Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 23 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÁRNI Heimir Ingólfsson flutti í upphafi tónleika Hamrahlíðarkórsins stuttan fyrirlestur um uppruna madrigalsins, mismunandi gerð hans og gat að nokkru sérkenna þeirra höf- unda sem á efnisskránni voru. Saga madrigalsins er merkileg og á hann uppruna sinn í umróti endurreisnar- tímans. Við upphaf barokktímans, er nokkuð ljóst, að tilkoma óperunnar, sí- vaxandi gerð hljóðfæratónlistar, átti sinn þátt í að gerð madrigalsöngva lagðist af upp úr aldamótunum 1600. Nokkuð eru fræðimenn ósammála um merkingu orðsins „madrigal“ og er ýmist haldið fram að það sé dregið af „madre“ (móðir) eða „matricale“ (móð- urkviður) og þá átt við lag sem sungið er á móðurmálinu, ekki latínu, eða „mandra“, sem merkir hjörð og þá átt við að um sé að ræða eins konar hjarð- ljóð. Orðið kemur fyrst fram á 14. öld og þeir sem notuðu nafnið voru m.a. Cascia, da Bologna og Landini hinn blindi. Seinni tíma madrigalinn rekur sögu sína til útgáfu á Madrigali de div- ersi musici, sem gefin var út í Róm 1530. Fyrst voru tónsett alvarleg ljóð, eins eftir Petrarca og voru það aðal- lega Norður-Ítalir og í bókinni frá 1530, er að finna höfunda eins og Verdelot og Festa en á sama tíma komu fram Arcadelt og Willaert. Hjá d́Este-fjölskyldunni í Ferrara, störf- uðu de Rore, sem m.a. tónsetti texta úr Inferno eftir Dante, og Gesualdo, en seinni kona hans var Elenora d’Este. Samtímis við d́Eate-hirðina starfaði skáldið Tasso og urðu hann og Ges- ualdo vinir. Feneyingarnir áttu þarna hlut að m.a. A. Gabrieli og Monteverdi, sem ásamt Gesualdo eru taldir frumlegastir madrigalhöfunda. Luca Marenzio er stafaði í Róm mun hafa haft mest áhrif á tónsmiði utan Ítalíu, sérstaklega ensk tónskáld, sem höfðu ekki fylgst með því sem var að gerast á Ítalíu eftir slitin við páfadóm 1534. Muscia transalpina, sem er safn ítalskra madrig- ala með þýddum textum á ensku, var gefin út 1588 og þar með tóku Englendingar við sér og á tímabilinu 1590 til 1620, varð til safn snilld- arverka, sem eru ein- stæð í sögu enkrar tón- listar. Þýsk og frönsk tónskáld sóttu mjög til Ítalíu og fransk-flæmska stórtónskáldið Lassus, sem lærði og starfaði á Ítalíu um árabil, settist að í Þýskalandi og mót- aði þýska madrigalann. Tónleikar Hamrahlíð- arkórsins í Háteigs- kirkju hófust á madrig- alnum Musica eftir austurrísk-slóvenska tónskáldið Handl eða Gallus, eins og hann var einnig nefndur. Þar gat strax að heyra þá hljómfegurð, sem Þor- gerður Ingólfsdóttir magnar með unga fólkinu og laðar fram hrífandi söng- gleði. Næsti höfundur var einnig norð- analpamaður, Hassler en eftir hann söng kórinn Nun fanget an og fræg- asta lag hans Tanzen und springen. Þarna réð ríkjum gleðin og svo var einnig í hinu leikræna og gamansama Il est bel et bon eftir franska tónskáld- ið Passereau sem auk gamansemi valdi sér oft klúra texta. Næsta lag, Pavane, eftir franska tónskáldið Arbeau (rétt nafn Tabourot), hæglátt danslag, var einstaklega fallega sungið við léttan trommuundirleik. Moro lasso eftir Gesualdo er einn af frægustu madrigölum sögunnar, meistaraverk í tónskip- an og erfitt í söng en það var í eina skiptið, þar sem heyra mátti að sópraninn ætti í erfið- leikum með hæstu tón- ana. Glaðværðin tók svo við í O occhi, manza mia eftir Lassus og þar næst í kunnasta lagi Gastold- is, Amor vittorioso. Eftir hlé voru söngv- ar eftir ensku tónskáldin Bennet, Weelkes, Dow- land, Farnaby, Morley, Wilbye, Pilkington og Tomkins sungin og til að telja eitthvert sérstak- lega, var Come away eftir Dowland, sem var líklega fegursta tón- smíðin á efnisskránni, ótrúlega vel sungin af Hamrahlíðarkórnum, undir frábærri stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Kórinn er í mjög góðu formi og eru karlaraddirnar, sérstaklega bassinn, fallega hljómandi en það sem þó er mest um vert, er sú sérstæða samstilling raddanna, viðkvæmnisleg og tregafull túlkun í andstöðu við smit- andi sönggleðina, sem ávallt hefur ein- kennt söng Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Tregafull túlkun og smitandi sönggleði Jón Ásgeirsson Árni Heimir Ingólfsson Þorgerður Ingólfsdóttir TÓNLIST Háteigskirkja Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti ítalska, þýska, franska og enska madrigala frá 16. og 17. öld. Laugardagur 18. janúar, 2003. KÓRSÖNGUR Út ER komið lítið og handhægt kver ætlað þeim, sem ferðast um Mývatnssveit og næsta nágrenni. Áherzla er lögð á nátt- úrufar og ekki sízt líf- ríki Mývatns, sem er löngu landsþekkt eða jafnvel heimsþekkt sem sælustaður margra andfugla. Einnig er brugðið upp myndum af mannlífi í sveitinni, helztu ör- nefna getið og bent á hnýsilega staði, sem hægur vandi er að sækja heim á einum degi. Víða hefur verið leit- að fanga, en sýnilega hefur höfundur sótt meginhluta efnisins í ritgerðasafnið Náttúra Mývatns, sem kom út á vegum Hins íslenzka Náttúrufræðifélags fyrir rúmum áratug. Í þá bók skrifa tíu náttúru- fræðingar um náttúrufar sveitarinn- ar. Vitnað er í bókina sem heild, en betur hefði farið á því að geta höf- unda að einstökum greinum. Sums staðar er texti sóttur í það rit lítið sem ekkert breyttur, en annars stað- ar má að því finna, að höfundur þess- arar samantektar hefur bútað hann um of. Nýútkominni Íslenskri orðabók hefur verið lagt til lasts að geta allra handa málblóma. Bókinni til hróss má þó telja, að orðskrípið »regn- skuggi« hefur ekki ratað þar inn, en höfundur orðar það svo, að Mývatns- svæðið sé »í regnskugga af Vatna- jökli«, það er í vari af jökli. Þá má minnast á, að ekki er gerður grein- armunur á hugtökunum flóru og gróðri, og blágerlar eru kallaðir blá- þörungar. Í síðasta kafla bókar er gefin upp fjarlægð frá Reykjahlíð til nokkurra staða í nágrenninu. Þar er sagt að miðað sé við akstur um Hóla- sand, en greinilega er átt við veg um Hólssand (eða Hólsfjöll). Þeir, sem eru ókunnugir á þess- um slóðum, rugla þess- um örnefnum iðulega saman. Sé á heildina litið, kemur höfundur þó nytsömum fróðleik þokkalega til skila. Bókin hentar þeim vel, sem vilja vita mátulega mikið (eða lítið) og sennilega gæti hún nýtzt útlendingum mjög vel, ef hún yrði þýdd á erlend mál. Þá er hún prýdd æði mörg- um myndum og er einkar snotur. Sá ágalli er þó á, að letrið er helzt til smátt og texti þéttur. Að baki hönnun og myndrænni útfærslu stendur Jón Ásgeir í Aðaldal eins og hann er kynntur á titilsíðu. Þykir mér hlutur hans áhugaverður. Náttúra og mannlíf í Mývatnssveit BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Helgi Guðmundsson. 72 bls. Útgefandi er Forlagið, Reykjavík 2002. LEIÐSÖGN UM MÝVATN OG MÝVATNSSVEIT Ágúst H. Bjarnason Helgi Guðmundsson Caffé Kúlture, Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 1, Pétur Pétursson sýn- ir 12 landslagsmálverk sem eru öll máluð með akríllitum á striga. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 26. jan- úar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.