Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 49 Hildur fetaði ekki troðnar slóðir í lífinu frekar en faðir hennar og bræð- ur hans. Mér hefur hún einlægt þótt ögn til hliðar við aðra menn og hefur án efa þegið að kynfylgju þá miklu mannkosti, sem foreldrar hennar voru búnir. Hildur átti heima í Danmörku til nítján ára aldurs og naut þar ágætrar skólagöngu, uppeldis og vinnuaga, sem ég hygg að væri framandi okkur venjulegum Íslendingum. Hildur sá fyrirheitna landið í vestri og fór út til Íslands og hitti þar fyrir þrjú systkini sín og réðst þar í vist þar sem Ingrid systir hennar hafði áður starfað. Svo kom að því að Hildur dreif sig austur fyrir fjall að heimsækja Edel systur sína, þar sem hún hitti manns- efnið sitt Sigurð Árnason á Sáms- stöðum, rauðbirkinn víking, sem var með allra stærstu mönnum og róm- sterkur vel. Með þeim tókust ástir og þau giftu sig og hófu búskap á Sáms- stöðum sumarið 1934 í sambýli við Jón bróður Sigurðar og konu hans. Ekki fer hjá því að það hefur verið erfitt hlutskipti fyrir ungu konuna að halda sínum hlut á jafnrótgrónu menningarheimili og Sámsstaðir voru. Hildur var kona nettvaxin og stakk mjög í stúf við annað heimils- fólk og þar að auki var hún útlend- ingur og kunni ekki ástkæra ylhýra málið og var dönsk í þokkabót, en landar hennar áttu ekki upp á pall- borðið hjá mörlandanum á þessum árum mitt í sjálfri sjálfstæðisbarátt- unni. Sigurður og Hildur eignuðust sjö mannvænleg börn, sex dætur og einn son, sem fæddust hvert af öðru það elsta 1936 og það yngsta 1950. Öll komust þau vel til manns og ekki hef- ur það orðið þeim til sálutjóns, þótt ekki væri mulið undir þau eins og nú tíðkast í góðærinu. Það hefur þurft að taka til hendinni á þessu heimili svo allt færi að sköpuðu og þá hefur komið sér vel að njóta hjálpar Söru systur Sigurðar, sem þá bjó heima á Sámsstöðum, annáluð hannyrðakona og dugnaðarforkur. Síðar á ævinni launuðu börnin fyrir sig, þegar Sara var gömul orðin og lasin og þurfti hjálpar við. Meiri ræktar- og hugul- semi hefi ég ekki áður kynnst. Sigurður á Sámsstöðum var hug- umstór maður og hann hafði oft orð á því að honum þótti gott um Hildi sína og „enginn gat verið hún nema hún“. Því hefur hann viljað sýna henni þakklæti og virðingu sína með því að reisa stærra og meira hús en önnur, sem þá höfðu verið reist í Fljótshlíð- inni og það gekk eftir. Þau fluttu í nýja húsið árið 1950 og var yngsta dóttirin Þórdís þá nýfædd. Hildi og Sigurði var mikið í mun að mennta börnin sín og liður í því var að senda þau öll í héraðsskólann á Skógum, en fyrsta bekk lærðu þau heima og virtist sá undirbúningur síst lakari en aðrir fengu, sem voru alla þrjá veturna í skólanum. Þau hjón voru menningarlega sinnuð en í raun eins ólík og hugsast getur. Sigurður leitaði fanga í bók- menntum og þó einkum ljóðum, sem hann kunni ógrynni af og ekki bara ljóð eldri skálda, heldur nutu og formbyltingarmenn vinsælda hjá honum. Hildur las hins vegar að sjálfsögðu dönsku blöðin og hvers- konar bækur og tímarit, sem hún kom höndum yfir og var þess vegna hafsjór af fróðleik um alls konar efni, sem ekki var beint á dagskrá hvunn- dags á venjulegum sveitaheimilum. Hildur vissi flest, ef ekki allt um dönsku drottninguna og alla hennar fjölskyldu í marga ættliði og lét sér svo annt um þetta fólk að maður fékk það stundum á tilfinninguna að um nánustu skyldmenni væri að ræða. Þetta fór hins vegar allt fyrir ofan garð og neðan hjá Sigurði og lét hann sér fátt um finnast. En tónlistina áttu þau sameiginlega og léðu kirkju- kórnum í Fljótshlíð raddir sínar í mörg ár. Hildur settist gjarnan við píanóið og spilaði undir söng, þegar fjölskyldan hittist á góðri stund og var sérstakur bragur yfir þessu, sem ekki verður lýst með orðum, heldur verður hver og einn að varðveita í huga sínum. Ég á skemmtilegar minningar af kynnum mínum við það Sámsstaða- fólk í gegnum tíðina, enda himinn og haf á milli uppeldis Snæfellinga og þeirra fyrir austan fjall eins og kunn- ugt er sæmilega lesnum Íslending- um. Áður hafði ég ekki kynnst svo fáguðu orðfæri, því allt var þetta öðru vísi fyrir vestan þar sem efsta stig lýsingarorðanna var aldrei skor- ið við nögl. Í Sjálfstæðu fólki segir Hallbera tengdamóðir Bjarts í Sumarhúsum að hún hafi búið með honum Þór- arinum sínum í Urðarseli í féritígi ár og aldrei kom neitt fyrir. Sá sem hér heldur á penna hefur þekkt Hildi álíka lengi og get ég tekið undir með Beru gömlu að aldrei hefur neitt komið fyrir. Hildur á Sámsstöðum var einstök kona, sívakin yfir velferð fjölskyld- unnar og samferðamanna sinna, al- varlega hugsandi og glettin í senn. Og sennilega hefur varla uppi verið miklu óeigingjarnari manneskja en hún, eða verr til þess fallin að gera góðan starfslokasamning fyrir sig eins og nú tíðkast meðal meiriháttar manna. Nú eru kaflaskil, Hildur og Sig- urður eru horfin sjónum okkar og hafa haft vistaskipti og dvelja senni- lega þar sem jökulinn ber við loft og Hlíðin fegurri en nokkru sinni. Þau munu um síðir fagna vinum í varpa, ef allt gengur eftir staðfastri trúarvissu þeirra. Mér kemur í hug setningin góða úr Njálu: „Ek var ung gefin Njáli.“ Í þeim anda lifði Hildur og er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning Hildar og Sig- urðar á Sámsstöðum. Árni M. Emilsson. Hildur tengdamóðir mín er látin 89 ára að aldri. Það þykir nú ekki til- takanlega hár aldur í hennar fjöl- skyldu. Móðir Hildar varð 103 ára og dansaði við bæjarstjórann sinn í veislunni sem var haldin þegar hún varð 100 ára. Hildur var ágætlega hress lengst af og var síðast heima hjá okkur í stúdentsfagnaði Magn- úsar sonar okkar rétt fyrir jólin. Hildur var merkiskona, öllum ólík. Hálfdönsk af efnuðu foreldri kom hún ung frá Danmörku og settist að hér í Fljótshlíðinni. Þar átti hún eftir að búa nær alla sína tíð, stóru búi með mörgum börnum og kjarnmikl- um eiginmanni. Ekki hefur það allt verið mótlætislaust. Þessi netta og glæsilega kona fór gjarnan sínu fram án þess að því fylgdi mikill fyrirgangur. Hún var alla tíð einkar áhugasöm um um- hverfi sitt og þjóðmál hér heima en reyndar enn meira erlendis. Stund- um átti hún það til að hefja við mann samræður um einhvern erfiðan ágreining í heimsmálum og mátti maður þá hafa sig allan við því jafnan kunni hún á slíkum umræðuefnum góð skil. Hildur var tónelsk og leyfði þeim áhuga sínum jafnvel að ganga svo langt að hvetja tengdason sinn til gítarleiks og söngs þegar hún kom í heimsókn á Sámsstaðabakka. Af ein- hverjum ástæðum þurfti hún þó stundum að bregða sér frá þegar hæst bar en lét það þó ekki aftra sér frá því að hvetja til endurtekningar í næstu heimsókn. Svona eftir á að hyggja má vera að rétt hefði verið að sleppa söngnum. Fyrir nokkrum árum þegar ég tók upp á því að setjast í dönskunám fékk ég mikið lof Hildar. Og eitt kvöldið þegar hún var í höfuðstaðnum hafði hún samband og vildi koma í heim- sókn gagngert þeirra erinda að tala dönsku við tengdasoninn. Svo sátum við tvö inni í alsparistofu og töluðum dönsku. Eitthvað trúi ég að mætti skemmta sér ef það samtal væri til á spólu. Að leiðarlokum kveð ég Hildi. Hún hefur staðið fyrir sínu hér hjá mönn- um og mun nú gera það fyrir guði. Blessuð sé minning Hildar Árnason. Óskar Magnússon. Mér fannst ég vera í órafjarlægð frá minni góðu fjölskyldu þegar fregnin um að amma mín og nafna hefði kvatt þennan heim. Þó að fólk sé orðið aldrað þegar kallið kemur, verður maður alltaf hryggur og hugsar um liðnar stundir. Ég á svo góðar minningar um þessa fínlegu, duglegu og góðu konu. Sem barn dvaldi ég oft hjá afa Sigga og ömmu Hildi á Sámsstöðum, en afi lést í fyrra þá einnar aldar gamall. Amma Hildur sá um sitt heimili með miklum myndarbrag. Reyndi hún af fremsta mætti að virkja mig við uppvask og önnur innistörf. Ég verð að viðurkenna það, að ég sé enn eftir þeim skiptum sem ég hljóp út í sólskinið vitandi það að uppvaskið var eftir. (Það var allaf svo sólríkt þegar ég var lítil!) Ein af fyrstu minningum mínum er að ég hleyp í ofboði undan reiðum frænda mínum sem er ögn yngri en ég og í fangið á ömmu og ég er svo lít- il að ég grúfi andlitið í svuntunni hennar sem angar af baksturslykt og mér finnst ég örugg. Ég man eftir svo notalegum stund- um í herberginu hennar eftir hádeg- ismatinn, hún sat við gluggann og saumaði út mikil listaverk eða las í Familie Journal og ég lá á beddanum og las í bók eða hún sagði mér frá því nýjasta í lífshlaupi Margrétar Dana- drottningar, en ég hélt lengi vel að við hlytum að vera skyld því fólki því amma var jú dönsk og hún vissi hvert Margrét og þau fóru í sumarfrí. Oft var amma mín þreytt, því heimilið var stundum erfitt og eril- samt. En þegar vel lá á henni og henni fannst eitthvað hlægilegt gat hún tárast af hlátri og allir hlógu með. Einhvern veginn man ég svo vel eftir mjög gáskafullu kvöldi í eldhús- inu á Sámsstöðum. Þetta var stuttu eftir að Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið og við höfðum séð í sjónvarpinu hvernig hann gekk um á tunglinu. Hún tók sig til og var annað slagið að líkja eftir því um leið og hún sinnti störfum sínum. Hún hló svo mikið og allir þeir sem í eldhúsinu voru, veltust um af hlátri. Svo líða árin og ég kynnist manns- efni mínu. Amma fylgdist vel með því. Hún var eitt sinn hjá okkur er ég bjó enn í foreldrahúsum og ungi mað- urinn kom í heimsókn um kvöld. Klukkan var ekki orðin margt og var opið inn í herbergið þegar við heyr- um ömmu segja mjög ákveðið við föð- ur minn: „Gunnar, mér finnst altso að þú getir vel sagt drengen að fara hjem.“ Eftir að við eignuðumst börnin fylgdist amma vel með okkur og reyndi að heimsækja okkur þegar hún var í bænum og heilsan leyfði og hún hafði gaman af að sjá barna- barnabörnin vaxa og dafna. Fyrir um tveimur árum fórum við fjölskyldan í frí til Danmerkur. Áður en við fórum, fór ég yfir það með ömmu hvar hún hafði búið í Danmörku. Við fórum svo til Maribo, Bramminge og eyjunnar Endelave. Það er gaman að segja frá því að við hittum gamlan mann hvers faðir hafði verið vinnumaður hjá Ein- arson í Louisenlund og bar hann hon- um vel söguna. Eyjan er afskaplega falleg og friðsæl og þaðan átti amma góðar bernskuminningar. Við sáum ömmu síðast fína og vel tilhafða í 90 ára afmæli föðurafa míns hinn 3. janúar s.l. Þannig munum við hana og við kvöddumst vel þann dag, því ég og fjölskylda mín vorum að flytjast tímabundið til Genfar þá strax daginn eftir. Við getum því miður ekki verið heima og fylgt henni til grafar, en svo sannarlega verður hugur okkar í Fljótshlíðinni á útfarardaginn. Elsku mamma, þér og systkinum þínum sendi ég samúðarkveðjur svo og öllum öðrum ættingjum. Amma mín, ég kveð þig og þakka þér sam- fylgdina í lífinu. Blessuð sé minning þín. Hildur Jóna Gunnarsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓSAVINSDÓTTUR, Staðarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Seli fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ásgerður Skúladóttir, Ólafur Eggertsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Dóra Margrét Ólafsdóttir, Árni Freyr Antonsson, Borghildur Ólafsdóttir, Friðrik Baldur Þórsson, Birgitta Sigurðardóttir, Robert Lauis Pells, Helga Margrét Sigurðardóttir, Tómas Jónsson, Erla Elísabet Sigurðardóttir, Steingrímur Hannesson, Sólveig Elín Þórhallsdóttir, Auður María Þórhallsdóttir, Hjalti Þórhallsson og langömmubörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 26. janúar, verður jarð- sungin frá Hvalsneskirkju í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 14.00. Bergdís Kristjánsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Sævar Örn Kristjánsson, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Brynja Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JENS HAFBERG, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 3. febrúar kl. 10.30. Olga Hafberg, Björn Rögnvaldsson, Sigríður Hafberg, Birgir Hlíðar Guðmundsson, Hrafnhildur Hafberg, Einar Þór Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÚRIK HARALDSSON leikari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík þriðjudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Björn Rúriksson, Haraldur Steinn Rúriksson, Ragnhildur Rúriksdóttir, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall ástkærrar móður okkar, tengda- móður, systur, mágkonu, ömmu og lang- ömmu, ERNU GEIRLAUGAR ÁRNADÓTTUR MATHIESEN, Hringbraut 2A, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks kvensjúkdómadeildar 21A Landspítalanum við Hringbraut. Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson, Hjálmtýr Sigurðsson, Kristín Edvardsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Sigrún Þ. Mathiesen, Erna Ingibjörg Mathiesen, barnabörn, makar og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.