Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 51 ömmu, á Víðimel 65, hennar fasti punktur í höfuðborginni. En örlögin gripu í taumana og Dúlla eignast dótturina Margréti Sigríði með Árna Þór Víkingi, en hann flutti til Banda- ríkjanna. Um sama leyti fluttust for- eldrar hennar til Húsavíkur og þar bjó Dúlla með Margréti sína litla þegar hún kynntist lífsförunautinum Jóhanni Kr. Jónssyni. Hann gekk Margréti í föðurstað og reyndist henni afar vel. Sem kaupfélags- stjórahjón bjuggu Dúlla og Jóhann á þremur stöðum og var þá ærið er- ilsamt hjá Dúllu því heimili kaup- félagsstjóra á þessum árum gegndu stóru hlutverki því samgöngur og all- ar aðstæður voru með öðrum hætti þá en nú er. Þá voru hvorki veitinga- hús né hótel á smærri stöðum og kom þá í hlut eiginkonu kaupfélagsstjór- ans að bjóða kaffi og mat, gistingu og aðstoð fyrir þá sem voru á ferð. Dúlla var snillingur í matargerð og gat æv- inlega töfrað fram dýrindis veitingar af mikilli hugkvæmni. Mikill gesta- gangur átti eftir að fylgja Dúllu hvar sem hún var, alla hennar ævi, því hún var einstök heim að sækja. Dúlla tók ung bílpróf, sem var fremur óvana- legt fyrir konur á þessum árum og hafði ávallt áhuga á bílum og átti eft- ir að eiga marga fallega og góða bíla. Hún hafði það hlutverk alla tíð að vera bílstjóri á sínu heimili því Jó- hann hafði ekki bílpróf. Það var á Þórshafnarárunum sem ég, þá þriggja ára gömul, kynntist Dúllu fyrst. Þá kom ég ásamt móður minni og systur í heimsókn og kom strax í ljós að það var einhver ósýni- legur þráður á milli okkar. Hún sá aumur á mér hrakfallabálkinum og taldi víst að óeðlilegur flumbrugang- urinn stafaði af sjóndepru. Það kom seinna í ljós að þetta var rétt hjá henni, ég þurfti sterk gleraugu. Fimm ára var ég fyrst skilin eftir hjá henni þegar fjölskylda mín heimsótti þau hjónin á Raufarhöfn, en átti eftir að vera hjá þeim í mörg sumur og bindast ævarandi tryggðaböndum. Það varð einnig upphafið að því að ég fór að kalla hana fóstru, Jóhann fóstra og hún kallaði mig fósturdótt- ur fóstru. Dóttir þeirra, Margrét, hefur ávallt verið mér sem systir og besti vinur. Dúlla var ákaflega blíð og góð við mig allt frá fyrstu tíð. Ég fékk að vera aðstoðarmaður í eldhús- inu þar sem oft var mikið að gera, vaska upp, skera út kleinuhringi, rulla fyrir hana þvottinn og sækja mjólk í brúsa út í Kaupfélag. Hún var alla tíð mjög hagsýn og fór vel með hráefni og hluti og drýgði með því heimilistekjurnar. Ísskápurinn hennar, glæsilegur Westinghouse, er t.d. að verða 50 ára en er enn í full- komnu lagi og rispulaus að utan- verðu, þrátt fyrir að hafa flutt með henni á milli byggðarlaga. Meira að segja klakabakkarnir í frystinum eru upprunalegir. Ég fékk einnig að fylgja henni í mörgum ferðum yfir holt og heiðar og kynnast þannig í gegnum hana fólkinu í Kelduhverfi, á Hvoli við Kópasker, á Gunnarsstöð- um í Þistilfirði, í Sandfellshaga og víðar. Dúlla var einstakt náttúrubarn og naut þess að vera úti í náttúrunni. Hún elskaði bjartar sumarnætur og að komast í berjamó á haustin. Það sló henni enginn við í berjamó, hún var afar fundvís á ber og eljusöm við að tína og svo nýtti hún berin á marg- víslegan máta. Það var sannarlega ekki út í bláinn að hún var kölluð berjadrottningin á NA-landi í Dag- blaðinu þegar verið var að kanna berjasprettu. Hún kenndi mér að skynja náttúruna og sagði mér sögur af liðinni tíð. Hún var hafsjór af fróð- leik og sagði skemmtilega frá. Bróðir minn, Gunnar Þór, naut þess eins og ég að vera „í sveit“ hjá Dúllu og bundust þau einnig tryggðaböndum sem varað hafa alla tíð síðan. Hann og Atli Steinarr, bróðir okkar, áttu báðir athvarf hjá henni þegar þeir voru í sveit í Skógarhlíð í nágrenni Húsavíkur. Tryggð og samviskusemi voru rík- ir eðlisþættir hjá Dúllu. Hún reynd- ist foreldrum sínum afar góð dóttir og bjó þeim öruggt skjól á ævikvöld- inu. Jóu, sem var kaupakona í Garði, bjó hún einnig skjól og sinnti henni þar til yfir lauk og margir fleiri, ætt- ingjar hennar og aðrir, nutu góðs af þegar hún sendi þeim heimagert rúgbrauð og kæfu, aðalbláber eða annað góðgæti. Þessir eðlisþættir Dúllu hafa erfst í ríkum mæli til Mar- grétar dóttur hennar sem ævinlega hefur verið til staðar fyrir mömmu sína, er ákaflega gestrisin og höfð- ingi heim að sækja. Árið sem Dúlla varð fimmtug, eignaðist Margrét dótturina Hönnu Björgu, sem ber nöfn afa síns og ömmu. Hún varð augasteinn þeirra, stolt og eftirlæti og tóku þau hjónin mikinn þátt í uppeldi hennar. Í dag eru þær mæðgur mér ákaflega kær- ar og okkar vinskapur þess eðlis að ekkert getur rofið hann. Sá eiginleiki Dúllu sem ég hreifst sérstaklega af var næmi hennar fyrir fallegum ljóðum. Eftir að ég komst á fullorðinsár voru ljóð og lausavísur okkar sameiginlega áhugamál og var hún þar minn lærimeistari. Hún kunni mörg ljóð utanbókar og hafði ævinlega fallegar hendingar úr ljóðum á hraðbergi við öll tækifæri. Uppáhaldsskáldin hennar voru Davíð Stefánsson, Einar Benedikts- son og Matthías Jochumsson en ýmsir fleiri, s.s. Ólöf frá Hlöðum, Kristján fjallaskáld og fleiri, voru líka hátt skrifaðir hjá henni. Eitt af okkar uppáhaldserindum er úr kvæði eftir Þorstein Erlingsson en ég tel það táknrænt fyrir kynni okk- ar: Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt sem hjarta hefur er hörpu sína vorið slær. Að leiðarlokum hugsa ég til þess hve lánsöm ég var að hafa fengið að þekkja og njóta Dúllu og allra þeirra sem ég tengdist í gegnum hana. Fyr- ir það verð ég ævinlega þakklát. Ég óska þess að góður Guð haldi vernd- arhendi sinni yfir Margréti, Hönnu Björgu og Halla og muni um alla framtíð blessa minningu fóstru minnar, Dúllu. Ása Steinunn Atladóttir. Er dimmum skuggum yfir byggðir brá, sló bjarma út um alla hennar glugga. Þá bar hún hæst, er byljir skullu á, og braust gegn þeim, sem væri hríðarmugga. Með fórn og elsku vann hún vegsemd þá, er veitist þeim, sem gefa líf og hugga. Hún fann hvað þegn og þjóðir mestu varðar var þerna guðs, en dóttir sinnar jarðar. (D. Stefánsson.) „Hafi ég einhvern tímann haldið að ég væri við dauðans dyr, þá var það um daginn, en nú er ég öll að hressast og hjarna við.“ Þessi orð voru með þeim fyrstu sem hún Dúlla mín sagði við mig í síðasta símtali okkar í byrjun ársins. Hvorugu okkar mun þó hafa kom- ið til hugar að þetta væri síðasta samtalið. Þegar við vorum að kveðj- ast voru kveðjuorð hennar þessi: „Við fáum okkur kaffi og sherry þeg- ar við hittumst næst. Vertu svo kært kvaddur nú og ævinlega.“ Síðustu orð kveðjunnar voru þau sem hún notaði alltaf í hverju símtali okkar, en segja má að nokkurn veg- inn í hverri viku hafi annað hvort okkar hringt í hitt, alltaf seint á kvöldin og oft dróst símtalið fram á nótt, enda við bæði nátthrafnar í eðli okkar. Í þau rúmu þrjátíu ár sem kynni okkar hafa staðið minnist ég ekki að hafa heyrt hana leggja illt til nokk- urrar manneskju, hvorki á bak né brjóst. Enda var hún einhver heil- steyptasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Hennar stærsta áfall mun hafa verið er hún missti Jóhann snögg- lega eftir fjörutíu ára búskap, og henni fannst hún því aldrei vera nema hálf þennan síðasta áratug, enda voru þau samhent um allt. Heilsa hennar sjálfrar var líka lé- leg, hjartað mátti ekki við miklu erf- iði en hún bar sig alltaf vel og gerði miklu meira en hún var manneskja til. Það var ekki hennar stíll að leita aðstoðar annarra þó alltaf væri hún sjálf boðin og búin til að snúast með fólk og fyrir fólk, fram og aftur. Kæra Margrét, Hanna og Hall- grímur, megi æðri máttarvöld veita ykkur styrk nú á sorgartímum. Það verður tómlegt að koma til Húsavíkur á næstunni, þar sem enga Dúllu verður framar að finna. Megi hún vera ævinlega kært kvödd og hvíla í friði. Sveinn V. Jónasson. Góður vinur okkar Kristrúnar, Þórhildur Björg Kristjánsdóttir, allt- af kölluð Dúlla, er til moldar borin í dag. Hún hafði fengið krabbamein og síðasta lotan verið erfið en nú hefur hún fengið hvíldina. Svipmikil kona og sviphrein, drengur góður. Í móð- urætt var hún úr Kelduhverfi, af Vík- ingavatnsætt og Gottskálksætt, en föðurafi hennar, Eggert Jochumsson í Grímsey, var bróðir séra Matthías- ar. Ég kynntist þeim hjónum, Dúllu og Jóhanni Kr. Jónssyni, fljótt eftir að ég fór að hafa afskipti af pólitík. Þau tóku mér ávallt vel, enda átti ég oft erindi til þeirra bæði til þess að kynna mér menn og málefni og einn- ig til að fá stuðning og uppörvun sem öllum stjórnmálamönnum er svo mikils virði. Samræðurnar á Ketils- braut voru alltaf hreinskilnar. Ég man eftir stundum þegar við Jóhann vorum ekki sammála og hvessti á milli okkar. Þá kom Dúlla og bar klæði á vopnin með hlýju sinni og léttri gamansemi. En þessir eðlis- þættir voru mjög ríkir í hennar skap- gerð. Hún var margfróð um mannlíf í Kelduhverfi frá uppvaxtarárum sín- um og sagðist vel frá. Frásögnin var lifandi og glögg, einatt gamansöm og ávallt hlý. Dúlla átti fallegt heimili og þar var gestkvæmt enda þótti vinum hennar og frændum sjálfsagt að líta inn þeg- ar þeir áttu leið til Húsavíkur. Frá heimili hennar eru mér sérstaklega minnisstæð málverk eftir Svein Þór- arinsson, frænda hennar og vin, mál- uð á árum hans í Ásbyrgi. Þau eru meðal bestu verka Sveins. Eitt þeirra er af Herðubreið, annað frá Núpskötlu og af Vatnsbæjunum og svo átti hún frægt málverk af hesti úr Kelduhverfi sem miklar sögur fara af. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir góða vináttu og stuðning á liðnum áratugum. Ég á margar kærar minningar frá Ketils- braut. Þar kynntist ég Sigríði Stef- ánsdóttur frá Garði, fóstru Dúllu, sem hafði verið góður vinur afa míns, Benedikts Sveinssonar, á þeim árum sem hann var þingmaður Norður- Þingeyinga. Hún gaf mér rauðvíns- glas sem langamma mín, Kristjana Sigurðardóttir, hafði átt og þykir mér það mikil gersemi. Þessar línur bera ykkur, Margrét Sigríður og Hanna Björg, samúðar- kveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minningu Dúllu. Halldór Blöndal. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BOGA ÓLAFSSONAR skipstjóra, Dalbraut 18, Reykjavík. Jón Örn Bogason, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Sigurbjörg Auður Jónsdóttir, Marteinn Karlsson, Bogi Jónsson, Laufey Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Miðhúsum, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ARNDÍSAR RAGNARSDÓTTUR frá Súðavík. Guðlaugur Þorsteinsson, Ragnar Þorbergsson, Rannveig Ragnarsdóttir, Jónas Ragnarsson, Eiríkur Ragnarsson og Anna Lind Ragnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, STEINGRÍMS JÓNS BIRGISSONAR. Birgir Steingrímsson, Steinunn Áskelsdóttir, Ásgeir Hermann Steingrímsson, Anna Guðný Aradóttir, Steingrímur, Þórný, Áskell Geir, Auður Karitas og Arna Sigríður. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, BORGHILDAR MARÍU RÖGNVALDSDÓTTUR, Þórunnarstræti 115, Akureyri. Sigríður Traustadóttir, Trausti Pétur Traustason og fjölskyldur. Um miðja síðustu öld komu nokkrar ungar konur sér saman um að stofna með sér fé- lagsskap. Þær voru æskuvinkonur og áttu það sameig- inlegt að hafa átt sín æskuár í Hafn- arfirði auk þess sem sumar þeirra voru skólafélagar úr Flensborg. Kaflaskipti voru nú orðin í lífi þeirra, þær búnar að eignast sín heimili maka og börn. Tilgangurinn með því að halda hópinn í sínum saumaklúbbi var ekki aðeins sá að iðka hannyrðir sem þær allar stund- uðu af kappi heldur líka og ekki síður að hittast reglulega og skiptast á holl- ráðum um uppeldi barna sinna og allt það sem að gagni mátti koma við hús- hald og velferð fjölskyldunnar. ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR ✝ Arndís Þor-valdsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 23. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni fimmtu- daginn 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 31. janúar. Óhætt er að fullyrða að árangurinn af sam- starfinu var góður og skilaði sér vel til fólks- ins þeirra. Á klúbbfundunum var líka iðkaður margs- konar listiðnaður sem ber vott um smekkvísi og dugnað. Þessi lista- verk skarta enn og prýða mörg heimili. Þar var líka margt sér til gamans gert einsog geta má nærri í svo glaðværum hópi enda voru alltaf næg tilefni til að vekja hlátur og fjörlega umræðu. En tíminn líður hratt og með tím- anum hefur félögunum í klúbbnum góða fækkað. Enn er höggvið skarð í hópinn, Arndís hefur kvatt okkur öll. Minningin um hana hressa og glaða, einsog henni var svo eiginlegt er sú mynd af Arndísi sem ekki gleymist okkur. Eiginmanni Arndísar og fjöl- skyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Klúbbfélagarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.