Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HROSSIÐ Hjálmar frá Vatnsleysuströnd sem bitinn var af stóð- hestum í æsku er nú með einkanuddara og iðkar leikfimi í góðu yf- irlæti innan girðingar í Húsdýragarðinum í Laugardal. Fá hross hafa það jafn gott og Hjálmar en hann vekur jafnan mikla aðdáun vegna glæsileika síns hjá börnum sem koma og skoða hann. Hér er hann við æfingar heima hjá sér í Húsdýragarðinum. Morgunblaðið/Ómar Hjálmar liðkar sig FUGLABÚIÐ Móar hf. fékk í gær framlengda greiðslustöðvun til 8. apríl nk. Við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lagðist Búnaðarbanki Íslands, viðskiptabanki Móa, gegn því að greiðslu- stöðvunin yrði framlengd lengur en til 1. febrúar. Móar fengu 19. desember sl. greiðslustöðvun í þrjár vikur, en erfiðleikar hafa verið í rekstri fyrirtækisins. Bókfærðar eignir búsins eru 1.090 milljónir en skuldir 1.442 milljónir. Fram kom í úrskurði Héraðsdóms að unnið hefði verið að margvíslegum aðgerðum til að bæta rekstur félagsins. Átta mánaða rekstur hefði sýnt að framlegð fyrir afskrift sé jákvæð um 18,5 millj- ónir og stefndi í 66 milljónir fyrir árið í heild í stað 80 milljóna neikvæðrar framlegðar á árinu 2001. Greiðslustöðvunin rann út sl. föstudag, en þá ósk- uðu stjórnendur Móa eftir að greiðslustöðvunin yrði framlengd um þrjá mánuði. Dómarinn tók sér frest til mánudags að úrskurða í málinu. Í Héraðsdómi í gær kom fram að bankinn teldi „óásættanlegt að áfram- haldandi greiðslustöðvun yrði lengur en til 1. febrúar nk., nema fram kæmi viljayfirlýsing frá traustum aðila eða aðilum um 200.000.000 kr. hlutafjáraukningu skuldara í peningum“. Fulltrúi Móa taldi að vilyrði fyrir nýju hlutafé feng- ist ekki nema formlegir nauðasamningar kæmust á á milli Móa og lánardrottna fyrirtækisins. En til að ná fram nauðasamningum við lánardrottna, sem eru um 400, væri þörf á að semja frumvarp að nauðasamningi, afla áskilins fjölda meðmælenda með frumvarpinu, leggja fram beiðni fyrir héraðsdóm um heimild til að leita nauðasamnings og tryggja frumvarpinu nægileg- an stuðning. Allt þetta tæki tíma og því væri framleng- ing á greiðslustöðvun um þrjá mánuði nauðsynleg. Móar óska eftir nauða- samningum ÞEGAR Valgerður Sævarsdóttir var 11 ára gömul klippti hún hár sitt eins og Vala Flosadóttir. Það var liður í hennar áætlunum um að verða jafn góð í stangarstökki og Vala. Nú, þremur árum síðar, er Valgerður vel á áætlun. Um helgina bætti hún níu ára gamalt meyj- armet Völu með því að stökkva 3,06 metra í stangarstökki. Líkt og Vala og Þórey Edda El- ísdóttir eru jafnan nefndar í sömu setningu gæti svipað átt við Val- gerði og stöllu hennar, Fanneyju Björk Tryggvadóttur, í framtíðinni. Fanney stökk sömu hæð og því deila þær meyjarmetinu. „Mig langaði til að prófa að fljúga niður á dýnuna þegar ég var lítil,“ sagði Valgerður ástæðuna fyrir því að hún valdi stangarstökkið. „Ég prófaði þetta einhvern tímann og Hlynur [Guðmundsson þjálfari] sagði að ég gæti orðið ágæt.“ Val- gerður hefur æft stangarstökk í þrjú ár og á mjög erfitt með að gera það upp við sig hvort hún heldur meira upp á Völu eða Þóreyju Eddu. „Ég hef talað við Þóreyju,“ sagði Valgerður og bætti því við að draumur hennar væri að komast á Ólympíuleika. Þrátt fyrir að vera aðeins 14 og 15 ára æfa stúlkurnar fimm sinnum í viku, Valgerður með Aftureldingu en Fanney Björk með ÍR. Fanney Björk átti alveg von á því að stökkva svona hátt enda hefur hún stokkið hæst 3,10 metra utan- húss. „Vala og Þórey Edda eru mín- ar helstu fyrirmyndir,“ sagði Fann- ey Björk og bætti því við að þær hefðu átt nokkurn þátt í því að hún fór að æfa stangarstökk. „Ég fór til Svíþjóðar í sumar og þar hitti ég Völu og svo hef ég talað við Þóreyju Eddu. Þær hvöttu mig áfram,“ sagði Fanney Björk. „Ég stefni hátt. Draumurinn er að komast á stór- mót,“ sagði Fanney Björk stórhuga. Langaði að fljúga Morgunblaðið/Þorkell Fanney Björk Tryggvadóttir, ÍR, og Valgerður Sævarsdóttir, Aftureld- ingu, slógu meyjarmet Völu Flosadóttur í stangarstökki um helgina. Í SKÝRSLU greiningardeildar bankans Credit Suisse First Boston, CSFB, segir að byggingarkostnaður fyrirhugaðs álvers Alcoa á Austur- landi verði lágur miðað við fram- leiðslumagn. Álverið á að framleiða 322.000 tonn á ári og kostnaðurinn er áætlaður 1,1 milljarður Bandaríkja- dala, jafnvirði 87 milljarða króna. Það jafngildir því að byggingar- kostnaður á hvert framleitt tonn á ári sé 3.416 dalir, eða 271 þúsund krón- ur. Greiningardeild CSFB segir að þessi lági byggingarkostnaður komi á óvart, því þó að Ísland sé eftirsókn- arverður staður fyrir álframleiðslu vegna hagstæðrar orku, sé ekki sér- staklega ódýrt að byggja hér á landi. Þar að auki hafi Alcoa sagt að álverið eigi að verða hið umhverfisvænasta í heimi og að þessi áhersla á umhverf- ismál hafi gert framkvæmdina dýr- ari en ella. Telja að hlutabréf í Alcoa hækki Í skýrslu CSFB segir að fyrirhug- að álver feli að óbreyttu í sér aukn- ingu á framleiðslugetu Alcoa um 7,5% og aukningu á framleiðslugetu heimsins alls um 1,1%. CSFB telur þó að þessi aukning verði ekki að veruleika nema umtalsverður skort- ur verði á áli, því óhagkvæmari álver- um Alcoa verði líklega lokað þegar framleiðsla hefjist í hinu nýja álveri. Tilfærsla á framleiðslu Alcoa frá ál- verum í Bandaríkjunum til hag- kvæmari álvera í Kanada og á Íslandi muni verða mikilvæg fyrir Alcoa. Greiningardeild CSFB telur að hlutabréf í Alcoa muni hækka um- fram almenna hækkun á markaðnum á næstu 12 mánuðum. Verðið, sem nú er rúmir 22 Bandaríkjadalir á hlut, muni verða 29,40 dalir snemma á næsta ári. Ódýrt miðað við framleiðslugetu Skýrsla CSFB um fyrirhugað álver Alcoa í Reyðarfirði ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik lagði Ástralíu að velli með fjörutíu marka mun, 55:15, í fyrsta leik liðanna á Heimsmeist- arakeppninni sem hófst í Portúgal í gær. Þetta er stærsti sigur ís- lenska landsliðsins frá upphafi, og setti liðið jafnframt heimsmet þar sem engu landsliði hefur tekist að skora 55 mörk í einum leik. Ísland vann Bandaríkin árið 1993 á HM í Svíþjóð 34:19, og var það stærsti sigur liðsins á HM þar til í gær. Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda og lék til að mynda Ólaf- ur Stefánsson aðeins í upphafi leiksins. Gera þurfti hlé á leiknum er 8½ mínúta lifði af honum þar sem ljósin í keppnis- höllinni í Viseu biluðu og kvikn- aði ekki á per- unum fyrr en eftir hálftíma hlé. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 14 mörk í leiknum gegn Ástr- alíu, sem er met hjá íslenskum leikmanni á HM. Valdimar Gríms- son átti gamla metið – hann skor- aði 11 mörk í leik gegn Júgóslavíu á HM í Kumamoto 1997, í leik sem Ísland vann, 27:18. Heiðmar Felixson varð 25. landsliðsmaðurinn til þess að skora 10 mörk eða meira í lands- leik. Er þetta í annað sinn sem tveir leikmenn Íslands ná að skora meira en tíu mörk í sama lands- leiknum. Stærsti sigur frá upphafi Guðjón Valur Sigurðsson  Íþróttir /44-47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.