Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F YRSTA skrefið, vilji menn takast á við vanda, er að viðurkenna tilvist hans. Þetta er lykilsetning til skilnings á póli- tískum ágreiningi vegna skuldabagg- anna, sem R-listinn hefur hlaðið á Reyk- víkinga undanfarin ár undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem lét af störfum borg- arstjóra í gær. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa um árabil varað við vaxandi skuldum Reykjavík- urborgar en talsmenn R-listans hafa látið öll viðvör- unarorð sem vind um eyru þjóta. Raunar hafa þeir stundum hælst um af skuldasöfnuninni. Hin kæruleysislega afstaða R-listans til skulda- baggana kemur á óvart, þegar haft er í huga, að Ingibjörg Sólrún og félagar höfðu sterk orð um hættulega skuldastöðu Reykjavíkurborgar árið 1994. Þá sagði í stefnuskrá R-listans: „Gerð verði áætlun til langs tíma um að greiða upp skuldir borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur safnað.“ Þegar þetta kosningaloforð var gefið, hafði verið kaupmáttarrýrnun, stöðnun, samdráttur og atvinnu- leysi í landinu um nokkurt árabil. Þá var fram- kvæmdum lokið við Perluna og ráðhúsið. Reykjavík- urborg hafði ráðist í átaksverkefni af ýmsum toga til að draga úr atvinnuleysi. Í árslok 1993 var hrein skuld hvers Reykvíkings vegna skuldbindinga Reykjavíkurborgar (án lífeyrisskuldbindinga) 40 þús- und krónur á árslokaverðlagi 2002. Síðan árið 1994 er mikið vatn til sjávar runnið og þjóðarbúskapurinn hefur tekið stakkaskiptum undir efnahagsstjórn sjálfstæðismanna. Kaupmáttur hefur aukist meira en nokkru sinni fyrr og þjóðin notið efnahagslegs góðæris. Skuldir ríkisins hafa lækkað um 13%. Ef litið er á skuldaþróun Reykjavíkurborgar á þessum tíma, er engu líkara en hún hafi verið rekin í öðru hagkerfi en ríkið eða stórfyrirtæki í landinu. Skuld hvers Reykvíkings, sem var 40 þúsund krónur árið 1993, er orðin að 415 þúsund krónum árið 2003. Á sama tíma og skuldir ríkisins hafa lækkað um 13% hafa hreinar skuldir Reykjavíkurborgar (án lífeyris- skuldbindinga) hækkað um 1100%. x x x Talsmenn R-listans treysta sér ekki til að and- mæla þessum tölum, enda eru þær fengnar reikningum og fjárhagsáætlunum Reykjaví og gögnum frá Seðlabanka Íslands. Hið sér við málið er, að undir forystu Ingibjargar S Gísladóttur hefur R-listinn ekki viljað viður þessi þróun sé óeðlileg hjá Reykjavíkurbor stendur hnífurinn í kúnni. Í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjaví urborgar á fundi borgarstjórnar hinn 2. jan var því haldið fram, að áætlunin sýndi, að s byrðin á hvern Reykvíking væri með því hæ landinu. Þá sagðist Ingibjörg Sólrún ekki v að skattyrðast um þetta mál og bætti við: „ hinsvegar segja það og andmæla því mjög sem fram kom í hans máli, að Reykjavíkurb með skuldsettustu sveitarfélögum landsins einfaldlega rangt...“ Nú er unnt að bera saman nýjustu tölur efni með því að skoða fjárhagsáætlanir sve anna hér á höfuðbogarsvæðinu (Hafnarfjar fellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarnesbæ ureyrar og Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 saman við Reykjavík. Hvað kemur í ljós, þe er á heildarskuldir þessara sveitarfélaga (þ lífeyrisskuldbindingum)? Jú, hver Reykvíki skuldar 733 þús. krónur, næst kemur Akur með 715 þús. krónur, lægstur er Seltirning 212 þús. króna skuld. Ljóst er, að í byrjun þessa árs, hinn 2. ja 2003, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáv borgarstjóri, enn þeirrar skoðunar, að sjálf ismenn færu villir vega í mati sínu á skulda Reykvíkinga gagnvart öðrum sveitarfélögu vildi með öðrum orðum ekki viðurkenna sta þótt hún treysti sér ekki til þess þá frekar nær að andmæla þeim tölum, sem nefndar stað andstæðinga hennar til stuðnings. Að fyrrverandi borgarstjóri taki á skulda með þessum hætti, kemur þeim ekki á óvar veit, að í kosningauglýsingu vorið 1998 sag fjármál Reykjavíkurborgar: „Skuldasöfnun verið stöðvuð.“ Og í Fréttablaðinu 11. júní sagði Ingibjörg Sólrún blákalt: „Það er ran sjálfstæðismönnum að skuldir Reykjavíkur hafi aukist.“ Þá sagði hún einnig, að staðan VETTVANGUR Kíkirinn fyrir blind Eftir Björn Bjarnason U MRÆÐAN um Evrópusam- bandsaðild er að skýrast. Skýrsla endurskoðunarskrif- stofunnar Deloitte og Touche, sem var birt á dög- unum, fullyrðir að yrðum við aðilar yrði Ís- land í hópi þeirra þjóða sem greiða mest til sambandsins. Þetta er afdráttarlaust. At- hyglisvert er einnig að endurskoðunarskrif- stofan metur kostnaðinn við aðild, eins og forsendurnar liggja núna, ívið meiri en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Það sem veldur mismunandi niðurstöðum að öðru leyti er í rauninni pólitískt mat umfram allt. Vonbrigði og mismunun Við vitum að stækkun Evrópusambands- ins til austurs gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Þjóðir gömlu Austur-Evrópu máttu þola tvö hernám á 20. öldinni. Fyrst nasista og síðan kommúnista. Þær brutust undan oki kommúnismans eftir hrun Sovétríkj- anna og Varsjárbandalagsins undir lok ald- arinnar. Eftir stóðu djúp pólitísk, félagsleg og efnahagsleg sár. Þessum þjóðum var því í mun að marka sér ótvíræðan sess í evr- ópsku samstarfi af skiljanlegum ástæðum. Aðildin að Evrópusambandinu og NATO var drýgsti hlutinn af þeirri viðleitni. Það fer ekkert á milli mála að viðtökur Evrópusambandsríkjanna voru þessum þjóðum mikil vonbrigði. Þetta skynjaði maður glöggt í heimsókn utanríkisnefndar Alþingis til Póllands, sl. haust þegar aðild- arviðræðurnar stóðu enn yfir. Og þó svo að gengið hafi verið til móts við hagsmuni þessara ríkja að einhverju leyti blasir það við að meðferðin sem þau fá varðandi styrki af ýmsu tagi, er öll önnur og lakari en hjá öðrum ríkjum sambandsins. Nýju aðildar- ríkin eru sett skör lægra. Hið pólitíska mat Þarna komum við einmitt að hinu póli- tíska mati. Er líklegt að þannig verði það til frambúðar? Verða þjóðir í fyrstu og annarri deild að þessu leytinu innan ESB? Trauðla. Evrópusambandshugsjónin sjálf er þannig, að það er óhugsandi annað en að nýju aðild- arríkjunum verði búnir sömu kostir að þessu leyti og þeim sem fyrir sitja á fleti. Þess vegna er ólíklegt annað en að þessi kostn- aður eigi eftir að vaxa. Burtséð frá tilburð- um til þess að draga úr styrkjakerfi sam- bandsins. Kröfugerð Evrópusambandsins á okkar hendur – krafan um 27-földun fram- laga okkar í þróunarsjóðina – sýnir líka að innst inni er það líka skoðun fulltrúa Evr- ópusambandsins. Enda hefur það komið fram að þessi kröfugerð er reist á því að ver- ið sé að bregðast við auknum kostnaði vegna nýrra ríkja. Það er því ljóst að flest bendir til þess að aðild okkar hefði í för með sér miklar og nýj- ar byrðar fyrir ríkissjóð okkar. Við yrðum í hópi hinna auðugustu þjóða og yrðum því eins og sjálf, í hóp ESB. Menn s með öðru lægra vö mikil einf besta sem verið umf um góðs sé EES s sjálfstæði hagstjórn dæmis ljó borð við Við myndum borga e Eftir Einar K. Guðfinnsson Það hefur verið pólitísk niðurstaða hér á landi að verja í tíð landbúnaðar með ESB-aðild. KOSTIR SHARONS Úrslit kosninganna í Ísrael fyrr í vik-unni voru ekki óvænt. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að Ariel Sharon forsætisráðherra og Likud-bandalagið myndu líklega vinna stóran sigur. Sú varð einnig raunin. Það verður hins veg- ar þrautin þyngri að mynda nýja ríkis- stjórn. Helsta einkenni ísraelskra stjórn- mála er kosningakerfi sem gefur smá- flokkum mikið vægi og torveldar myndun starfhæfra ríkisstjórna. Sjálfur segist Sharon ekki vilja mynda stjórn með öfga- flokkum til hægri heldur koma á breiðri fylkingu afla í kringum miðjuna. Ákvörð- un Verkamannaflokksins, sem beið einn mesta ósigur sinn, um að taka ekki þátt í næstu ríkisstjórn þrengir enn stöðu Sharons. Þegar ný ríkisstjórn verður mynduð bíða hennar gífurlega erfið verkefni. Stærst þeirra er að finna lausn á Palest- ínudeilunni. Þegar litið er á stöðu mála nú er vart hægt að trúa að einungis rúm tvö ár eru liðin frá því litlu munaði að samkomulag næðist á fundum Ehuds Baraks, Yassers Arafats og Bills Clint- ons í Camp David og Taba um myndun palestínsks ríkis. Síðan upp úr þeim við- ræðum slitnaði hefur oft virst sem von- laust væri að setja niður deilur Ísraela og Palestínumanna. Sjálfsmorðsárásir Pal- estínumanna og hernaðaraðgerðir Ísr- aela á Vesturbakkanum og Gaza hafa kostað hundruð manna lífið, magnað upp hatrið milli þjóðanna og eitrað andrúms- loftið í öllum tilraunum til samningavið- ræðna. Þó blasir við að deiluna verður að leysa. Örlög Ísraela og Palestínumanna eru samtvinnuð og verða það um ókomna tíð. Þessar þjóðir byggja sama svæði og hafa gert frá örófi alda. Þá liggur fyrir í stórum dráttum hvernig endanlegt samkomulag mun líta út. Palestínumenn munu stofna sjálf- stætt ríki og Ísraelar verða að hætta landnámi á svæðum Palestínumanna og halda frá flestum þeim landnemabyggð- um sem settar hafa verið á stofn á und- anförnum áratugum. Líkt og rætt var um í Taba er hugsanlegt að Ísraelar fái að halda einhverjum byggðum gegn því að afhenda Palestínumönnum ísraelskt landsvæði á móti. Á móti verður að tryggja öryggi Ísraela og Palestínumenn verða að hætta hvers kyns árásum á ísr- aelska borgara. Þetta gera allir sér ljóst sem að málinu koma. Skortur á trausti og hatur hafa hins vegar gert samningamönnum Ísraela og Palestínumanna ómögulegt að ná saman. Jafnvel þegar samkomulag lá á borðinu í Taba reyndist ekki hægt að innsigla það. Hvers vegna ætti það að takast nú? Er líklegt að Ariel Sharon, sem löngum hef- ur skipað sér í raðir þeirra er vilja sýna sem mesta hörku í garð Palestínumanna, muni takast að ná hinum sögulegu sætt- um? Það mun tíminn einn leiða í ljós. Hins vegar er ljóst að hann verður undir gífurlegum þrýstingi frá umheiminum. Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs hefur ekki einungis áhrif á þá sem þar búa heldur öll samskipti Vesturlanda og arabaheimsins. Fastlega má gera ráð fyrir að í kjölfar Íraksdeilunnar muni Bandaríkjastjórn leggja ofurkapp á að finna lausn á Palest- ínudeilunni. Vonandi munu deiluaðilar þá vera reiðubúnir að sætta sig við hið óhjá- kvæmilega í stað þess að stinga höfðinu í sandinn einu sinni enn með skelfilegum afleiðingum. INGIBJÖRG SÓLRÚN HVERFUR ÚR STÓLI BORGARSTJÓRA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lauk ígær síðasta starfsdegi sínum í emb-ætti borgarstjóra með því að kveðja starfsmenn borgarinnar eftir tæplega níu ára setu í embætti og tekur Þórólfur Árnason við af henni. Við brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar verða mikil við- brigði í borginni, þótt hún sitji áfram sem borgarfulltrúi. Úr stólnum fer borgar- stjóri, sem þrisvar hefur leitt R-listann til sigurs í Reykjavík og í hann sest borg- arstjóri, sem er ráðinn til starfans. Þegar Ingibjörg Sólrún komst til valda árið 1994 bundu stuðningsmenn hennar og R-listans miklar vonir við það sem koma skyldi. Á sumum sviðum hafa orðið breytingar, en á öðrum reynst erfiðara að ná settu marki, jafnvel þótt mikið væri lagt undir. Eitt af markmiðunum var að auka hlut kvenna í borgarkerfinu. Í tíð Ingibjargar Sólrúnar hafa fleiri konur gegnt ábyrgð- arstörfum en áður á vegum borgarinnar. Einnig hefur launamunur kynjanna minnkað verulega hjá starfsmönnum borgarinnar og benda tölur til þess að hinn svokallaði óútskýrði launamunur hafi minnkað um helming. Sú þróun skiptir ekki aðeins máli í borginni heldur þjóðfélaginu öllu og stuðlar að því að uppræta mismunun, sem á sér ekki stoð í nútímasamfélagi. Þá má ekki gleyma þeim áhrifum, sem það hefur í jafnrétt- isátt, að í tæpan áratug hefur kona gegnt þessu mikilvæga starfi og þannig verið fyrirmynd annarra kvenna um mörk hins mögulega. Ingibjörg Sólrún hefur hins vegar síð- ur en svo verið óumdeild. R-listinn lofaði því í kosningabaráttunni 1994 að tryggja öllum börnum leikskólapláss. Gagngerar breytingar hafa orðið í leikskólamálum síðan hún komst til valda og hefði kerfið eins og það er nú hugsanlega fullnægt kröfunum fyrir níu árum. Þjóðfélagið hefur hins vegar tekið það hröðum breyt- ingum á þessum stutta tíma að kröfurnar eru orðnar allt aðrar og meiri og þörfin fyrir dagvistun hefur aukist hraðar en unnt hefur verið að bæta við plássum. Fyrir vikið hafa biðlistar haldið áfram að lengjast. Hægt hefur gengið í skipulagsmálum í valdatíð fráfarandi borgarstjóra. Í mið- bænum bíður brýnt verkefni, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Hefur Ingi- björg Sólrún reyndar sagt það sjálf að það séu helstu vonbrigðin í borgarstjóra- tíð sinni að hlutirnir skyldu ekki ganga hraðar fyrir sig, meðal annars í uppbygg- ingu miðbæjarins. Eftir borgarstjóratíð Ingibjargar Sól- rúnar verður ekki hægt að segja að hún hafi reist sér minnisvarða og hefur hún sjálf sagt að það hafi ekki verið ætlun sín. En hún hefur verið áberandi í embætti og sýnt að hún er skeleggur og kraftmikill stjórnmálamaður. Embætti borgarstjóra í Reykjavík er eitt það valdamesta í íslensku stjórn- kerfi. Ingibjörg Sólrún hverfur ekki úr því embætti með þeim hætti, sem hún hefði viljað. Þess eru mörg dæmi að emb- ætti borgarstjóra í Reykjavík hafi verið stökkpallur til frekari metorða í stjórn- málum á Íslandi. Ingibjörg Sólrún skipt- ir nú um vettvang og hyggst láta að sér kveða í landsmálunum með augastað á forystu í ríkisstjórn. Hvernig það gengur ræðst í alþingiskosningunum í vor, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur þegar markað sér sess í íslenskum stjórnmál- um með ferli sínum í embætti borgar- stjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.