Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 42
jafnframt 1. verðlaun fyrir fatlaða íþrótta- menn. Magnús Einarsson. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU með brúnni umgjörð fundust fyrir utan Nóatún í Smáralind sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 692 9615. Eyrnalokkur týndist GYLLTUR eyrnalokkur týndist í Golfskálanum á Seltjarnarnesi laugardag 11. janúar. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 561 4256. Eyrnalokkur í óskilum EYRNALOKKUR eins og V í laginu fannst í Vonarstræti miðvikudag- inn 15. janúar. Upplýs- ingar í síma 869 1104. Tóbaksdósir týndust Silfurtóbaksdósir, merkt- ar Sv.Sch. Th., týndust við Leifsstöð í september sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 478 1133. Góð fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÉG er ein af þeim sem ferðast með stræt- isvögnum. Í mörg ár hafa vagnarnir verið illa hirtir en lengi getur vont versnað. Vagnarnir eru svo óhreinir að innan og sæt- in eru svo óhrein að manni býður við að setj- ast á þau í þokkalegum fötum. Svo eru það sætin sem snúa hvert á móti öðru. Þar hafa ungling- arnir fæturnar uppá sæt- unum, hvað óhreinir sem skórnir eru, og enginn segir neitt. Einnig er um- hverfið til dæmis á Hlemmi og víða í strætó- skýlum mjög sóðalegt. Unga fólkið sem er að reykja skyrpir niður fyr- ir fæturnar á sér svo það er ógeðslegt. Ég hitti einu sinni mann sem var á vél við að sópa á Hlemmi. Hann sagði að þar væri sópað á hverjum morgni og það er gott. En það er bara lausa ruslið sem fer, hrákarnir og allur annar óþverri verður eftir. Það þyrfti að skúra umhverf- is strætisvagnastöðina á Hlemmi og víðar. Það þyrfti einhver hreinleg manneskja að ganga þarna um og sjá hvernig þetta lítur út. Lilja. Bréf til Strætó bs. Morgunblaðið/KristinnBeðið eftir strætó. DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjald- keri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI þykist hafa himinhöndum tekið. Hann hefur eignast nýja fjarstýringu. Hún gengur að myndlyklinum sem veit- ir mönnum aðgang að Stöð 2, Sýn og Fjölvarpinu. Sú gamla hafði verið biluð um árabil og Víkverji ekki komið því í verk að fá sér nýja. Fyrr en nú. Og þvílíkt frelsi! Það er allt annað líf að þurfa ekki að standa upp úr stólnum og Vík- verji flakkar nú óhindraður milli rása, jafnvel þótt eiginkonan sé farin að hreyfa einhverjum mót- mælum. „Þú ert að verða alveg óþolandi, maður. Skiptir stöðugt um stöð.“ Heitir þetta ekki að vera laus í rásinni? Hvað um það. Víkverji hefur kynnst mörgum ágætum rásum á þessari ferð sinni um sjónheima. Þannig sá hann Uppreisnina á Bounty með sjálfum Marlon Brando á kvikmyndarásinni TCM á dögunum. Magnaður maður, Brando. Svoleiðis töffarar eru ekki til í dag. x x x VÍKVERJI datt líka inn í dásam-legan þátt á tónlistarstöðinni VH1 í liðinni viku um merkustu viðburði þungarokksögunnar. Há- punktur þáttarins var rökræða Dee Sniders, forsprakka banda- rísku glysrokksveitarinnar Twis- ted Sister, og hjónanna Als og Tip- per Gore. Fór hún fram á vettvangi rannsóknarnefndar Bandaríkja- þings, sem hjónin fóru fyrir, og var Snyder stillt upp frammi fyrir nefndinni með sama hætti og gert var við meinta kommúnista á McCarthy-tímanum. Þetta var ein- hverjum árum áður en Gore varð varaforseti. Yndislegri andstæður er ekki hægt að hugsa sér, úfinn og illa sofinn þungarokkarann í öllum sínum skrúða og dyggðarík Gore- hjónin. Hjónin spurðu Snider spjörunum úr en tilgangur nefnd- arinnar var að sýna fram á að brýnt væri að vara við söngtextum þungarokkara. En hvað var at- arna? Snider, sem bar það ekki beinlínis með sér að vera mann- vitsbrekka, rak hvergi í vörðurnar. Málsvörn hans einkenndist af fimi og rökfestu. Nokkuð sem Gore- hjónin gerðu ekki ráð fyrir. Þannig sneri kappinn hvað eftir annað á þau, mörgum til mikillar undrunar, uns Gore dró ás fram úr erminni. „Aðdáendaklúbbur ykkar heitir MFF of Twisted Sister. Fyrir hvað stendur MFF?“ Snider var eiðsvarinn og komst ekki hjá því að svara. Ekki mun Víkverji hafa svarið eftir – menn geta getið í eyðurnar – en ljóst var að leik var lokið. Gore-hjónin höfðu sigrað. Til- breyting í því. Samþykkt var að vara við textum ákveðinna hljóm- platna með þar til gerðum merk- ingum á umslagi. Kokhraustur rokkari Dee Snider stóð uppi í hárinu á Gore-hjónunum, Al og Tipper, við yfirheyrsluna hjá þingnefndinni. LÁRÉTT: 1 samtök, 4 jukkið, 7 sárum, 8 dugir, 9 grein- ir, 11 skyld, 13 dofni af kulda, 14 kynið, 15 heit- ur, 17 æst, 20 blóm, 22 myndarskapur, 23 renningar, 24 þjóðhöfð- ingja, 25 þvaðra. LÓÐRÉTT: 1 neðri hluti fuglsmaga, 2 ljósfæri, 3 maður, 4 hljómur, 5 mastur, 6 ná- lægt, 10 fylgifiskar, 12 þegar, 13 rösk, 15 vitur, 16 aðgangsfrekur, 18 kappa, 19 skip, 20 ekki gamla, 21 skylduræk- inn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rænulaust, 8 túlar, 9 trogi, 10 ata, 11 ragar, 13 nýtti, 15 þangs, 18 augun, 21 Týr, 22 ræfla, 23 ið- inn, 24 ritningin. Lóðrétt: 2 ærleg, 3 urrar, 4 aftan, 5 skott, 6 stór, 7 biti, 12 agg, 14 ýsu, 15 þörf, 16 nefni, 17 stafn, 18 ar- inn, 19 geisi, 20 nánd. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Arnarfell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Wil- son Goole og Selfoss koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmánun kl. söngstund. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13– 16.30 opnar handavinnu- og smíðastofu. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni. Skrifstofan í Hlégarði er opin kl. 10–12 . S. 566 6315. Gönguhóp und- ir stjórn Sólveigar Bjart- marz. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug kl. 9.45. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9. vinnu- hópur gler, 10.30 les- hringur, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13. málun, kl. 13.30 tréskurður. Félagsstarf eldri borg- ara í Garðabæ. Garða- kórinn æfir á mánud. kl. 17.30. Allir áhugasamir velkomnir til þátttöku. Kynning mánud. 27. jan- úar. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og saumur kl.13.30, pútt í Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13 og alkort spil- að kl. 13.30. Heilsa og hamingja, Ásgarði, laug- ard. 25. jan. kl. 13.30. Uppl. í s.588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurður, frá hádegi spilasalur op- inn. kl. 13 boccia. Uppl.í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 silkimálun, handavinnustofan opin, kl. 10–17, kl. 14 boccia og ganga. Miðar seldir á þorrablótið kl. 13 í dag, borðin eru númeruð. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handavinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9. 15– 16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 spilað. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 13 handmennt og postulíns- málning, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Karlakór Reykjavíkur. Aðalfundurinn verður haldinn í Ými þriðjud. 28. jan. kl. 21. Hrútavinafélagið Örvar. Þorrablót verður haldið laugardaginn 8. feb. Uppl. í s. 894 3858 Jón eða s. 897 0542. Björn Ingi, Í dag er þriðjudagur 21. janúar, 21. dagur ársins 2003. Agnesar- messa. Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Þjóðar- bókhlaðan fyrir alla ÉG er ekki háskólastúd- ent heldur venjulegur maður sem fer stundum í Þjóðarbókhlöðuna. Ég hef þurft frá að hverfa hvað eftir annað vegna þess að allt er fullt af há- skólanemum þarna, ekki síst á próftímum. Einnig er farsímabannið ekki virt og ekki reynt að fylgja því eftir. Finnst mér að Þjóðar- bókhlaðan eigi að vera fyrir alla Íslendinga en ekki bara háskólastúd- enta. Gestur á Þjóðarbókhlöðu. Ekki auðvelt val VEGNA umfjöllunar undanfarið um val á íþróttamanni ársins vil ég koma á framfæri hug- mynd við valið. Við hjónin vorum að ræða þetta þegar afhend- ingin átti sér stað. Fannst okkur að Kristín Rós ætti að vera ofar á listanum en við vitum að valið er ekki auðvelt fyrir íþrótta- fréttaritara. Datt okkur þá í hug hvort ekki væri hægt að hafa 4. verðlaun á skal- anum 1–10 sem væru STAKSTEINAR Ætlar maðurinn aldrei að hætta?     Stefán Jón Hafstein,borgarfulltrúi og formaður framkvæmda- stjórnar Samfylking- arinnar, sagði í umræðum í borgarstjórn um ábyrgð- ir Reykjavíkurborgar vegna Kárahnjúkavirkj- unar að um væri að ræða „stærstu framkvæmd rík- issósíalista á Íslandi fyrr og síðar“. Flestir gátu ekki skilið þetta öðruvísi en svo að hann væri m.a. að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra og forsætis- ráðherraefni Samfylking- arinnar, en hún greiddi atkvæði með ábyrgðinni. Stefán Jón greiddi at- kvæði á móti, enda sagðist hann ekki vera rík- issósíalisti, heldur frjáls- lyndur jafnaðarmaður.     Í leiðara Morgunblaðsinssl. föstudag var vakin athygli á þessari gagnrýni Stefáns Jóns á þá sem greiddu atkvæði eins og borgarstjórinn. Jafnframt var bent á Ingibjörg Sól- rún hlyti að hafa sterka sannfæringu fyrir málinu, því að ábyrgðin hefði ver- ið samþykkt jafnvel þótt hún hefði greitt atkvæði gegn henni.     Í gær sendi Stefán Jónfrá sér fyrsta tölublað Borgarlífs, rafræns fréttabréfs um borg- armál. Í fréttabréfinu er m.a. grein undir fyr- irsögninni „Er Ingibjörg Sólrún ríkissósíalisti?“ Þar segir m.a.: „Í ræðu minni gagnrýndi ég harð- lega þá ríkissósíalísku hugmyndafræði sem stýr- ir fyrirtækinu ,,virkjun/ álver“. Sjálfstæðismenn reyndu lítt að bera þá gagnrýni af sér en glödd- ust mjög yfir því að þá hlyti það sama að eiga við um Ingibjörgu Sólrúnu, sem greiddi ábyrgð á lán- um vegna virkjunarinnar atkvæði sitt. Er það vörn Sjálfstæðisflokksins? Sandkassapólitíkin var framlag sjálfstæðismann- anna í þessu efni og leið- arahöfundur Morg- unblaðsins gleðst eins og barn yfir því sama – án þess að reyna að svara efnislega gagnrýni minni. Staðreyndin er sú að Ingi- björg Sólrún rakti í ræðu sinni hve ANDSNÚIN hún væri þeirri hugsun sem lægi að baki framkvæmd- inni. Sagði hún að nær hefði verið að stofna sér- stakt félag eða fyrirtæki um þetta verkefni og bjóða út. Sú hugmynd fer nákvæmlega saman við það sem ég hef sjálfur kynnt í blaðagreinum frá því að virkjunin kom til umræðu.“     Ætlar maðurinn aldreiað hætta að berja á flokkssystur sinni og leið- toga? Fyrst sakar hann hana um ríkissósíalisma og nú lætur hann að því liggja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi í borg- arstjórn Reykjavíkur greitt atkvæði þvert á sannfæringu sína. Þegar menn eiga svona vini, þarfnast þeir ekki óvina, eins og einhvers staðar stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.