Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 11 „ÞAÐ er nýtt viðfangsefni á Íslandi að kenna opinbera stjórnsýslu og ræða eðli hennar, vanda og sér- stöðu,“ segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði og formaður stjórnar stofnunarinnar. „Fyrir einum til tveimur áratugum var hér lítil umræða um opinbera stjórnsýslu og litlar sem engar rann- sóknir voru gerðar á því sviði. Und- anfarin ár höfum við orðið vör við gríðarlega aukinn áhuga á þessu sviði sem meðal annars hefur birst í nám- skeiðahaldi, aukinni umræðu og rannsóknum. Stjórnmálafræðiskor hefur verið að þróa nám á þessu sviði undanfarin ár og byrjaði fyrir tveim árum með MPA-nám (Master of Pu- blic Administration). Höfum við verið að læra af þeirri reynslu. Nú þegar Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála er orðin að veruleika er henni ætlað að standa að þessu námi með rausnar- legri hætti en áður. Þannig að MPA- námið sem við erum að bjóða upp á haustið 2003 er að mörgu leyti nýtt nám. Höfum við endurskoðað nánast öll námskeið sem við höfum verið að bjóða upp á og aukið framboð á þeim og haft um það samráð við fjölda ein- staklinga í ráðuneytum, stofnunum, fyrirtækjum og hjá Reykjavíkur- borg.“ Samfélag fagfólks og áhugafólks um stjórnmál og stjórnsýslu „Við erum ekki aðeins að bjóða upp á MPA-nám heldur er um leið verið að skapa samfélag þeirra sem eru að vinna í opinberri stjórnsýslu og eru að rannsaka hana eða hafa áhuga á málefnum hennar,“ segir Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður stofn- unarinnar. „Sem lið í því höfum við að markmiði að efla tengsl fræðasam- félagsins við forystumenn í þjóðlíf- inu. Í vikunni var fullt út úr dyrum hjá okkur þegar forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, hélt fund með nemum í stjórnmálafræði. Einnig hyggjumst við standa fyrir opnum fundum og málstofum á miss- erinu með erlendum og íslenskum fræðimönnum og stjórnmálamönn- um. Í nokkrum tilfellum er þetta gert í samstarfi við sendiráð erlendra ríkja hér á landi, að þessu sinnni það bandaríska, breska, sænska og norska. Einn fyrirlestur var í síðustu viku þar sem rætt var um Bandaríkin og hugsanlega árás á Írak. Fyrirles- ari var Mike Corgan, stjórnmála- fræðingur og prófessor í alþjóða- stjórnmálum við Boston University, og umræðustjóri Steingrímur Sigur- geirsson hjá Morgunblaðinu. Þá höfum við verið í samstarfi við Þróunarsvið Reykjavíkurborgar með morgunfundi sem þau kalla Borgin í bítið, þar sem rætt er um samfélags- mál í víðum skilningi. Í febrúar verð- ur fyrirlestur á okkar vegum þar sem Anna Lindh, utanríkisráðherra Svía, sem verður hér í opinberri heimsókn, mun ræða um reynslu Svía af aðild að Evrópusambandinu. Annar fundur verður um áhrif Evrópusamvinnunn- ar á íslenska og norræna stjórn- sýslu,í mars verður fundur um þjóð- ernishyggju og Evrópusambandið og í apríl verður opinn fundur um þróun stjórnmálaþátttöku almennings. Sá fundur ber yfirskriftina „Are politics becoming a spectator sport?“ Eða eins og þetta gæti útlagst á íslensku: Eru stjórnmál að verða áhorfenda- íþrótt? Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvað er á döfinni á þessu sviði því dagskráin er í stöðugri þróun. Þá er vert að geta þess að við höf- um stofnsett Fræðslu- og ráðgjafar- ráð sem bakhjarl fyrir stjórn stofn- unarinnar. Þessi öflugi hópur, sem í eru tólf manns, fundaði í fyrsta skipti nú í vikunni.“ Námið þverfaglegt Gunnar Helgi segir meginástæð- una fyrir því að Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála var sett á lagg- irnar sé að koma til móts við þörf fyrir fræðslu sem geri starfsmönnum á þessu sviði kleift að takast á við aukna ábyrgð og flóknara starfsum- hverfi, þá ekki síst lagalega og rekstrarlega. Lýsir hann MPA-nám- inu og segir það skiptast í kjarna- námskeið og valnámskeið. Í kjarnan- um verði farið í grundvallaratriði stjórnsýslufræðanna og opinberrar stjórnsýslu á Íslandi. Sjónarhornið verði þverfaglegt. Viðfangsefnið auk stjórnsýslufræðanna verði skoðað frá sjónarhorni hagfræði, lögfræði og kenninga um skipulagsheildir. Muni kennarar úr öðrum deildum HÍ kenna við deildina. Auk þess sem samstarf verði við viðskiptadeild um námskeiðahald. Einnig skipti teng- ingin við lagadeildina miklu máli. Stefnt er að því að bjóða upp á val- námskeið á mörgum sviðum, þar á meðal um stjórnun í heilbrigðisþjón- ustu, menningarstjórnun, almanna- tengslum og fleira. „Í stuttu máli má segja að fólk læri hvað sé sérstakt við opinbera geirann, hvernig lagaum- hverfi hans er háttað, hvers vegna rekstur hans er öðruvísi en í einka- geiranum og hvað nálægðin við hið pólitíska vald þýðir.“ „Eitt af því sem mér finnst skipta máli þegar verið er að tala um stjórn- sýslustörf og hvers þau krefjast er að starfsmaðurinn geti komið fram á margvíslegum vettvangi: Hann eigi gott með að umgangast samstarfs- fólk sitt, borgarana og stjórnmálm- enn. Að hann geti tjáð sig af sæmi- legu öryggi bæði í ræðu og riti,“ segir Helga Jónsdóttir borgarritari. „Þetta hefur verið skilgreind krafa í auglýs- ingum okkar þegar við höfum verið að leita að starfsfólki í stjórnunar- störf hin síðari ár. Kennarar í stjórn- sýslufræðum munu flétta þennan þátt inn í námið í staðinn fyrir að vera með sérstök námskeið.“ Skortur á rannsóknum á opinberri stjórnsýslu „Flest þau lönd sem við berum okkur saman við eru með öfluga skóla eða háskóladeildir sem fást við þessi viðfangsefni,“ segir Margrét. „Hér á landi höfum við ekki sömu hefð fyrir hvorki námi né rannsókn- um á þessu sviði.“ „Við sem störfum innan stjórnsýsl- unnar höfum skynjað mjög sterkt að það er orðið hluti af starfsmanna- stefnu opinberra aðila, að minnsta kosti hjá Reykjavíkurborg, að fólk þurfi á símenntun að halda og það eigi kost á að fylgjast með því sem er að gerast nýtt á því sviði,“ segir Helga „Það má ekki gleyma því þeg- ar við erum að tala um opinbera geir- ann á Íslandi að hann er geysilega stór. Við erum þar af leiðandi að fara með mikla fjármuni og fyrir skatt- borgarana hlýtur það að skipta miklu máli að við séum þess umkomin að sinna stjórnun og öðrum verkefnum sem lúta að þjónustu okkar með sem allra skilvirkasta og besta hætti. Þess vegna var það fagnaðarefni fyrir Reykjavíkurborg að geta tekið þátt í Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála og tengjast háskólanum með þeim hætti. Við teljum að í gegnum stofnunina getum við haft áhrif á að hér sé rannsakað það sem skiptir okkur máli. Það hefur verið mikill skortur á athugunum á sveitarstjórn- arstiginu. Stjórnsýsla sem lýtur að verkefnum ríkisins er meira rannsök- uð. Við höfum líka tækifæri til að koma á framfæri þeirri reynslu sem við höfum hjá Reykjavíkurborg.“ Mikill áhugi á náminu Margrét tekur fram að hún hafi kynnt stofnunina allvíða að undan- förnu og fundið fyrir miklum áhuga á MPA-náminu. Segir hún námið henta fólki sem hefur lokið fyrstu gráðu í ólíkum háskólagreinum. „Miðað er við að nemendur ljúki náminu á einu og hálfu til tveimur árum, þótt sá tími geti verið styttri eða lengri eftir at- vikum. Kennslan mun einkum fara fram á morgnana milli klukkan 8–10 svo að fólk sem er útivinnandi geti stundað námið. Ég vil vekja athygli á að við erum að byggja starfsemina upp í sam- starfi við fjölda aðila í samfélaginu. Ekki aðeins Reykjavíkurborg og Landspítalann sem stóðu með okkur að stofnuninni heldur fjölda annarra aðila sem munu leggja okkur lið.“ „Kosturinn við þetta nám er að að baki námsframboðinu býr athugun á þörfum viðskiptavinanna,“ segir Helga. „Til dæmi hefur Margrét átt samstarf við starfsmenn Reykjavík- urborgar um hvernig þeir vilja sjá nám í stjórnun og stjórnsýslu sveitar- félaga. Nám er nú orðið miklu sam- þættaðra en þegar ég var í háskól- anum.“ Nýta sér starfsaðferðir einkageirans – Munu fyrirtæki í einkageiranum koma á einhvern hátt inn í kennsl- una? „Við höfum fyrst og fremst sam- band við aðila í opinberum stofnun- um, hvað sem síðar verður, en höfum þó leitað til fyrirtækja á sviði upplýs- ingatækni eða rafrænnar stjórn- sýslu, svo sem Hugvits. Það sem hef- ur verið að gerast í opinberri stjórnsýslu er að hún hefur verið að tileinka sér hugsunarhátt og vinnu- brögð einkageirans,“ segir Gunnar Helgi. „Ágætis dæmi um þetta er eitt af níu endurmenntunarnámskeiðunum sem við munum bjóða á þessu misseri í samstarfi við Endurmenntun há- skólans, en það er þróað af starfs- mönnum SKÝRR, Reykjavíkurborg- ar og fjármálaráðuneytisins. Þar er verið að kynna notkun samhæfðs ár- angursmats eða „Balanced Score Card,“ hjá opinberum aðilum, en það er tiltölulega ný stjórnunar- og stefnumótunaraðferð úr einkageir- anum, sem er í þróun í opinberum rekstri meðal annars hjá Reykjavík- urborg og Tollstjóraembættinu, en hjá því síðastnefnda er þetta til- raunaverkefni á vegum fjármála- ráðuneytisins.“ „Það má líka geta þess að á mínum vettvangi sem er Reykjavíkurborg þurfa stjórnendur og starfsmenn stofnana að kunna að vinna áætlanir, ekki bara fjárhagsáætlanir heldur einnig starfsáætlanir, þar sem gerð er grein fyrir hvaða verkefnum á að sinna fyrir þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar,“ segir Helga. – Er eitthvað sérstakt við MPA- námið hér sem sambærilegir skólar erlendis bjóða ekki upp á? „Við bjóðum upp á þekkingu á ís- lenskri stjórnsýslu og aðstæðum hér, til dæmis þeim lögum og reglum sem hér gilda, sem erlendir skólar gera ekki. Það er gott að fólk sæki stjórn- sýslunám til annarra landa og í því felst eðlilegur og heilbrigður marg- breytileiki en nemendur verða að gera sér grein fyrir því að þeir fara á mis við tengslin við íslensku stjórn- sýsluna, en þess má geta að við höf- um verið að vinna að því að gera nem- endum kleift að taka hluta af náminu erlendis,“ segir Gunnar Helgi. Unnið að útgáfu fræðirita Gunnar Helgi segir rannsóknir ekki meginverkefni stofnunarinnar, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. „Við höfum þó metnað í þá veru.Við erum með verkefni í gangi í samstarfi við Reykjavíkurborg, Hugvit og IMG Gallup sem gengur út á nýtingu upp- lýsingatækni í þágu íbúalýðræðis og betri stjórnsýslu fyrir borgarana. Við höfum líka áhuga á að stuðla að útgáfu kennslurita og uppsláttarrita á þessu sviði. Með stuðningi Helgu Jónsdóttur borgarritara er unnið að undirbúningi rits um helstu lög og reglugerðir sem lúta að sveitar- stjórnarstiginu. Ritstjóri verður Páll Hreinsson, prófessor og stjórnar- maður í stofnuninni. Síðar er áformað að vinna í samstarfi við Pál að útgáfu rits um helstu lög og reglugerðir sem lúta að opinberri starfsemi. Í vor mun Páll taka saman ítarlegt uppsláttarrit um framkvæmdaleyfi sem kemur út í tengslum við endurmenntunarnám- skeið sem hann heldur um sama efni. Einnig er verið að vinna að und- irbúningi veftímarits með fræðileg- um greinum um stjórnmálafræði og stjórnsýslufræði. Tímaritið verður væntanlega gefið út í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og er áætlað upphaf haustið 2003. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður því lifandi vett- vangur þar sem koma fram kröfur hins hagnýta umhverfis og þekking og ný hugmyndafræði háskólasamfé- lagsins.“ Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála tekur til starfa við Háskóla Íslands Kröfur háskólans og hins hagnýta mætast Á vormisseri verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið, ráðstefnur og málstofur til að efla umræðu um opinbera stjórnun, stefnumörkun og stjórn- mál. Í haust fer af stað nýtt og endurskoðað meistaranám á þessu sviði. Hildur Einarsdóttir ræddi við fulltrúa Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála sem segja mikinn áhuga á náminu og því að efla rannsóknir og útgáfu á þessu sviði. Morgunblaðið/Kristinn Talið f.v.: Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og for- maður stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Helga Jóns- dóttir, borgarritari Reykjavíkurborgar, stjórnarmaður, og Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Sem bakhjarl stjórnar stofnunarinnar og forstöðumanns starfar fræðslu- og ráðgjafarráð. Formaður er Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, auk hans eru þau Árni Sigfússon MPA, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Erna Indriðadóttir MPA, fréttamaður, Kristín Á. Árnadóttir MPA, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reykjavíkur- borgar, Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur og deildarstjóri í forsætisráðuneyti, Lárus Ögmundsson, lög- fræðingur og skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis, Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Margrét Hallgrímsson, sviðsstjóri hjúkrunar á kvennasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, Róbert R. Spanó, lögfræð- ingur og aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs Landsvirkjunar, og Steingrímur Sigurgeirsson MPA, blaðamaður á Morgunblaðinu. Fræðsluráð fundar í fyrsta skipti he@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.