Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 13 Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2003. Beint flug alla miðvikudaga í sum- ar tryggir þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 30.900 sumarið 2003 Notaðu Atlas- og VR-ávísanirnar til að lækka ferðakostnaðinn Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.550 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 3.650 innifaldir. Dagsetningar í sumar 13. apríl 27. apríl 14. maí 21. maí 28. maí 4. júní 11. júní 18. júní 25. júní 2. júlí 9. júlí 16. júlí 23. júlí 30. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 27. ágúst 3. sept. 10. sept. 17. sept. 24. sept. 1. okt. * Verð kr. 27.275 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.875 innifaldir. * Verð kr. 30.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 3.650 fyrir fullorðinn, kr. 2.875 fyrir barn, innifaldir. * * Athugið! Auglýst verð er með húseigenda- afslættiBÚTSAGIR Verð frá kr. 9.000,-. . , Trúnaðarmannaráðsfundur í Félagi járniðnaðarmanna haldinn 14. jan- úar 2003 lýsir áhyggjum yfir miklum samdrætti í málmiðnaði og fleiri iðn- greinum og hvetur stjórnvöld til að- gerða gegn vaxandi atvinnuleysi. „Nú bendir allt til þess að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og byggingu álvers á Austurlandi. Ljóst er að þær framkvæmdir skila ekki atvinnu í málmiðnaði fyrr en í fyrsta lagið á árinu 2004 og þá því aðeins að notast verði við innlent vinnuafl. Fundurinn minnir á að verktakar hafa ítrekað flutt inn erlent vinnuafl á fölskum forsendum og verið staðn- ir að svikum með launagreiðslur. Fundurinn krefst þess að Lands- virkjun og stjórnvöld tryggi fulla at- vinnuþátttöku Íslendinga í virkjana- og álversframkvæmdum, ásamt því að ganga ríkt eftir því að erlendir launþegar njóti sömu kjara. Fundurinn bendir á að á sama tíma og verkefnaskortur er í málm- iðnaði hefur farið fram útboð á við- gerð á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni og að miklu skiptir að verkefnið verði unnið hér á landi. Fundurinn minnir á að þegar ís- lensku varðskipin voru send til við- gerða í Póllandi fyrir tveimur árum var sýnt fram á að ódýrara væri að gera við þau hér heima þegar dæmið var reiknað til enda. Fundurinn krefst þess að reiknuð verði þjóðhagsleg hagkvæmni þess að gera við skipið hér á landi áður en litið verði til þess að taka erlendum tilboðum,“ segir í ályktun fundarins. Lýsa áhyggjum af sam- drætti í málmiðnaði Til upplýsingar: Opnun tilboða í viðgerð á Bjarna Sæmundssyni RE 30 Ísl. kr. % af áætlun 1. Skipapol Sp. Zoo 109.066.693 89 2. Pasaia Shipyard SL 135.851.162 111 3. Morska Shiprepair 140.951.579 115 4. Slippstöðin ehf. 145.381.000 119 5. Gjörvi vélaverkstæði 145.451.000 119 6. VS Framtak – Stálsmiðjan ehf. 157.257.440 143 7. VOOV SKIP ehf. 165.456.000 135 8. Nordship 173.817.268 142 9. Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. 177.120.500 145 10. Gdynja Shipyard Nauta 197.846.752 162 11. P & S Ship Repair Yard Ltd 214.997.006 176 12. Bergen Mekanisk Verksted AS 263.919.150 216 LOÐNUAFLI á vetrarvertíðinni er nú kominn í 106.000 tonn sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Afli á sumar- og haustvertíð varð alls 180.000 tonn og er heildarafli því orðinn um 286.000 tonn. Bráðabrigðakvóti til íslenzkra skipa var ákveðinn 410.000 tonn er hann verður vænt- anlega aukinn fljótlega. Frá áramótum hefur mestu verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, 15.300 tonnum. SR-mjöl á Seyðisfirði er í öðru sæti með 14.000 tonn, Fiskimjöl og lýsi í Grindavík í því þriðja með 12.100 tonn og Hraðfrystihús Eskifjarðar er með 11.900 tonn. Aðrar verk- smiðjur hafa tekið á móti minna af loðnu, en henni hefur verið landað í öllum landshlutum nema á Vest- fjörðum. Síldveiðar eru mjög litlar um þessar mundir. Samkvæmt upplýs- ingum SF hefur aðeins eitt skip, Ás- grímur Halldórsson SF, landað síld síðan á föstudag, en þá landaði hann um 200 tonnum á Höfn í Hornafirði. Alls hefur um 84.000 tonnm af síld verið landað síðan í haust og hefur ríflega helmingur þess farið til vinnslu til manneldis. Leyfilegur afli á vertíðinni er um 130.000 tonn og því um 46.000 tonn óveidd. Mestu hefur verið landað á Höfn, 11.700 tonnum, og í Neskaup- stað, 11.200 tonnum. 14.600 tonn af síld hafa verið fryst úti á sjó. Morgunblaðið/Kristján Örn Guðmundsson og Trausti Hákonarson, skipverjar á Vilhelm Þorsteins- syni EA, vinna við löndun úr skipinu í Grindavíkurhöfn. Loðnuaflinn yfir 100.000 tonn NIÐURSTÖÐUR tilraunaveiða Haf- rannsóknastofnunarinnar á túnfiski innan íslenskrar fiskveiðilögsögu á haustmánuðum 2002 liggja nú fyrir. Heildaraflinn var 711 túnfiskar á 237 sóknardögum sem vógu slægðir 89,5 tonn. Þar af veiddust 324 fiskar, sam- tals 40,4 tonn að þyngd, á 105 sókn- ardögum innan fiskveiðilögsögunnar. Árangur veiðanna var betri en und- anfarin 3 ár en töluvert lakari en árin 1997 og 1998. Framkvæmd veiðanna var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fimm japönsk skip stunduðu veiðar með flotlínu frá byrjun september fram til 12. nóvember. Rannsóknamenn Haf- rannsóknastofnunarinnar voru um borð í hverju skipi og skráðu upplýs- ingar um afla og aflabrögð. Veiði- svæðið náði frá Suðurdjúpi og rétt suður fyrir landhelgismörkin. „Göngur túnfisks norður á bóginn á haustin eru helst taldar stjórnast af sjávarhita, fæðuframboði og stofn- stærð. Aðstæður mun sunnar í Atl- antshafi geta því haft áhrif á farhegð- un fiskanna og orsakað miklar sveiflur í göngum á svæði við jaðar útbreiðslusvæðis þeirra, þar á meðal íslensk hafsvæði,“ segir í frétt Haf- rannsóknastofnunar um veiðarnar. Tilraunaveiðar frá árinu 1996 Hafrannsóknastofnunin hefur stundað tilraunaveiðar á túnfiski í samvinnu við japanska útgerðaraðila frá árinu 1996. Fyrstu árin stóðu veiðarnar yfir frá byrjun ágústmán- aðar til fyrri hluta nóvember. Niður- stöður veiðanna sýndu fljótt bestan árangur í september og október og því hafa veiðarnar síðari árin aðal- lega takmarkast við þessa mánuði. Talið er að megnið af þeim túnfiski sem gengur inn á íslensk hafsvæði á haustin komi frá hrygningarstöðvum í Miðjarðarhafi og tilheyri því austur stofni Norður-Atlantshafs túnfisks. Annar mun minni stofn hrygnir í Mexikóflóa og er hann talinn halda til utan hrygningartíma vestar í Norð- ur-Atlantshafi. Eftir hrygningu á vorin heldur túnfiskur í fæðuleit í kaldari sjó allt niður undir 10°C. Stærstu fiskarnir synda að jafnaði lengst og því sjást þeir fyrst upp úr 4–5 ára aldri á íslenskum hafsvæðum. Elstu fiskarnir sem hafa verið aldurs- ákvarðaðir héðan voru 17 ára en megnið af aflanum samanstendur af 7–9 ára fiskum. Fiskarnir sem hér veiðast eru að sama skapi stórir eða á bilinu 80–300 cm langir og 50–400 kg að þyngd. Meðallengd er hins vegar um 2 m og meðalþyngd slægðra fiska um 110 kg. Umjónarmaður verkefnisins er Droplaug Ólafsdóttir, líffræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. Ríflega 700 túnfisk- ar veiddir í haust Fiskarnir bæði stórir og þungir          #     !/ 4          "11, &##&     FISKVEIÐAR við Færeyjar gengu vel á síðasta ári. Endanlegar upplýs- ingar um heildarafla liggja ekki fyr- ir, en botnfiskaflinn til nóvember- loka var 124.000 tonn. Gert er ráð fyrir að í desember hafi 10.000 tonn borizt á land um 10.000 tonn og að heildaraflinn hafi þá verið 134.000 á árinu. Það er aukning um 16% miðað við árið 2001. Frá upphafi árs til nóvemberloka 2002 voru veidd 34.000 tonn af þorski, 20.000 tonn af ýsu, 46.000 tonn af ufsa og 24.000 tonn af öðrum tegundum. Aflaaukingin stafar að mestu leyti af meiri veiði á þorski og ýsu. Ufsaafli jókst lítillega en afli af öðrum tegundum dróst verulega saman. Meiri afli við Færeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.