Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 53 Á MORGUN, sunnudag, er fyrsta fjölskylduhátíð ársins 2003 haldin í Hafnarfjarðarkirkju. Slík hátíð er haldin einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Koma þá báðir sunnudagaskólarnir saman í kirkjunni kl.11 til fjölskylduguðs- þjónustu ásamt öllum leiðtogum. Hljómsveit skipuð leiðtogum sunnu- dagaskólans leikur undir söng en prestar eru sr. Þórhallur og sr. Þór- hildur. Mikið er um söng, leiki og glens og sögð er glærusaga. Að þessu sinni munum við reka endahnút á vetrarsöfnun barna- starfsins til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Af því tilefni fer öll kirkjan í „andlegt“ ferðalag til Afr- íku. Auk þessa kemur barnakór kirkjunnar í heimsókn eins og venju- lega þegar við höldum hátíð. Stjórn- andi hans er Helga Loftsdóttir. Barnakórinn mun dvelja í safn- aðarheimilinu frá laugardegi til sunnudags og alla nóttina með þann- ig að þau verða bæði hress og vel æfð og í miklu stuði með Guði! Eftir fjölskylduguðsþjónustuna heldur hátíðin áfram í safn- aðarheimilinu þar sem boðið er upp á nammi og annað góðgæti í tilefni dagsins. Sunnudagaskólarútan ekur að venju. Auk þess fer strætisvagn frá Hvaleyrarskóla rétt fyrir 11 og heim aftur að lokinni hátíðinni. Þessar hátíðir Hafnarfjarðarkirkju hafa ætíð verið ákaflega vel sóttar. Fjölskylduhátíðin er fyrir alla ald- urshópa og allir eru velkomnir. Neskirkja – Alfa II NÆSTA sunnudag, 2. febrúar, kl. 12.30 hefst Alfa II í Neskirkju. Um er að ræða framhaldsnámskeið ætl- að fólki sem þegar hefur sótt hefð- bundið Alfa-námskeið. Kennt verður í eina klukkustund hverju sinni. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í messu kl. 11, fá sér kaffisopa að henni lokinni og sitja síðan fræðslufundinn frá 12.30–13.30. Námskeiðið verður alla sunnu- daga í febrúar og mars eða í 9 skipti. Farið verður í Bréf Páls postula til Filippímanna og byggt á bókinni Líf á nýjum nótum eftir Nicky Gumbel sem útgáfan Salt gaf út. Þemu námskeiðsins eru sem hér segir: 2. febrúar: Nýtt hjarta/ 9. febrúar: Nýr tilgangur/ 16. febrúar: Ný afstaða/ 23 . febrúar: Ný ábyrgð/ 2. mars: Ný vinátta/ 9. mars: Nýtt traust/ 16. mars: Nýr metnaður/ 23. mars: Nýr auður/ 30. mars: Nýtt ör- læti. Námskeiðið er ókeypis og eru all- ir velkomnir sem lokið hafa hefð- bundnu Alfanámskeiði hvar í kirkju sem er. Skráning fer fram í síma 511 1560 eða með tölvupósti á netfanginu nes- kirkja@neskirkja.is eða að lokinni messu á sunnudaginn. Kennarar verða, séra Örn Bárður Jónsson og Elín Salóme Guðmunds- dóttir og Rúnar Reynisson. Eini drengjakór landsins í Neskirkju DRENGJAKÓR Neskirkju syngur við messu kl. 11 á sunnudaginn. Starf kórsins er með miklum blóma en um 40 drengir æfa reglulega und- ir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Foreldrar drengjanna taka virkan þátt í starfi kórsins, annast m.a. fjár- öflun, söngferðir innanlands og til útlanda. Kórinn syngur að jafnaði við messu fyrsta sunnudag í mánuði hverjum yfir veturinn, heldur tón- leika á jólum og kemur víðar fram. Einkunnarorð kórsins eru: Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar, leika sér eins og strákar. Sameiginlegar samkomur SAMEIGINLEG samkoma með Krossinum og Fíladelfíu í Fíladelfíu Hátúni 2, Reykjavík, kl. 19:00. Charles Ndifone predikar, beðið fyr- ir sjúkum, lofgjörð. Allir velkomnir. Minnum á samkomu á morgun sunnudag kl. 16:30, Högni Valsson predíkar, lofgjörð fyrirbænir og brauðsbrotning.Ungbarnakirkja og í Krakkakirkjunni verður mikið fjör í dag, Lubba og Láki koma í heim- sókn og einnig verður brúðuleikhús. Flóa- og fatamarkaður og kökubasar LAUGARDAGINN 1. febrúar og sunnudaginn 2. febrúar verður kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með flóa- og fatamarkað í safnaðarheim- ilinu á Linnetsstíg 6 milli kl. 11 og 16. Á laugardeginum verður jafn- framt kökubasar á sama tíma. Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem í dag eru 34 kórfélagar í mun ásamt stjórnendum sínum og hljóm- sveit halda í tónleikaferð til Dan- merkur 29. maí nk. í tengslum við vinarbæjarmót á Frederiksbergi í Kaupmannahöfn. Er þessi markaður í tengslum við fjáröflun kórsins en kórinn hefur meðal annars leikið í tveimur kvik- myndum, þó aukahlutverk í fjáröfl- unarskyni! Vonast kórinn eftir því að Hafn- firðingar og aðrir velunnarar kirkj- unnar og kórsins fjölmenni í safn- aðarheimili kirkjunnar og kynni sér hvað þar er á boðstólum. Fræðslumorgunn og kvöldmessa í Hallgrímskirkju NK. SUNNUDAG, 2. febrúar, hefj- ast að nýju fræðslumorgnar í Hall- grímskirkju. Að þessu sinni ræðir Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur um efnið konur og islam. Mót ólíkra menningarheima verð- ur sífellt áleitnara viðfangsefni í vestrænum ríkjum og því mikilvægt að almenningi gefist kostur á fræðslu um álitamálin. Þess er að vænta að fyrirlestur Steinunnar verði þarft innlegg í umræðuna um þau. Fyrirlestur hennar hefst kl. 10 f.h. og lýkur með fyrirspurnum áður en messa hefst kl. 11. Á sunnudagskvöldið verður síðan fyrsta kvöldmessa ársins með fyr- irbænum og frjálslegu sniði. Scola cantorum syngur við mess- una undir stjórn Harðar Áskels- sonar, kantors kirkjunnar. Báðar messurnar eru í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Brúðubíllinn heimsækir Laugarneskirkju NÚ fá börnin í Laugarneshverfi tækifæri á skemmtilegri tilbreyt- ingu, þegar Helga Steffensen heim- sækir sunnudagaskóla Laugarnes- kirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11 og sýnir leikritið Stein Bollason. Brúðuleikhús er undraheimur og boðskapur leikritanna sem Helga setur upp er mannbætandi fyrir alla. Hvetjum við fólk til að fjölmenna. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, því börn og fullorðnir sameinast í upp- hafi messunnar áður en sunnudaga- skólinn hefst í safnaðarheimilinu. Kostnaður fyrir hverja fjölskyldu er 500 kr. en séu ekki til peningar er gjaldið fellt niður svo að öll börn fái að njóta. KK í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGSKVÖLD verður messa kl. 20. Hún verður með ein- földu sniði sem á að miðla kyrrlátri nærveru og gleði á einföldum nót- um. Um tónlist að þessu sinni sjá tónlistamaðurinn alkunni KK og Bræðrabandið (kunnugt úr æðru- leysismessum). Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur stutta hugleið- ingu og þjónar að altarisgöngu ásamt sr. Hjálmari Jónssyni. Um morguninn kl. 11 verður svo almenn messa. Prestur sr. Jakob Ágúst. Dómkórninn syngur undir leiðsögn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista. Bjarni Ara, Silja Rut og Óskar Einars í léttmessu ÞAÐ má með sanni segja að mikil til- hlökkun ríki fyrir fyrstu léttmessu ársins 2003 í Árbæjarkirkju en hún fer fram sunnudagskvöldið 2. febr- úar klukkan 20. Gullbarkinn Bjarni Arason mun leiða sönginn ásamt eiginkonu sinni og stórsöngkonunni Silju Rut Ragn- arsdóttur. Þeim til halds og traust verða jafnframt söngkonur og bassaleikari úr Fíladelfíu að ógleymdum gospelmeistaranum og píanósnillingnum Óskari Einarssyni sem jafnframt útsetur tónlistina. Lagavalið í messunni er einstakt og má þar nefna lögin ,,Up were we belong“ og „The Prayer“ sem þekkt eru í flutningi Bjarna og Silju ásamt fleiri þekktum og hrífandi gosp- elperlum. Sr. Óskar Ingi Ingason þjónar til altaris og Guðni Már Harðarson starfsmaður í unglingastarfi kirkj- unnar flytur stutta hugvekju. Eftir messu er boðið upp á kaffi í safn- aðarheimilinu og félagar úr ung- lingaklúbbi Árbæjarkirkju bjóða rjúkandi vöfflur til sölu. Allir hjart- anlega velkomnir. Ekki vanrækja andlegu hliðina, láttu sjá þig í léttmessu! Árbæjarkirkja. Fyrirlestur í Landakoti SR. JÜRGEN Jamin býður upp á fund fyrsta mánudag hvers mán- aðar. Í þessari fyrirlestraröð verður hver einasti hluti heilagrar messu útskýrður með sérstökum kafla úr ævisögu eins dýrlings. Næsti fundur er 3. febrúar kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Erindið fjallar um Ignatíus frá Loyola og dýrðarsöng heilagrar messu: Ad maiorem Dei gloriam – Guði til aukinnar dýrðar. Hlustað verður einnig á ýmis dæmi um dýrð- arsöng (Gloríu) í sögu kirkjunnar. Friðarstund við Tjörnina SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 2. febrúar verður kvöldstund í Fríkirkjunni við Tjörnina klukkan 20.30. Þema þessarar stundar verður friður. Guðfræðinemarnir Ása Björk Ólafsdóttir og Ólafur Jóhann Borg- þórsson flytja okkur pistla um frið. Tónlistin verður í höndum Önnu Siggu og Carls Möller. Allir vel- komnir Fríkirkjan í Reykjavík, Hreiðar Örn Stefánsson. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarð- arkirkju Hafnarfjarðarkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.