Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu
greinin „Táknrænn strætisvagn“ og
fjallaði um bætta stöðu kvenna í Íran
frá valdatöku Mohammads Khatam-
is forseta fyrir fimm árum. Sögð var
saga konu sem vinnur við að inn-
heimta fargjöld í strætó í höfuðborg
Íran, Teheran, og látið að því liggja
að saga hennar væri táknræn um
stöðu margra annarra kvenna. En
þótt þetta litla sýnishorn lofi góðu
verður að segja söguna eins og hún
er í raun og veru. Aðskilnaðarstefna
kynjanna ræður nefnilega lögum og
lofum í Íran. Farrýmum í strætis-
vögnum er skipt upp og konur
ferðast fremst en karlar aftast í
vögnunum. Konan, Masoumeh Solt-
anbalaqi, sem sagt var frá í grein-
inni, má eingöngu innheimta gjöld af
konum og ekki fara yfir línu sem
dregin er yfir bílinn þveran rétt
framan við miðju. Þessi lína er í raun
og veru táknræn yfir allar þær sam-
félagslegu línur aðskilnaðar, sýnileg-
ar og ósýnilegar, sem konur í Íran
mega enn þann dag í dag ekki stíga
yfir. Ef til kosninga er kallað þarf tvö
atkvæði kvenna á móti einu atkvæði
karla, karlar geta farið fram á skiln-
að frá eiginkonum án nokkurrar sak-
ar en kona þarf þrjú vitni að
framhjáhaldi eiginmanns til að geta
farið fram á skilnað. Konur bera alla
ábyrgð á samböndum við karlmenn
og það eru þær einar sem tæla, lokka
og seiða. Konur eru hýddar á al-
mannafæri fyrir að bera ekki slæður
sínar á réttan hátt, þær eru fangels-
aðar fyrir samskipti við aðra en fjöl-
skyldumeðlimi. Fyrir hvert brot
gjalda þær fyrir með fangelsun, út-
skúfun og jafnvel því að vera grýttar
til dauða. Sú athöfn gerist á torgum
borga og bæja. Konurnar eru grafn-
ar í jörðu upp að brjóstum, þær eru
með handleggi niður með hliðum og
yfir þær er lögð dökk slæða. Karlar,
eingöngu karlar, mynda síðan hring
utan um hverja þúst. Í upphafi er
þeim ætlað að standa í fimm metra
fjarlægð við að kasta grjótinu.
Á þingi múslimskra kvenna á
Norðurlöndum í Stokkhólmi hinn 8.
mars sl. var sýnd leynilega tekin
upptaka af slíkri aftöku, þar sem
þrjár konur voru grýttar til bana –
allar ákærðar án sannana eða dóms.
Og það voru ekki steinvölur sem
konurnar voru grýtta með, það voru
götusteinar, ekki ósvipaðir þeim sem
notaðir eru í gangstéttarafmarkanir
við Laugaveginn í Reykjavík. Und-
ankomuleiðin var engin og smám
saman þrengdist hópur þeirra sem
köstuðu og síðustu steinunum var
nánast kastað beint ofan á höfuð
fórnarlambanna. Aftakan er hæg-
fara og ógeðsleg og hún er fram-
kvæmd með leyfi yfirvalda. Sam-
kvæmt upplýsingum úr
septemberhefti tímaritsins Women,
sem gefið er út af kvennahreyfingu
andspyrnuhreyfingar Írana í Evr-
ópu, hafa l7 konur verið teknar af lífi
á þennan hátt frá l997. Forseti lands-
ins, sem lofaður er í greininni sem
vísað var til hér að ofan, hefur verið
við völd á þessum tíma. Hann er
leppur klerkaveldis hinna svokölluðu
múlla og þrátt fyrir samþykktir al-
þjóðastofnana og áköll umheimsins
hefur honum ekki tekist að spyrna
við fótum. Stuðningur Bandaríkja-
manna og margra Evrópuþjóða við
stjórnvöld í Íran stuðlar að viðhaldi
þessa íranska réttarfars sem byggist
á mismunun eftir kynferði. Ég skora
á fulltrúa íslenskra stjórnvalda að
berjast sköruglega gegn þessum
mannréttindabrotum og taka undir
með þeim sem mótmæla opinberlega
og á alþjóðavettvangi. Hugsum ekki
bara um eigin hag þegar kemur að
jafnréttismálum, verum öflugir mál-
svarar þess hvar sem við förum.
Aðskilnaðarstefna
kynjanna í Íran
Eftir Hólmfríði
Garðarsdóttur
„Hugsum
ekki bara
um eigin
hag þegar
kemur að
jafnréttismálum, verum
öflugir málsvarar þess
hvar sem við förum.“
Höfundur er háskólakennari og
félagi í framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar.
VIÐ eigum barn sem er á leik-
skóla hér í borg og höfum verið að
furða okkur á umræðu um að það
verði að loka leikskólum í 4 vikur í
sumar. Helstu ástæður sem nefndar
hafa verið eru sparnaður og vegna
faglegra starfa innan leikskólans.
Sparnaðurinn er ekki mikill, aðeins
um 12 milljónir króna og hin faglegu
rök hafa ekki verið mjög skýr.
Það er talað um að krafan sé sú að
börn og foreldrar verði að taka frí á
sama tíma, eins og það hafi ekki ver-
ið gert fram að þessu. Það er ekki
verið að ýta undir það með þessum
aðgerðum, þvert á móti verða margir
foreldrar að taka sumarfrí á misjöfn-
um tíma. Háværari hefur sú krafa
verið að undanförnu að börnin og
leikskólakennarar og annað starfs-
fólk á leikskólunum taki sumarfrí á
sama tíma. Því spyrjum við hvort
það sé mikilvægara en að börnin og
foreldrar taki sumarfrí á sama tíma?
Okkur finnst þetta ekki geta farið
saman.
Félag leikskólakennara tala mikið
um að það sé slæmt fyrir barnið að
það þekki ekki sumarafleysingafólk-
ið sem hefur komið til starfa á sumr-
in. En þá spyrjum við, vegna þess að
Reykjavíkurborg er að bjóðast til að
hafa fleiri gæsluvelli opna, er í lagi
að barnið sé þar innan um „ókunn-
uga“?
Við erum bæði háskólamenntuð og
okkur kennt að við allar breytingar
þurfi maður að styðjast við rann-
sóknarniðurstöður, maður gerir ekki
breytingar breytinganna vegna. Því
spyrjum við hvaða rannsóknir sýni
að það sé vont fyrir börnin að vera í
leikskóla á sumrin og fara í sumarfrí
þegar þeim hentar?
Í ályktun frá félagi leikskólakenn-
ara kemur eftirfarandi fram:
Félag leikskólakennara gengur
fyrst og fremst út frá þörfum barns-
ins í skólastefnu sinni og hefur að
leiðarljósi það sem leikskólakennar-
ar telja að sé börnum fyrir bestu.
Við spyrjum hvort það sé byggt á
rannsóknaniðurstöðum, að þetta sé
börnunum fyrir bestu. Eru einhverj-
ar rannsóknir sem sýna að börn með
breytilegan sumarleyfistíma komi
verr út á einhvern hátt?
Í sömu ályktun kemur einnig
fram:
Þar fyrir utan auðveldar sumar-
lokun starfsmannahald og skipulag
skólastarfsins.
Er þetta ekki heila málið? Er
þetta ekki meira gert fyrir starfs-
mennina en foreldrana og börnin?
Í grein sem Kristín Dýrfjörð birti
á vef Kennarasambands Íslands
12.12.02 kemur þetta fram að, svo við
vitnum beint í greinina:
„víða þar sem ég þekki til erlendis
er leikskólaárið sambærilegt við
skólaárið, þannig eru leikskólar lok-
aðir alla þá daga sem skyldunáms-
skólinn er lokaður.“
Við höfum búið í Svíþjóð og þetta
var ekki gert þar sem við bjuggum.
Þar var markvisst reynt að efla
tengsl milli deilda, eldri börn sem
kynntust yngri börnum, börnunum
fannst það spennandi. Þetta var svo
notað á sumrin, þegar deildir voru
sameinaðar svo ekki þurfti að ráða
sumarafleysingu. Starfsfólk skipti
með sér sumarfríum eins og flestir
aðrir starfsmenn gera.
Ef við vitnum aftur í greinina
hennar Kristínar Dýrfjörð þá segir
hún:
„Og er vinnustaðurinn virkilega
svo illa settur að ekki sé hægt að
hliðra til í 3–5 ár með sumarleyfi
fólks sem jafnvel vinnur þar alla sína
starfsævi?“
Við gerum ráð fyrir að Félag ís-
lenskra leikskólakennara sé sam-
mála þessu þar sem þetta birtist á
vefnum þeirra. Hvað meinar hún
með því að segja að þetta sé ein-
göngu í 3–5 ár? Eiga flestir bara eitt
barn? En hvað um þá foreldra sem
eignast 2–4 börn með u.þ.b. 2–4 ára
millibili? Er ekki augljóst að hjá
mjög mörgum eru þetta fleiri en 3–5
ár?
Kristín talar um vinnustaði og
nefnir þar Landspítalann í því sam-
bandi. Við viljum biðja hana um að
líta á þetta í aðeins stærra samhengi.
Það eru ekki allir vinnustaðir jafn-
stórir og Landspítalinn, sem er einn
stærsti vinnustaður landsins. Al-
menn skynsemi segir að það er mun
auðveldara að koma til móts við
starfsfólk á stórum vinnustað eins og
Landspítalanum heldur en á litlum
vinnustað sem telur u.þ.b 15 til 20
manns. Tökum raunverulegt dæmi.
Á vinnustað sem annað okkar vinnur
á vinna 17 starfsmenn, þar af 6 á
einni deild en þar eru 4 sem eiga
börn á leikskóla. Ef þetta verður
samþykkt þá sitja 2 manneskjur eft-
ir og verða að vinna júlímánuð næstu
árin ef engin breyting verður á
starfsmannahaldi. Er það sann-
gjarnt?
Okkur langar til að skilja hvað það
er sem er slæmt fyrir börnin okkar
við að hafa óbreytt kerfi. Við erum
ekki á móti til að vera á móti, en við
viljum fá rök. Þá eigum við ekki við
þau rök „að þetta sé barninu fyrir
bestu“. Hvað um val foreldra til að
taka frí þegar þeir vilja? Okkur
finnst þetta vera forræðishyggja að
segja „að foreldrar sem eiga börn í
leikskóla verði að vera í sumarfríi í
júlí“.
Hver eru rökin?
Eftir Axel Eyfjörð
Friðriksson og
Hrafnhildi Ólafsdóttur
„Okkur langar til að
skilja hvað það er sem
er slæmt fyrir börnin
okkar við að hafa
óbreytt kerfi.“
Axel er sjávarútvegsfræðingur og
Hrafnhildur er hjúkrunarfræðingur.
Axel Eyfjörð
Friðriksson
Hrafnhildur
Ólafsdóttir
Í GREIN í Mbl. fimmtudaginn 9,
janúar síðastliðinn undir fyrirsögn-
inni „Staðráðnir í að halda rekstr-
inum áfram“ eru viðtöl við kaup-
menn í Kvosinni og í Bankastræti
sem bera sig illa.
Öll er greinin á neikvæðu nótun-
um, eins og umræðan um miðborg-
ina hefur því miður verið að undan-
förnu.
Vonleysið og hnignunin virðast
grúfa yfir miðborginni af því m.a. að
verslunum fækkar í kvosinni og veit-
ingahús og slík starfsemi kemur í
staðinn.
En er þessi þróun eins neikvæð og
af er látið í greininni?
Miðborg Reykjavíkur er um þess-
ar mundir að ganga í gegn um sárs-
aukafullt en óhjákvæmilegt breyt-
ingaskeið, eins og svo margar
evrópskar borgir hafa gert á und-
anförnum áratugum.
Flest þekkjum við það frá erlend-
um borgum að í borgarmiðju (cent-
er) eru hótel, veitingahús, kaffihús
barir og pöbbar, stjórnsýsla og
menningarstarsemi í bland við ferða-
mannatengda verslun.
Verslunargötur (shoping area) eru
í næsta nágrenni eða liggja út frá
miðjunni.
Þetta er nákvæmlega það sem hef-
ur verið að gerast, og er að gerast í
Reykjavík. Verslunin hefur flutt sig
úr Kvosinni uppá Laugaveg, Skóla-
vörðustíg og víðar og önnur þjón-
ustustarfsemi komið í staðinn.
Þessa þróun keppast fjölmiðlar við
að upphrópa sem hnignun miðborg-
arinnar, og að verslunin sé að flytjast
til stórmarkaðanna.
Þó að Laugavegurinn og verslun-
arsvæðið í kring, hafi ekki farið var-
hluta af því frekar en önnur verslun í
borginni, þegar verslunarrými á höf-
uðborgarsvæðinu stækkaði um 35% í
einni svipan við opnun Smáralindar
fyrir rúmu ári, þá er verslun mjög líf-
leg á þessu svæði.
Laugavegskaupmenn eru lang-
flestir ánægðir með jólaverslunina,
og sérstaklega ánægðir með stemn-
inguna sem myndaðist á Laugaveg-
inum fyrir jólin.
Það er nefnilega nokkuð alveg
nýtt og spennandi að gerast í okkar
borgarmenningu.
Í fyrsta skipti hafa sjálfstæðir
götulistamenn leikið listir sýnar á
Laugaveginum, við það góðar und-
irtektir vegfaranda að dæmið geng-
ur upp fjárhagslega. Laugavegssam-
tökin hafa, og munu halda áfram að
hlúa að þessum vaxtarbroddi götu-
menningar á Íslandi.
Það skal fullyrt hér, að verslunin
og ástandið á Laugaveginum al-
mennt, er ekki í neinu samræmi við
þá dökku mynd sem fjölmiðlar hafa
dregið upp af svæðinu.
Í Kvosinni eru að rísa nokkur hót-
el, einmitt þar sem þau eiga að vera,
og í kringum þau mun vaxa ferða-
mannaverslun og slík þjónusta, og
ekki vantar veitingahúsin, barina og
pöbbana sem betur fer.
Kvosin mun vonandi þróast sem
miðstöð viðskipta, menningar,
skemmtana, stjórnsýslu og sögu
þjóðarinnar og þar með verða eitt
aðalaðdráttarafl ferðamanna í land-
inu.
Í stað þess að sporna við þessari
þróun, eins og kemur fram í fyrr-
nefndri Morgunblaðsgrein, ættu
borgaryfirvöld að hlúa að og stuðla
meira að uppbyggingu menningar-
lífs og ferðaþjónustu í Kvosinni.
Það vantar t.d. alveg safn um land-
nám Ingólfs.
Þó að okkur Íslendingum þyki
landnámssaga Ingólfs margtuggin
og svolítið í ætt við „how do you like
Iceland“, er staðreyndin sú að engin
þjóð í víðri veröld getur sagt gestum
sínum slíka sögu um uppruna sinn.
Við getum bókstaflega bent á
staðina þar sem fornar súlur flutu á
land og hvar fyrsti landnámsmaður-
inn byggði bæinn sinn, og það í
hjarta höfuðborgarinnar.
Aðalvandi verslunarinnar við
Laugaveginn og nágrenni er tvenns-
konar. Skortur á bílastæðum og him-
inháar stöðumælasektir annarsveg-
ar og erfiðleikar með nýbyggingar
vegna húsfriðunarmála o.fl. hins
vegar.
Aðeins eitt nýtt verslunarhús var
byggt við Laugaveginn á síðasta ára-
tug og hefur sú sorgarsaga verið öðr-
um fjárfestum og byggingamönnum
víti til varnaðar. Hvað eftir annað
voru framkvæmdir stöðvaðar mán-
uðum saman vegna kvartana íbúa í
nágrenninu.
Nú er að taka gildi nýtt deiliskipu-
lag sem heimilar að rífa eða flytja
burt gömul óhentug hús, og tryggir
mönnum rétt til að byggja verslun-
arhús við aðalverslunargötu lands-
ins, án þess að eiga á hættu að verða
settir á hausinn vegna annarlegra
sjónarmiða íbúa við verslunargöt-
una. (Í batnandi borg er best að lifa.)
Hitt atriðið, bílastæðamálin, má
leysa með einfaldri ákvörðun borg-
aryfirvalda.
Laugavegssamtökin hafa nú skor-
ið upp herör undir kjörorðinu „mið-
borgin , náttúrulega“, gegn hinni
neikvæðu umræðu um miðborgina
og Laugaveginn langt umfram raun-
verulega stöðu svæðisins.
Með góðri samvinnu þeirra stofn-
ana borgarinnar sem miðborgarmál-
in heyra undir, samtaka kaupmanna,
íbúa og annara hagsmunaaðila á
svæðinu, mun miðborg Reykjavíkur
koma út úr þessum hreinsunareldi
sterkari en nokkru sinni, og betur í
stakk búin til að valda því sögulega
hlutverki að vera hjarta höfuðborg-
arinnar og landsins alls.
Miðborgin,
náttúrulega
Eftir Einar
Eiríksson
Höfundur er í stjórn
Laugavegssamtakanna.
„Verslun er
mjög lífleg á
þessu
svæði.“
Útsala - Útsala
Klapparstíg 44 - sími 562 3614
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r