Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR ekið er um veginn yfir Öxarfjarðarheiði dettur fólki síst í hug að inni á heiðinni leynist stór- brotið landslag; hraunhellar og drangar. Útivistarfólk frá Þórshafnar- og Svalbarðshreppi nýtti síðasta snjó- lausa daginn, 11. janúar sl., til hellaskoðunar og göngu um svo- kallaðar Kvíaborgir, hraunsvæði úr Rauðhólagosi, en þar minnir landslagið helst á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Ekið var á fjórum jeppum eftir veginum yfir Öxarfjarðarheiði, sem var ágætlega fær og hefur verið það í nær allan vetur. Í venjulegu árferði fer þarna allt á bólakaf í snjó strax á haustin og vegurinn ófær þar til komið er Gengið um Kvíaborgir Nútímafólkið á hraðferð frá Hrauntanga, gamla kolavélin kúrir ein eftir í tóttunum. Óli Ægir Þorsteinsson situr þungt hugsi á hlóðunum í gamla Hrauntanga- eldhúsinu og starir á gömlu Scandia-kolavélina. Hún er nr. 35 frá árinu 1935, sögðu karlmennirnir áhugasamir. Þeim þótti til um hve notalegt það hefði verið fyrir kvenfólkið að hafa svo lítið og þægilegt eldhús að ekki þyrfti nema rétt að snúa sér við frá eldavélinni yfir að hlóðunum. Kvenfólkið velti fyrir sér hvort þeir sýndu eldavélunum heima hjá sér sama áhuga. Þórshöfn VINNU við gerð nýja brimvarnargarðs- ins við Húsavíkurhöfn lauk að mestu nokkru fyrir jól og eru nú aðeins eftir minniháttar frágangsverk á svæðinu. Þá á einnig eftir að ganga frá námunum þar sem efni garðinn var tekið, í Kötlum við Húsavík og við Hlíðarhorn á Tjörnesi. Að sögn Reinhards Reynissonar bæj- arstjóra eru menn frá Siglingastofnun þessa dagana að gera lokaúttekt á garð- inum. Þá eru hér einnig menn frá stofn- uninni að vinna að könnun vegna næsta áfanga í hafnarframkvæmdum við Húsa- víkurhöfn. Þar er um að ræða stálþil sem á að koma innan á Bökugarðinn nýja. Eru þeir á borpramma og bora hol- ur í botninn þar sem þilið verður rekið niður. Þetta er gert vegna lokahönnunar þilsins, og eins vegna útboða á að reka það niður. Undirbúningur verksins er í fullum gangi og verður stálið í þilið boð- ið út á næstu vikum, verkið við að reka þilið niður og uppfylling þar á bak við verða síðan boðin út með vorinu. Af fleiri framkvæmdum við sjávarsíð- una er það að frétta að Ístak er að vinna við sjóvörn suður við Þorvaldstaðará. Þar er verið að ljúka gerð sjóvarnar við Húsavíkurbakka sem að sögn Reinhards er ríkisframkvæmd og hlutur sveitarfé- lagsins í þessari framkvæmd nemur 1/8 hluta kostnaðar. Einum áfanga lokið við höfnina Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Unnið er að frágangsverkum á Bökugarðinum og hér eru þeir Gunnar Bóasson t.v. og Birkir Viðarsson að setja upp og tengja ljós- kastara sem eru fremst á garðinum. VESTMANNAEYINGAR minnast þess að 30 ár eru frá upphafi jarðeld- anna á Heimaey, fimmtudaginn 23. janúar nk. og helgina þar á eftir, á vegum bæjarstjórnar og fleiri aðila. Dagskrá verður eftirfarandi: Fimmtudaginn 23. janúar kl. 19.10 verður safnast saman til blysfarar frá þremur stöðum í bænum: Við norðurenda íþróttamiðstöðvarinnar, íbúar af Illugagötu og úr byggðinni þar fyrir vestan. Við kyndistöðina hjá malarvellinum, íbúar frá Skóla- vegi og svæðinu vestur að Illugagötu ásamt frá Skeifunni. Við Ráðhúsið, íbúar úr austurbæ og miðbæ að Skólavegi. Göngufólk fær blys til að bera í göngunni, á meðan birgðir endast. Rúta fer með eldri borgara frá Hraunbúðum kl. 19.20 og frá Sólhlíð 19, kl. 19.25. Klukkur Landakirkju kalla göng- urnar af stað kl. 19.25 og mætast þær á horni Hásteinsvegar og Heiðarveg- ar. Þar slæst Lúðrasveit Vestmanna- eyja í hópinn og leiðir gönguna með lúðrablæstri niður að bryggjusvæði Herjólfs á Básaskersbryggju. Stutt athöfn verður á Básaskersbryggju kl. 19.50. Ingi Sigurðsson bæjar- stjóri flytur ávarp, Kór Landakirkju og Samkór Vestmannaeyja syngja, Karl Sigurbjörnsson biskup flytur hugvekju, Lúðrasveit Vestmanna- eyja leikur, „Heimaklettur í nýju ljósi“. Arnar Sigurmundsson, for- maður afmælisnefndar, flytur ávarp og fjöldasöngur verður. Þriðji og seinasti þáttur mynda- flokksins „Ég lifi …“ sem gerður var í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá eld- gosinu á Heimaey, verður sýndur á stóru tjaldi í nýja íþróttasalnum í Íþróttamiðstöðinni kl. 20.45. Föstudag 24. janúar kl. 17 verður opnuð sýning á málverkum og ljós- myndum í húsnæði Listaskólans, þar sem Heimaklettur er sýndur frá ýmsum sjónarhornum. Sýningin verður einnig opin laugardaginn 24. kl. 15–18, sunnudaginn 25. janúar kl. 15–18 og á sama tíma helgina 31. jan- úar–2. febrúar. Friðbjörn Ó. Valtýsson flytur er- indið „Kynni mín af Heimakletti“ kl. 17.30 á föstudag, segir í fréttatil- kynningu. 30 ár frá upp- hafi eldgossins á Heimaey Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.