Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 15 BÚIST er við, að Listi Pim Fort- uyns, sem vann stórsigur í kosn- ingunum í Hollandi í maí í fyrra, muni bíða afhroð í þingkosning- unum á morgun. Verkamanna- flokknum er aftur á móti spáð mik- illi fylgisaukningu. Síðustu skoðanakannanir sýna, að Listi Pim Fortuyns, LPF, muni aðeins halda sex af 26 þingsætum nú en líklegt þykir, að kristilegir demókratar, flokkur Jans Peters Balkenendes forsætisráðherra, muni fá svipað fylgi og í maí sl. eða 43 þingmenn. Kannanir spá því hins vegar, að Verkamannaflokk- urinn, sem beið mikið afhroð í kosningunum í fyrra, muni stór- auka fylgi sitt og fara úr 23 þing- mönnum í 40. Þá er Frjálslynda flokknum spáð fylgisaukningu, að hann fari úr 24 þingmönnum í 26 eða 28. Stefnumál Fortuyns hafa slegið í gegn Í kosningunum í fyrra, sem voru haldnar aðeins nokkrum dögum eftir að Fortuyn var skotinn til bana, varð LPF annar stærsti flokkurinn og myndaði síðan stjórn með kristilegum og frjálslyndum. Samstarfið gekk hins vegar illa og aðallega vegna stöðugra átaka milli arftaka Fortuyns í LPF. Stefna Fortuyns lifir hins vegar áfram en hann lagði áherslu á harðari stefnu í innflytjendamálum og meiri baráttu gegn glæpum og skriffinnsku. Hafa nú allir hol- lensku stjórnmálaflokkarnir hert á afstöðu sinni í þessum efnum. Það, sem gert hefur gæfumun- inn fyrir Verkamannaflokkinn, er nýr leiðtogi, Wouter Bos, 39 ára og ákaflega fjölmiðlavænn. Eins og nú horfir eru tveir möguleikar á stjórnarmyndun eftir kosningar líklegastir, annars vegar samstjórn borgaraflokkanna, kristilegra og frjálslyndra, og hins vegar stjórn kristilegra og jafnaðarmanna. Bos tilkynnti í gær, að Job Coh- en, vinsæll borgarstjóri Amster- dam-borgar, yrði forsætisráð- herraefni Verkamannaflokksins. Þingkosningar verða í Hollandi á morgun Lista Fortuyns spáð fylgishruni AP Job Cohen, hinn vinsæli borgarstjóri í Amsterdam. Á veggspjaldinu til vinstri er mynd af Wouter Bos, leiðtoga Verkamannaflokksins, en hann tilkynnti í gær, að Cohen væri forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins. Haag. AFP. Verkamanna- flokkurinn í mikilli uppsveiflu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.