Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 49 SAMKVÆMT aðalsprautu þessarar plötu, Sigurðar Kristinssonar sem eitt sinn var meðlimur í Sniglabandinu góðkunna, var ætlunin með henni að hrista aðeins upp í góðkunnum jólalögum (sjá viðtal í Mbl., 20. des. ’02). Lögin hafi hins vegar farið „eigin leiðir“ og minna hafi orðið úr gruflinu en efni stóðu til. Við hlustun verð ég þó að andæfta Sig- urði því útkoman úr þessu verkefni er æði furðuleg, hvort sem það var ætlunin eða ekki. Sannarlega fara lögin eigin leiðir, en mig grunar að stundum séu áttirnar miður æski- legar. Það sem fyrst vekur athygli er skrýtileg upptaka. Hljóðfærin eru einhvern veginn á tvist og bast í hljóðblönduninni; trommur á stundum yfirgnæfandi og önnur hljóðfæri í sumum tilfellum lítt heyrileg. Hljómur þá oft kaldur og vélrænn og hljóðfæraleikur einkennilega hastur. Lögin hér eru mismunandi skringileg. Andrea Gylfadóttir syngur tvö þeirra: „Nú er Gunna á nýjum skóm“ (svo) er sett í ringlandi blúsbúning og er ágætlega gaman hægt að hafa af þeirri útgáfu. Hið síðara – í tvíþættum skilningi – „Gefðu mér gott í skó- inn“ er hins vegar það einkennilegt að það fer heilhring og fælir því frá. Þrjár aðrar söngkonur ljá Sigurði lið og standa sig mis- jafnlega. Halla Dröfn og Hólmfríður Rafns- dóttir komast vel frá sínu en skynsamlegra hefði verið að gefa hinni ungu Sigrúnu Völu lengri tíma áður en henni var hleypt á plast. Hún veldur því miður ekki sínum lögum. Eftirminnilegustu lögin eru „Litli tromm- arinn“ og „Álfadans“, og eru það vegna skemmtilegs þungarokksvinkils sem á þau er settur. Önnur lög ná ekki að heilla, ekki einu sinni fyrir furðulegheitin. Velflest detta þau niður flöt og skilja mann eftir, klórandi sér í hausnum. Þá eykur það á kynlegheitin að tíunda lagið er ellefu mínútur að lengd og heitir „Fyrirheit“. Lagið stendur ekki í neinum tengslum við það sem á undan fer og er víst forsmekkur að einherjaskífu Sig- urðar. Afkáraleg smíð. Upprunalega hugmyndin – að leika sér með góð og gild jólalög – er að sjálfsögðu skemmtileg og dæmi eru um að vel hafi ver- ið unnið úr henni. En hér er skotið hressi- lega yfir markið. Þá er umslag afleitt og lítt jólalegt. Ég get ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að fædd sé fyrsta hamfara-jóla- platan á Íslandi. Hér er á ferðinni stór- furðulegt verk sem mögulega er hægt að hafa gaman af – vilji menn á annað borð hafa það þannig. Tónlist Furðuleg jól Ýmsir Jólaplata – Svona vil ég hafa það Vefsmiðjan sf. Jólaplata – Svona vil ég hafa það. Hljóðfæraleikur var í höndum Daniels Cassidy (fiðlur), Pálma Sig- urhjartarsonar (píanó, strengir og Hammond) og Sigurðar Kristinssonar (allt annað). Söngvarar eru Andrea Gylfa, Halla Dröfn, Sigrún Vala og Hólm- fríður Rafnsdóttir. Lög eftir ýmsa höfunda, innlenda sem erlenda. Upp- tökumenn voru Sigurður Kristinsson og Gestur Baldursson. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart Andrea Gylfadóttir syngur tvö lög á plötunni. EINLEIKURINN Selló- fon, sem skartar Björk Jakobsdóttur í burð- arrullu, hefur nú flutt sig yfir í gamla revíuleik- húsið, hvar skemmtistað- urinn Nasa í Reykjavík er nú rekinn. Fyrsta sýn- ing þar var síðastliðinn föstudag. Þetta leikrit Bjarkar, en hún semur og handritið, hefur notið fádæma vinsælda síðan það var frumsýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu síð- asta vor. Morgunblaðið/Kristinn Björk Jakobsdóttir, höfundur og leikari, var kampakát yfir nýju vistarverunum. Gunnar Helgason, leikari og eiginmaður Bjarkar, heilsaði upp á fóstbróður sinn Felix Bergsson. Ofurkona flytur sig Sellófon í Nasa BÚIÐ er að loka plötubúðinni Hljóma- lind. Að sögn eiganda, Kristins Sæ- mundssonar, ætlar hann að loka og læsa og flytja út til Englands. Versl- unin Hljómalind var opnuð í Austur- stræti árið 1991, en árið áður hafði hún verið rekin sem póstverslun og helgarsala í Kolaportinu. Hljómalind hefur alla tíð verið ein helsta grasrót- arplötubúðin hér á landi, jafnframt því sem Kristinn hefur staðið að innflutn- ingi erlendra listamanna og hljóm- sveita hingað til lands undir merkjum Hljómalindar. „Ég er búinn að gefast upp á þessu brasi,“ segir Kiddi. „Plötusalan stendur ekki undir ævintýraþránni í mér leng- ur. Salan er núna einn þriðji af því sem áður var auk þess sem búð eins og Hljómalind getur aldrei orðið einhver massasölubúð.“ Það er engu að síður stutt í góða skapið hjá Kidda, þrátt fyrir þessi endalok. „Jú, jú, þetta er búið að vera rosa gaman en allt gott tekur einhvern tíma enda. Núna erum við að róta í lag- ernum, fara í gegnum einkasöfn og undirbúa „Lok lok og læs“-útsölu sem hefst fimmtudaginn 23. janúar kl. 12.00 og stendur yfir í tvær til þrjár vikur.“ Opið verður til kl. 20.00 þá virku daga sem salan stendur yfir. Kiddi er líka að skoða möguleikann á að halda eitthvert lokahóf þegar allt er um garð gengið. „Ég fer svo til útlanda og ætla að hugsa minn gang þar,“ segir Kiddi. „En ég get ekki verið aðgerðalaus lengi. Ég held örugglega áfram að vinna í tónlist með einhverjum hætti. Ísland er einfaldlega orðið allt of lítið fyrir mig,“ segir hann hlæjandi að lok- um, byrjaður að pússa vængina. Plötubúðinni Hljómalind lokað Morgunblaðið/Þorkell „Allt gott tekur enda.“ Kiddi í Hljómalind skyggnist inn í óráðna framtíð. „Ísland allt of lítið“ TENGLAR ............................................................. www.hljomalind.is Kvikmyndaleikkonan Renée Zellweger hefur samþykkt að taka að sér hlutverk Bridget Jones í myndinni „The Edge of Reason“. Áður hafði verið greint frá því að Zellweger væri ekki tilbúin til að taka að sér hlutverk Jones á ný þar sem hún þyrfti þá að þyngjast veru- lega. Nú hefur hún hins vegar lýst því yfir að hún sé reiðubúin til þess. „Ég er tilbúin til þess og fær um það,“ segir hún. „Ég var svo stolt af því að leika Bridget síðast og hún er persóna sem ég finn til samkenndar með þannig að ég fitna með gleði.“ ... Jackson 5 ætla að koma saman aft- ur. Síðast spilaði sveitin saman fyrir tuttugu árum en nú ætla þeir í hljómleikaferðalag saman á næsta ári. Jermaine Jackson upplýsti þetta í spjallþætti Larry King. ... Madonna er nú búin að koma hári sínu í upprunalegt horf, en liturinn ku dökbrúnn. Hár söngkon- unnar hefur borið alla liti regnbog- ans að heita má í gegnum árin en þessi nýjasta breyting er talin í takt við hið sett- lega líferni sem stjarnan er í æ ríkari mæli að taka upp. Hún og eiginmaðurinn, Guy Ritchie, eru nú að reyna við annað barn en Madonna á nú þegar tvö börn. FÓLK Ífréttum DÓMUR um myndina hefur verið birtur á vefritinu IndieWire (www.in- diewire.com), sem er eitt helsta rit óháðra og sjálfstæðra kvikmynda- gerðarmanna svo og áhugamanna. Segir að í höndum minni spámanna hefði myndin leyst upp í móðursýki, en handbragð Baltasars Kormáks leikstjóra sé mjúkt sem flauel og myndin haldi trúverðugleika sínum. Dómurinn birtist samhliða frum- sýningu Hafsins á föstudag á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. Í dómnum segir að myndin sé gerólík 101 Reykjavík. Sótt sé í Tsékov, Lé konung og leik- stjórann John Ford og efni hennar sé mótað á nákvæman og athugulan hátt, sem undirstriki þá grimmd og eymd, sem fjölskyldur valdi hver annarri. Hafið hlaut áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíð í Tromsö um helgina og fer á kvikmyndahátíðir í Rotterdam, Gautaborg, Berlín, Los Angeles og New York á næstu vik- um. Sótt í Tsékov, Lé konung og Ford Hafinu hrósað Morgunblaðið/Þorkell Baltasar Kormákur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.