Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, var ánægður með léttan sigur á Kvatar í gær, 40:17. Hann var aftur á móti ekki ánægður með hvað fáir áhorfendur voru á leiknum, innan við hundrað.  ÞJÓÐVERJAR voru byrjaðir að hugsa um nýtt markamet á HM í fyrri hálfleiknum. Stærsti sigur þeirra á HM er 46:4 gegn Lúxem- borg 1958 og á HM í Frakklandi 2001 lögðu þeir Grænlendinga að velli með 31 marks mun, 39:8. Þeir gáfu eftir er líða tók á leikinn gegn Kvatar.  STEFAN Bater, formaður hand- knattleikssambands Nýja-Suður- Wales, er einn af leikmönnum Ástr- alíu.  ÍSENSKU leikmennirnir settu met ofan á met í leiknum gegn Ástr- alíu. Þeir skorðu 32 mörk úr hraða- upphlaupum, sem er nýtt HM-met. Þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Heiðmar Felixson fóru fremstir í flokki að geysast fram völlinn og skora, auk þess sem þeir skoruðu bróðurpartinn af 10 mörkum sem ís- lenska liðið skoraði úr horni.  ÍSLENSKU leikmennirnir skor- uðu aðeins þrjú mörk með langskot- um, sem þætti saga til næsta bæjar í landsleik, þar sem 55 mörk eru skor- uð.  MÖRK Íslands gegn Ástralíu skoruðu þessir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson 14, Heiðmar Fel- ixsson 10, Róbert Sigfússon 5, Pat- rekur Jóhannesson 4/2, Sigfús Sig- urðsson 4, Einar Örn Jónsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Sigurður Bjarnason 3, Aron Kristjánsson 3, Gústaf Bjarnason 3, Rúnar Sig- tryggsson 1, Ólafur Stefánsson 1/1.  TAP Króata fyrir Argentínu- mönnum vakti geysilega athygli. Króatar gáfu leikinn frá sér undir lokin, en þeir höfðu yfir í leikhléi, 18:13. Þulur króatíska sjónvarpsins, sem lýsti leiknum hrópaði stöðugt í leikslok: Hneyksli, hneyksli ...  BIRGITTA Þura Birgisdóttir úr Keilufélagi Akraness setti Íslands- met í stúlknaflokki um sl. helgi í parakeppni sem fram fór í Reykja- vík. Birgitta náði 945 stigum í 6 leikjum en gamla metið var 784 stig. Hún bætti einnig Íslandsmetið í 5 leikjum er hún náði 784 stigum en gamla metið var 698 stig. FÓLK GUÐJÓN Valur Sig- urðsson skoraði 14 mörk í leiknum gegn Ástralíu, sem er met hjá íslenskum leik- manni á HM. Valdimar Gímsson átti gamla metið – hann skoraði 11/3 mörk í leik gegn Júgóslavíu á HM í Kumamoto 1997, í leik sem Ísland vann, 27:18. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 10 mörk í leik gegn Ungverjum á HM í Svíþjóð 1993, sem Ísland vann 25:21. Kristján Arason skoraði 10 mörk í leik gegn Suður-Kóreu á HM í Sviss 1986, í leik sem S-Kórea vann 29:21. Guðjón Valur, sem hefur tvsivar áður skorað meira en tíu mörk í leik – fyrst 10 gegn Bandaríkjunum 2001, 32:16, og síðan 11 mörk gegn Króatíu í byrjun janúar í Kapla- krika, 37:29, skoraði ekkert af mörkum sín- um í gærkvöldi úr víta- kasti. Heiðmar Fel- ixson rauf einnig tíu marka múrinn, er hann skoraði 10 mörk í gær- kvöldi, ekkert úr víta- kasti. Heiðmar er 25. lands- liðsmaðurinn til að skora 10 mörk eða meira í landsleik og aðeins einu sinni áður hafa tveir leikmenn Ís- lands náð að skora meira en tíu mörk í sama landsleiknum. Það voru þeir Axel Axelsson, 13 mörk, og Geir Hallsteinsson, 10 mörk, í leik gegn Frökkum 1973, í und- ankeppni HM, 28:15. Ekki er hægt að segja að leikurÍslands og Ástralíu hafi verið hágæðaleikur – yfirburðir Íslend- inga voru það miklir gegn Áströlum, sem kunna lítið fyrir sér í íþróttinni. Þegar þeir léku fyrst á HM í Egyptalandi 1999 töpuðu þeir stórt fyrir Svíum, 49:17. Síðan þá hafa þeir ekki tekið framförum og eiga margt eftir ólært í göldrum hand- knattleiksíþróttarinnar. Það sáu hinir fáu áhorfendur sem voru í nýrri íþróttahöll í Viseu, því að það tók Ástrala þrettán mín. að koma knettinum fram hjá Guð- mundi Hrafnkelssyni, markverði Ís- lendinga, sem skoruðu fyrstu tíu mörk leiksins, 10:0. Þá var strax ljóst hvað væri í uppsiglingu. Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér þann munað að hvíla öflugustu skytturnar sínar – Ólaf Stefánsson, Patrek Jó- hannesson og Sigurð Bjarnason í fyrri hálfleik. Þeir sátu á vara- mannabekknum og skemmtu sér við að sjá félaga sína skora hvert mark- ið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup, eftir að Ástralar höfðu misst knött- inn oft klaufalega í sókn, en sókn- arleikur þeirra var afar einhæfur – hornamenn ekki notaðir, aðeins hnoðast á miðjunni. Það mátti sjá markverði Íslands hreinlega grípa langskot þeirra, sem voru oft mátt- laus. Staðan í leikhléi var 23:6 og einstefna hélt áfram í seinni hálf- leik, lokatölur 55:15. Áður höfðu Þjóðverjar skellt Kat- arbúum 40:17, eftir að þeir fóru að gefa eftir er þeir voru búnir að ná 18 marka mun, 27:9. Portúgalar lögðu síðan Grænlend- inga 34:19. Úrslit voru eftir bókinni og sorglegt að sjá að leikið er á HM fyrir framan innan við hundrað áhorfendur. Af 15 leikjum í B-riðli eru aðeins þrír leikir sem koma til með að vera skemmtilegir; leikir Þýskalands - Portúgals, Portúgals - Íslands og Íslands - Þýskalands. Uppákomurnar sem sáust í leikj- unum í Viseu eru ekki til að auka virðingu fyrir handknattleik. Þjóðir eins og Kvatar og Ástralía hafa ekk- ert að gera á HM og sorglegt að sjá í heimsmeistarakeppni landslið, sem geta lítið sem ekkert í íþróttinni. Á sama tíma eru landslið á borð við Sviss og Noreg heima. AP Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum – sendir knöttinn fram hjá Vermon Cheung, markverði Ástralíu. Íslendingar settu heimsmet í Viseu ÍSLENDINGAR sýndu algjöra yfirburði þegar þeir skelltu Áströlum með fjörutíu marka mun í Viseu á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Portúgal, 55:15. Þar með settu leikmenn íslenska liðsins heimsmet í markaskorun, en aldrei áður hefur lið náð að skora 55 mörk í leik á HM, eða nær eitt mark á mínútu. Íslendingar náðu þó ekki að setja markamet, sem Þjóðverjar eiga síðan 1958 þegar þeir lögðu Lúxemborgarmenn að velli í Berlín, 46:4, eða með 42 marka mun. Stærsti sigur Íslands á HM var áður sigur á Bandaríkjunum í HM í Svíþjóð 1993, 34:19. Guðjón Valur setti marka- met á HM Heiðmar Felixson SIGURÐUR Bjarnason skoraði 300. mark sitt með landsliðinu í sigurleiknum gegn Ástralíumönnum – í sínum 150. landsleik. Sigurður lék sinn fyrsta lands- leik gegn Tékkóslóvakíu á móti í Bratislava í Tékkó- slóvakíu 1989 og skoraði hann sín fyrstu mörk í leik gegn Túnis á mótinu – sex í leik sem Ísland vann, 25:15. Sigurður með 300 mörk   6*# 4#* 26*# 4#* 2 ++ ," 33 45  (      ; "+ ," / 6 / ! ,  7 7 / 6 7 89 :89 $  $9   ; 6 7 7         ARGENTÍNA kom gríðarlega á óvart á HM í handknattleik í gær er liðið vann Króatíu 29:30. Liðin eru í C-riðli keppninnar sem fer fram á Madeira, eyjunni norður af Kan- aríeyjum. Íslenska dómaraparið Gunnar Viðarsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu leikinn og sagði Gunnar að Króatar hefðu verið slegnir útaf laginu í síðari hálfleik. „Króatar voru með undirtökin allt þar til að um stundarfjórðungur var eftir af leiknum, þá sýndu Arg- entínumenn hvað í þeim býr. Þeir börðust mun betur og ég held að Króatar hafi sofnað á verðinum. Argentína var með knöttinn í stöð- unni 29:30 og voru nær því að bæta við marki en Króatar að jafna. Þeir fögnuðu líka eins og þeir hefðu unnið mótið nú þegar enda er Arg- entína hvorki stórt né þekkt nafn í handboltaheiminum.“ Aðspurður sagði Gunnar að leikurinn hefði ekki verið erfiður að dæma og prúðmannlega leikinn. „Króatar voru ekki ósáttir við okkar störf enda tel ég að við höfum staðið okk- ur með ágætum í þessum leik,“ sagði Gunnar. Argentína skellti Króatíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.