Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNESJABÚAR hafa um
sinn ekki notið þeirrar heilbrigðis-
þjónustu sem lög mæla fyrir um.
Ekki fannst lausn á deilu heilsu-
gæslulækna við heilbrigðisráðherra
vegna Heilbrigðisstofnunarinnar á
Suðurnesjum (HS) sem þeir töldu
viðunandi. Slæmt þykir mér að
læknar sem lengst höfðu starfað við
heilsugæsluna og sest að hér syðra
sáu sig til neydda að hverfa annað.
Mér þykir sýnt að mikið hafi greint á
fyrst þeir læknar tóku þessa afstöðu.
Verst þykir mér að umbjóðendur
mínir fá ekki þá þjónustu sem þeir
þarfnast og eiga kröfu til.
Sem betur fer fjölgar nú læknum
við stofnunina og betur horfir en áður
um úrbætur. Framkvæmdastjóri HS
vinnur að lausn þess vanda sem uppi
er og brýnast er að leysa svo þeir fái
þjónustu sem hennar þurfa. Ætlunin
er að fá fleiri sérfræðinga í hinum
ýmsu greinum læknisfræðinnar.
Sjálfsagt er að styðja þessa viðleitni.
Hún er beint framhald þess fyrir-
komulags sem verið hefur, því við HS
hafa lengi starfað ýmsir aðrir sér-
fræðingar ásamt heimilislæknum.
Besta heilbrigðisþjónustan er vænt-
anlega sú sem byggist á mörgum sér-
greinum læknisfræðinnar og getur
brugðist við ólíkum tilfellum. Heim-
ilislæknar eru sérfróðir í því að
greina kvilla og sjúkdóma, annast
fyrstu viðbrögð og ákveða til hverra
annarra sérfræðinga skal leita eftir
lækningu eða meðferð.
Vart veldur einn þá tveir deila
Um aðgang að læknanámi gilda lág
fjöldatakmörk. Heimilislæknum er
neitað um að opna eigin læknastofur
þótt engin lagaákvæði banni það.
Þeim býðst ekki einu sinni að stunda
sitt starf á eigin vegum nema stöður
losni á ríkisstofnunum. Fullmenntað-
ir heimilislæknar vilja ekki vinna við
svo einhæf starfsskilyrði. Öðrum sér-
fræðingum bjóðast betri kjör. Mér
sýnist læknum mismunað í því ein-
ræði sem komið hefur verið á í heil-
brigðisþjónustunni.
Það eru gömul og ný sannindi að í
vanda eru líka fólgin tækifæri, neyðin
kennir naktri konu að spinna, segir í
gömlu og góðu máltæki. Þegar unnið
verður að varanlegri lausn á vanda
HS er ófullnægjandi að horfa ein-
göngu á núverandi fyrirkomulag.
Þannig verða ekki bættar ástæður
þess óefnis sem HS var komið í.
Horfa þarf til framtíðar og skapa
heilsugæslunni starfsumhverfi sem
verður læknum hvatning til að vinna
henni til af trúmennsku og lang-
frama. Mestu skiptir að læknar og
aðrir sem þar starfa hafi ástæðu til að
vilja sjálfir eiga þátt í að móta henni
framtíðarsýn og fylgja eftir eigin
hugmyndum um framþróun þjónust-
unnar.
Á undanförnum árum hafa sárafáir
læknar fengist til að setjast að á Suð-
urnesjum, flestir hafa þeir einungis
viljað gera hér út, líkt og vermenn
fram á síðustu öld. Þetta mun vænt-
anlega breytast þegar starfsum-
hverfi þeirra hefur verið bætt.
Tækifæri og framtíðarsýn
Helsta baráttumál heimilislækna í
deilunni var rétturinn til að starfa
sjálfstætt á sömu forsendu og aðrir
sérfræðingar. Þá kröfu tek ég ein-
dregið undir. Ég tel hana eðlilegt
keppikefli fólks sem hefur aflað sér
menntunar til vinnu í sinni starfs-
grein, vill nýta hana til að veita sem
besta þjónustu og vill sjálft á grund-
velli menntunar og hugkvæmni ráða
um starfsþróun. Það er manninum
eiginlegt að vinna best við eigin
ábyrgð, þannig leggja menn sig
gjarna mest fram og eru reiðubúnir
að vinna að framþróun vinnustaðar-
ins. Næstu grannþjóðir okkar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að einka-
rekstur flestra þátta innan heilbrigð-
isþjónustunnar sé bæði skilvirkari og
ódýrari. Hann nái að svara þörfum
fólksins fyrr og betur en miðstýrðar
ríkisstofnanir og þurfi minni tilkostn-
að, ekki síst vegna minni yfirbygg-
ingar.
Ég mæli eindregið með því að
menn taki höndum saman við þá
heimilislækna og aðra sérfræðinga
sem vilja koma til Suðurnesja og
veita þjónustu sína. Tilboð bæjaryf-
irvalda til lækna við heilsugæslu HS
ætti að sjálfsögðu einnig að bjóðast
þeim sem vilja byggja upp læknastof-
ur og taka að sér fjölþætta heilsu-
gæslu og heilbrigðisþjónustu. Vel
búnar læknastofur geta sinnt öllum
þáttum hennar jafnvel og ríkisreknar
stofnanir. Reynsla grannþjóða okkar
sýnir að læknastofur eru líklegri til
að bregðast hraðar við breytilegum
þörfum og verða skilvirkari. Reynsla
þeirra er líka að læknastofur eru lík-
legri til að kosta minna því þeir sem
eiga sjálfir að lifa af þeim tekjum sem
þeir afla umfram kostnað munu horfa
meira í allan tilkostnað og yfirbygg-
ingu en hinir sem hafa engan hag af
tekjunum og bera ekki útgjöldin.
Auðvelt á að vera að semja við
lækna sem vilja starfa saman um að
stofur þeirra veiti fjölþætta heil-
brigðisþjónustu, bráðaþjónustu og
fyrirbyggjandi heilsuvernd. Heil-
brigðisyfirvöld ættu að draga úr rík-
isrekstri og hætta andstöðu við eðli-
legar kröfur lækna um atvinnufrelsi.
Fremur ætti að hvetja þá til eigin
reksturs og hafa eftirlit með því að
læknastofur þeirra veiti þá þjónustu
sem við viljum. Að sjálfsögðu eiga
þeir sjúklingar sem leita til sjálf-
stæðra lækna að fá sömu endur-
greiðslu á komugjöldum og þeir sem
leita til ríkisrekinna stofnana, annað
er mismunun.
Framtíð heilsugæslu
á Suðurnesjum
Eftir Árna Ragnar
Árnason
„Heilbrigð-
isyfirvöld
ættu að
draga úr rík-
isrekstri og
hætta andstöðu við
eðlilegar kröfur lækna
um atvinnufrelsi.“
Höfundur er alþm.
Á NÆSTLIÐNUM dögum hafa
birzt í Morgunblaðinu greinar
blaðamannsins Agnesar Braga-
dóttur um áflog hákarlanna í ís-
lenzku efnahagslífi. Minna
skýrslur blaðamannsins óneitan-
lega á sögur sem gengið hafa um
viðureignir innan ítölsku Mafíunn-
ar, þótt byssum hafi ekki verið
beitt hingað til. Að því kemur efa-
laust enda eftir miklu að slægjast:
Undirtökum í íslenzkum efnahags-
málum og í framhaldi af því og
jafnframt valdataka á Íslandi.
Spurning: Hvernig má það vera?
Svar: Auðvaldsstjórn síðasta
rúman áratug hefir afhent örfáum
lungann úr Íslands auði til eignar
og umsýslu eftir þeirra eigin höfði.
Er þar ekki spurt um sanngirni,
heiðarleik og sízt um þjóðarhag,
heldur ræður hömlulaus græðgi
för. Og ekkert að óttast, enda allt
unnið í skjóli núverandi valdhafa,
sem þegið hafa umboð sitt frá
grandalausum almenningi. Að vísu
reynir aðalritari ráðstjórnar að
hafa áhrif á hvaða hákarl hlýtur
beztu bitana þá og þá. En brátt
mun auðvaldið ríkja eitt og engan
spyrja leyfis til þess sem það girn-
ist. Mun þá ýmsum kotungum
þykja þröngt fyrir dyrum.
Staðreyndir sem við blasa: Aðal-
auðlind þjóðarinnar hefir verið
færð örfáum jöfrum að gjöf af
stjórnvöldum, sem boða í skál-
aræðum sínum að jafnrétti þegn-
anna eigi að ríkja og frjáls mark-
aður til handa alþjóð.
Handhafar fiskveiðiréttindanna
eru um það bil að verða að þrem
þursum, sem yfir öllum sjávarút-
vegi munu drottna og hirða af hon-
um allan arð sér til eigin handa, en
skjóta afganginum skattlausum úr
landi, eins og ráðstjórnin hefir
gert þeim kleift.
Öll matvöruverzlun landsins er í
höndum tveggja aðila að kalla.
Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu
rekin með hagnaði, en fyrr má nú
rota en dauðrota þegar tugmillj-
arðagróðinn er upplýstur. Ekki
þarf í því sambandi að minna á yf-
irlýsingar stjórnvalda um að úti-
loka beri hverskonar einokun!
Og nú hafa nýir voldugir auð-
menn í fiskveiðum og verzlun tekið
höndum saman um frekari land-
vinninga í íslenzku fjármálalífi.
Þeim aðförum lýsir Agnes Braga-
dóttir í stórfróðlegum greinar-
flokki sínum. Fyrsta tilraun stór-
hvelanna til að leggja undir sig
stærsta banka landsins, Íslands-
banka, hefir enn ekki heppnazt. En
koma tímar og koma ráð. Þeim,
sem hafa frjálsar hendur að sanka
til sín auði almennings, liggur ekk-
ert á. Undirtök þeirra verða æ öfl-
ugri. Enda stjórnvöld í ani að rétta
þeim allt upp í hendurnar.
Þegar einkavæðing ríkisbank-
anna var tekin á dagskrá, og lengi
síðan, var það eindregin stefna
stjórnvalda að selja bæri bankana
dreifðri sölu. Að einstaka aðilar
gætu ekki átt í þeim nema 3–4%
eða svo. Þessari stefnu var skyndi-
lega varpað fyrir ofurborð.
Hvers vegna?
Vegna þess að koma þurfti Bún-
aðarbankanum undir yfirráð
Framsóknar og hennar fylgifiska.
Framsókn hafði misst sitt gamla
lífakkeri, SÍS, og þurfti að fá nýjan
stjóra að liggja við.
Og gamla helmingaskiptaaðferð
stjórnarflokkanna hélt innreið sína
á ný.
Nýja Ísland
Eftir Sverri
Hermannsson
„Auðvalds-
stjórn síð-
asta rúman
áratug hefir
afhent örfá-
um lungann úr Íslands
auði til eignar og um-
sýslu eftir þeirra eigin
höfði.“
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
LOKS þegar Rauðsokkum og
kvennalistakonum hafði tekizt að
koma mér í skilning um að nei þýddi
nei, kom á daginn að þetta slagorð
var ekki algilt. Hjá sjálfum borgar-
stjóranum gat nei þýtt kannski eða
jafnvel já.
Hefði ekki verið í því fólgin eðlileg
tillitssemi gagnvart samstarfsfólki í
R-lista, að kynna persónulega þessa
nýju túlkun orðsins nei, í stað þess
að láta hana fréttast í fjölmiðlum og
það eftir þriðja aðila? Í áframhaldinu
kom fram, að borgarstjóri ætlaði
ekki einasta að hella sér út í lands-
málapólitíkina, heldur og samtímis í
hjáverkum að stjórna Reykjavíkur-
borg, en hana byggir nú tæpur þriðj-
ungur Íslendinga.
Þarna lítilsvirðir hún svo embætti
sitt, að ljóst þykir, að dómgreindin er
farin veg allrar veraldar. þegar sam-
starfsmenn í R-lista bjóða henni síð-
an að sinna áfram störfum sínum,
svo sem hún var til kosin, eða snúa
sér að öðrum hugðarefnum ella, kall-
ar hún það mannréttindabrot. Það er
með öðrum orðum hennar mannrétt-
indi að ganga óátalið á bak orða
sinna, ljúga að lýðnum.
Enn hví má ekki Ingibjörg ljúga
eins og aðrir? Séð frá mínum bæj-
ardyrum hef ég, fram að þessu, met-
ið hana umfram flesta pólitíkusa
aðra. Ég hef haft til hennar meiri
væntingar, sem hún hefur og staðið
undir. Vonbrigði mín eru því ólýs-
anleg, þegar nú kemur í ljós, að hún
er venjulegur ómerkingur. Hún
hafði lengi setið á strák sínum, en
var nú greinilega orðið mikið mál.
Í þessu ástandi er hún hvorki til
borgarstjórnar fallin né annarrar
stjórnar. Gjörningur þessi allur lýsir
bæði hroka, tillitsleysi og dóm-
greindarleysi. Farsinn gæti allt eins
verið saminn í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins. Betra vopn gátu þeir
ekki fengið og verður það áreiðan-
lega tekið fram og ekki síðar en við
næstu borgarstjórnarkosningar.
Nú skyldu menn velta fyrir sér,
hvort þeir eiginleikar, sem hæst beri
í fari Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur þessa stundina, séu sérlega
eftirsóknarverðir í landsmálapólitík.
Borg á silfurfati
Eftir Leif
Jónsson
Höfundur er læknir.
„Hefði ekki
verið í því
fólgin eðli-
leg tillits-
semi gagn-
vart samstarfsfólki í
R-lista, að kynna per-
sónulega þessa nýju
túlkun orðsins nei…“
SVO einkennilega sem það
hljómar þá veldur snjóleysi því að
Íslendingar geta lítið stundað hina
vinsælu vetraríþrótt – skíðaiðkun.
Sunnanlands má segja að teljandi
séu á fingrum annarrar handar
þeir dagar á ári sem færi skapast
á skíðastöðum. Ástandið mun held-
ur skárra norðan heiða. Veldur
þetta miklum vonbrigðum meðal
þeirra þúsunda er hug hafa á þess-
ari skemmtilegu og hollu vetrarí-
þrótt. Hvað er til ráða?
Síra Sváfnir Sveinbjarnarson,
fyrrum prófastur í Rangárþingi,
viðraði fyrir allnokkru hugmynd
frá Guðmundi í Miðdal úr Árbók
ferðafélagsins frá 1960. Sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir því
að Tindfjallajökull verði nýttur til
vetraríþrótta – allan ársins hring.
Guðmundur frá Miðdal segir: „Frá
sjónarmiði ferðamennsku og
íþrótta mun vandfundinn smájök-
ull, sem hefur jafnmikla kosti til
skemmtiferða og íþróttaiðkana –
bæði hér á landi og annars stað-
ar....“. Þessi orð er ástæða til að
taka alvarlega enda þekkti Guð-
mundur frá Miðdal öðrum betur
íslenska náttúru.
Opið allan ársins hring
Illu heilli virðast menn ekki hafa
tekið mark á þessari bráðsnjöllu
hugmynd með þeim afleiðingum að
skíðaíþróttin er um það bil að
leggjast af hér á landi. Í ljósi
þessa er ástæða til að bæta úr –
því enn stendur Tindfjallajökull á
sínum stað, bjartur og fagur.
Hann teygir sig frá um 500 metra
hæð upp í u.þ.b. 1400 metra. Frá
Reykjavík austur í Tindfjöll eru
ekki nema um 125 km eða um hálf-
ur annar tími að aka í bíl. Með
lagningu vegar frá Fljótshlíð upp í
jökul mætti með tiltölulega ein-
földum hætti opna aðgengi al-
mennings að einstöku útivistar-
svæði sem stunda mætti allan
ársins hring. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um gildi þess fyrir
þúsundir landsmanna og erlendra
ferðamanna.
Samstarf sunnan heiða
Hér þarf ekki að vera um dýra
framkvæmd að ræða. Eðlilegast
væri að flytja búnað sveitarfélag-
anna og skíðafélaga sunnan lands
á Tindfjallajökul og í samstarfi
þessara aðila væri létt verk að
koma upp þeirri skíðaaðstöðu sem
við gætum verið stolt af og það
sem betra er – stundað allan árs-
ins hring. Á Suðurlandi hafa ein-
staklingar og fyrirtæki verið rösk
við að byggja upp afar góða gisti-
aðstöðu fyrir ferðafólk. Sú aðstaða
nýtist lítt á veturna en með skíða-
svæðinu í Tindfjöllum skapaðist
nýr grundvöllur yfir vetrarmánuði.
Innviðir samfélagsins eru m.ö.o. til
staðar.
Með samstarfi allra áhuga-
manna um skíðaíþróttir sem og
sveitarfélaga á Suðurlandi (þ.m.t.
höfuðborgarsvæðinu) má bæta úr
skíðaleysinu og koma upp þeirri
skíðaaðstöðu sem fólk hefði viljað
sjá fyrir löngu. Undirbúningur
þessa verks er þegar hafinn.
Skíðasvæði –
opið allt árið!
Eftir Hjálmar Árnason
og Ísólf Gylfa Pálmason
Höfundar eru alþingismenn.
„Með skíðasvæðinu í
Tindfjöllum skapaðist
nýr grundvöllur yfir
vetrarmánuði.“
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Hjálmar
Árnason