Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Innri- og Ytri-Njarðvíkⓦ Upplýsingar í síma 421 3475 eða 821 3475 vantar í afleysingar BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur ákveðið að leggja niður embætti byggingafulltrúa og ganga til samn- inga við Verkfræðistofu Suðurnesja um þjónustusamning um alla tækni- vinnu. Tillaga þess efnis var sam- þykkt með fimm atkvæðum meiri- hlutans gegn tveimur atkvæðum Framsóknarflokksins. Í tengslum við gerð fjárhagsáætl- unar fyrir yfirstandandi ár sam- þykktu fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks umrædda skipu- lagsbreytingu. Fram kemur að sam- ið verður við Verkfræðistofu Suður- nesja um þá tæknivinnu sem unnin hefur verið af byggingafulltrúa og tveimur verkfræðistofum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að segja bygg- ingarfulltrúa upp störfum. Fram kemur í greinargerð að Grindavíkurkaupstaður hafi keypt að verulega tækni- og verkfræði- þjónustu, eða fyrir um 24 milljónir á ári að meðaltali, og kostnaðurinn sé um 30 milljónir með starfi bygginga- fulltrúa. Með samningum við Verk- fræðistofu Suðurnesja sem mun opna útibú í Grindavík telur meiri- hlutinn unnt að minnka þennan kostnað um 30% á ári og gæti sá sparnaður numið 2-3 milljónum, að mati meirihlutans. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins greiddu atkvæði gegn til- lögunni. Þeir gagnrýna undirbúning tillöguflutningsins og hafna útreikn- ingum bæjarstjóra á sparnaði. Embætti byggingarfulltrúa lagt niður Samið við verk- fræðistofu um alla tækniþjónustu Grindavík GERT er ráð fyrir að allt að 5 millj- ónum króna verði varið til að taka á í atvinnumálum Sandgerðis á árinu, samkvæmt fjárhagsáætlun bæjar- ins. Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar. Við síðari um- ræðu um áætlunina kom fram til- laga frá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um umrætt fjár- framlag til atvinnumála. Ákveðið var að fela atvinnumálaráði að leita leiða til að laða að ný fyrirtæki og kanna stöðu þeirra sem fyrir eru, einnig að kanna möguleika á ný- sköpun og nýtingu þeirra húsa sem standa illa notuð. Þá var í samþykkt bæjarstjórnar ákveðið að efla út- gerð og fiskvinnslu með beinum hætti og minnt í því efni á átak sem unnið er að í þeim tilgangi að auka kvóta í bæjarfélaginu. Samhljóða tillögu minnihlutans Fulltrúar Framsóknarflokks og Sandgerðislistans, sem eru í minni- hluta, fögnuðu tillögum meirihlut- ans og samþykktu fjárhagsáætl- unina. Þeir létu þó bóka að það vekti furðu að tillaga meirihlutans um fjárframlagið skyldi ekki hafa komið fram í breytingum á fjár- hagsáætlun sem sendar voru bæj- arfulltrúum rétt fyrir fundinn. Þá vekja þeir athygli á þeirri tilviljun að tillaga meirihlutans hafi verið nær samhljóða tillögu fulltrúa minnihlutaflokkanna sem átti að leggja fram á þessum sama fundi. Fimm milljónir til atvinnuátaks Sandgerði Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar mánu- dagskvöldið 3. febrúar nk. kl. 20. Á dagskrá er m.a. Íslendingabók. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veit- ir Einar Ingimundarson. Á NÆSTUNNI STARFSEMI hefst í ævintýrahús- inu Púlsinum í Sandgerði með opnu húsi í dag, milli klukkan 14 og 17. Námskeið hefjast síðan samkvæmt dagskrá á mánudag. Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson hafa unnið að undirbúningi Púlsins undan- farna mánuði með því að gera upp gamla kaupfélagshúsið í Sandgerði og skipuleggja fjölbreytt nám- skeið. Upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Púlsins, www.pulsinn.is. Opið hús í Púlsinum Sandgerði MIKIÐ hefur verið um innbrot í um- dæmi lögreglunnar í Keflavík að undanförnu. Það sem af er árinu hef- ur verið tilkynnt um 36 innbrot og þjófnaði ýmiskonar. Lögreglan vill koma þeirri ábend- ingu til fólks að það gangi betur frá eigum sínum, skilji til dæmis ekki við bifreiðar sínar ólæstar og skilji ekki eftir verðmæti í bifreiðunum. Lög- reglan mun verða með hert eftirlit hvað þetta varðar, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Net- inu. 36 innbrot á mánuði Suðurnes ♦ ♦ ♦ STARFSFÓLK Amtsbókasafnsins á Akureyri og Héraðsskjalasafnsins er nú farið að huga að flutningi yfir í nýbyggingu safnsins, en fyrstu bók- unum hefur þegar verið komið fyrir í geymslum hennar. Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður sagði að framkvæmdir væru á áætlun, en miðað væri við að lokið yrði við nýbyggingu í maí og breyt- ingum á eldra húsi 1. desember næstkomandi. „Við byrjum að flytja á fullu með vorinu, förum að hreinsa út úr eldra húsinu og koma okkur fyrir í því nýja. Þá verður hafist handa við breytingar á eldri bygg- ingunni, en m.a. verður lestrarsalur- inn færður niður um hæð og verður þar sem barnadeildin er núna,“ sagði Hólmkell. Eldra húsið er um 1.150 fermetrar að stærð en nýbyggingin um 1.450 fermetrar. Aðstaða safnsins mun batna til mikilla muna, en starfsemin sem hefur farið vaxandi hefur löngu sprengt utan af sér það húsnæði sem fyrir er. „Það opnast hér miklir mögu- leikar með tilkomu hússins og starf- semin mun eflaust taka breytingum í samræmi við það. Þetta verður von- andi allt annað líf, en eins og staðan er nú höfum við ekki reynt að vekja mikla athygli á okkur, því við rétt önnum þeim fjölda gesta sem hingað leita. Úrvalið mun aukast, það verð- ur meira í boði og þá fjölgar gest- unum eflaust, en við stefnum að því að hér verði lifandi safn og hingað geti fólk leitað í margs konar erinda- gjörðum,“ sagði Hólmkell. Í miðrými safnsins verður net- kaffihús þar sem menn geta fengið aðgang að tölvum með aðgangi að Netinu. Til hliðar við það verður svo rými sem hentar undir smærri sýn- ingar og utandyra er fyrirhugað að setja upp leikhús, þ.e. svið rétt við húsið og áhorfendabekkir verðar gerðir inn í brekku upp af húsinu. Hólmkell sér m.a. fyrir sér að leik- húsið muni nýtast undir uppákomur á menningarnótt, „en möguleikarnir eru endalausir,“ sagði hann. 170 þúsund bækur lánaðar Tæplega 125 þúsund manns sóttu Amtsbókasafnið á Akureyri heim á liðnu ári, eða að jafnaði um 450 manns þá daga sem safnið var opið. Þetta jafngildir því að hver bæjarbúi hafi komið 8 sinnum í safnið á árinu. Alls voru lánaðar rúmlega 170 þús- und bækur eða önnur safnagögn á síðasta ári sem jafngildir því að hver bæjarbúi hafi fengið um 11 bækur að láni. Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdum við nýbyggingu Amtsbókasafnsins á að vera lokið fyrir 1. maí í vor. Bókum komið fyrir í nýbyggingu Amtsbókasafnsins Ný aðstaða mun gjör- breyta starfseminni Morgunblaðið/Kristján Hólmfríður Andersdóttir, starfs- maður Amtsbókasafnsins, með kassa með ljósrituðu eintaki af Guð- brandsbiblíu í geymslurými ný- byggingarinnar. VAL á íþróttamanni Þórs fyrir árið 2002 verður kunngjört í hófi í Hamri, félagsheimili Þórs í dag, laugardag- inn 1. febrúar kl. 14.00. Við sama tækifæri verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum einstakra deilda innan félagsins. Átta íþróttamenn félagsins, tveir frá hverri deild, hlutu útnefningu að þessu sinni. Þau sem fengu tilnefningu eru; Aigars Lazdins, handbolti, Ásta Árnadóttir, knatt- spyrna, Helgi Þór Leifsson, taekw- ondo, Hermann Daði Hermannsson, körfubolti, Jóhann Þórhallsson, knattspyrna, Óðinn Ásgeirsson, körfubolti, Páll Viðar Gíslason, handbolti og Rut Sigurðardóttir, taekwondo. Þórsarar og aðrir velunnarar fé- lagsins á öllum aldri eru hvattir til að mæta í Hamar í dag, fylgjast með út- nefningunni og þiggja veitingar að henni lokinni. Íþróttamaður Þórs útnefndur ÞORBJÖRN Fiskanes hf. í Grindavík seldi á síðasta ári fiskafurðir fyrir 5,1 milljarð kr. Um borð í frystiskipum félagsins voru framleiddar afurðir fyrir um 2,3 milljarða og í fiskvinnslum félagsins í landi voru framleiddar afurðir fyrir meira en 1,6 milljarða króna, að því er fram kemur á heimasíðu félagsins. Af einstökum afurðaflokkum voru verð- mæti frystra afurða mest, 2,5 millj- arðar króna, saltfiskafurða liðlega 1,1 milljarður króna og verðmæti ferskra afurða kr. 1,2 milljarðar króna. Ef litið er á einstakar tegundir, frystar, ferskar og saltaðar, voru þorskafurðir verðmætastar með um 2 milljarða króna. Mikilvægustu mark- aðslönd fyrirtækisins eru Bretland, Bandaríkin, Spánn og Japan. Verð á erlendum mörkuðum lækkaði nokkuð á síðasta ári, í erlendri mynt. Í ís- lenskum krónum var lækkunin enn meiri vegna verulegrar styrkingar krónunnar, segir á heimasíðunni, www.thorfish.is. Seldar afurð- ir fyrir fimm milljarða Grindavík GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur átt í viðræðum við Tré- smíðaverkstæði Sveins Heið- ars hf. á Akureyri, um að fyr- irtækið byggi fjórar nýjar íbúðir á Grenivík næsta sum- ar. Að sögn Guðnýjar Sverr- isdóttur sveitarstjóra er hug- myndin að byggð verði tvö parhús, með fjögurra og fimm herbergja íbúðum við Lækj- arvelli. Guðný sagði jafnframt að hreppurinn myndi skuldbinda sig til að kaupa tvær íbúðir en að hinar tvær yrðu seldar á frjálsum markaði. Hún sagði að mikið væri spurt eft- ir húsnæði á Grenivík og margir á biðlista eftir leigu- húsnæði. „Við erum í upp- sveiflu og hér ríkir bjart- sýni,“ sagði Guðný. Stefnt að byggingu fjögurra íbúða Grenivík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.