Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 41

Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 41
65. Corus-skákmótið OFURSKÁKMÓTIÐ í Wijk aan Zee hefur einkennst af harðri baráttu jafnt innan sem utan skákborðsins. Frammistaða ýmissa keppenda hefur komið á óvart, en að hluta til skýrist það af því að frammámenn í FIDE eru á mótsstað og berjast við að koma skikki á væntanlega heimsmeistara- keppni. T.d. hefur Ponomariov ekki viljað sætta sig við skilmála FIDE og því hugsanlegt að hann verði dæmdur úr keppninni. Sá keppandi sem hefur komið mest á óvart í mótinu er Loek van Wely, sem ýmsir áttu von á að sjá í ein- hverju af neðstu sætunum á mótinu, en hefur þess í stað náð forystunni ásamt heimsmeistaranum fyrrver- andi Viswanathan Anand. Staðan eft- ir 7 umferðir er þessi: 1.–2. Van Wely og Anand 5 v. 3.–4. Polgar og Shirov 4½ v. 5. Grischuk 4 v. 6.–8. Ivanchuk, Kramnik og Topa- lov 3½ v. 9.–11. Bareev, Karpov og Radjabov 3 v. 12.–13. Ponomariov og Krasenkow 2½ 14. Timman 1½ v. Eins og sést á þessari upptalningu eiga heimsmeistararnir Kramnik og Ponomariov ekki sjö dagana sæla á þessu móti. Margir áttu von á góðri frammistöðu Bareevs á mótinu, og byrjun mótsins benti til þess. Hann hefur þó ekki náð að fylgja því eftir, en í annarri umferð sigraði hann hinn 15 ára gaml Radjabov á skemmtileg- an hátt. Hvítt: Bareev Svart: Radjabov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0–0 6. Rf3 e5 7. 0–0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. He1 f5 11. Rg5 Rf6 12. f3 Rh5 13. c5 Rf4 14. Bc4 Kh8 15. Hb1!? – Nýr leikur í stöðunni. Hvítur hefur hingað til annaðhvort leikið 15. g3 eða 15. Re6 o.s.frv. 15. … a6 Svartur á ekki auðvelt með að leika. Eftir skákina stakk Bareev upp á 15. … Rexd5!?, en það virðist ekki duga svarti, t.d. 16. Rxd5 Dxg5 17. Bxf4 exf4 18. Rxc7 Hb8 (18. … fxe4 19. Rxa8 Bh3 20. De2 d5 21. Bb3 Hxa8 22. fxe4 Hf8 23. Df3 Bg4 24. Df2 dxe4 25. Hxe4 f3 26. Hbe1 Bd7 27. h4 Dxg2+ 28. Dxg2 fxg2 29. Bd5) 19. cxd6 fxe4 20. Hxe4 Bf5 21. Re6 Df6 22. Hxf4 De5 23. d7 og hvítur á vinningsstöðu. 16. Kh1 h6 Svartur á erfitt með að leika öðru, þótt leik- urinn veiki stöðu svarts. 17. Re6 Rxe6 Eftir 17. … Bxe6 18. dxe6, t.d. 18. … fxe4 19. fxe4 Hc8 20. Be3 b5 21. Bb3 dxc5 22. Bxc5 Rd3 23. Rd5 Rxc5 24. bxc5 Rc6 25. Dg4 De8 26. Hf1 Rd4 27. Hxf8+ Dxf8 28. e7 De8 29. Dxc8 Dxc8 30. Rxc7 Rxb3 31. axb3 Dxc7 32. e8D+ Kh7 33. b4 á hvítur unnið tafl. 18. dxe6 Rc6 19. b5 Rd4 Eða 19. … axb5 20. Rxb5 dxc5 21. Dxd8 Hxd8 22. Rxc7 Ha7 23. Hb6 Ha4 24. Hxc6 Hxc4 (24. … bxc6 25. e7 Bf6 26. exd8D+ Bxd8 27. Bb3 Hb4 28. Re8) 25. e7 Hg8 26. Hd6 Hd4 27. Hxd4 exd4 28. e8D Hxe8 29. Rxe8 og hvítur vinnur. 20. bxa6 bxa6 21. Ba3 He8?! Svartur hefði getað veitt meira við- nám með 21. … Bxe6, t.d. 22. Bxe6 Rxe6 23. cxd6 cxd6 24. exf5 Hxf5 25. Re4 Rd4 26. Rxd6 og hvítur stendur betur. 22. Bd5 c6 Engu betra er 22. … Ha7, t.d. 23. Hb8 De7 24. Db1 Hg8 (24. … dxc5 25. Ra4 Rxe6 26. Bxe6 Dxe6 27.Bxc5 Dc6 28. Bxa7 Dxa4) 25. Hd1 Hd8 26. cxd6 cxd6 27. exf5 gxf5 28. Db6 Dc7 (28. …Hc7 29. Bb4 Ha7 30. Bxd6 Hxd6 31. Hxc8+ Kh7 32. Db8 a5 33. He8 Dc7 34. Hb1) 29. Bxd6 Hxd6 30. Hxc8+ Dxc8 31. Dxd6 Hc7 32. e7 Hd7 33. Be6 og hvítur á vinningsstöðu. 23. cxd6! Bxe6 Eftir 23. … cxd5 24. e7 Dd7 25. Rxd5, t.d. 25. … fxe4 26. Hxe4 Dc6 27. Rc7 Bf5 28. Hc1 Bxe4 29. Hxc6 Bxc6 30. Rxa8 Hxa8 31. Db1 Rb5 32. Bc5 Be8 33. a4 Rxd6 34. Db6 Kh7 (34. … Rf5 35. Db7) 35. Dxd6 Hc8 36. a5 Hc6 37. Dd5 og hvítur á vinnings- stöðu. 24. Bxe6 Hxe6 25. Bc5 Rb5 26. Db3 De8 27. Hed1 Hd8 28. Rxb5 axb5 29. a4 bxa4 30. Dxa4 Bf8 31. d7 Df7 32. Da5 og svartur gafst upp, því að hann tapar manni, eftir 32. …Be7 33. Bb6 Hf8 34. d8D Bxd8 35. Bxd8 o.s.frv. Jón Viktor og Magnús Örn efstir á Skákþingi Reykjavíkur Jón Viktor Gunnarsson og Magnús Örn Úlfarsson eru efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur þegar 4 um- ferðum af 11 eru lokið. Í fjórðu um- ferð sigraði Jón Viktor Sævar Bjarnason og Magnús Örn vann Braga Þorfinnsson. Staða efstu manna: 1.–2. Magnús Örn Úlfarsson (2.365), Jón Viktor Gunnarsson (2.405) 4 v. 3.–4. Stefán Kristjánsson (2.430), Björn Þorfinnsson (2.315) 3½ v. 5.–11. Bragi Þorfinnsson (2.405), Sævar Bjarnason (2.300), Sigurbjörn Björnsson (2.290), Sigurður Páll Steindórsson (2.175), Guðjón Heiðar Valgarðsson (1.950), Dagur Arn- grímsson (2.180), Þorvarður Fannar Ólafsson (2.090) 3 v. o.s.frv. Alls eru 58 keppendur á mótinu, en Taflfélag Reykjavíkur, sem sér um mótið, lagði mikið í kynningu á Skák- þinginu að þessu sinni. Eins og áður spanna þátttakendur allan styrk- leikalistann, en hins vegar er eftir meiru að slægjast fyrir þá stigalausu en áður vegna breytinga á stigaút- reikningum Skáksambandsins. Í samræmi við fyrirætlanir FIDE hef- ur stigalágmarkið verið lækkað úr 1.200 stigum í 1.000 og eins er orðið auðveldar en áður fyrir skákmenn að fá sín fyrstu stig. Van Wely og Anand með forystu í Wijk aan Zee SKÁK Wijk aan Zee, Hollandi 11.–26. jan. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Loek van Wely Viswanathan Anand dadi@vks.is BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 41 Í AUGUM flestra ef ekki allra for- eldra er skóli og skólaganga barnanna einn mikilvægasti þáttur- inn í uppeldinu. Við höfum þessi ár til u.þ.b.18 ára aldurs til ráðstöfunar. Grunnskólaganga barna stendur í 10 ár, mikilvægt mótunarskeið einstak- lingsins, uppeldi og mótun sem ekki er hægt að endurtaka, eða fresta. Ýmis loforð hafa verið gefin af hálfu Reykjavíkurborgar í gegnum tíðina varðandi uppbyggingu skóla- húsnæðis í Staðahverfi og hafa þau flest verið svikin. Má þar síðast nefna að á kosningafundum sl. vor lýsti borgarstjóri því yfir að leikskóli yrði opnaður í Staðahverfi haustið 2003 og að byggingu nýs skólahúss fyrir bæði leik- og grunnskóla yrði lokið haustið 2005. Nú eru engir fjármunir á drögum að fjárhags- áætlun ársins til að hefja hönnun og byggingu þessa nýja skóla. Svo virð- ist sem eigi að svíkja þetta eins og annað. Því eru foreldrar í Staðahverfi nú æfir yfir þeirri atlögu sem gerð er að menntun, uppeldi og þroskamögu- leikum barnanna með sviknum lof- orðum um viðunandi aðbúnað og að- stöðu til náms. Íbúar í Staðahverfi eru æfir yfir því að vera hafðir að fíflum, æfir yfir því að taka þátt í nefndarstörfum um hönnun skóla sem aldrei var ætlað að rísa? Eða nefndarstörfum sem ætlað var að kasta ryki í augu foreldra fram yfir borgarstjórnarkosningar? Íbúar í Staðahverfi eru æfir yfir því að hafa keypt framtíðarhúsnæði í Staða- hverfi á forsendum sem virðist eiga að svíkja. Ingibjörg Sólrún sagði í haust, hreint út, að hún ætlaði ekki í fram- boð til Alþings í vor. Hún skipti um skoðun. Ingibjörg Sólrún sagði á kosningafundum sl. vor að leikskóli yrði opnaður í Staðahverfi haustið 2003 og að byggingu nýs skólahúss fyrir bæði leik- og grunnskóla yrði lokið haustið 2005. Svo virðist sem þetta loforð eigi að svíkja. Þó er sami meirihluti við stjórn borgarinn- ar og þegar hverfið var skipulagt og íbúar hverfisins festu kaup á sínu húsnæði. Íbúar í Staðahverfi geta af eigin reynslu staðfest að kjörnum fulltrú- um R-listans er ekki hægt að treysta – eða hvað? BERGÞÓRA VALSDÓTTIR, formaður foreldraráðs Korpu- skóla, Bakkastöðum 43. Hverju er hægt að treysta? Frá Bergþóru Valsdóttur: „HVAR er næsti staður, þar sem við getum fengið svona steik?“ Þetta var svarið, sem viðmælandi minn á Raufarhöfn fékk, þegar hann spurði forsprakka hóps nýríkra ungmenna af höfuðborgarsvæðinu, hvert ferð- inni væri heitið næsta dag. Hópur- inn hafði keyrt lúxusbíla sína – í striklotu – frá Reykjavík til Rauf- arhafnar, á einum degi, og var að drekka koníakið sitt eftir dýrasta kvöldverð þorpsins, þegar spurning- unni var svarað. Hópurinn var reyndar ekki alveg klár á því, hvar hann var staddur og hafði ekkert velt vöngum yfir framhaldinu. Að- spurður kannaðist forsprakki þess- ara ungu Íslendinga ekkert við stað- háttu Melrakkasléttunnar og treysti sér heldur ekki til að ræða um áhugaverða farfugla, eða annað dýralíf á svæðinu. Hópurinn væri bara á hringferð. Þessi frásögn viðmælanda míns minnti mig á annað. Hún minnti mig á unga manninn, af suðvesturhorn- inu, sem varð úti skammt frá bílnum sínum þegar hann reyndi að ganga til byggða í blindhríð og frosti – í jakkafötum einum saman. Þessi ungi maður vissi greinilega ekki bet- ur. Kannski var hann einn þeirra fjölmörgu ungmenna, sem hafa fengið íslenskt bílpróf eftir tak- markaðan akstur á þurru malbiki höfuðborgarsvæðisins – að sumar- lagi. Kannski hafði þessi ungi Ís- lendingur aldrei kynnst landinu sínu í vetrarbúningi – utan Elliðaánna? Hver veit? Bæði eiga þessi dæmi rætur í sömu firringunni – það er ókunn- ugleikanum og sambandsleysinu, sem fer sífellt vaxandi á milli stærri og stærri hluta þjóðarinnar og nátt- úrunnar – landsins sjálfs. Og firr- ingin þessi er reyndar auðskilin, því börn og unglingar, sem fá ekki tæki- færi til að kynnast landinu sínu og náttúrunni – í allri sinni mynd allt árið – læra auðvitað ekki að lesa um- verfi sitt – fegurðina, kyrrðina, já og allar hætturnar, sem þar leynast. Og unglingarnir, sem fá bílpróf hér á landi, án þess að hafa lært nokkuð á íslenska malarvegi – eða vetrar- hálku þjóðveganna – þeir eru auð- vitað firrtir, sem útlendingar í eigin landi – og í sama áhættuhópi. Þessu getum við breytt, ef við viljum. Til þess þurfa að koma til róttækar breytingar á ökukennsl- unni og reglubundin kennsla í al- vöru átthagafræði – út skólaskyld- una. Þannig – og aðeins þannig – kenn- um við afkomendum okkar á Ísland - og fækkum jafnframt hættulegum óvitunum á hringveginum. GUNNAR INGI GUNNARSSON, læknir. Hættuleg firring Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: Á BRÚARÖRÆFUM skynjum við slaghörpu lífs- ins andardrátt jarðar. Hvar sólstafir verma griðlönd við Kárahnjúka, burðarsvæði og beitilönd hjartardýra, hvar fuglar og dýr merkur- innar eiga frumburðarrétt frá örófi alda, hvar himin- döggin nærir bláar æðar öræfanna í skjóli hvítra jökultinda og nærir gróður og kjarrlendi Fljótsdalshéraðs, hvar óbyggðirnar ákalla vormenn Íslands til nýrra dáða. Við eigum þennan Þjóðgarð í einstöku lifandi handriti sem gerður er af meistarans höndum gróðurvinjar undir hvítu vænghafi Vatnajökuls. Þeim einstaka arfi komandi kynslóða má ei þjóð afmá sem ber íslenskt blóð frels- ishetjunnar frá Hrafnseyri í æðum. Vér mótmælum allir, landi vors guðs má ei granda. Eina handriti ver- aldar, Vatnajökuls þjóð- garði, má ei farga fyrir ál- kórónur. Vitum vér enn eða hvað? ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Viðjugerði 2, 108 Reykjavík. Sáttmáli við Guð vors lands Frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur: Ólöf Stefanía Eyj- ólfsdóttir hús- móðir, ljóðskáld FRÉTTIR NÝVERIÐ afhentu þrenn fé- lagasamtök Heilbrigðisstofn- uninni á Hvammstanga veg- legar gjafir, til eflingar starfseminni. Lionsklúbburinn Bjarmi gaf nýtt fullkomið sjúkrarúm ásamt náttborði. Kvennabandið, sem er sam- band kvenfélaga V-Hún. og Krabbameinsfélags Hvamms- tangalæknishéraðs, gáfu 20 heilsudýnur í sjúkrarúm. Auk þess gaf Krabbameinsfélagið fullkominn skjávarpa ásamt fartölvu og sýningartjaldi. Af þessu tilefni buðu stjórn- endur stofnunarinnar til kaffi- samsætis þar sem gefendum voru þakkaðar rausnarlegar gjafir. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Fremri röð, f.v.: Sigurlaug Árnadóttir, Jónína Jóhannesdóttir, Sigurlaug Þor- leifsdóttir, Fríða Pálmadóttir. Aftari röð: Jóhanna Birna Ágústsdóttir, Hólm- fríður Skúladóttir, Lárus Þór Jónsson, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Pétur Daníelsson, Guðmundur Gíslason, Einar Esrason. Heilbrigð- isstofnun- inni gefinn búnaður Hvammstanga. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.