Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 55 LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp- lýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg- ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, alla daga, einnig aðfangadag, jóladag, annan jóladag, gamlársdag og nýársdag. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólarhring- inn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjald- frjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Þjónustan Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 15-60% afsláttur síðasti dagur útsölunnar Mörkinni 3, 108 Reykjavíksími 588 0640Opið í dag laugardag frá kl. 11-15 Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi sími 577 4949 Næs Glæsilegar mokkakápur 15% aukaafsláttur af útsöluvörum Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 Kínaklúbbur Unnar fagnar ári geitarinnar samkvæmt kínverska almanakinu í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 16 í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Unnur Guðjónsdóttir sýnir skyggnur úr fyrri ferðum Kína- klúbbsins til Kína, ásamt kínversk- um dansi. Allir velkomnir. Næsta ferð klúbbsins verður farin 8.–30. maí nk. Hársnyrtistofan Hárný, Nýbýla- vegi 28, Kópavogi, verður með hár- greiðslusýningu í sal Toyota, Ný- býlavegi 6 í Kópavogi, í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 15. No Name sér um förðun, og Ný-blóm sjá um skreytingar einnig verður brúðarkjóll frá Brúðarbæ. Kynnir verður Signý Sæmundsdóttir söng- kona. Allir velkomnir. Gönguferð um Laugardalinn Gigt- arfélag Íslands stendur fyrir göngu- ferð um Laugardalinn í dag laug- ardaginn 1. febrúar kl. 11. Hist verður við inngang Gigtarfélagsins að Ármúla 5. Gert er ráð fyrir frem- ur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Einn af kenn- urum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, ekkert gjald. Þorraball í Árseli fyrir fatlaða verð- ur haldið í kvöld, laugardagskvöldið 1. febrúar kl. 19.30–22.30. Harm- onikkuleikari verður á staðnum og boðið verður upp á harðfisk. Verð kr. 400 og 16 ára aldurstakmark. Mótmælastaða Friðarsinnar efna í dag, laugardag, til stöðu við banda- ríska sendiráðið í Reykjavík til að leggja áherslu á andstöðu frið- arsinna við stríðsáform Bandaríkja- stjórnar í Írak. Safnast verður sam- an við sendiráðið kl. 14. Þetta er þriðji laugardagurinn í röð sem friðarsinnar koma saman í mið- bænum til að vekja athygli á þessu máli. Fyrir hálfum mánuði kom fjöldi fólks saman á Lækjartorgi til að mótmæla og fyrir viku síðan mættu á milli 150 og 200 manns að bandaríska sendiráðinu. Í DAG Rangt föðurnafn Í Morgunblaðinu í gær, í bréfi til blaðsins, birtist bréf eftir Grétar Rögnvarsson, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni SU 111, Eskifirði. Föð- urnafn Grétars misritaðist og hann var sagður Rögnvaldsson. Beðizt er velvirðingar á þessi misriti. Húfa hönnuð af Sigríði Elfu Húfa, sem birt var mynd af í Dag- legu lífi í gær, er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur, en ekki Hönnu Stefánsdóttur og Elínu Jónínu Ólafs- dóttur, eins og skilja mátti af grein- inni. LEIÐRÉTT MIÐVIKUDAGINN 22. janúar sl. var ekið utan í hægra afturhorn bif- reiðarinnar NZ-126, sem er Nissan Almera, hvít að lit, þar sem hún stóð mannlaus í bifreiðastæði við Asparfell 8. Þá varð umferðaróhappiá Höfða- bakkabrú, við Vesturlandsveg, mánu- daginn 27. jan sl. um kl. 07.40. Þar skullu saman BN-876, Opel Astra skutbifreið, sem ekið var frá Vestur- landsvegi og beygt til vinstri norður Höfðabakka og VP-911 sem ekið var norður Höfðabakka. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málin eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum LANDHELGISGÆSLAN hefur til þessa eingöngu haft eingeislamæli til sjómælinga en í sumar sem leið fékk hún lánaðan fjölgeislamæli hjá bandaríska sjóhernum og hafði hann til umráða þar til í byrjun október. Dagmar Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að notkun fjölgeislamælis feli í sér byltingu hvað varðar öflun upplýsinga um hafsbotninn og framsetningu þeirra. Munurinn á eingeislamæli og fjölgeislamæli er sá að eingeisla- mælirinn mælir einn punkt á hafs- botni í einu en fjölgeislamælirinn sýnir heildstæða botnmynd. Kostir við notkun fjölgeislamælis eru miklir á grunnsævi þar sem hætta er á skipströndum ef mönnum sést yfir eina mishæð á botninum. Sjómælingamenn Landhelg- isgæslunnar og tveir starfsmenn hafrannsóknarstofnunar banda- ríska sjóhersins hafa að und- anförnu verið á námskeiði í úr- vinnslu dýptarmælingagagna, en úrvinnsla mælingagagna úr fjöl- geislamælinum er frábrugðin úr- vinnslu slíkra gagna úr eingeisla- mæli og reyndist nauðsynlegt, bæði fyrir sjómælingamenn Landhelg- isgæslunnar og hafrannsókn- arstofnunar bandaríska sjóhersins, að fá kennslu í notkun sérhæfðs hugbúnaðar til úrvinnslu gagnanna. Til að draga úr kostnaði sameinuðust þessir tveir aðilar um að halda námskeið hér á landi og kom leiðbeinandi frá alþjóða hug- búnaðarfyrirtækinu CARIS sem sérhæfir sig í framleiðslu hugbún- aðar til mælinga og kortagerðar. Æfingaverkefni námskeiðsins var úrvinnsla mælingagagna sem safnað var síðastliðið sumar með fjölgeislamælinum yfir og umhverf- is Klettinn í Húllinu, suðvestur af Reykjanestá, en við úrvinnsluna kom í ljós að Kletturinn er einungis efsti hlutinn af umfangsmiklu neð- ansjávarklettabelti. Bylting með fjöl- geislamæli Ljósmynd/Sigurður Ásgrímsson Björn Haukur Pálsson, Aubrey Derry, Arthur Scott Davidson, Ágúst Magnússon og Ásgrímur Ásgrímsson ásamt Veronique Jegat. BÆJARSTJÓRN Árborgar átelur harðlega þá ætlan ríkisvaldsins að reikna ekki með neinum fjármunum til tvöföldunar og endurbóta á þjóð- veginum yfir Hellisheiði í þeirri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003–2006 sem nú liggur fyrir Al- þingi til samþykktar. Í ályktun sem samþykkt var 27. janúar skorar bæjarstjórn Árborgar á alþingis- menn að breyta þessari áætlun og gera endurbætur á veginum um Hellisheiði að forgangsverkefni. Í greinargerð bæjarstjórnar Ár- borgar með ályktuninni segir: Annar ekki umferðinni „Það er ljóst að þjóðvegurinn um Hellisheiði annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer á álagstímum. Þessi vegur er talinn einhver fjölfarnasti og jafnframt hættulegasti kafli hringvegarins. Frá því vegurinn var lagður bundnu slitlagi fyrir um þrjátíu ár- um hafa nánast engar endurbætur verið gerðar á honum umfram venjulegt viðhald. Það fer í vöxt að fólk austan heiðar sæki vinnu til höfuðborgarsvæðisins og öfugt, einnig fer samvinna fyrirtækja og stofnana á þessum svæðum vaxandi þannig að hér er um eitt stórt at- vinnusvæði að ræða. Mikilvægi góðra vegasamgangna á þessari leið vex stöðugt m.a. vegna aukinnar ferðaþjónustu og fjölda orlofshúsa á svæðinu. Einnig er hlutur land- flutninga í flutningakerfi lands- manna að aukast. Það er brýnt hagsmunamál Sunnlendinga að vegurinn um Hellisheiði verði endurbættur með það að markmiði að hann anni þeirri umferð sem um hann fer og að slysatíðni lækki.“ Endurbætur á Hellis- heiði fái forgang alltaf á föstudögum Laugardagsfundur hjá VG Jón Erlendsson, varabæjarfulltrúi er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á Akureyri í dag, 1. febr- úar. Jón mun ræðir um bæjarmálin en fundurinn hefst kl. 11 og stendur í rúman klukkutíma en kosningamiðstöðin í Hafnarstræti 94 (Sporthúsinu) er opin frá 11-14 um helgar og 16-18 virka daga. Þar stendur nú yfir ljósmyndasýningin „Landið sem hverfur“ með myndum eftir þá Jóhann Ísberg, Friðþjóf Helgason og Guðmund Pál Ólafsson. Félagið Ísland-Palestína verður með aðalfundinn á morgun, sunnu- daginn 2. febrúar kl. 15 á Korn- hlöðuloftinu við Lækjarbrekku, Bankastræti. Omar Sabri Kittmitto, yfirmaður aðalsendinefndar Palest- ínu á Íslandi ávarpar fundinn, skýrir frá stefnu palestínskra stjórnvalda og tekur þátt í umræðum. Venjuleg aðalfundarstörf. Ferðafélag Íslands fer í dagsgöngu um eyðibýli á Þingvöllum. á morgun sunnudaginn 2. febrúar Gengið verður í 3–4 klst. frá Vatnskoti að Ármannsfelli. Fararstjóri í ferðinni er Eiríkur Þormóðsson. Lagt verður af stað kl.10 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 2.000 kr. fyrir félagsmenn og 2.500 kr. fyrir aðra. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.