Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 14
ÍSLENSK erfðagreining og Vertex Pharmaceuticals hafa undirritað samning um rannsóknir í lyfja- erfðafræði samhliða klínískum lyfjaprófunum. Dótturfyrirtæki ÍE, Íslenskar lyfjarannsóknir, mun gera klínískar prófanir á lyfjum sem eru í þróun hjá Vertex og ÍE mun safna og greina lyfja- erfðafræðilegar upplýsingar. Í sameiginlegri tilkynningu frá fyr- irtækjunum segir að fyrsta verk- efnið verði rannsóknir á öðrum fasa klínískra lyfjarannsókna á lyf- inu VX-148 gegn psóríasis og að skráning þátttakenda sé þegar haf- in. Vertex Pharmaceuticals, sem var stofnað árið 1989, er bandarískt fyrirtæki á sviði líftækni, sem leit- ast við að uppgötva, þróa og mark- aðssetja lyf, sjálft eða í samstarfi við aðra, að því er fram kemur í ný- legri fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu.Vertex beitir genatækni við rannsóknir sínar og er með yfir 12 lyf í þróun. Fyrsta samþykkta lyf fyrirtækisins er vegna HIV- veirunnar og er sett á markað í samstarfi við lyfjarisann Glaxo- SmithKline. Líkt og deCODE, móð- urfyrirtæki ÍE, er Vertex skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn. Markaðsverð þess er rúmir áttatíu milljarðar króna, en markaðsverð deCODE er um níu milljarðar króna. Vertex vonast eftir víðtækara samstarfi Í hinni sameiginlegu tilkynningu Vertex og ÍE segir að möguleikar ÍE í lyfjaerfðafræði muni gera Vertex kleift að greina niðurstöður lyfjaprófana í tengslum við erfða- þætti sem hafi áhrif á svörun sjúk- linga við lyfjameðferð. Niðurstöður slíkra rannsókna geti verið mik- ilvægar, bæði fyrir skipulagningu frekari lyfjaprófana og við þróun lyfjaerfðafræðilegra greining- arprófa. Ef rannsóknirnar sem samningurinn nái til skili mark- verðum niðurstöðum sé mögulegt að fyrirtækin muni auka við sam- starfið og vinna saman að þróun og markaðssetningu slíkra lyfja- erfðafræðilegra greiningarprófa. Í tilkynningunni er haft eftir John J. Alam, framkvæmdastjóra lyfjaprófana hjá Vertex, að fyr- irtækið voni að þessi rannsókn marki upphafið að víðtæku sam- starfi við ÍE. Ekki verður greint frá fjárhags- hlið samningsins milli ÍE og Vertex. Morgunblaðið/Júlíus ÍE semur við banda- rískt lyfjafyrirtæki Rannsóknir í lyfjaerfðafræði samhliða klínískum prófunum á lyfjum VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AOL Time Warner tapaði jafn- virði 7.700 milljarða íslenskra króna á síðasta ári, sem að sögn The Wall Street Journal er mesta tap í sögu hlutabréfa- markaðarins. Nær helmingur tapsins stafar af afskriftum vegna erfiðleika America On- line. Samhliða uppgjörinu var greint frá afsögn Ted Turner, stofnanda CNN, sem varafor- manns stjórnar fyrirtækisins, en hann situr áfram í stjórn þess. Turner hefur verið einn af helstu gagnrýnendum samein- ingar America Online og Time Warner, en AOL yfirtók Time Warner fyrir tveimur árum og úr varð stærsti samruni í sögu Bandaríkjanna. Verð hlutabréfa fyrirtækis- ins hefur lækkað mikið síðustu átján mánuði og markaðsverð þess hefur lækkað um meira en 8.000 milljarða króna og er nú rúmlega 4.900 milljarðar króna. AOL Time Warner Mesta tap sögunnar BANDARÍSKI gosdrykkjafram- leiðandinn Coca- Cola hefur ákveð- ið að segja upp eitt þúsund manns í kjölfar samein- ingar þriggja deilda í Norður- Ameríku. Deild- irnar sem um ræðir eru Coca- Cola Norður-Ameríku, Coca- Cola Fountain og framleiðslu- deild ávaxtasafans Minute Maid. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu kemur fram að um helm- ingur starfsfólksins sem mun missa vinnuna starfar í höfuð- stöðvum Coca-Cola í Atlanta. Þegar fréttist af fyrirhuguð- um uppsögnum lækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu um rúm 3%. Uppsagnir hjá Coca-Cola OVALLA Trading hefur selt 1,6% af hlut sínum í Trygginga- miðstöðinni og á nú 9,7% í fyr- irtækinu en átti áður 11,3%. Viðskiptin áttu sér stað á fimmtudag og miðað við gengi dagsins var söluverðið tæpar 150 milljónir króna. Eigendur Ovalla Trading eru Gaumur Holding, sem á 85% í félaginu, og Austursel, með 15% hlut. Gaumur er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, og Austursel er í eigu Hreins Loftssonar. Ovalla selur í TM ÁKVEÐNAR hafa verið skipulags- breytingar hjá Eimskipi ehf. einkum á sölu- og markaðssviði og rekstr- arsviði. Í tengslum við þessar breyt- ingar hefur verið ákveðið að fækka starfsmönnum félagsins í almennum skrifstofustörfum um 17 á næstu mánuðum og hefur viðkomandi að- ilum verið greint frá því, samkvæmt upplýsingum frá Eimskipi. Á sölu- og markaðssviði verða tvær deildir, verslunarþjónusta og bíla- og tækjaþjónusta, sameinaðar í eina deild, sölu flutningaþjónustu. Á rekstrarsviði verða nokkrar deildir sameinaðar og verður talsverð til- færsla starfsmanna í tengslum við það og fækkun forstöðumanna. Þess- ar breytingar verða kynntar nánar fljótlega. Eimskip hefur fengið fyrirtækið Mannafl til að aðstoða þá starfsmenn sem láta af störfum hjá félaginu vegna þessa. Ekki er gert ráð fyrir að grípa til frekari fækkunar starfs- manna umfram venjubundnar breyt- ingar á einstaka störfum eins og gengur og gerist í rekstri félagsins, samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipi. Í tilkynningu kemur fram að meg- intilgangur þessara breytinga og fækkunar starfsmanna er að auka hagkvæmni í rekstri félagsins og bæta þannig afkomu félagsins og þar með arðsemi flutningastarfseminnar ekki síst í ljósi þess að afkoma flutn- ingastarfseminnar hefur verið óvið- unandi undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá Eimskipi. 17 sagt upp hjá Eimskipi ÍRSKA lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í gær að það hygðist kaupa lággjaldaflugfélagið Buzz af hol- lenska flugfélaginu KLM. Ryanair greiðir 23,9 milljónir evra, um 1.990 milljónir íslenskra króna, fyrir Buzz. Ryanair tilkynnti einnig í gær að félagið ætlaði að panta 22 737-800 þotur til viðbótar frá Boeing verk- smiðjunum en Ryanair á nú kauprétt á 78 þotum af Boeing. Með kaupun- um á Buzz verður Ryanair aftur stærsta evrópska lággjaldaflugfé- lagið en með samruna easyJet og Go á síðasta ári varð sameinað félag það stærsta í Evrópu. Höfuðstöðvar Buzz eru á Stansted flugvelli í London líkt og hjá Ryan- air. Buzz flýgur til 21 áfangastaðar í Evrópu. Reuters Ryanair kaupir Buzz af KLM GENGI krónunnar hækkaði um 0,41% í miklum viðskiptum í gær og endaði gengisvísitalan í 121,50. Gengi krónunnar hefur því hækk- að sex viðskiptadaga í röð og um 1,90% í vikunni. Alls námu við- skipti á gjaldeyrismarkaði 8,5 milljörðum í gær samkvæmt upp- lýsingum frá Íslandsbanka. Doll- arinn er nú 77,45 krónur, evran 83,10 krónur og jenið 0,65 Geng- ishækkunin í gær kom nokkuð á óvart í ljósi þess að framkvæmd- um vegna stækkunar Norðuráls gæti seinkað. Hagnaðartaka var þó áberandi þegar gengisvísitalan fór undir 122,00, samkvæmt upp- lýsingum frá Íslandsbanka. Gengi íslensku krón- unnar hækkar enn SMÁVÆGILEG aukning varð í verslun með dagvöru fyrir síð- ustu jól samanborið við jólin þar á undan samkvæmt smá- söluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu. Sala á matvöru og annarri dagvöru jókst um 0,3% í desember sl. miðað við desem- ber árið áður að teknu tilliti til breytinga á verðlagi á þessu tímabili. Veltuaukning varð einnig á áfengissölu eða um 1,7% ef borin eru saman sömu tímabil. Fram kemur í smásölu- vísitölunni að nánast engin breyting hefur orðið í veltu lyfjaverslana milli síðustu fjög- urra mánaða ársins. Sala á mat- vöru jókst um 0,3% bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is LOÐNUAFLINN frá áramótum er nú orðinn um 210.000 tonn sam- kvæmt upplýsingum frá Samtök- um fiskvinnslustöðva. Er þessi afli mun meiri en í fyrra. Kvótinn var nýlega aukinn og er heildarkvóti íslenzkra skipa sam- kvæmt honum 660.000 tonn. Á sumar- og haustvertíðinni veiddust tæplega 180.000 tonn. Heildarafli er því um 390.000 tonn og óveidd eru samkvæmt því um 270.000 tonn. Gert er ráð fyrir því að kvótinn verði aukinn enn frekar þegar líð- ur á febrúar. Loðnu hefur verið landað víða um land, en fjórar löndunarhafnir skera sig úr. Mestu hefur verið landað hjá SR mjöli á Seyðisfirði, 26.600 tonnum, 25.400 tonnum hef- ur verið landað í Neskaupstað, 24.300 á Eskifirði og 22.700 í Grindavík. Mikil loðnuveiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.