Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 26. jan. kl. 14. laus sæti 2. feb. kl. 14. laus sæti 9. feb. kl. 14. laus sæti 16. feb. kl. 14. laus sæti Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Miðasalan er opin kl. 13:00-18:00 mán. - þri. Aðra daga kl.13:00- 20:00 Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. VEISLAN Í KVÖLD UPPSELT! MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI – Marie Jones Mið. 22/1, sun. 26/1 nokkur sæti laus, sun. 2/2, sun. 9/2. Stóra sviðið kl 20.00 Litla sviðið kl 20.00 JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI – Guðrún Helgadóttir Sun. 26/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 2/2. Síðustu sýningar. MEÐ FULLRI REISN – Söngleikur eftir Terrence McNally og David Yazbek 10. sýn. fös. 24/1 uppselt, 11. sýn. lau. 25/1 uppselt, 12. sýn. fös. 31/1 uppselt, lau.1/2 uppselt, fös. 7/2 uppselt, lau. 8/2 uppselt, lau 15/2 uppselt, lau. 22/2 uppselt, sun. 23/2 örfá sæti laus, fös. 28/2 örfá sæti laus, lau 1/3 nokkur sæti laus, sun. 2/3, fim. 6/3 örfá sæti laus, fös.7/3 nokkur sæti laus. HALTI BILLI – Martin McDonagh Fim.23/1, fim. 30/1, fim. 6/1. RAKSTUR – Ólafur Jóhann Ólafsson Fös. 24/1 uppselt, lau. 25/1 örfá sæti laus, mið. 29/1 uppselt, fös. 7/2 nokkur sæti laus, lau. 8/2. KARÍUS OG BAKTUS – Thorbjörn Egner Sun. 26/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 2/2 kl. 14:00. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Smíðaverkstæðið kl 20.00 VEISLAN – Thomas Vinterberg, Mogens Rukov. Leikgerð: Bo hr. Hansen Í kvöld þri. 21/1 uppselt, fim. 23/1 uppselt, fim. 30/1 örfá sæti laus, fim. 6/2 nokkur sæti laus, fös. 14/2 uppselt, fös. 21/2. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Sýningin er ekki við hæfi barna. Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 5. sýn fö 24/1 kl 20, blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 Fi 6/2 kl 20, Fö 7/2 kl 20, Lau 8/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20, Lau 15/2 kl 19, Ath. breyttan sýningartíma SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 26/1 kl 20, Fi 30/1 kl 20, Su 2/2 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 26/1 kl 14, Su 2/2 kl 14, Su 9/2 kl 14 Fáar sýningar eftir ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Fi 23/1 kl 20 UPPSELT Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER- PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og íslensku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving. Leiksýning, kaffi, tónleikar: Eivör Pálsdóttir syngur. Lau 25/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 23/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, UPPSELT , Fi 6/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 26/1 kl 21, Fi 30/1 kl 20 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN SÍN VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Frumsýning lau 1/2 kl 20 UPPSELT Su 2/2 kl 20 UPPSELT, Fö 7/2 kl 20, Lau 8/2 kl 20. Okkar maður Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Hermann Stefánsson er fyrsti klarínettleikari í Konunglegu Stokkhólmsfílharmoníunni. Sem er býsna góður árangur. Hermann þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudaginn í tveimur af meginverkum klarínettsögunnar. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 23. janúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Alexander Vedernikov Einleikari: Hermann Stefánsson Mikhaíl Glinka: Lífið fyrir keisarann, forleikur Carl Maria von Weber: Klarínettkonsert nr. 2 Claude Debussy: Première rapsodie Maurice Ravel: Valses nobles et sentimentales Paul Dukas: Lærisveinn galdrameistarans Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Nokkur sæti Fös 7/2 kl 21 Lau 8/2 kl 21 Aukasýning lau 25/1 kl. 21, UPPSELT lau1/2 kl. 21, Örfá sæti föst 7./2 kl. 21, Örfá sæti lau 8/2 kl. 21, Nokkur sæti fim 13.2 kl. 21, lau 15. 2 kl. 21. "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fim 23. jan kl. 19, ath breyttan sýningartíma Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðasta sýning Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 9. sýn. lau. 25. jan. kl. 16 Nokkur sæti laus 10. sýn. sun. 26. jan. kl. 16 Nokkur sæti laus Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsinu alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Í TÓNLIST sinni fjallar hinn vin- sæli rappari Eminem oft um sjálfan sig, bakgrunn sinn og tilfinningar og þann heim sem hann er fæddur inn í. En inn í sjálfstjáninguna er ávallt byggð einhvers konar ráð- gáta, sem gefur áheyrendum og aðdáendum tilefni til að setja fyr- irvara við hreinskilni rapparans. Þann fyrirvara er ekki að undra þar sem Eminem er staddur í miðjum ímyndariðnaði popptónlistarinnar og hefur brugðið á það ráð að vinna á mjög meðvitaðan hátt með eigin ímynd í tilraun til að halda opnu ákveðnu rými fyrir hreinskilni og tengslum við veruleikann. Aðdrátt- arafl Eminems (fyrir utan það að vera frábær tónlistarmaður) felst í því hversu nærri hann hleypir áheyrendum að sér, en skilur þó alltaf eftir spurningar sem kallast á við þá mótsögn sem Eminem er sjálfur staddur í, hann er ríkur og frægur, hann komst út úr gildru fá- tæktar, en syngur um fátækt og þá sem ekki eiga þaðan undankomu- leið. Kvikmyndin 8 Mile, sem Eminem leikur aðalhlutverkið í er áhugavert framhald af þeirri mynd sem Em- inem er sífellt að gefa af sér. Þar leikur hann aðalhlutverkið í kvik- mynd sem segir sögu rappara, ekki ólíkum honum sjálfum. Sá er alinn upp í fátækrahverfum hinnar yf- irgefnu bílaframleiðsluborgar Detroit, þar sem fátt annað bíður ungs fólks en atvinnuleysi, lág- launastrit, eða glæpir. Rapparinn, Jimmy Smith að nafni, elur með sér draum um að láta til sín taka sem tónlistarmaður og fjallar myndin um fyrstu skref hans í þá átt. Þetta kallast á við bakgrunn Eminems sjálfs, líkt og fleira í myndinni, svo sem náin en stormasöm tengsl aðal- persónunnar við móður sína. Eitt það merkilegasta við mynd- ina er hversu lágstemmd hún er. Þó svo að stórstjarna sé þar um borð, er ekki beinlínis verið að mjólka þann spena. Eminem birtist einfald- lega í myndinni sem metnaðarfullur leikari og er frábær sem slíkur. Persónan sem hann túlkar er dul og full sjálfsefasemda, en undir yfir- borðinu krauma frelsisþrá og hæfi- leikar. Þá er 8 Mile alls ekki hefð- bundin tónlistarmynd, tónlist Eminems er notuð þar mjög spar- lega, en göturappið þess í stað sett í forgrunn. Aðrir leikarar í myndinni eru stórfínir, og er persónusköp- unin einn helsti kostur myndarinn- ar. Því þótt hér sé um að ræða nokkuð hefðbundna mynd sem fjallar um það hvernig söguhetja sigrast á innri og ytri hindrunum og nær langþráðum sigri í lokin, ná leikstjóri og handritshöfundur að sveigja fram hjá helstu klisjum sem vilja loða við slíkar myndir. Ólíkt áþekkum kvikmyndum sem fjalla um lífið í fátækra- hverfum, eru byssur og skotbardagar ekki á hverju strái, heldur verður uppi fótur og fit þegar dregin er upp byssa og klíkutöffararnir eru í raun engir töffarar. Fremur sýnir myndin sam- safn af manneskjum í erfiðum aðstæðum, sem reyna sitt besta til að bjarga sér. Hin óvægna mynd sem dregin er upp af fátækrahverfum Detroit borgar næg- ir til að gefa þessum persónum vigt og myndinni sem slíkri raunsæislegan blæ. Nærvera Eminem er sterk í myndinni, og gefa hin ævisögulegu tengsl við bakgrunn Eminem sjálfs hinni lágstemmdu sögu aukinn styrk. En þegar á heildina er litið er það hversu einföld meginfléttan er, en hún snýst í raun um þátttöku rapparans í einni keppni, bæði helsti kostur og galli myndarinnar. Þannig tekst að halda sögunni á raunsæislegu sviði, sem mikið er lagt í að draga upp vandaða mynd af, en á sama tíma er sigursagan teygð dálítið á langinn. Áhorfandinn er látinn bíða lengi eftir því að sjá rapparann Eminem brjótast fram af fullum krafti, og verður endirinn allt að því snubbóttur. Leiðin sem leikstjórinn Curtis Hanson og hand- ritshöfundurinn Scott Silver fara við að segja þessa sögu er engu að síður vel réttlætanleg, og er nið- urstaðan eftirminnileg og vönduð kvikmynd. Rappari verður til KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Curtis Hanson. Handrit: Scott Silver. Kvikmyndataka: Rodrigo Prieto, Aðalhlutverk: Eminem, Kim Basinger, Brittany Murphy, Mekhi Phifer og Eugene Brady. Lengd: 110 mín. Bandaríkin. Universal Pictures, 2002. 8 MILE (8 MÍLUR)  Heiða Jóhannsdóttir „Eminem birtist … í myndinni sem metnaðarfullur leikari og er frábær sem slíkur,“ segir Heiða Jó- hannsdóttir m.a. um 8 Mile, frumraun rapparans á leiksviðinu. Í FRUMRAUN leikstjórans/ handritahöfundarins Christians Carions er teflt fram sígildum and- stæðum gamla og nýja tímans, borg og sveit. Ung Parísar- stúlka (Mathilde Seigner), fær sig fullsadda af stór- borgarstressinu, snýr baki við vel- launuðu starfi í tölvugeiranum og sest í bændaskóla. Kaupir síðan bú- garð af öldruðum bónda og ekkju- manni (Michel Serrault), sem líst engan veginn á arftaka sinn á ætt- aróðalinu. Viðbrigðin eru mikil því búgarðurinn er í fjarlægu og há- lendu Rhone-Alpes héraðinu og stendur þar afskekkt. Við nærskoðun er myndin ótrú- verðug og yfirborðskennd, útilokað að kyngja því að nánast óreyndu borgarbarni takist að gera svo gagngerar breytingu á lífi sínu, að- lagast jafn gjörólíku umhverfi og aðstæðum. Á hinn bóginn er Stúlk- unni frá París ágætlega leikstýrt af nýgræðingnum Clarion, þó bráð- fyndið upphafsatriðið afvegaleiði áhorfandann. Gömlu kempurnar Serrault og enn frekar Roussillion, standa sig með ágætum en Seign- er verður af ýms- um ástæðum aldr- ei sannfærandi. Kvikmyndatöku- maðurinn nýtir vel landslag og lífríki sveitalífs- ins, jafnt fegurð héraðsins sem miskunnarleysið sem fylgir störfum sveitamannsins. Uppúr stendur ósvikin ást og virðing bóndans fyrir búsmalanum. Bóndinn og borgarbarnið KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Christian Carion. Handrit: Christian Carion og Eric Assous.. Aðal- leikendur: Michel Serrault, Mathilde Seigner, Jean-Paul Roussillon, Frédéric Poirrot. 90 mín. Frakkland 2001. STÚLKAN FRÁ PARÍS (Une hirondelle a fait le printemps) 1/2 Sæbjörn Valdimarsson Stúlkan frá París er frumraun leikstjórans Christian Carion.                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.