Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 47  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, vann FIS- mót í risasvigi í Hafjell í Noregi á laugardag. Dagný kom í mark á tím- anum 1.26,13 mínútum og fékk fyrir árangur sinn 52,38 FIS-stig. Ann- iken Borgen, frá Noregi, varð önnur á 1.27,28 og Ingrid Oldertreen frá Noregi varð þriðja á 1.27,49.  DAGNÝ Linda er nú komin í 76. sæti nýjasta heimslistans í risasvigi og hefur bætt sig verulega en hún var í 119. sæti síðasta þegar hann var gefinn út og fyrir ári var hún númer 252 á listanum.  MAGNUS Wislander, hinn þrautreyndi landsliðsmaður Svía í handknattleik, telur Dani líklegasta til að vinna heimsmeistaratitilinn á HM í Portúgal.  KYUNG-Shin Yoon, handknatt- leiksmaður fá S-Kóreu, hefur fram- lengt samning sinn við Gummers- bach, til vorsins 2006. Yoon hefur á síðustu árum oftar en ekki verið markahæsti leikmaður þýsku úr- valdsdeildarinnar. Hann sló fyrst í gegn með landsliði S-Kóreu á HM á Íslandi fyrir átta árum.  TYRKINN Hakan Sükür getur byrjað að leika með Blackburn eftir 3–4 vikur að sögn Graeme Souness knattspyrnustjóra Blackburn en Sükür varð fyrir því óláni að fót- brotna fyrir mánuði, á síðustu æfing- unni áður en hann átti að leika sinn fyrsta leik með félaginu.  OLE Gunnar Solskjær er kom- inn á sjúkralistann hjá Manchester United en hann meiddist á hné eftir viðskipti við Frakkann Marcel Desa- illy undir lok leiks Manchester Unit- ed og Chelsea á laugardaginn. Sol- skjær missir af síðari undanúrslitaleiknum við Blackburn í deildabikarkeppninni sem fram fer á Ewood Park í kvöld og verður örugglega heldur ekki með þegar United tekur á móti West Ham í bik- arkeppninni um næstu helgi.  JUAN Pablo Angel, kólumbíski framherjinn í liði Aston Villa, sárbið- ur forráðamenn félagsins að leyfa sér að yfirgefa liðið. Angel, sem keyptur var til Villa fyrir 9,5 millj- ónir punda, hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá Graham Taylor, knatt- spyrnustjóra Villa, og hefur aðeins fengið að byrja inni á í 8 leikjum á leiktíðinni. Angel segist vera mjög ósáttur við vinnbrögð Taylors og tel- ur best að hann fái að fara frá liðinu.  BRIAN Clough, fyrrum knatt- spyrnustjóri Nottingham Forest, gekkst undir lifrarígræðslu í síðustu viku. Clough, sem er 67 ára gamall og stýrði liði Forest í tvígang til sig- urs í Evrópukeppninni, var illa far- inn eftir óhóflega neyslu áfengis um langt árabil og tók aðgerðin á honum sem framkvæmd var á Englandi um 10 klukkustundir. Að sögn sonar Clough, Nigel, fyrrum framherja Forest og Liverpool, heilsast föður hans eftir atvikum vel.  ERNIE Els er í miklu stuði þessa dagana á golfvellinum. S-Afr- íkubúinn sigraði í fyrrinótt á opna Sony mótinu sem fram fór í Honol- ulu og sigraði hann þar með á öðru PGA-mótinu í röð en Els bar sigur úr býtum á Mercedes mótinu sem fram fór á Hawai um síðustu helgi. Els og Ástralinn Aaron Baddeley luku báð- ir keppni á 264 höggum en Els tryggði sér sigurinn á annarri holu í bráðabana.  TAMPA Bay og Oakland leika til úrslita í ameríska fótboltanum sem fram fer um næstu helgi. Tampa lagði Philadelphia, 27:10, í úrslitum Þjóðardeildarinnar í fyrri- nótt og í Ameríkudeildinni bar Oak- land sigurorð af Tenessee, 41:24.  JIMMY Floyd Hasselbaink, fé- lagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, er ekki á leið til Barcelona eins og þrálátur orðrómur hefur ver- ið um. Úr herbúðum Börsunga bár- ust þær fréttir í gær að ekki stæði til að kaupa nýjan leikmann. FÓLK VIÐ erum mjög ánægðir með hve einbeittir við vorum frá upphafi til enda gegn Áströl- um, enda mótspyrnan lítil og að auki var gert hlé á leiknum eft- ir að rafmagnið fór af í lok síð- ari hálfleiks,“ sagði Einar Þor- varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ og aðstoðarþjálfari ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, í gær eftir 55:15 sigurleik- inn gegn Ástralíu. Einar sagði að vissulega hefði mönnum brugðið þegar ljósin fóru af í íþróttahöllinni í Viseu en leik- inn hefði þurft að klára. „Höllin er ný og manni virðist að máln- ingin á veggjunum sé varla þornuð. Eflaust hefur ekki allt verið klárt hjá heimamönnum áður en keppnin hófst. Það eru margar rafmagnssnúrur á víð og dreif um höllina. Álagið hef- ur kannski verið of mikið og þar fyrir utan hefur rignt lát- laust hér í tvo daga og kannski hefur það haft einhver áhrif. Við létum rafmagnsleysið hins vegar ekki hafa áhrif á okkur,“ sagði Einar en hann fylgdist einnig með leik Portúgala og Grænlendinga þar sem heima- menn unnu 34:19. „Grænlend- ingar eru í allt öðrum gæða- flokki en lið Ástralíu. Þar eru leikmenn sem leika í Skandin- avíu, þeir kunna ýmislegt og við munum ekki slaka á gegn þeim. Það var mikil stemning á meðal áhorfenda enda fyrsti leikur Portúgala í keppninni. Heimamenn eru með gott lið og sýndu gegn Grænlendingum hvað í þeim býr,“ sagði Einar. „Grænland er mun sterkara en Ástralía“JAKOB Jóhann Sveins- son, sundmaður úr Ægi, keppir í dag og á morgun á heimsbikarmóti í Stokkhólmi. Keppt verð- ur í 25 m laug og spreytir Jakob sig í sínum eft- irlætisgreinum, þ.e. í 200 m bringusundi í dag en í 100 m bringusundi á morgun. „Ég hef verið í erfiðum æfingum upp á síðkastið þannig að ég veit ekki alveg við hverju má búast,“ sagði Jakob í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég ákvað að fara út og keppa í stað þess að vera heima, hérna fæ ég væntanlega hörku- keppni.“ Jakob er eini íslenski sundmaðurinn sem tekur þátt í mótinu. Margir bestu sundmenn heims taka alla jafna þátt í heimsbikarmótunum sem eru röð móta sem haldin eru víðsvegar í heiminum yfir vetrarmánuðina. Strax að keppni lokinni í Stokkhólmi heldur Jak- ob til Lúxemborgar þar sem hann verður í eldlín- unni á föstudag, laug- ardag og sunnudag á al- þjóðlegu móti í 50 m laug. Þar hyggst Jakob taka þátt í 100 og 200 m bringusundi, 100 m skrið- sundi og 200 m flugsundi. Fleiri íslenskir sundmenn en Jakob verða með á mótinu í Lúxemborg, meðal þeirra eru Örn Arnarson, Jón Oddur Sigurðsson, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir og Louisa Isaksen. Jakob á heimsbikar- móti í Svíþjóð Jakob Jóhann Sveinsson KRISTJÁN Helgason snóker- spilari gerði sér lítið fyrir og lagði David Roe að velli í 4. umferð Schottis Regal- atvinnumannamótsins í gær, 5:0, en leikið var í Blackpool á Englandi. Kristján mun því leika í 5. umferð mótsins sem fram fer í apríl í Glasgow í Skotlandi. Þar mun hann mæta James Wattana frá Taílandi en hann er í 32. sæti á heimslistanum og hefur verið atvinnumaður fra árinu 1989. Wattana er einn þekkt- asti íþróttamaður Taílands. Hann er einnig í fámennum hópi atvinnumanna í íþrótt- inni sem hafa unnið til 130 millj. ísl. kr. eða meira á ferli sínum. Peter Gentzel, markvörður Svía,kom inn á þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum og átti stærst- an þátt í að Svíar náðu að minnka muninn og komast yfir í leiknum. Þetta er í sjöunda sinn sem Svíar sigra í opnunarleik sínum á heims- meistaramóti en Magnus Wislander gat ekki leikið með liðinu að þessu sinni þar sem hann er veikur. Í gærkvöld var sænska karlalands- liðið í handknattleik valið sem lið árs- ins í heimalandi sínu og sagði Jo- hannson að það væri kærkomið. „Evrópumeistaratitill okkar á heima- velli hefur sitt að segja í þeim efnum og við eigum það skilið,“ sagði Jo- hannson. Landslið Egypta þótti hafa leikið agað og var skipulagt í leik sínum. Sértaklega í vörn. Johannson sagði enn fremur að leikurinn hefði snúist Svíum í hag eftir að stórskyttan Hussein Zaky var tekin úr umferð. Danir tóku Slóvena í gegn Danir sýndu styrk sinn gegn Slóv- enum í D-riðlinum í gær og unnu sannfærandi, 33:24, en staðan í hálf- leik var 17:10 Dönum í vil. Íslenska landsliðið lék gegn Dönum og Slóv- enum í undirbúningi sínum fyrir HM og má sjá á þessum úrslitum að lið Dana er gríðarlega sterkt um þessar mundir. Slóvenar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið í upphafi leiks og gengu Danir á lagið með því að skora úr hraðaupphlaupum í gríð og erg. Torben Winther, þjálfari Dana, not- aði flesta leikmenn liðsins í leiknum og lagði upp með að leika hratt gegn þunglamalegu liði Slóvena enda varði Kasper Hvidt, markvörður þeirra, mjög vel í upphafi leiksins. Væntingar dönsku þjóðarinnar ruku upp úr öllu valdi í gær eftir sannfærandi sigur og er þess nú kraf- ist að liðið komi til baka frá Portúgal með verðlaunagrip að þessu sinni. AP Þýski landsliðsmaðurinn Dragunski í baráttu við Katarmanninn Al Sulati í Viseu í gærkvöldi. Svíar og Danir byrja vel á HM í Portúgal SVÍAR voru ekki sannfærandi til að byrja með í fyrsta leik sínum á HM í handknattleik í gær er liðið lék gegn Egyptum. Staðan í hálf- leik var 14:13, Svíum í vil, og var leikur þeirra ómarkviss í upphafi þar sem Egyptar komust í 5:2. Lærisveinar Bengt Johannsons náðu hins vegar að stoppa í hripleka vörn liðsins í síðari hálfleik og sigr- uðu 29:23. Kristján leikur gegn Wattana í Glasgow
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.