Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var svindlað ennþá meira á mér en Villa. Málefni Íraks í fyrirlestri Innsýn í hugsanagang HINGAÐ til landser væntanlegurMichael T. Corg- an, prófessor í alþjóða- samskiptum við Háskól- ann í Boston. Sérgrein hans er samskipti Banda- ríkjanna og Íslands. Hann er með fjölþætta dagskrá næstu dagana, en megin- erindi hans er að flytja fyrirlestur um ástandið í Írak, og horfurnar á þeim slóðum. Fyrirlesturinn er á dagskrá á morgun, mið- vikudag, í húsakynnum Háskóla Íslands og hefst hann klukkan 16.30. Hvert er inntak fyrir- lestursins? „Ég ætla að freista þess að veita innsýn í hugsana- gang Bandaríkjastjórnar. Það er ljóst að stuðningur banda- manna Bandaríkjanna við stríð gegn Írak fer þverrandi, meira að segja Tony Blair er farinn að draga upp alls konar fyrirvara svo ekki sé minnst á andstöðuna heima fyrir sem fer vaxandi. Engu að síður lætur George Bush engan bilbug á sér finna og það er þessi seigla stjórnvalda sem ég ætla að reyna að útskýra.“ Telurðu þig vita það með vissu hvað rekur bandarísk stjórnvöld áfram í þessu efni? „Þetta eru vissulega kenning- ar, en þær byggjast á traustum grunni. Ég held að þessi þanka- gangur eigi rætur að rekja til árs- ins 1991 er núverandi varaforseti Dick Cheney og fleiri voru að undirbúa stefnu fyrir Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum og þar var rauði þráðurinn að enginn skyldi standa uppi í hárinu á Bandaríkjunum. Þessar hug- myndir komust aldrei í fram- kvæmd, því repúblikanar fóru frá völdum og við tók tímabil demó- krata í forsetastóli. Nú hefur pendúllinn snúist aftur til repú- blikana og þar á bæ sjá menn nú möguleika á því að halda þessari vinnu áfram. Hver er þessi hugsanagangur? Við skulum ekki gleyma því að það er afar auðvelt að sitja heima og gera ekki neitt. Láta vandamál bara eiga sig og vona að þau hverfi. Það er hins vegar í eðli vandamála að hverfa ekki og hér eru Bandaríkin að reyna að finna stöðu sína. Þau hafa hernaðar- og efnahagslega yfirburði yfir alla aðra, en þetta er ung þjóð sem stofnað var til á forsendum sem gerðu ekki ráð fyrir vandamálum af öllum þeim gerðum sem fram- tíðin hefur borið í skauti sér. Bandaríkin sáu t.d. ekki fyrir nas- ismann eða uppgang Sovétríkj- anna, en þau þurftu að læra af þeim vandamálum. Því heyrist fleygt að málstaður Bandaríkja- stjórnar í Íraksmálinu sé vitlaus og jafnvel einfeldningslegur og vissulega er rétt að þessi fram- ganga gæti komið Bandaríkja- stjórn í viss vandræði. Ég myndi þó halda að þeir sem afgreiða þetta einfaldlega með því að tala um heimsku og einfeldni séu ein- staklingar sem einskis er krafist af og þurfa því ekki að leggja neitt af mörkunum til öryggis- og varn- armála.“ Telur þú að enn megi leysa Íraksdeiluna með diplómatískum leiðum? „Ég myndi telja að það væri hægt, en til þess þurfa Bandarík- in að vinna náið með bandamönn- um sínum og vinveittum þjóðum í þessum heimshluta. Þá gerir óbil- andi stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael slíka lausn erfiðari en ella.“ Nú styttist mjög í 27. janúar.... „Fólk má ekki halda að það sé dagurinn þegar stríðið byrjar. 27. janúar er aðeins sá dagur sem skýrslur verða lagðar fram. Þá mun málið allt verða skoðað á nýjum forsendum.“ Hvað með stuðning almennings í Bandaríkjunum við stríðshug- myndir? „Það er alltaf tilhneiging til að safnast um leiðtoga þegar vanda ber að höndum. Það eru fjölmörg dæmi um það, t.d. þegar Galtieri Argentínuforseti fór í stríð við Bretland vegna Falklandseyja. Hins vegar tel ég að stuðningur almennings í Bandaríkjunum sé ekki nærri eins mikill og stjórn- völd telja.“ Hefði verið hægt að komast hjá svona þrátefli? „Í rauninni ekki. Þarna situr Saddam Hussein við völd. Það styður hann enginn í heimshlut- anum og hann veldur óróa.“ En það er mikill stríðshugur í stjórnvöldum í Bandaríkjunum.... „Í svona málum er alltaf gott að líta annars vegar á orð og síðan á verk. Þarna á milli er mikill mun- ur. Það er löng hefð í bandarísk- um utanríkismálum að sýna mikla þolinmæði. En menn segja þó æv- inlega hug sinn umbúðalaust.“ Telurðu líklegt að Bandaríkin færu ein á báti í stríð við Írak? „Ég yrði afar hissa á því. Menn eins og Colin Powell hafa ævin- lega talað þannig að leitað yrði eftir sam- stöðu um hvaða að- gerðir sem gripið yrði til.“ Er einhver fengur að því að Saddam fari í útlegð? „Það gæti vissulega hjálpað. Hann er alger einræðisherra og hefur ekki undirbúið eða þjálfað neinn í að taka við af sér, ekki einu sinni syni sína. Víðsýnni og hófsamari maður gæti því komið mörgu góðu til leiðar.“ Og hvernig fer þetta svo....? „Ef ég vissi það væri ég kom- inn í hlutabréfaviðskiptin á fullu.“ Michael T. Corgan  Michael T. Corgan er prófess- or í alþjóðasamskiptum við Há- skólann í Boston og eftirsóttur álitsgjafi í öryggis- og varn- armálum. Kenndi stjórn- málafræði í eitt ár, 2001, á Ful- bright styrk við Háskóla Íslands. Michael hefur ritað fjölda greina og bókarkafla og sendi nýverið frá sér bók sem fjallar um Ísland og vinveitt bandalög þess með tilliti til öryggismála smáríkis. Michael var yfirmaður í banda- ríska flotanum í 25 ár áður en hann lagði fyrir sig akademísku fræðin. ...auðvelt að sitja heima og gera ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.