Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 67 ENGINN vafi leikur á að af inn- lendum atburðum er Vestmanna- eyjagosið árið 1973 einn minnis- stæðasti atburður 20. aldarinnar. Aldrei fyrr hefur eldgos ógnað þétt- býli, að auki hófst gosið öllum að óvörum um myrka febrúarnótt þeg- ar tveggja kílómetra löng sprunga myndaðist á austanverðri Heimaey og tók að spúa eldi og eimyrju – svo að segja yfir byggðina. A.m.k. tvær mikilvægar heimild- armyndir voru gerðar um hamfar- irnar og var önnur þeirra, Eldeyjan eftir Ernst Kettler, Ásgeir Long og Pál Steingrímsson, frumsýnd þegar á gosárinu en ári síðar kom Eldur í Heimaey, sem þeir Knudsenfeðgar, Osvald og Vilhjálmur, stóðu að, báð- ar eru þær um hálftími að lengd. Nú hefur Storm/Stöð 2 frumsýnt Ég lifi ..., rösklega tveggja tíma langa og merka heimildarmynd um atburðarásina. Tilefnið að þrír ára- tugir eru liðnir frá örlaganóttinni í Vestmannaeyjum og er sú fyrsta þar sem atburðirnir eru skoðaðir úr nokkurri fjarlægð. Ég lifi ... er unn- in á hefðbundinn hátt, fléttuð sam- an úr miklu magni fréttamynda úr sjónvarpi auk annarra kvikmynda af þessum stórbrotna hildarleik manna og máttarvalda; rætt við tugi sjónarvotta sem tóku á einn eða annan hátt þátt í atburðarásinni og stuðst við fréttir og ljósmyndir. Myndin skiptist í þrjá hluta eftir efnisinnihaldi; „Flóttann“, „Barátt- una“ og „Goslok“. Hér gefst því tækifæri til að virða fyrir sér þessa 30 ára gömlu átakasögu og jafn- framt að skyggnast um öxl og skoða hana í nýju ljósi. Kvikmyndagerð- arfólkið hefur unnið mikilvægt starf, ekki síst fyrir komandi kyn- slóðir og leyst það eftirminnilega vel úr hendi. Útkoman heilsteypt mynd sem skilur við áhorfandann með glögga yfirsýn á sviðið. Ég lifi ... hefst á tökum af ægi- legu hraungosinu við bæjardyr Eyjamanna og flóttanum út í óviss- una sem hófst á sömu stundu. Íbú- arnir rifnir upp úr rúmum sínum um hánótt við ógnarfréttir lífs síns og nánast allir komnir upp á fasta- landið fyrir birtingu um morguninn. Ráðvillt og allslaust stóð fólkið skyndilega frammi fyrir því að eiga ekkert nema hvað annað. Eyjamenn eru landsþekktir fyrir dugnað og yfirlætisleysi og nú reyndi á aðra kosti sem þeir reyndust einnig ríku- lega búnir: Æðruleysi og bjartsýni. Með Guðs og góðra manna hjálp tókst að bjarga því sem bjargað varð. Hraunkælingin forðaði höfn- inni, lífæð byggðarinnar, frá eyði- leggingu. Að því kom að ósköpunum linnti og fimm mánaða skelfingar- ástand að nokkru leyti um garð gengið. Eyjarnar og allir þeir sem við sögu komu verða aldrei samir eftir en sárin gróa. Af rösklega 5000 flóttamönnum sneru um 3500 til baka. Margir urðu fyrir óbætanlegu tjóni, öðrum hefur tekist að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Myndin endar á hárréttum nótum; í nærmynd af hraustlegum strák á grænum bala í nýja hrauninu. Þegar upp er staðið og þessir tveir tímar af skipulögðu og vel framsettu efni um ógnþrungnustu atburði Íslandsögunnar á síðustu öld eru skoðaðir kemur það mest á óvart að atburðarásin stóð yfir í „aðeins“ 150 daga. Í minningu flestra eru þeir örugglega mikið mun fleiri. Örlaganótt yfir Eyjum SJÓNVARP ÉG LIFI … (Vestmannaeyjagosið 1973) Leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson. Handrit og viðtöl: Margrét Jónasdóttir. Kvikmyndataka: Magnús B. Magnússon og Magnús Viðar Sigurðsson. Hljóð- upptaka: Magnús Viðar Sigurðsson. Samsetning: Ólafur Ragnar Halldórsson. Framleiðandi: Páll Baldvin Baldvinsson. Storm og Stöð 2, Styrkt af Kvikmynda- miðstöð Íslands 2003. Stöð 2 í janúar 2003. STÖÐ 2 Sæbjörn Valdimarsson www.regnboginn.is Nýr og betri DV RadíóX Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.14 ára Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. Hverfisgötu  551 9000 GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12. Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida.  kvikmyndir.com www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 2, 5.30 og 9. B.i. 12. YFIR 85.000 GESTIR  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3, 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. 599,- Ve r s l u n D a l v e g i 2 • K ó p a v o g i • S í m i 5 6 4 2 0 0 0 Yfirhafnir•Draktir•Jakkar Fatna›ur í öllum stær›um Þýsk gæði! STÓR Pottasett 4 hluta. Eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn, glæsilegt útlit. Útsala kr. 2.990,- Shopper Bæjartaska. Mjög þægileg og rúmgóð handtaska. Útsala kr. 799,- Rétt ver› kr. 1.999,- Verkfærasett. 73 hluta frábært sett úr Chrom- Vanadium-Stáli í góðri tösku. Smáhlutabox í loki. Útsala kr. 3.900,- Vandað úr með skiptanlegum skífum. 5 mismunandi útskiptanlegar skífur í fallegum kassa. Útvarp. Sjálfleitari, heyrnatól, 2 rafhlöður. Ótrúleg gæði. Enn betra ver›! 1.990,- Buxur•Blússur•Peysur•Pils Útsala kr. 990,- Útsala kr. 1.990,- 20% Afsláttur Allar stærðir! Fer›atöskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.