Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 21 Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni fram á sumar. Á miðri heiðinni var farið af veginum inn á vegarslóða og ökumenn veltu fyrir sér hvern- ig Ormarsáin væri yfirferðar en nokkuð bratt er að henni á báða vegu. Áin var spök og vel gekk að komast yfir. Eftir stuttan akstur frá ánni voru bílarnir skildir eftir og göngufólkið hélt af stað í leit að ákveðnum helli en bændur eru ágætlega kunnugir á heiðunum og Ragnar Már Sigfússon Gunnars- staðabóndi leiddi ferðafólkið beint að hellismunnanum. Göngufólkið paufaðist inn með ljóstýru eftir klakahálum, grýttum hellisbotni en hellir þessi er um 18 metra langur og vel manngengur nema rétt fremst. Fleiri hellar munu vera á Kvíaborgasvæðinu en þessi líklega stærstur. Birtutíminn er skammur í jan- úar svo dvölin í hellinum var stutt og ákveðið að ganga að Kvíaborg- um og síðan að eyðibýlinu Hraun- tanga. Heiðin var svo til snjólaus og gott að ganga hana, þó sums stað- ar þyrfti að gæta sín á gjótum, sem eflaust hafa gleypt nokkur lömb frá bændum í gegnum tíðina. Þar sem kvíaær voru skildar frá lömbum Í Kvíaborgir var komið um miðjan dag og þar sjást ennþá rústir af gömlum hleðslum og grjótvegg þar sem kvíaær voru skildar frá lömbunum en langt er síðan fráfærur lögðust af. Þar var áð og yngsta göngufólkið blés mæðinni eftir stífa göngu. Skammdegið var þó harður hús- bóndi og enn spölur eftir í Hrauntanga. Birtu var aðeins tekið að bregða þegar þangað kom en eyðibýlið stendur á hraunjaðrinum skammt norðan og austan þjóðvegarins um Öx- arfjarðarheiði. Hrauntangi fór í eyði árið 1943 og var síðasta býlið í byggð á Öx- arfjarðarheiði. Tóftirnar standa enn og einmanaleg Scandia-kola- vél nr. 35, árgerð 1934, stendur þar undir berum himni í tóft- unum og hefur einhvern tímann gegnt mikilvægara hlutverki; gef- ið frá sér góðan yl og á henni hef- ur verið soðið feitt sauðaket. Karlmennirnir í hópnum sýndu henni sérstakan áhuga en kven- fólkið velti fyrir sér hvort þeir sýndu eldavélunum heima hjá sér sömu athygli. Hrauntangi var síðasti áfangi í þessari ferð og við tók röskleg ganga að bílunum, um klukku- stundar löng. Auðvelt er að vill- ast á þessari leið og nauðsynlegt að vera með vel kunnugum á ferð um heiðina en ferðin tók um 4 klst. með stífu áframhaldi. Skjótt skipast veður í lofti en daginn eftir gönguferðina var byrjað að snjóa og Öxarfjarðar- heiðin komin í eðlilegan vetrar- búning, ófær fyrir bíla og ekki árennileg. Stórhríðarveður var næstu daga svo göngufólkið hrós- aði happi yfir því að hafa fengið svo góðan dag á fjöllum. Nokkrir ferðalanganna hugsa sér að fara þarna aftur að sum- arlagi og gefa sér góðan tíma á göngu um Kvíaborgasvæðið en þar er hægt að una sér heilan dag og sífellt eitthvað nýtt að sjá. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Horft upp í dagsbirtuna. NÝLEGA var Grunnskólinn í Búðardal með skemmtilega ný- breytni frá nám- inu í einn dag. Þá fóru allir nem- endur skólans í sveitina og unnu bústörf. Nem- endur í 1.–4. bekk fóru á tvo bæi og voru á aðra klukku- stund. Þeir fengu að skoða dýrin og jafnvel fara á hestbak. Krakkarnir sem búa í sveit voru duglegir að skýra út fyrir hinum allt sem viðkemur daglegum sveitastörfum. Nemendur sem eru í 5.–10. bekk fóru hins vegar í litlum hóp- um saman á bæina í Dalabyggð. Þeir dvöldu daglangt og gengu í bústörfin. Þetta var gert til þess að krakkarnir úr þorpinu kynnt- ust sveitinni betur. Fyrir þau börn sem búa í sveitinni var pass- að uppá að þau kynntust störfum sem eru ekki allajafna unnin heima hjá þeim. Þau sem til dæm- is búa á fjárbúi fóru á bæ sem er með kúabú, börn sem búa á blönduðu búi fóru á bú sem t.d er bara með hesta o.s.frv. Nemendurnir voru búnir að undirbúa daginn á margan hátt, t.d. með því að útbúa spurningar sem lagðar voru fyrir bændurna. Einnig kynntust þau því að bú- skapur snýst ekki endilega ein- göngu um dýr, heldur er líka sumstaðar dúntekja eða skóg- rækt. Fyrirfram voru börnin ekki öll full tilhlökkunar, en eftir dag- inn voru þau öll himinsæl og glöð. Heyrðist í einhverjum þeirra að þetta hefði verið „alveg mergjað“. Heimasæturnar á Erpsstöðum, Gunnlaug Birta og Guðbjört Lóa Þorgrímsdætur. Búðardalur Grunnskólanem- ar í bústörfum Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir ÍBÚAR þriggja húsa við Dísarland í Bolungarvík eru ekki tilbúnir að víkja úr húsum sínum, sem standa á snjó- flóðahættusvæði, án þess að fá viðun- andi verð fyrir eignir sínar. Til stend- ur að reisa varnargarð á lóðunum sem húsin standa á. Bolungarvíkurkaupstaður undir- býr dómsmál þar sem skorið verður úr um hvort borga eigi svokallað markaðsverð fyrir húsin eða andvirði endurbyggingarkostnaðar, sem er mun hærra. Stefnt er að því að þing- festa málið í þessum mánuði í héraðs- dómi Vestjarða. Olgeir Hávarðsson á hús við Dís- arland og er aðili að dómsmálinu. Hann segir bæjarfélagið tilneytt til að fara með málið fyrir dómstóla þar sem Ofanflóðasjóður hafi ekki staðið við gefin fyrirheit. Hann segist hafa þurft að fylgja þessu máli eftir frá því í febrúar 1998 þegar snjóflóð féll á hús hans. Þá hafi verið rætt um aðgerðir til að verja byggðina. Ljóst var að verja þyrfti eignir við Dísarland og Traðarland, meðal annars með uppkaupum á hús- næði. Samkomulag náðist við íbúa við Traðarland í kjölfar þess að hönnun varnargarðsins var breytt. Ágrein- ingur hafi hins vegar staðið um sex íbúðarhús við Dísarland. Samkomulag náðist ekki milli eig- enda og Bolungarvíkurkaupstaðar um kaupverð eignanna. Olgeir segir að bæjarfélagið hafi leitað til um- hverfisráðuneytisins vegna málsins. Í svarbréfi ráðuneytisins, sem undirrit- að er af Magnúsi Jóhannessyni, ráðu- neytisstjóra og formanni Ofanflóða- sjóðs 13. ágúst 2001, segir að sveitarstjórnum sé heimilt að taka eignir, sem ekki semjist um, eignar- námi. Í bréfinu er staðfest af formanni Ofanflóðasjóðs, fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, að sjóðurinn muni styrkja Bolungar- víkurkaupstað til að taka húseignir við Dísarland, sem þurfi að víkja vegna snjóflóðavarna, eignarnámi. Kostnaðarþátttaka Ofanflóðasjóðs miðist við 90% ákvarðaðar eignar- námsbætur. Í kjölfarið hafi matsnefnd eignar- námsbóta metið húseignirnar mun hærra en markaðsverð húsanna er. Í öllum tilvikum er matið í kringum sjö milljónum króna hærra en fengist fyrir húsin í frjálsri sölu. Olgeir segir að eftir þetta hafi ráðuneytisstjóri og ráðherra gengið á bak orða sinna og sagt sjóðinn ekki taka þátt í kostnaðinum vegna eignarnámsins nema sem nemi 90% af markaðsvirði húsanna. „Ég er búinn að búa þarna í fjórtán ár í friði. Ég byggði þetta frá grunni og tók sjálfur fyrstu skóflustunguna. Það er farið fram á að maður taki á sig verulegan afslátt á húsinu,“ segir Ol- geir. „Það er ekki búsetuvænt hérna þegar sveitastjórnir eru farnar að fara í mál við íbúana sína.“ Guðlaug Elíasdóttir, sem einnig býr í Dísarlandi, segir þetta mál ekki snúast um peninga. Það snúist um baráttu íbúanna til að halda húsunum sínum. Það sé ekki hægt að kyngja því þegjandi og hljóðalaust að bankað sé á dyrnar einn daginn og fólki sagt að drífa sig út því valta eigi yfir húsið. Hún segist áfram vilja búa í húsinu sínu. „Þetta er draumastaður þar sem við búum. Við erum efsta húsið í bæn- um og tvær mínútur að ganga til berja. Það er óspillt náttúra hérna allt í kringum okkur.“ Margrét Gunnarsdóttir á hús við Dísarland. Hún segist ekki vera tilbú- in að selja húsið sitt á markaðsverði þegar það sé í raun verið að taka það af eigendunum. „Þetta er spurning um að tapa húseigninni sinni og mér finnst það heilmikið mál fyrir okkur sem ætluðum ekki að flytja héðan.“ Hún segir að ef eigendur eignanna við Dísarland ætluðu að byggja sams- konar hús þyrftu þeir að steypa sér í tuga milljóna skuldir. „Við viljum fá sama verð og fyrir sambærilegt hús.“ Samkomulag hefur þegar náðst um kaup á þremur húsum af sex. Eigend- ur þeirra eigna seldu bænum þær með þeim fyrirvara að þeir fengju mismun greiddan ef dómsmálið félli húseigendum í vil. Þá yrði eignarnám- ið bætt að andvirði endurbyggingar- kostnaðar. Íbúar á snjóflóðahættusvæði óánægðir með verðmat húsa Segja ekki staðið við gefin fyrirheit Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Fjarlægja þarf þessi sex hús við Dísarland í Bolungarvík og reisa varn- armannvirki til að verja byggðina fyrir snjóflóðum. Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.