Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 27 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Verkstæði VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Áratuga reynsla tryggir gæðin Allar viðgerðir á fjarskiptabúnaði Setjum öll tæki í bílinn þinn w w w .d es ig n. is © 20 03 Sig ur ðu rH ar ða rso n, ra fe in da vir ki MT-BÍLAR afhentu nýlega Ólafs- fjarðarbæ nýjan slökkvibíl. Sigur- jón Magnússon, bílasmiður og frumkvöðull fyrirtækisins, afhenti Stefaníu Traustadóttur bæjar- stjóra bílinn, en hún afhenti hann síðan slökkviliðsstjóranum, Magn- úsi Sigursteinssyni. Var það gert við formlega athöfn í húsakynnum MT-bíla í Ólafsfirði. Viðstaddir voru starfsmenn fyrirtækisins, fulltrúar Ólafsfjarðarbæjar, og menn úr slökkviliðinu, ásamt sýslumanni. Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar ákvað þegar árið 1998 að kaupa bíl af MT-bílum, en það var ekki síst gert á þeim tíma til að styðja við bakið á fyrirtækinu. Yfirbygging bílsins, sem Ólafs- fjarðarbær fékk afhentan, er úr viðhaldsfríu trefjaplasti og er hún sambyggð vatns- og froðutönkum. Dæluskápur er að aftan en auk þess þrír rúmgóðir búnaðarskápar á hvorri hlið. Á þaki má komafyrir stigum og öðrum búnaði. Dælu- búnaður er frá þýska framleiðand- anum Ziegler, framleiddur úr ís- lensku áli. Í áhafnarhúsi er rými fyrir allt að átta slökkviliðsmenn, þar af fimm í reykköfunarstólum. Hliðarhurðir eru stórar og aðgengi fyrir slökkviliðsmennina þar af leiðandi gott. Fyrirtækið MT-bílar ehf. hefur starfað frá því í byrjun árs 1999 og hefur frá því fyrsta haft að mark- miði að framleiða fyrsta flokks slökkvibifreiðar fyrir íslenskar að- stæður. Verð- og gæðasamanburð- ur hefur enda leitt í ljós að MT- slökkvibílarnir eru fyllilega sam- keppnisfærir og þjónusta þeir nú þegar stærstu slökkviliðin á Ís- landi og í Færeyjum. Með þróun á yfirbyggingum úr trefjaplasti hefur tekist að fram- leiða slökkvibíla sem í senn hafa mikla burðargetu fyrir slökkviefni og búnað en eru jafnframt kraft- miklir og viðbragðsfljótir. Þessir eiginleikar eru einmitt þeir sem hvað mikilvægastir eru fyrir ís- lenskar aðstæður. Við stofnun fyrirtækisins var lagt til grundvallar að þróa yf- irbyggingar úr trefjaplasti og má segja að þar hafi fyrirtækið verið í sama takti og stórir erlendir fram- leiðendur slökkvibifreiða. Í byrjun var horft til þróunar á minni gerð- um slökkvibifreiða en fljótlega út- færði fyrirtækið trefjaplastsyfir- byggingar á stærri slökkvibíla, sem þegar eru komnir í notkun hjá slökkviliðum í Grundarfirði, á Akranesi og á höfuðborgarsvæð- inu. MT-bílar ehf. leggja áherslu á framleiðslu á jafnt stórum sem minni slökkvibílum fyrir íslenskan markað en fyrirtækið hefur einnig náð góðri fótfestu á markaði í Færeyjum. Unnið er að því að efla þann markað enn frekar. MT-slökkvibílar búa yfir flestum þeim kostum sem prýða þurfa góða slökkvibíla, segir Sigurjón Magnússon. Þeir eru kraftmiklir, léttbyggðir og sérstaklega einfald- ir í allri notkun. Bílarnir hafa mikla burðargetu á búnaði og slökkviefni. MT-bílar framleiða tvær meginstærðir slökkvibifreiða en kaupendur hafa mest að segja um endanlegar útfærslur bif- reiðanna og uppsetningu þeirra. Mikið hagræði er að því fyrir slökkvilið hér á landi að hafa að- gang að innlendum framleiðanda, ekki aðeins hvað varðar tíma held- ur sparast einnig umtalsverðir fjármunir sem slökkvilið hafa hingað til þurft að bera vegna ferðakostnaðar erlendis. Bærinn kaupir slökkvibíl af MT-bílum Morgunblaðið/Helgi Jónsson Frá afhendingunni. Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri, lengst til vinstri, sýslumaðurinn, Ástríður Grímsdóttir, lengst til hægri, og Magnús Sigursteinsson slökkviliðsstjóri, fremstur fyrir miðju. Aðrir eru úr slökkviliðinu. Ólafsfjörður SÉRKENNILEGT þjófnaðar- mál kom upp á Egilsstöðum á dögunum þegar hluta af ritsafni Halldórs Kiljans Laxness var stolið úr íbúðarhúsi. Þegar menn vöknuðu árla morguns á heimili sínu á Egils- stöðum sáu þeir brátt að farið hafði verið inn í húsið um bak- dyr og hluta heildarsafns fyrstu útgáfu bóka Laxness verið stol- ið. Þjófurinn hafði af einskærri kurteisi farið úr skónum áður en hann gekk inn í húsið og fundið sér innkaupapoka undir bæk- urnar í kústaskáp eldhússins. Ekkert annað hafði verið tekið, m.a. stóð stafræn myndbands- tökuvél á borði við hlið bóka- skápsins og hafði ekki verið snert. Snjóföl var á jörðu og eftir að hafa hringt í lögreglu og til- kynnt þjófnaðinn, rakti heimilis- faðirinn spor þjófsins. Þau voru auðrakin því skómunstrið mun hafa verið allsérstakt og auðvelt að greina sporin í mjöllinni. Komst hann þannig að því að sporin áttu upphaf sitt í Vala- skjálf, en þar hafði verið haldið þorrablót Egilsstaðabúa um nóttina og þjófurinn sjálfsagt verið þar við skemmtun. Endaði sporrekjandi við hús eitt í bæn- um, þar sem lögregla var þegar við skófarsrannsóknir og telst málið nú upplýst og bókunum hefur verið skilað til síns heima. Brotamaðurinn er ungur pilt- ur og mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður. Gat hann enga skýringu gefið á uppátæk- inu. Ástæða þess að hann tók ekki ritsafnið allt, var að hann hafði ekki komið fleiri bókum í pokann. Ekki er vitað hvort pilt- urinn er sérlega bókhneigður, en eigandi bókanna sagði að aðr- ar og mun dýrmætari bækur hefðu verið í skápnum. Ekki verður lögð fram kæra í málinu. Bóka- þjófur á þorrablóti Egilsstaðir HIÐ árlega þorrablót Hjóna- klúbbsins í Grundarfirði verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. Um nokkurra ára skeið hefur það tíðkast að miðar eru seldir helgina á undan hjá einhverjum stjórn- armeðlima. Samkeppni hefur skapast um það hver fyrstur verð- ur í röðinni eða fyrstur á húninn. Sunnudaginn 26. janúar sl. var sala hafin fyrir komandi þorrablót og þar var fyrsti gesturinn mætt- ur kl. 10 um morguninn en salan hófst síðan kl. 19.15 um kvöldið. Eftir því sem á daginn líður fjölg- ar í röðinni og er þar ýmislegt dundað til að stytta mönnum stundir, m.a. var sjónvarpi stillt út í glugga svo hægt væri að fylgjast með strákunum okkar í handbolta tapa fyrir Þjóðverjum. Árni kaup- maður í Tanga var mættur með gítarinn eftir miðjan dag og skap- aðist þá útihátíðarstemning. Á þorrablótinu sjálfu er síðan sá verðlaunaður sem fyrstur var á húninn þetta árið. Verðlaunin eru að sjálfsögðu hurðarhúnn og sitt- hvað fleira. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Þær urðu fyrstar þetta árið. F.v. María, Þórey, Fjóla og Anna. Sigrún Hauksdóttir sem var fyrst er á bak við Önnu. Hangið á húninum Grundarfjörður AÐALFUNDUR Ungmennafélags- ins Neista á Djúpavogi var haldinn í lok janúar. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa var farið yfir starf félags- ins á árinu en þar kom fram að yfir 80% barna og unglinga taka þátt í starfi ung- mennafélagsins. Rafn Heiðdal knattspyrnumað- ur var valinn íþróttamaður ársins að þessu sinni. Hann spilaði sitt fyrsta sumar með meistaraflokki sl. sumar og stóð sig sérstaklega vel. Rafn er áhugasamur og samviskusamur og þykir til fyr- irmyndar jafnt innan vallar sem ut- an. Þessi verðlaun eru nú veitt í sjö- unda sinn og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir íþrótta- menn Umf. Neista. Íþrótta- maður ársins Djúpivogur KVENFÉLAGIÐ Sif á Patreksfirði hélt á dögunum sitt 54. þorrablót. Það voru um 310 manns sem sóttu blótið að þessu sinni. Um kl. 12 deg- inum áður var fólk farið að bíða eft- ir að miðasalan yrði opnuð, en hún var ekki opnuð fyrr en kl 20. Ein- hver hafði á orði að þetta hefði verið eins og bomsubiðröð á stríðsárun- um, eða eins og stórútsala er í dag. Maturinn var mjög góður hjá þeim kvenfélagskonum og ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum. Þær hreinlega fóru á kostum. Þema kvöldsins var sala á þorpinu, sem endaði að sjálfsögðu í höndum kven- félagskvenna, enda yrði þorpinu trúleg vel stjórnað af þeim, eins og öðru því sem þær taka sér fyrir hendur. Mest allt skemmtiefnið var sungið við undirleik tveggja manna, þeirra Eggerts Björnssonar og Gests Rafnssonar, og stóðu þeir sig með prýði. Textann höfðu þær sam- ið sjálfar. Þarna mættu nokkrar konur í upphlut og nokkrir karl- menn í íslenska þjóðbúningnum. Þarna mátti líka sjá færeyska þjóð- búninginn ásamt tveim herrum í skoskum búningi. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu glæsilegir þeir voru og hve mikla lukku þeir gerðu. Og að sjálfsögðu vöknuðu upp spurningar um innri klæðnað. Að loknum skemmtiatriðum og borð- haldi var dansað fram eftir nóttu. Það var svo hljómsveitin Baldur og Margrét sem sáu um að halda fjör- inu uppi. Að allra áliti voru þau mögnuð, þau spiluðu hreinlega allan tímann og sáu um að músíkin hæfði öllum. Fjölmenni á þorrablóti Ljósmynd/Sigurbjörn Sævar Grétar Patreksfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.