Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, var ánægður með léttan sigur á Kvatar í gær, 40:17. Hann var aftur á móti ekki ánægður með hvað fáir áhorfendur voru á leiknum, innan við hundrað.  ÞJÓÐVERJAR voru byrjaðir að hugsa um nýtt markamet á HM í fyrri hálfleiknum. Stærsti sigur þeirra á HM er 46:4 gegn Lúxem- borg 1958 og á HM í Frakklandi 2001 lögðu þeir Grænlendinga að velli með 31 marks mun, 39:8. Þeir gáfu eftir er líða tók á leikinn gegn Kvatar.  STEFAN Bater, formaður hand- knattleikssambands Nýja-Suður- Wales, er einn af leikmönnum Ástr- alíu.  ÍSENSKU leikmennirnir settu met ofan á met í leiknum gegn Ástr- alíu. Þeir skorðu 32 mörk úr hraða- upphlaupum, sem er nýtt HM-met. Þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Heiðmar Felixson fóru fremstir í flokki að geysast fram völlinn og skora, auk þess sem þeir skoruðu bróðurpartinn af 10 mörkum sem ís- lenska liðið skoraði úr horni.  ÍSLENSKU leikmennirnir skor- uðu aðeins þrjú mörk með langskot- um, sem þætti saga til næsta bæjar í landsleik, þar sem 55 mörk eru skor- uð.  MÖRK Íslands gegn Ástralíu skoruðu þessir leikmenn: Guðjón Valur Sigurðsson 14, Heiðmar Fel- ixsson 10, Róbert Sigfússon 5, Pat- rekur Jóhannesson 4/2, Sigfús Sig- urðsson 4, Einar Örn Jónsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Sigurður Bjarnason 3, Aron Kristjánsson 3, Gústaf Bjarnason 3, Rúnar Sig- tryggsson 1, Ólafur Stefánsson 1/1.  TAP Króata fyrir Argentínu- mönnum vakti geysilega athygli. Króatar gáfu leikinn frá sér undir lokin, en þeir höfðu yfir í leikhléi, 18:13. Þulur króatíska sjónvarpsins, sem lýsti leiknum hrópaði stöðugt í leikslok: Hneyksli, hneyksli ...  BIRGITTA Þura Birgisdóttir úr Keilufélagi Akraness setti Íslands- met í stúlknaflokki um sl. helgi í parakeppni sem fram fór í Reykja- vík. Birgitta náði 945 stigum í 6 leikjum en gamla metið var 784 stig. Hún bætti einnig Íslandsmetið í 5 leikjum er hún náði 784 stigum en gamla metið var 698 stig. FÓLK GUÐJÓN Valur Sig- urðsson skoraði 14 mörk í leiknum gegn Ástralíu, sem er met hjá íslenskum leik- manni á HM. Valdimar Gímsson átti gamla metið – hann skoraði 11/3 mörk í leik gegn Júgóslavíu á HM í Kumamoto 1997, í leik sem Ísland vann, 27:18. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 10 mörk í leik gegn Ungverjum á HM í Svíþjóð 1993, sem Ísland vann 25:21. Kristján Arason skoraði 10 mörk í leik gegn Suður-Kóreu á HM í Sviss 1986, í leik sem S-Kórea vann 29:21. Guðjón Valur, sem hefur tvsivar áður skorað meira en tíu mörk í leik – fyrst 10 gegn Bandaríkjunum 2001, 32:16, og síðan 11 mörk gegn Króatíu í byrjun janúar í Kapla- krika, 37:29, skoraði ekkert af mörkum sín- um í gærkvöldi úr víta- kasti. Heiðmar Fel- ixson rauf einnig tíu marka múrinn, er hann skoraði 10 mörk í gær- kvöldi, ekkert úr víta- kasti. Heiðmar er 25. lands- liðsmaðurinn til að skora 10 mörk eða meira í landsleik og aðeins einu sinni áður hafa tveir leikmenn Ís- lands náð að skora meira en tíu mörk í sama landsleiknum. Það voru þeir Axel Axelsson, 13 mörk, og Geir Hallsteinsson, 10 mörk, í leik gegn Frökkum 1973, í und- ankeppni HM, 28:15. Ekki er hægt að segja að leikurÍslands og Ástralíu hafi verið hágæðaleikur – yfirburðir Íslend- inga voru það miklir gegn Áströlum, sem kunna lítið fyrir sér í íþróttinni. Þegar þeir léku fyrst á HM í Egyptalandi 1999 töpuðu þeir stórt fyrir Svíum, 49:17. Síðan þá hafa þeir ekki tekið framförum og eiga margt eftir ólært í göldrum hand- knattleiksíþróttarinnar. Það sáu hinir fáu áhorfendur sem voru í nýrri íþróttahöll í Viseu, því að það tók Ástrala þrettán mín. að koma knettinum fram hjá Guð- mundi Hrafnkelssyni, markverði Ís- lendinga, sem skoruðu fyrstu tíu mörk leiksins, 10:0. Þá var strax ljóst hvað væri í uppsiglingu. Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér þann munað að hvíla öflugustu skytturnar sínar – Ólaf Stefánsson, Patrek Jó- hannesson og Sigurð Bjarnason í fyrri hálfleik. Þeir sátu á vara- mannabekknum og skemmtu sér við að sjá félaga sína skora hvert mark- ið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup, eftir að Ástralar höfðu misst knött- inn oft klaufalega í sókn, en sókn- arleikur þeirra var afar einhæfur – hornamenn ekki notaðir, aðeins hnoðast á miðjunni. Það mátti sjá markverði Íslands hreinlega grípa langskot þeirra, sem voru oft mátt- laus. Staðan í leikhléi var 23:6 og einstefna hélt áfram í seinni hálf- leik, lokatölur 55:15. Áður höfðu Þjóðverjar skellt Kat- arbúum 40:17, eftir að þeir fóru að gefa eftir er þeir voru búnir að ná 18 marka mun, 27:9. Portúgalar lögðu síðan Grænlend- inga 34:19. Úrslit voru eftir bókinni og sorglegt að sjá að leikið er á HM fyrir framan innan við hundrað áhorfendur. Af 15 leikjum í B-riðli eru aðeins þrír leikir sem koma til með að vera skemmtilegir; leikir Þýskalands - Portúgals, Portúgals - Íslands og Íslands - Þýskalands. Uppákomurnar sem sáust í leikj- unum í Viseu eru ekki til að auka virðingu fyrir handknattleik. Þjóðir eins og Kvatar og Ástralía hafa ekk- ert að gera á HM og sorglegt að sjá í heimsmeistarakeppni landslið, sem geta lítið sem ekkert í íþróttinni. Á sama tíma eru landslið á borð við Sviss og Noreg heima. AP Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum – sendir knöttinn fram hjá Vermon Cheung, markverði Ástralíu. Íslendingar settu heimsmet í Viseu ÍSLENDINGAR sýndu algjöra yfirburði þegar þeir skelltu Áströlum með fjörutíu marka mun í Viseu á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Portúgal, 55:15. Þar með settu leikmenn íslenska liðsins heimsmet í markaskorun, en aldrei áður hefur lið náð að skora 55 mörk í leik á HM, eða nær eitt mark á mínútu. Íslendingar náðu þó ekki að setja markamet, sem Þjóðverjar eiga síðan 1958 þegar þeir lögðu Lúxemborgarmenn að velli í Berlín, 46:4, eða með 42 marka mun. Stærsti sigur Íslands á HM var áður sigur á Bandaríkjunum í HM í Svíþjóð 1993, 34:19. Guðjón Valur setti marka- met á HM Heiðmar Felixson SIGURÐUR Bjarnason skoraði 300. mark sitt með landsliðinu í sigurleiknum gegn Ástralíumönnum – í sínum 150. landsleik. Sigurður lék sinn fyrsta lands- leik gegn Tékkóslóvakíu á móti í Bratislava í Tékkó- slóvakíu 1989 og skoraði hann sín fyrstu mörk í leik gegn Túnis á mótinu – sex í leik sem Ísland vann, 25:15. Sigurður með 300 mörk   6*# 4#* 26*# 4#* 2 ++ ," 33 45  (      ; "+ ," / 6 / ! ,  7 7 / 6 7 89 :89 $  $9   ; 6 7 7         ARGENTÍNA kom gríðarlega á óvart á HM í handknattleik í gær er liðið vann Króatíu 29:30. Liðin eru í C-riðli keppninnar sem fer fram á Madeira, eyjunni norður af Kan- aríeyjum. Íslenska dómaraparið Gunnar Viðarsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu leikinn og sagði Gunnar að Króatar hefðu verið slegnir útaf laginu í síðari hálfleik. „Króatar voru með undirtökin allt þar til að um stundarfjórðungur var eftir af leiknum, þá sýndu Arg- entínumenn hvað í þeim býr. Þeir börðust mun betur og ég held að Króatar hafi sofnað á verðinum. Argentína var með knöttinn í stöð- unni 29:30 og voru nær því að bæta við marki en Króatar að jafna. Þeir fögnuðu líka eins og þeir hefðu unnið mótið nú þegar enda er Arg- entína hvorki stórt né þekkt nafn í handboltaheiminum.“ Aðspurður sagði Gunnar að leikurinn hefði ekki verið erfiður að dæma og prúðmannlega leikinn. „Króatar voru ekki ósáttir við okkar störf enda tel ég að við höfum staðið okk- ur með ágætum í þessum leik,“ sagði Gunnar. Argentína skellti Króatíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.