Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 19. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 mbl.is
Ráðalausir
í Keflavík
Frumraun Siguringa hjá Leik-
félagi Keflavíkur 19
Demantar og
danskjólar
Golden Globe-verðlaunahátíðin
haldin í Los Angeles Fólk 52
Milli steins
og sleggju
Aukin grimmd einkennir átök
skæruliða í Nepal 16
ÁRANGUR stúlkna var
marktækt betri en árangur
pilta í samræmdu prófunum
í íslensku sem nemendur í 4.
og 7. bekk tóku á nýliðnu
hausti. Árangur var svip-
aður hjá báðum kynjum í
stærðfræði.
Meðaleinkunnir í báðum
greinum í 4. bekk voru
hæstar í Nesskóla í Fjarða-
byggð en í grunnskóla Reyð-
arfjarðar í 7. bekk. Á lands-
vísu var meðaleinkunn í 4.
bekk 6,6 í íslensku og 7,1 í
stærðfræði.
Enginn munur er á
frammistöðu kynjanna í 4.
bekk í stærðfræði en stúlk-
urnar eru marktækt hærri
en piltarnir þegar litið er á
einkunnir í íslensku.
Í 7. bekk var meðal-
einkunn á landsvísu 7,0 í ís-
lensku og 7,6 í stærðfræði.
Meðaleinkunnir í íslensku og
stærðfræði reynast lægstar á
Suðurnesjum en hæstar í ná-
grenni Reykjavíkur og á
Norðurlandi eystra. Vest-
firðingar eru einnig hæstir í
stærðfræði. Meðaleinkunn
stráka er 4,9 í stærðfræði en
5,1 hjá stelpum. Í íslensku er
mun meiri munur á kynj-
unum. Rúm 19% pilta voru
með háa einkunn í íslensku
en 29% stúlkna.
Stúlkur
betri í
íslensku
Hæstu/11
YFIRMENN vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna og fulltrúar Íraksstjórnar luku í
gær tveggja sólarhringa viðræðum með sam-
komulagi um áætlun í tíu liðum um það
hvernig gera megi störf vopnaeftirlitsmanna
SÞ í Írak skilvirkari og gæti hugsanlega auð-
veldað leitina að svörum við því hvað varð um
þúsundir efna- og sýklavopna sem Írakar
hafa verið taldir ráða yfir.
Írakar gáfu líka eftir í gær í öðru atriði
sem tengist vopnaeftirlitinu, er þeir féllust á
að hvetja íraska vísindamenn sem starfað
hafa að vopnaáætlunum stjórnvalda til að
mæta í yfirheyrslur hjá vopnaeftirlitsmönn-
um. Fulltrúar Íraksstjórnar hétu því enn
fremur að leita betur í eigin vopnabirgðum
að fleiri sprengjuoddum sem gerðir eru til að
bera efnavopn, en samtals 16 slíkir fundust á
tveimur stöðum í Írak á síðustu dögum.
Brezk stjórnvöld tilkynntu í gær að 26.000
manna landgöngulið – fjórðungur fastaland-
hers Bretlands – yrði flutt til Persaflóasvæð-
isins til að vera til taks ef ákveðið yrði að
beita hervaldi í Írak. Brezki utanríkisráð-
herrann Jack Straw lagði áherzlu á að tíminn
væri að hlaupa frá Írökum að uppfylla skil-
yrði ályktana SÞ og Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng
í ávarpi á fundi öryggisráðs SÞ í gær.
Reuters
Brezkir landgönguliðar við æfingar um
borð í tundurspillinum HMS Cardiff.
Írakar
heita betra
samstarfi
Bretar senda aukið
herlið til Persaflóa
Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AP.
TÖLVUEIGENDUR ættu að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir kasta burt eða selja
gömlu tölvuna eða öllu heldur harða disk-
inn. Á honum getur verið hafsjór af alls
kyns upplýsingum og jafnvel þótt þeir hafi
talið sig vera búna að eyða þeim.
Tveir námsmenn í tölvunarfræðum við
Tækniháskólann í Massachusetts könnuðu
þetta nýlega og keyptu þá 158 notaða,
harða diska. 129 þeirra reyndust í lagi og í
ljós kom, að aðeins á 12 diskum hafði allt
verið þurrkað samviskusamlega út. Hinir
geymdu mismikið af upplýsingum og við 28
diska hafði ekkert verið átt, að sögn BBC. Á
diskunum mátti lesa margt um fjármál fyrri
eigenda. Þar var m.a. að finna sjúkraskrár
og lista með 5.000 kreditkortanúmerum.
Talsmaður fyrirtækis, sem sérhæfir sig í
að endurheimta upplýsingar af harða disk-
inum, segir, að ýmis fyrirtæki hafi lent í
miklum hremmingum af þessum sökum.
Passið upp á
hörðu diskana
YFIRVÖLD í Canberra, höfuðborg Ástralíu, hafa varað
íbúana við því að skógareldarnir, sem ollu miklu tjóni í
nokkrum úthverfum um helgina, gætu borizt undan vindi
inn í norðurjaðar borgarinnar í dag, þrátt fyrir þrotlausa
baráttu slökkviliðs við eldinn. Fáliðuðu slökkviliði Canberra
hefur borizt liðsauki frá öðrum helztu borgum landsins en
eldurinn er mjög erfiður viðureignar vegna mikilla þurrka
og hitabylgju. Lofthitinn fór í gær í 37 gráður á Celsíus.
Þegar eldurinn barst í byggð um helgina brunnu 402 hús.
Íslendingurinn Bjarni Leifsson, sem búið hefur um árabil í
Canberra og á þar konu og fjögur börn, var einn þeirra sem
missti hús sitt fyrirvaralaust í eldsvoðanum.
Reuters
Canberra enn í hættu
Roðinn af skógareldunum lýsir upp him-
ininn yfir áströlsku höfuðborginni.
Tjónið í Canberra er mikið, eins og hér má sjá á brunarústum húsa í Chapman-úthverfinu.
Misstu allt sitt/14
AFFÖLL húsbréfa minnka með hverjum deg-
inum sem líður og hafa lækkað um 10 prósentu-
stig frá því þau voru mest síðastliðið vor. Þá
voru þau um 12%, en í gær voru þau komin niður
í um 2%. Lækkunina má meðal annars rekja til
stóraukinnar eftirspurnar erlendra fjárfesta.
Húsbréf að hámarksfjárhæð, 8 milljónir
króna til 40 ára, var um 6,99 milljóna króna virði
í mars 2002 en nú fást 7,82 milljónir króna fyrir
bréfið. Því er bréfið um 830 þúsundum króna
verðmætara en síðastliðið vor.
Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðlun segir að
lækkun affalla hafi mjög jákvæð áhrif á fast-
eignamarkaðinn, sem fari vel af stað í ársbyrjun
og sé líflegur. Hann segir meginregluna í fast-
eignaviðskiptum vera þá að seljandi beri afföllin.
Nú fái hann meira fyrir bréfin og kaupendur
njóti sömu skilmála og áður, svo lækkunin
treysti markaðinn enn frekar. Lækkunin hafi þó
ekki haft áhrif á verðlag, því það hafi verið nokk-
uð stöðugt síðustu mánuði, sem styrki mark-
aðinn.
Guðrún Árnadóttir formaður Félags fast-
anförnu, en talið er að þær hafi numið um 35–40
milljörðum á síðasta ári, að meðtöldum fram-
virkum samningum. Áður voru þær hverfandi.
Sérfræðingar fjármálafyrirtækja eru á einu
máli um að ástæður þessa aukna áhuga séu háir
vextir hér á landi, gott lánshæfismat ríkissjóðs
og traust umhverfi efnahagslífsins.
Snorri Jakobsson sérfræðingur hjá Kaup-
þingi segir aðspurður að þessa lækkun á afföll-
um megi að hluta til rekja til aukinnar eftir-
spurnar erlendis frá. „Já, tvímælalaust. Áhugi
erlendra fjárfesta hefur farið sívaxandi að und-
anförnu; innlendra fjárfesta reyndar líka. Þá
hafa vaxtalækkanir undanfarinna mánaða haft
sitt að segja,“ segir hann.
Að sögn Snorra má gera ráð fyrir að afföll
húsbréfa haldi áfram að minnka. „Þau hafa farið
minnkandi dag frá degi að undanförnu og það
má gera ráð fyrir að þau hverfi jafnvel alveg á
næstunni, að því gefnu að ekki verði miklar
breytingar á vaxtastigi,“ segir hann, „þetta er
spurning um framboð og eftirspurn, eins og á
flestum mörkuðum.“
eignasala er sama sinnis
og segir lægri afföll hafa
góð áhrif á markaðinn,
sem sé líflegur og í góðu
jafnvægi. Lægri afföll
kunni að hafa þau áhrif að
fasteignaviðskipti verði
enn líflegri.
Jafet S. Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Verðbréfa-
stofunnar segir að afföll
húsbréfa hafi lækkað
hraðar en menn hafi búist
við og lækkunin sé í sam-
ræmi við vaxtaþróun á
markaðnum, sem sér-
staklega megi sjá á milli-
bankamarkaði. Hann segir almennt jákvætt að
sem minnst afföll séu af húsbréfum.
Gera má ráð fyrir að afföllin hverfi
Fjárfestingar útlendinga í íslenskum ríkis-
skuldabréfum hafa farið mjög vaxandi að und-
Afföll á húsbréfum
minnka dag frá degi
Stórauknar fjárfestingar útlendinga í íslenskum ríkisskuldabréfum
♦ ♦ ♦