁÐ Austurlands
auglýsir nú í þriðja sinn eftir um-
sóknum til að styrkja menningar-
verkefni á Austurlandi. Til úthlutun-
ar eru um 20 m.kr. og verður
eingöngu úthlutað til verkefna á
Austurlandi. Ein úthlutun verður á
árinu 2003 og er ætlunin að tilkynna
hverjir verði styrkþegar í byrjun
mars.
Í tengslum við úthlutun að þessu
sinni verður Menningarráð Austur-
lands með viðveru í flestum sveitar-
félögum á Austurlandi á næstu vik-
um og mun menningarfulltrúi þar
leitast við að veita upplýsingar og að-
stoða við umsóknir ef óskað er eftir.
Styrkir til
menningar
♦ ♦ ♦