Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 51

Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 51
Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðlegur hópur ungra lista- manna hefur opnað sýningu á Kjar- valsstöðum. SÝNINGIN then...hluti 4 var opn- uð á Kjarvalsstöðum um helgina. Þetta er samsýning sex ungra listamanna. Hópurinn er alþjóð- legur og vekur sýningin hugsanir um form staða, tilfærslur eða staðleysur. Hópurinn hefur mið- stöð í London en markmið hans er að sýna, gefa út og ræða mál- efni sem tengjast nútímalist og lífi. Þetta er fyrsta sýning then á Íslandi en hópurinn hyggur á samsýningar víða um Evrópu á næstunni. Sýningin verður á Kjarvals- stöðum til 2. mars. Morgunblaðið/Kristinn then…hluti 4 er samsýning sem vek- ur hugsanir um form staða, til- færslur eða staðleysur. Nútíma- list og líf Opnun á Kjarvalsstöðum Listaklúbburinn Lortur er tilnefndur til nokkurra Bedduverðlauna. BÍÓ-REYKJAVÍK afhendir Beddu-verðlaunin við hátíðlega athöfn í húsakynnum MÍR við Vatns- stíg 10a í kvöld kl. 18.00. Að sögn aðstandenda er þetta kallað Beddan þar sem Beddan er betri en Eddan. Verðlaun verða afhent í 32 flokkum og eru kynnar þau Hrönn og Árni Sveinsbörn (Í skóm drekans). Á meðal flokka sem veitt verða verðlaun fyrir er neðanjarðar kvikmyndagerðarmaður árs- ins, íslenski neðanjarðar kvikmyndagerðarmaður ársins, besta neðanjarðar kvikmynd ársins, besta neðanjarðar heimildarmynd ársins, besta neðan- jarðar tilraunamynd ársins, besta neðanjarðar- mynd með söguþráð (drama) ársins og besta neð- anjarðar tónlistarmyndbandið. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina sem gerð er með engu fjármagni og fyrir verstu mynd ársins (Ed Wood-verðlaunin). Beddan – Bestu neðan- jarðarkvikmyndirnar 2002 Afhent í 32 flokkum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 51 www.regnboginn. is Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12. Nýr og betri „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL DV RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i YFIR 80.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTABONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Hverfisgötu  551 9000 www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12. YFIR 80.000 GESTIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com MEÐLIMIR Sálarinnar létu vera á sínum tíma að básúna söngleiks- hugmyndina sem liggur á bak við tvær síðustu plötur þeirra; Annar máni og Logandi ljós. Fyrir vikið ollu þær töluverðu hausklóri, eink- anlega hvað varðar textann. Skemmst er frá því að segja að nú hafa þær styrkst mjög. Því eftir að á þær er hlýtt í samhengi söngleiks opinberast þær. Það sem á sínum tíma virtist vera fálmkennd, að nokkru yfirkeyrð tilraun við að búa til epískt heildarverk liggur nú ljós- ara fyrir. Lykill platnanna, söngleikurinn Sól og Máni, er bara ansi snotur. Það umleikur hann hressandi viðhorf; svona grallaralegt „Hei, strákar! Gerum söngleik!“ Útkoman er því skemmtileg og einlæg, þar sem söngur, dans og látbragð keyrir sög- una áfram fölskvalaust. Söguþráður- inn vissulega oft og tíðum ruglings- legur, sum atriði yfir toppinn en skemmtigildið algerlega ótvírætt. Svoleiðis á það líka að vera. Þetta gengur upp. Að helsta popphljóm- sveit Íslands síðustu ára hafi gert tvær „söguþráðs“-plötur og söngleik – og það á miklu meira en skamm- lausan hátt – er afrek. Og bara vel svalt. Söngleikir byggjast upp á sam- slætti margra og ólíkra þátta. En þar sem Sálin slær grunntónninn í sýn- ingunni á fleiru en eina vegu er rétt að líta sérstaklega á þátt tónlistar- innar. Lögin sem prýða áðurtaldar plöt- ur hafa eðlilega tekið allnokkrum stakkaskiptum í söngleiknum. Sum hver nokkuð stytt, önnur orðin að millistefum og athyglisvert að sjá hver þeirra eru orðin burðarverk í söngleiknum. Lögunum af plötunum er blandað saman og þau felld að framvindu sögunnar þannig að á sviðinu verða þau til muna skiljan- legri, hæglætisbragurinn sem ein- kennir mörg þeirra verður eðlilegur. Lög sem komu og fóru tilþrifalaust á plötunum verða allt í einu fullkom- lega eðlileg í þessu samhengi – og vaxa í eyrunum í kjölfarið. Það er pínu einkennilegt að sjá aðra söngvara en Stefán kyrja sál- arstemmurnar. En leikarar verksins gera það með sóma. Bergur Þór Ing- ólfsson (Máni) og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Sól) eru fínustu söngvar- ar, gaman t.d. að heyra Arnbjörgu syngja „Ekki nema von“. Þá má ekki gleyma senuþjófinum, rokkbarónin- um Sveini Þóri Geirssyni (Lýður). Svo eiga Sálverjar sjálfir smekkleg innslög í söngleiknum sem eru kær- komin. Sígild ástarsagan, sem er kjarninn í Sól og Mána, nær að hrífa mann með sér og það er hreinn unaður að heyra þau Sól og Mána flytja „Á nýj- um stað“ í lokin. Ég er ekki frá því að þetta lag sé eitt það allra besta sem Sálin hefur sent frá sér á ferlinum. Á heildina litið rúlla lögin vel með söngleiknum og það er snyrtilega gengið frá öllum pakkanum. Það er kannski einkennandi fyrir nostrið og metnaðinn að inni í texta er svo skot- ið örstuttum skrýtlum, sem vísa í sögu Sálarinnar („sjúbb sjúbb sjarrei!“, „hei kanína!“ t.d.). Afar mettandi allt saman, hvar meginstyrkurinn liggur í einlægum skemmtilegheitum. Megi Sálin lýsa lengi vel. Tónlist Sálin hans Jóns míns Sól og Máni [tónlistin] Borgarleikhúsið Sól og Máni er söngleikur eftir Guðmund Jónsson og Karl Ágúst Úlfsson, byggður á tveimur plötum Sálarinnar hans Jóns míns, Annar máni (2000) og Logandi ljós (2001). Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Kristinn „Að helsta popphljómsveit Íslands … hafi gert … söngleik – og það á miklu meira en skammlausan hátt er afrek,“ segir m.a. í dóm um tónlist Sálar- innar hans Jóns míns við söngleikinn Sól og Máni. Eins konar æði SUMAR sveitir eru langlífari en aðrar. Popp/rokksveitin SSSÓL hefur nú hald- ið uppi organdi stuði um sveitir Íslands í hartnær fimmtán ár og ekki er að sjá á Helga Björns og kát- um köppum hans að þeir séu af stuðbaki dottnir. Þessar mynd- ir náðust á aðfaranótt sunnudags á Gauki á Stöng og má fullyrða að gleðisviti hafi runnið niður andlit og veggi. SSSól skín skært „Klikkað“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Ég sé epli … nei, ég vil þau ekki!!!“ Gestir voru vel með á nótunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.