Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 11 MEÐALEINKUNNIR á sam- ræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. bekk á nýliðnu hausti voru hæstar í Nesskóla í Fjarðabyggð. Í 7. bekk var með- altalið í íslensku og stærðfræði hæst í grunnskóla Reyðarfjarðar. Í fyrrahaust voru 4.562 nemend- ur skráðir í 4. bekk. Af þeim tóku 4.350 nemendur samræmt próf í ís- lensku og 4.349 samræmt próf í stærðfræði í 171 skóla eða nær 95% nemenda á skrá. Um 98% nemenda á Norðurlandi vestra þreyttu prófin en hlutfallið var lægst á Suðurnesjum, 92-94%. Stúlkurnar marktækt hærri í íslensku í 4. bekk Meðaleinkunn landsins í 4. bekk var 6,6 í íslensku og 7,1 í stærð- fræði. Á normaldreifðum kvarða var meðaltalið í íslensku hæst á Austurlandi eða 5,6 en lægst á Suðurnesjum eða 4,4. Í stærðfræði er hæsta einkunnin 5,1 í nágrenni Reykjavíkur, á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Austur- landi, en lægst á Suðurlandi eða 4,6. Enginn munur er á frammistöðu kynjanna í stærðfræði en stúlk- urnar eru marktækt hærri en pilt- arnir í íslensku. Hlutfall stúlkna með lágar einkunnir er lægra en hjá piltum og hlutfall stelpna með háar einkunnir er hærra en hjá strákum. Hlutfall einkunna í með- allagi er áþekkt hjá báðum kynj- um. Meðaleinkunn í íslensku í Nes- skóla í Fjarðabyggð var 6,4, í Hvassaleitisskóla í Reykjavík 6,1 og síðan komu nemendur í Mela- skóla og Landakotsskóla með 6,0 í meðaleinkunn. Nemendur í Nesskóla fengu 7,0 í meðaleinkunn í stærðfræði. Næstir komu nemendur í Hvassaleitis- skóla í Reykjavík með 6,9 í með- aleinkunn, þá nemendur í Flata- skóla í Garðabæ með 6,2, í Davíkurskóla og grunnskólanum á Eskifirði með 6,1 og síðan komu nemendur í Fossvogsskóla og Grundaskóla á Akranesi með 6,0 í meðaleinkunn. Marktækur munur í 7. bekk Hlutfall nemenda sem þreyta samræmd próf í 7. bekk hefur ver- ið um 96% á hverju ári og er hlut- fallið óbreytt eða frá 93% til 98% eftir kjördæmum. Munur á landsbyggðinni og höf- uðborgarsvæðinu er áfram mark- tækur. Stelpur stóðu sig betur en strákar í íslensku en lítill munur er á frammistöðu kynjanna í stærð- fræði. Á nýliðnu hausti voru 4.736 nem- endur skráðir í 7. bekk. 4.548 þeirra þreyttu próf í íslensku eða 96% og 4.580 nemendur í stærð- fræði í 172 skólum. Hlutfallslega tóku flestir ís- lenskuprófið á Norðurlandi vestra (97,5%) en fæstir á Suðurnesjum (93,4%). Í stærðfræði tóku 98,4% prófið á Vestfjörðum en fæstir á Suðurnesjum eða 94,5%. Meðaleinkunn landsins á kvarð- anum 1 til 10 var 7,0 í íslensku og 7,6 í stærðfræði. Meðaleinkunnir landshluta á normaldreifðum kvarða eru frá 4,3 til 5,2 í íslensku, hæstar í nágrenni Reykjavíkur og á Norðurlandi eystra en lægstar á Suðurnesjum. Í stærðfræði eru þær frá 4,5 (á Suðurnesjum) til 5,1 (í nágrenni Reykjavíkur, á Vest- fjörðum og Norðurlandi eystra). Meðaleinkunn stráka er 4,9 í stærðfræði en stelpna 5,1 og er munurinn marktækur. Í íslensku er mun meiri munur á kynjunum. Þar eru rúm 19% pilta með háa einkunn en 29% stúlkna. Meðaleinkunn stúlkna í íslensku er vel yfir 5,0 í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum og á Vest- urlandi. Meðaleinkunnir í íslensku í grunnskóla Reyðarfjarðar voru 6,6, í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi 6,2 og í Melaskóla, Austurbæjarskóla, Fossvogsskóla, Snælandsskóla í Kópavogi, Varmalandsskóla í Borgarfirði og Brekkuskóla á Ak- ureyri 6,0. Í stærðfræði voru með- aleinkunnirnar 7,1 í grunnskóla Reyðarfjarðar, 6,1 í grunnskóla Bolungarvíkur og 6,0 í Ártúnsskóla og Reykholtsskóla. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2002 Hæstu meðaleinkunnir nemenda í Fjarðabyggð /*<*$0* $# *) #"* B; ,$-#."# )*,$-#."# *  *$ =$! *< =$!0** /* *<"$!* /* *<$-!* ! *<  *< 23                   ;                                      .6< .6< &'  '(    $B $#    $B $#       '$<()!!/0  /*<*$0* $# *) #"* B; ,$-#."# )*,$-#."# *  *$ =$! *< =$!0** /* *<"$!* /* *<$-!* ! *<  *< 23                                                       .6< .6< &'  '(    $B $#    $B $#       '$<()!!/0  GUÐMUNDUR Páll Ólafsson hef- ur sent Morgunblaðinu eftirfar- andi athugasemd vegna ummæla Hákons Aðalsteinssonar í blaðinu 17. janúar. Fyrirsögn er höfundar. „Frá því að Landsvirkjun söðl- aði um og stökk á Kárahnjúka- virkjun í stað Fljótsdalsvirkjunar og þar til matsskýrsla átti að vera tilbúin var rétt um eitt ár. Það þýðir: Eitt íslenskt sumar í sýna- tökur og svæðisbundnar rannsókn- ir á umfangi og afleiðingum lang- stærstu áformuðu framkvæmdar Íslandssögunnar. Þetta er því mið- ur hryggileg staðreynd málsins. Hákon Aðalsteinsson vatnalíf- fræðingur fullyrðir í Morgun- blaðinu á föstudag (bls.6) að „eitt íslenskt sumar“ sé fjarri sanni hjá mér og setur samasem merki á milli almennra rannsókna á nátt- úrufari og jarðfræði vegna LSD annars vegar og Kárahnjúkavirkj- unar hins vegar. Kárahnjúkavirkj- un er ekki sama og LSD – sem er eins konar helför virkjana og vatnaflutninga norðan Vatnajökuls sem hvorki Orkustofnun né Lands- virkjun vilja ræða upphátt núna. Vandinn er sá að náttúrurann- sóknir eru afar flókin viðfangsefni. Fólk þarf að melta niðurstöður til að skilja og eitt sumar til sýnitöku og einn vetur til að vinna úr og skilja allt samhengið við umfangs- mestu náttúruspjöll Íslandsögunn- ar – er einfaldlega ósanngjarnt og um leið háskaleg vinnubrögð. Gróðurfar, smádýralíf, fuglalíf, vistfræði (samhengi hlutanna) – þetta var allt unnið á einu íslensku sumri þótt til væru eldri rann- sóknir um gróðurfar og gróður- kort, sem vafalítið hafa komið sér vel. En vegna þessarar óeðlilegu tímapressu var aldrei unnið eins og skyldi. Engar rannsóknir á lág- plöntum fóru til dæmis fram í Kringilsárrana og svo til engar líf- fræðirannsóknir fóru fram á Hraunum – austan Eyjabakka – nema vatnalífsrannsóknir. Engar haf- eða sjávarlífsrannsóknir fóru fram þetta sumar. Þær hefðu þurft að byrja mörgum árum fyrr. Samt er skylda að framkvæma allar þessar rannsóknir. Og mikið er óunnið enn. Meðal annars var rannsóknum frestað þar sem taka átti virkjunina í tveimur áföngum. Nú á að eyðileggja allt í einum rykk – einni framkvæmd. Gott væri nú ef Hákon vatna- líffræðingur setti saman yfirlit fyr- ir þá sem hann vinnur fyrir þ.e. þjóðina – yfir rannsóknir á áhrifa- svæði Kárahnjúkavirkjunar sem átti að rannsaka en var aldrei gert – og ekki gleyma héraði. Þá væri líka gott að fá sögulegt yfirlit um LSD. Ég minntist ekki orði á svif- aursmælingar í Jöklu sem Hákon státar af. Það hefði ég ekki gert í hans sporum. Ekki svo að skilja að þær hefðu verið illa unnar. Flestar þessar rannsóknir voru unnar af alúð og kostgæfni af hæfustu mönnum þann skamma tíma sem þeir höfðu. En mælingarnar hófust rúmu ári eftir mjög langvinnt og stórt hlaup sem byrjaði í ágúst 1963. Einmitt vegna þessa lang- vinna hlaups hefði ég ekki minnst orði á þetta. Slíkt rosahlaup sem ekki er inni í reikningsdæminu gefur margt válegt til kynna og meðal annars að lífdagar uppi- stöðulóns geti verið mun færri en áætlað hefur verið. Botnskrið framburðs í jökulám á Íslandi er lítt þekkt fyrirbæri. Reynsla af mælingum á því er nær engin, aðferðafræði og þekking bágborin. Í skýrslu VST stendur: „Fyrstu mælingar á botnskriði í Jökulsá á Brú …voru gerðar sum- arið 2000 í alls 5 daga.“ VST er að meta aurburð og set- myndun í Hálslóni jafnvel 100 ár fram í tímann – með fimm daga mælingum – með aðferðafræði sem er ekki á hreinu. Jökla er auk þess dyntótt fljót og miðað við Þorvald Thoroddsen og aðrar heimildir virðast stóratburðir í Jöklu vera að meðaltali tvisvar á öld. Því miður bendir fjölmargt til þess að stíflustæðið sé ónýtt og að Kárahnjúkavirkjun sé illa grundað glæfraspil vegna ónógra rann- sókna. En ég þakka Hákoni fyrir að opna umræðuna. Geri það sem flestir.“ Illa grundað glæfraspil vegna ónógra rannsókna RAGNHEIÐUR Bragadóttir, pró- fessor í lagadeild Háskóla Íslands, segir skilorðsbindingu dóma oft beitt ef sakborningur er ungur eða brýtur af sér í fyrsta sinn. Ungur karlmaður var um miðjan janúar dæmdur í fimm mánaða fang- elsi fyrir líkamsárás á veitingahúsi á Dalvík um jólin 2001. Með brotinu rauf hann skilorð dóms frá því í mars árið 2000. Var sá dómur tekinn upp og honum gerð refsing í einu lagi fyrir bæði málin. Refsingunni var frestað um fjögur ár haldi maðurinn skilorði. Ragnheiður segir að ef einstakling- ur sem er á skilorði er tekinn fyrir smávægilegt brot er dómstólum heimilt að dæma refsingu fyrir það brot sér en láta gamla skilorðsdóminn haldast. Það komi þó einkum til greina ef nýja brotið er ekki framið af ásettu ráði eða varði aðeins sektum. Ef brotið sé alvarlegra þá taki dóm- urinn bæði málin til meðferðar og dæmi í einu lagi. Síðan segir Ragn- heiður að heimilt sé að hafa þann dóm skilorðsbundinn einnig. Þá er nýi dómurinn skilorðsbundinn fyrir bæði gamla og nýja brotið. Hún segir það matsatriði dómara hvort einstaklingar fái skilorðsbund- inn dóm þegar þeir brjóti af sér í ann- að sinn, en það er heimilt gagnvart lögum. Sé seinna brotið alvarlegt eru meiri líkur á að sameiginlegur dómur sé ekki skilorðsbundinn. Heimilt að dómur sé skil- orðsbundinn í annað sinn Í FJÓRUM ráðuneytum, iðnað- ar- og viðskiptaráðuneyti, fé- lagsmála-, menntamála- og sam- göngumálaráðuneyti, eru settir ráðuneytisstjórar við stjórnvöl- inn en ekki skipaðir. Í lögum er kveðið á um að auglýsa skuli stöður vari forföll í meira en eitt ár en svo virðist sem því hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum. Þetta gagnrýnir Gísli Tryggva- son, hdl. og framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna (BHM), og bendir á að t.d. hafi komið fram í fjölmiðlum að embætti ráðuneytisstjóra fé- lagsmálaráðuneytis væri laust í tvö ár vegna forfalla. Það emb- ætti hafi því átt að auglýsa. „Almennt talað hafa menn sneitt af auglýsingaskyldunni, bæði með því að reyna að fá reglum breytt eða með því að fara hreinlega ekki eftir þeim. Vandamálið er hins vegar að reglunum fylgja engin viðurlög. Því miður kemur eina aðhaldið frá umboðsmanni Alþingis í ein- staka málum og svo frá sam- tökum á borð við BHMR en það gleymist fljótt en kostar ekkert að brjóta reglurnar.“ Gísli minnir á að auglýsinga- skylda gildi þegar skipa eigi í stöðu ráðuneytisstjóra en það velti á því hvort sett sé til skemmri eða lengri tíma hvort auglýsa skuli eða ekki. Í lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins sé kveðið á um það að stjórnvöld geti sett mann til að gegna embætti um stund- arsakir en þó aldrei lengur en í eitt ár. Jafnframt megi setja mann til reynslu í embætti, áður en hann er skipaður í það, til eins árs í senn en þó aldrei lengur en tvö ár. „Þetta ákvæði á hins vegar ekki við í þessum tilvikum því það er ekki verið að setja menn til reynslu eða reyna menn í starfi heldur eru menn settir vegna forfalla og þá gildir regl- an um eitt ár. Séu menn settir til reynslu er skylt að auglýsa starfið og eins ef forföll vara lengur en eitt ár. Ég tel mjög hæpið að setja menn í eitt ár án auglýsingar í embætti, eins og t.d. ráðuneytisstjóra félagsmála- ráðuneytisins, þegar fyrir liggur að starfið er laust í tvö ár. Í því tilviki finnst mér mjög óeðlilegt að starfið hafi ekki verið aug- lýst.“ BHM um setta ráðuneytisstjóra Á að auglýsa ef forföll vara í meira en eitt ár Í TVÍGANG var reynt að brjótast inn í fyrirtæki við Suðurlandsbraut um helgina. Í báðum tilvikum, sem voru með hálftíma millibili, reyndi þjófurinn að spenna upp glugga á annarri hæð. Þjófavörn, sem var beintengd við Öryggismiðstöð Íslands, fór í gang sem hræddi þjófinn á braut í bæði skiptin. Hann náðist ekki en hafði sjálfur lítið upp úr krafsinu annað en öran hjartslátt. Reyndi inn- brot tvisvar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.