Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Róbert BirkirViggósson fædd- ist í Reykjavík 9. maí 1976. Hann lést 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Viggó Rúnar Einars- son og Elísa Berg- lind Adólfsdóttir. Foreldrar Viggós eru Einar Klemens- son og Hrefna Finn- bogadóttir í Prests- húsum í Mýrdal. Foreldrar Elísu eru Adólf Sigurgeirsson, búsettur í Grindavík, og Stefanía Guðmundsdóttir. Fósturfaðir Elísu er Eiríkur Ein- arsson, en þau búa í Hallskoti í Fljóts- hlíð. Systkini Róberts eru: a) Jón Ingi, f. 30.3. 1971, sonur hans er Daníel Ingi, f. 26.7. 1998, b) Lovísa Dögg, f. 7.3. 1979, gift Sigurði Rúnari Kristbjörns- syni, sonur þeirra er Viggó Rúnar, f. 10.7. 2000, og c) Hlynur Freyr, f. 5.1. 1986. Útför Róberts verður gerð frá Reyniskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri Róbert. Ég skrifa þessa minningu sem bréf til þín. Því miður fórstu allt of fljótt og ekki gafst tími til að kveðjast. Þín er sárlega saknað. Þessa síðustu daga hef ég rifjað upp bæði ein og með ástvinum þínum ýmsar góðar stundir með þér. Það sem stendur upp úr þegar þín er minnst er glað- værðin, brandararnir og uppátækin. Það var alltaf stutt í spaugið hjá þér og hugdetturnar sem þú fékkst voru ótrúlegar. Mér detta til dæmis í hug ýmsar matreiðslutilraunir sem voru mislystilegar og alls konar sprell. Til dæmis hefði eftirfarandi verið dæmi- gerð hugdetta hjá þér: ,,Hvernig væri nú að prófa að renna sér niður þessa bröttu brekku á snjóþotu og snúa öfugt?“ Einnig hafðirðu enda- laust gaman af því að stríða og það vissu ég og Lovísa Dögg systir þín mætavel þar sem við vorum nú stundum fórnarlömb þeirrar stríðni en þó kom fyrir að við værum sam- sekar. Uppátækin voru af ýmsum toga. Hjá mömmu og pabba er til gömul mynd af þér, Lovísu og mér þar sem við erum í sundfötum og bú- in að troða okkur í þvottabala fullan af vatni úti í garði. Þetta var ,,sund- laugin“ okkar og skemmtum við okkur konunglega. Það var frekar fyndið að sjá þennan ,,stóra“ bala mörgum árum síðar og var hann tölu- vert öðruvísi en í minningunni – svona 20 númerum minni eða svo. Þú varst mikill dýravinur og naust þín vel í sveitinni hjá ömmu og afa. Mér varð hugsað til samræðna okkar þegar þú fékkst far með mér á Sel- foss síðast og við rifjuðum upp skemmtilega tíma frá því að þú og Jón Þór frændi voruð í sveitinni. Þá var nú ýmislegt brallað. Einnig ræddum við um fjölskylduna, sam- eiginlega vini og kunningja og fleira og ferðin leið eins og örskot. Það var alltaf gaman að spjalla við þig og eins og fyrr segir þá var oft stutt í grínið. Þú varst ávallt hress og léttur í lundu þegar þú komst í heimsókn í Víkina og ég man eftir þér spjallandi, hlæj- andi, kurteisum, spilandi á píanóið og gítarinn eða lesandi. Þú varst hinn besti drengur sem því miður villtist af leið og er það synd að þú skulir ekki hafa fengið að blómstra því þú varst svo sannarlega mörgum góðum kostum gæddur. Því miður er um- hverfið ekki öllum hliðhollt og getur reynst sumum erfiðara en öðrum. Líf manns byggir að mestu á því sjálfs- trausti og sjálfsáliti sem maður hefur og einelti getur haft afdrifaríkar af- leiðingar og tel ég að í þínu tilfelli megi rekja mikið af ógæfu þinni þangað. En þrátt fyrir erfiðleika í lífi þínu þá varstu ávallt glaðlegur og ræðinn en depurð þína faldirðu ef- laust á bak við gleðina. Ég kýs að minnast þín eins og þú varst í raun skapaður – glaðlyndur, góðhjartaður og elskulegur frændi sem alltaf var gaman að spjalla við. Ég vona að þú munir nú finna frið og gleði í sálu þinni. Ég og Þorgeir biðjum kærlega að heilsa þér, elsku frændi, og vottum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson.) Þín frænka, Hrefna Sigurjónsdóttir. Elsku frændi. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona allt of fljótt. Mér finnst ég allt- af hafa átt svolítið í þér síðan þú varst lítið barn. Þú komst oft til mín ásamt Lovísu systur þinni. Stundum til að leika við Hrefnu frænku ykkar, sem er á svipuðu reki, og stundum var ég að passa þig. Svo liðu árin og þú flutt- ist til Selfoss ásamt fjölskyldu þinni. Samt áttir þú alltaf heima í Mýrdaln- um og varst mikið hjá afa þínum og ömmu í Presthúsum. Það lýsir sér vel í ljóðinu sem þú ortir um Mýrdalinn hvar þér leið best. Ég var að skoða fleiri ljóð sem þú samdir og segja þau manni margt. Þú virtist eiga svo gott með að tjá þig í rituðu máli. Líf þitt var ekki alltaf dans á rós- um, elsku Róbert minn. Þú hafðir fengið að kynnast hinum harða heimi en þú áttir líka þínar góðu stundir. Þú varst duglegur í vinnu og vel liðinn starfskraftur. Fyrir nokkrum árum varstu að vinna í Víkurskála og síðan í verslun K.Á. hér í Vík. Margir við- skiptavinir söknuðu þín úr búðinni. Þú þóttir sérstaklega lipur og skemmtilegur í þínu starfi. Þú varst músíkalskur og hafðir til dæmis gam- an af að spila á gítar. Þegar þú komst til okkar fórstu oftast að píanóinu og spilaðir á það eða gítarinn minn. Já, Róbert minn, við eigum eftir að sakna þín sárt. Þú varst svo góður, einkum við litlu frændur þína. Þeim fannst þú svo skemmtilegur og kunnu vel að meta þína góðlátlegu stríðni en það var alltaf stutt í glettn- ina hjá þér. Elsku Róbert minn. Ég veit það verður tekið vel á móti þér þar sem þú varst einstakt ljúfmenni og vildir öllum vel. Þá bið ég góðan Guð að styrkja foreldra þína, systkini og fjöl- skyldu í þeirra miklu sorg. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Þín frænka, Kristín Einarsdóttir. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín er kristaltærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrlegt fannst mér það. RÓBERT BIRKIR VIGGÓSSON ✝ Bjarney Ingi-björg Ólafsdóttir fæddist á Flateyri 20. október 1923. Hún lést á Landspítalan- um 23. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Anna Filippía Bjarnadótt- ir, f. 9.7. 1899, d. 15.4. 1992, og Ólafur Guðbrandur Jakobs- son, f. 27.10. 1892, d. 5.1. 1963. Bjarney var elst sjö systkina sem eru: Guðbjörg, Dagrún, Guðrún, Arndís, Jakob, Fjóla og Anna Ólafía, sem er látin. Auk þess ólu Anna og Ólafur upp dóttur Dag- rúnar, Steinunni Kjartansdóttir. Hinn 26.2. 1944 giftist Bjarney Guðmundi Sveinsyni netagerðar- meistara frá Góustöðum f. 9.4. 1913, d. 9.4. 1987. Börn þeirra eru: 1) Magni Örvar. f. 30.6. 1944, maki Svanhildur Þórðardóttur og eru dætur þeirra: a) Harpa, maki Baldur Trausti Hreinsson, börn þeirra, Tómas Helgi og Eva. b) Marta Hlín, sambýlismaður Ólaf- ur Sigurðsson, sonur þeirra Rökkvi Sigurður. Úr fyrra hjóna- bandi á Marta dæturnar Mögnu Rún og Kötlu Rúnarsdætur. c) Guðbjörg Halla, maki Þröstur Jó- hannesson, synir þeirra Andri Pétur, Steinn Daníel, Fróði Benja- mín og Magni Jóhannes. 2) Anna Lóa f. 15.11.45, maki Gunnlaugur Einarsson, börn þeirra: a) Bjarney Ingibjörg, sambýlismaður Árni Ingason, börn þeirra Brynja Sól- rún og Hlynur Ingi. Úr fyrra hjónabandi á Bjarney Ingibjörg soninn Daða Má Guðmundsson. b) Einar, maki Barbara Gunnlaugsson dóttir þeirra Kolfinna Brá. Úr fyrra hjónabandi á Barbara dótturina Patrycju, c) Magnús. 3) Þórdís, f. 5.7. 1947, maki Halldór Guðmundsson. Synir Þórdísar úr fyrri hjónaböndum eru: Ólafur Jónasson, dóttir hans er Elísa- bet Ósk, Ágúst Guð- mundur Atlason, sambýliskona Hrefna Jónsdóttir, sonur hans er Sverrir Úlfur og Atli Geir Atlason, sonur hans er Aron Viðar. Dóttir Halldórs er Helena, sambýlismaður Haraldur Halldórsson. 4) Sveinn f. 20.3. 1949 maki Bergljót Ása Haralds- dóttir, dætur þeirra: a) Þórdís, sambýlismaður Jozeph Guy Eng- land, með fyrri sambýlismanni á Þórdís dótturina Ásu Guðmunds- dóttur. b) Ásdís, sambýlismaður Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Bjarney var virkur þátttakandi í starfi kvenfélaga á Ísafirði og sat m.a. í stjórn Kvenfélagsins Hlífar í mörg ár og var þar heiðursfélagi, hún var einn af stofnendum Kven- félags Ísafjarðarkirkju og var for- maður þess í nokkur ár. Hún söng til fjölda ára í Sunnukórnum og Kirkjukórnum á Ísafirði. Hún var félagi í Oddfellowstúkunni Þórey á Ísafirði. Bjarney vann lengst af á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdótt- ur hf. og var einn af eigendum hennar. Útför Bjarneyjar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Eyja. Þegar við töluðum saman síðast varstu svo vongóð og mér fannst þú vera svo viss um að þú ættir betri líðan fram undan. Ég trúi því að svo sé, þrátt fyrir allt. Þó að ég muni ekki eftir því, þegar við Lóló heitin, systir okkar, vorum skírð, sama daginn og þú fermdist, þá eru minningar mínar um þig margar, góðar og fjölbreytilegar. Ég get varla greint á milli minninga um þig og Guðmund Sveinsson, eftir að þið tókuð saman. Þess vegna verður þessi grein til minningar um ykkur bæði, þó að ég ávarpi þig sérstak- lega. Ég minnist þess að þú eignaðist svo fallegt grænt reiðhjól, þegar þú varst að vinna á sjúkrahúsinu. Mig langaði til að læra á hjól og þú leyfð- ir systur okkar að fara með mér nið- ur í Túngötu og þar lærði ég að hjóla. Ég kunni ekki að stoppa, en allt fór vel. Síðan fékk ég hjólið oft að láni hjá þér á þessum tíma, í þín- um fríum, þegar þið mamma sátuð saman að spjalli og störfum heima á Urðarvegi 11. Ég man vel eftir því þegar þið Guðmundur giftust. Það var gaman að koma að Góustöðum. Barnið skynjaði vel þá reisn sem ríkti á heimilinu hjá þeim Guðríði og Sveini, tengdaforeldrum þínum. Ef ég ætti að nefna eitt orð um þig þá væri það orðið ,,alúð“. Þú lagðir svo mikla alúð við allt sem þú tókst þér fyrir hendur og ég veit að Pollý konan mín hreifst af þér strax við fyrstu kynni vegna gæsku þinnar og góðvildar í okkar garð og barnanna og sameiginlegra áhugamála ykkar, sem reyndust vera mörg. Mér þótti það ævintýri líkast að koma til ykkar Guðmundar inn í Rafstöðina að Fossum í Engidal, þar sem Guðmundur var vélgæslumað- ur, en þar bjugguð þið fyrstu árin ykkar. Þetta var nokkuð langur göngutúr í þá daga fyrir stutta fæt- ur. Þar var margt að skoða og Guð- mundur gerði sér far um að fræða mig og systur okkar um þennan æv- intýraheim sem mér fannst vera þarna og þú sýndir okkur blómin, gróðurinn og aðra fegurð í umhverf- inu og hvernig börnin ykkar döfn- uðu, fyrst Magni og svo Anna Lóa, síðan kom Þórdís eftir að þið fluttuð í nýja húsið á Engjaveginum. Ég man líka eftir því þegar Guðmundur var að steypa hleðslusteinana í húsið ykkar á frívöktum inni í Rafstöð. Það var einnig stórkostlegt að kynn- ast stöðvarstjóranum Jóni Guð- mundssyni, sem var fyrsti stöðvar- stjóri Rafstöðvarinnar að Fossum, konu hans, og dætrum sem voru á mínum aldri. Ég veit að þetta fólk var þér alltaf hugstætt, enda komu þær systur, Harpa og Gulla, fyrir fáum árum hingað til að hitta þig og gistu í Engidal. Þú fékkst mig til að sýna ykkur stöðina og voru þær him- inlifandi að koma aftur til æsku- stöðvanna. Stærsta breytingin var að þeirra áliti sú, að nú sáust ljósin skær á Ísafirði, frá Engidal, en svo var ekki fyrir nærri 60 árum síðan. Þó að ég væri lítill bógur á þessum tíma, þá hafði ég vilja til og fékk leyfi til að taka þátt í því þegar Guðmund- ur fór að byggja húsið ykkar, Engja- veg 24. Helsta verkefni mitt var að rétta úr gömlum nöglum með hamri, á steðja, þeir voru misjafnlega bogn- ir. Þetta þótti mér skemmtilegt verkefni. Á þessum tíma var næstum ekkert efni fáanlegt. Þetta var fyrsta húsið sem var byggt á „Þórutúni“. Þó að húsið væri frá upphafi með götunafni og númeri, þá var engin gata komin, – enginn Engjavegur. Ég man vel eftir mörgum vinnusöm- um mönnum, bræðrum Guðmundar, frændum hans og vinum ykkar, sem þarna voru að verki. Þarna voru eng- ar vinnuvélar, en járnkarlinn, hak- inn og skóflan voru til staðar, en þá voru líka til vinnuaðferðir sem gerðu þetta auðveldara og menn kunnu að beita þeim við þessar aðstæður. Þá reyndi á útsjónarsemi og hún var í ríkum mæli hjá þessum mönnum. Eina tækið sem ég man eftir við gröftinn á grunninum er þrífættur timburgálgi með sveif og með kló á vírendanum, sem klemmd var á stór- grýtið sem þurfti að hífa upp. Það var gott að vera í návist og undir leiðsögn Guðmundar. Þess naut ég bæði á Netagerðinni, en ekki síður þegar byrjað var á byggingu háspennulínanna vegna Mjólkár- virkjunar. Guðmundur Sveinsson stýrði fyrsta vinnuflokki Rarik á Vestfjörðum við reisingu staura í 33 kV línunum. Hann var línuverkstjóri fyrsta sumarið, en þá var lítið að gera í netunum. Við byrjuðum á Patreksfirði vorið 1956. Helsta hjálparhella Guðmund- ar var Óli frá Árbæ, sem er mikill verksnillingur. Þeir höfðu reynslu sem slíkir við byggingu Súðavíkur- línu 1955, en þar var efnisflutningur úr Rauðkollshvilft, upp á Rauðkoll vandasamt verkefni, sem þeir leystu af hendi með slíkum myndarbrag, að frægt varð á meðal línumanna. Elsku Eyja. Það var ómetanlegt fyrir mig að eiga þig að á bernsku- og unglingsárunum, eiga börnin ykkar að félögum, njóta alúðar þinn- ar og umburðarlyndis og hafa Guð- mund, þennan sterka persónuleika í nálægð. Þegar Magni fæddist, fannst mér eins og ég eignaðist bróður. Þetta var mikilvægt fyrir mig þá, eina strákinn í kvennaskaranum á Urð- arvegi 11. Þetta entist mér lengi og vel. Mér varð tíðförult á Engjaveg- inn í mörg ár og mætti alltaf þinni hlýju og umhyggju. Einu sinni sem oftar, bankaði ég upp á á Engjavegi 24 á miðjum degi. Þá kom Guðmundur til dyra. – Þetta hlaut að vera eitthvað merkilegt. Guðmundur tók mér vel eins og æv- inlega, en sagði: „Farðu heim, Jakob minn, og segðu mömmu þinni að hún Eyja sé búin að eignast dreng.“ Þessu átti ég ekki von á og varð mjög hissa. Ég fór heim og sagði mömmu tíðindin, en hún skammaði mig fyrir að segja ósatt og bað guð að hjálpa mér, en hún fór strax inn á Engjaveg. Þarna var Svenni kominn í heiminn. Ég minnist þess, þegar Guðmund- ur hafði mig 15 ára gamlan árið 1952, með sér til Siglufjarðar. Ég kunni auðvitað ekkert í faginu, en hafði hnýtt net hjá honum í Hæstakaup- staðarhúsinu. Hann kenndi mér að skera úr neti, sauma og bæta, telja möskva á fellilínu og hvað þetta allt heitir. Ég lærði praktísk atriði, eins og það að talan 20 héti ,,strik“, það var alltaf verið að telja eitthvað út. Svo voru mikilvægar mælieiningar notaðar, svo sem faðmur, alin, fet og þumlungur. Guðmundur hafði aðsetur í her- bergi í bragganum hjá Skapta í Nöf og þar sváfum við. Þarna á Siglufirði var margt af merku fólki, að mér fannst, bæði Ísfirðingum og öðrum, sem við fórum í heimsóknir til. Það sem gerir mér þessa stuttu Siglufjarðardvöl minnisstæða, auk þess hve veðrið var gott, fjörðurinn fallegur og iðandi mannlífið, var það, að það var svo frjálst að vera einn með Guðmundi Sveinssyni. Ég kynntist honum á minn hátt. Guð- mundur gat verið svolítið utan við sig stundum, þá var hann þungt hugsi og talaði við sjálfan sig og oft- ast nær var hann þá að skrifa eitt- hvað á blað. Þá hafði ég mig hægan og gerði mér eitthvað til dundurs. Þegar best lá á Guðmundi, þá söng hann eða raulaði lagstúf við vinnuna, eða þegar við vorum tveir einir. Þetta þótti mér skemmtilegt, því að sumt af þessu voru lög sem þið systurnar á Urðarvegi 11 sunguð oft í gamla daga. Mér er minnisstæð- ast lagið ,, Nú andar hinn blíði blær, la-lí-la“. Og ennþá man ég hvernig hann söng það. Þegar ég fluttist aftur til Ísafjarð- ar, árið 1974, tókuð þið Guðmundur fjölskyldu minni opnum örmum. Það var gaman að koma heim og við Pollý og börnin nutum þess vel. Þið Pollý voruð alltaf bestu vinkonur og höfðuð mörg sameiginleg áhugamál, þrátt fyrir aldursmuninn, svo sem félagsmál, hannyrðir, garðrækt, og á tímabili vefnað. Ég minnist sérstak- lega umburðarlyndis Guðmundar gagnvart ykkur Pollý. Þið Guð- mundur komuð oft í heimsókn í Tún- götuna til okkar og þá komust þið konurnar jafnan á flug í samræðun- um. – Allt í einu segir þá Guðmund- ur, sposkur á svip: ,, Jæja kona, ertu ekki að koma? Við ættum að fara að fara.“ – Þið tókuð þessu vel, en fram- kvæmdinni var skipt í áfanga. Þið mjökuðuð ykkur fram á gang til að BJARNEY INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.