Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oda HildurÁrnason fæddist í Maribo í Dan- mörku 25. maí 1913. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 23. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vigfús Guðmann Einarsson, f. 12.2. 1878 á Miðhúsum í Eiðaþinghá, d. 2.2. 1972, kaupmaður í Maribo og Bramm- inge og herragarðs- eigandi á eyjunni Endelave í Danmörku, og Valborg Einarsson, f. 16.8. 1882, d. 28.4. 1985, húsmóðir og ljósmyndari að mennt. Systkini Hildar eru: Irene, f. 22.12. 1904, d. 31.1. 1981, hús- móðir í Danmörku, var gift Jens Bundgaard dr. phil., d. 1976; Edel, f. 13.6. 1907, hjúkrunarkona og húsmóðir, gift Ágústi Einars- syni kaupfélagsstjóra, d. 1988, hún býr nú í Danmörku; Ingrid, f. Freyr M. Hafstein. 3) Sara Hjör- dís, f. 16.10. 1939, býr í Reykjavík, gift Gunnari Ólafssyni og eiga þau þrjú börn, Hildi Jónu, Hjör- dísi Elísabetu og Gunnar Árna. 4) Árni Þorsteinn, f. 26.7. 1941, býr á Vestur-Sámsstöðum, sonur hans er Grétar Þórarinn, en sambýlis- kona Árna er Aagot Emilsdóttir. 5) Þórunn Björg, f. 1.7. 1943, býr í Garðabæ, gift Árna Magnúsi Em- ilssyni og eiga þau þrjú börn, Orra, Örnu og Ágústu Rós. 6) Hrafnhildur Inga, f. 19.3. 1946, býr í Garðabæ, gift Óskari Magn- ússyni og eiga þau einn son, Magnús, en auk þess á Hrafnhild- ur þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Söru, Magnús og Andreu Magda- lenu; Þórdís Alda, f. 25.2. 1950, býr í Mosfellsbæ, gift Gunnari B. Dungal. Barnabarnabörn Hildar og Sigurðar eru orðin 20 talsins. Hildur bjó í Danmörku til nítján ára aldurs og stundaði nám þar til hún fluttist til Íslands, giftist eig- inmanni sínum og bjó með honum á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð til ársins 1989 en þá fluttu þau á Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Hildur verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 8.8. 1909, ljósmyndari að mennt og verslun- areigandi, var gift Brynjúlfi Sigfússyni, orgelleikara og söng- stjóra í Vestmanna- eyjum, d. 1951, hún býr nú í Reykjavík; Bjarni Erik, f. 5.4. 1911, verslunarmað- ur, kvæntur Sædísi Konráðsdóttur, d. 2002, hann býr í Kópavogi; Ingibjörg, f. 16.3. 1917, húsmóð- ir og myndlistarmað- ur, býr í Danmörku, gift Elvin Erud listmálara. Hildur giftist Sigurði Árnasyni f. 14.7. 1900, d. 10.9. 2000, bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Börn þeirra eru: 1) Unnur, f. 1.4. 1936, býr í Þýskalandi, gift Alfred Rohloff og eiga þau fjögur börn, Björn Geir, Sigurð Alfreð, Björgu Ástrúnu og Steingrím Arthur. 2) Valborg, f. 2.7. 1937, býr í Reykja- vík, sonur hennar er Sigurður Þá er hún elsku mamma horfin úr þessum heimi. Æviferill hennar var á margan hátt sérstakur. Hún fæddist í Danmörku og bjó þar sín bernsku- og unglingsár við gott atlæti foreldra sinna og systkina. Minntist hún ætíð æskuáranna með hlýhug og ánægju. Að skyldunámi loknu hóf hún nám við menntaskólann í Ribe. Ekki lauk hún þó alveg því námi en fékk sér vinnu við að gæta barna yfirverk- fræðingsins sem sá um að byggja brúna yfir Litlabelti, og konu hans. Þegar hún var 19 ára kom hún til Ís- lands ásamt Edel systur sinni til að kynnast ættlandi föður síns, en hann hafði flust þaðan 14 ára og sest að í Danmörku. Fylgdu þær fordæmi systkina sinna, Irene, Ingrid og Bjarna sem öll höfðu heimsótt landið. Mamma dvaldi einn vetur í Reykja- vík og vann við barnagæslu. Sumarið 1933 tóku mamma og Edel að sér að annast matseld fyrir smiði sem voru að byggja Arnarhvol, kaupfélagshús á Hvolsvelli. Þarna fyrir austan kynntust foreldrar mínir. Þau giftust 1934 og varð hún þá húsmóðir á ís- lensku sveitaheimili. Má segja að þá hafi orðið kaflaskil í lífi hennar. Við- brigðin hljóta að hafa verið mikil fyr- ir kaupmannsdótturina ungu. Heim- ilisstörf og lífshættir í íslenskri sveit voru henni framandi og allt var gjör- ólíkt því sem hún átti að venjast. Þó húsakynni væru nokkuð góð á þeirra tíma mælikvarða voru öll þægindi af skornum skammti. Matvara að mestu unnin heima, allur bakstur fór fram í kolaeldavélinni og þvotturinn þveginn á bretti í bala og skolaður úti í læk. Börnin fæddust svo eitt af öðru og urðu alls sjö á 14 árum. Hún hafði þó stundum hjálparstúlkur inni við og svo voru vetrarmenn og kaupafólk á sumrum. Sara mágkona hennar var líka á heimilinu og hjálpaði henni mikið meðan börnin voru að komast á legg. Oft voru 10–12 manns í heimili svo nærri má geta að starfsdagarnir hafa verið langir og strangir en með ótrúlegum dugnaði og þrautseigju tókst henni að læra á lífið í sveitinni og verða fyrirmyndar húsmóðir. Árið 1950 fluttu foreldrar mínir í nýtt og myndarlegt íbúðarhús sem þau höfðu byggt sér og rýmkaðist þá um fjöl- skylduna. Þá var líka komið rafmagn og heimilistæki sem léttu henni störf- in. Svo kom að því að börnin fóru að tínast að heiman og að lokum urðu hún og pabbi bara tvö eftir heima og höfðu þá oft unglingspilta sér til að- stoðar. Árni sonur þeirra flutti síðan aftur til þeirra og aðstoðaði þau þar til þau fluttu í litla íbúð á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Þegar mesta stritið var að baki hafði mamma meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Hún saumaði mikið út, m.a. margar fallegar mynd- ir og púða sem hún gaf okkur systk- inunum. Sérstaklega var gaman að sjá árangurinn þegar hún nýtti garn- og efnisafganga og bjó til sín eigin mynstur. Einnig las hún mikið og eft- ir að hún fór að kaupa Familie Journ- alen þá réð hún krossgáturnar af mikilli snilld og var undravert hve mikið hún mundi úr landafræði, sögu Danmerkur og goðafræði en í þess- um krossgátum er spurt um allt milli himins og jarðar. Mamma hafði yndi af blómum og gróðri og á Sámsstöð- um kom hún sér upp stórum og fal- legum garði. Það var alltaf til hljóð- færi á heimilinu og man ég eftir mörgum góðum stundum þegar mamma sat við píanóið og spilaði og þá kom pabbi oft inn í stofu og söng með. Þá var líka til siðs ef gestir komu að taka lagið saman og mamma spilaði þá undir. Hún hafði sjálf fal- lega rödd og söng með kirkjukórnum um árabil. Þegar hún yfirgaf föðurhúsin 1932 gerði hún sér eflaust ekki grein fyrir hve sjaldan hún myndi sjá foreldra sína eftir það. Móðir hennar kom reyndar sumarið 1937 og var hjá henni þegar ég fæddist. Síðan kom seinni heimsstyrjöldin og þá var lítið um samband. Það var ekki fyrr en 1947 að hún fór aftur á heimaslóðir og ég fékk að fara með. Hún hitti þá margt af skyldfólki sínu og vinum, m.a. rektor Willumsen, sinn gamla rektor við skólann í Ribe, en þau skrifuðust á meðan hann lifði. Það þætti nú líklega heldur óvenjulegt í dag. Foreldrar hennar komu síðan einu sinni saman til Íslands og amma einu sinni ein. Mamma fór nokkrum sinnum síðar á ævinni til Danmerkur og pabbi tvisvar með henni og heim- sóttu þau þá líka Unni dóttur sína sem býr í Þýskalandi. Mamma hefði sjálfsagt gjarnan viljað ferðast meira meðan heilsa hennar var góð. Hún fór í ferð til Ítalíu árið sem hún varð sjötug sem hún hafði mikla ánægju af. Einnig ferðaðist hún talsvert inn- anlands. Mamma var lítil, fíngerð og falleg kona, ævinlega smekkleg til fara þó nægjusöm væri. Öll sú vinna sem hún hafði innt af hendi um dagana virtist ekki hafa sett mark sitt að ráði á útlit hennar. Hún hélt sér mjög vel fram eftir öllum aldri, andlitið svo til hrukkulaust þó hún notaði sjaldnast annað en vatn og sápu og þótt dætur hennar væru að gefa henni góð krem bar hún þau heldur á sína þreyttu, aumu fætur. Mamma var ákafleg hjálpsöm kona og trygglynd. Hún fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni og bar hag okkar allra fyrir brjósti. Litlu barnabarnabörnin voru henni afar kær. Þá var hún einnig sérstak- lega hreinlynd í allri hugsun og fram- komu. Hún hugsaði áreiðanlega aldr- ei illt til nokkurrar manneskju. Hún vildi að vel væri farið með menn og málleysingja og margar ferðir fór hún út að litlu tjörninni við Kirkju- hvol að gefa öndunum sem þar eru. Heilsufar mömmu var yfirleitt gott fram eftir ævinni en á síðustu árum tók heilsu hennar að hraka mjög ört. Henni varð þó að þeirri ósk sinni að geta dvalið í íbúðinni sinni á Kirkju- hvoli þar til hún veiktist skyndilega, fékk blóðtappa í heilann og var flutt á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Þar fékk hún mjög góða umönnun síðustu tíu daga ævi sinnar hjá því góða fólki sem þar starfar. Fyrir það viljum við þakka og sömuleiðis þökkum við þá umhyggju sem okkur aðstandendum hennar var sýnd þessa erfiðu daga. Einnig þökkum við starfsfólki og heimilisfólki á Kirkjuhvoli og öllum þeim sem sýndu henni hlýju og nær- gætni. Kveðjustundin er erfið og söknuð- urinn sár. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku mömmu minni sam- fylgdina í gegnum lífið og bið góðan Guð að gæta hennar og vernda. Blessuð sé minning hennar. Valborg. Þrír bræður, miklir merkismenn íslenskir, hittust árið 1960 heima hjá einum þeirra, Guðmanni Einarssyni og konu hans Valborgu, sem áttu þá heima á Jótlandi þar sem heitir í Aagaard. Voru þeir mjög aldraðir orðnir, Ingimundur Einarsson 78 ára, Karl Einarsson 88 ára en Guðmann 82 ára. Af þessu tilefni birtist grein um þá bræður í Jyllandsposten þar sem varpað er nokkru ljósi á lífshlaup þessara merku manna. Nærri má geta að það hefur verið fagnaðarfundur, þegar þeir settust að tafli og rifjuðu upp æskuárin frá Íslandi, enda höfðu þeir ekki sést í hálfa öld. Ingimundur fluttist til Kanada og varð umsvifamikill kaupsýslumaður og seldi þar bíla í stórum stíl og var persónulegur vinur bílakóngsins Kaiser Phraizer. Vettvangur Karls var á Íslandi þar sem hann lét muna um sig svo eftir verður munað. Hann var sýslumaður í Vestmannaeyjum, þingmaður og bæjarstjóri þeirra um árabil og beitti sér fyrir slysavörnum, enda sjóslys tíð á þessum árum. Guðmann flutti til Danmerkur til að nema verslunarfræði og leið ekki á löngu þar til hann gerðist mikill at- hafnamaður, byggingaverktaki, kaupmaður og stórbóndi svo eitthvað sé nefnt. Það leið heldur ekki langur tími þar til hann fann sér „den södeste kone“ og bræður hans eru á því að mestu verðmæti hans séu fólgin í fal- legu heimili, konu og sex börnum og þar af hafi fjögur þeirra kosið að búa á Íslandi, „det dejligeste sted i hele verden“ eins og danski blaðamaður- inn kýs að orða það. Eitt barna þeirra hjóna var Hildur Árnason tengdamóðir mín, sem lést fimmtudaginn 23. þessa mánaðar eft- ir að hafa háð snarpa orustu við manninn með ljáinn, sem eins og fyrr mátti sín meir og varð hún að lúta í lægra haldi eins og hlutskipti okkar allra verður að lokum. Fyrir rúmum tveimur árum stóð hún keik yfir moldum bónda síns og gekk fram fyr- ir skjöldu og réð fram úr öllu, sem til þurfti við slíkar aðstæður. HILDUR ÁRNASON Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANNES KRISTINSSON frá Höfða, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 27. janúar. Útför hans fer fram frá Grenivíkurkirkju fimmtu- daginn 6. febrúar kl. 14.00. Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Ásmundur Hreiðar Kristinsson, Flosi Kristinsson, Ásgeir Kristinsson, Haraldur Kristófer Kristinsson, tengdasystkini og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGMUNDUR BIRGIR PÁLSSON, Smáragrund 13, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki að morgni miðvikudagsins 29. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaug Gísladóttir, Sigríður G. Sigmundsdóttir, Baldvin Þór Jóhannesson, Pálína Sigmundsdóttir, Alfreð Þór Alfreðsson, Margrét Sigmundsdóttir, Skúli V. Jónsson, Inga Jóna Sigmundsdóttir, Jónatan Sævarsson, barnabörn og langafabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR BJARNASON múrarameistari, Holtagerði 72, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fríða Margrét Guðjónsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Valgarð Guðni Ólafsson, Sólveig Steinsson, Jónína Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Rúnar Þorvaldsson, Óli Guðjón Ólafsson, Lilja Rós Sigurðardóttir, Birna Ólafsdóttir, Örn Þór Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, VIGFÚS K. GUNNARSSON löggiltur endurskoðandi, Sóltúni 5, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna L. Gunnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þórir Sigfússon, Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÖRLYGUR AXELSSON, Helgamagrastræti 6, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 22. janúar. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorgeir Axel Örlygsson, María Schjetne, Hrefna Örlygsdóttir, Sigurþór Jónsson, Aðalbjörg Kolfinna Örlygsdóttir, Soffía Örlygsdóttir, Kristján Hermannsson, Edda Bryndís Örlygsdóttir, Ingólfur Örn Helgason, Örn Örlygsson, Inga Dóra Halldórsdóttir, Inga Steinlaug Guðmundsdóttir, Einar Helgason, Aðalgeir Axelsson, Ólafur Ingi Axelsson og afabörnin öll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.