Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur oft verið sagt að sagnfræðin fjalli fyrst og fremst um sögu sigurvegara; hún fjalli um Sesar, Gengis Khan, Karl mikla, Napóleón (sem reyndar tapaði á endanum) og fleiri slíka. Hver man nöfn þeirra leiðtoga sem töpuðu fyrir Sesar? Ekki nokkur maður. Sömu örlög bíða þeirra sem tapa í stjórnmálabaráttu á Ís- landi. Hver man t.d. eftir dr. Valtý Guðmundssyni? Valtýr hefur alltaf verið minn maður og ég kemst enn í vont skap þegar ég hugsa til þess hversu nálægt hann var mark- miði sínu að verða leiðtogi lands- ins þótt næstum 100 ár séu liðin frá því að hann tapaði orrust- unni. Valtýr var kjörinn alþing- ismaður Vest- mannaeyinga 1894 og lagði fram á Alþingi nýj- ar hugmyndir sem hann vonaðist til að myndu rjúfa þá kyrrstöðu sem þjóðfrelsisbarátta Íslend- inga hafði ratað í. Margir tóku tillögum hans fagnandi en fleiri brugðust ókvæða við og töldu Valtý vera svikara. Þar fór fremstur í flokki Benedikt Sveinsson, faðir Einars Bene- diktssonar skálds, en Benedikt tók upp merki Jóns Sigurðs- sonar þegar hann lést 1879. Frumvarp Valtýs gerði ráð fyrir að Íslendingar fengju eigin ráð- herra en að hann sæti í Kaup- mannahöfn, en það var mjög um- deilt. Sumir töldu að Valtýr væri að gefa of mikið eftir frá stefnu Jóns Sigurðssonar. Valtýr lét ekki mótlætið buga sig heldur barðist einarðlega og á þinginu 1899 mátti litlu muna að frumvarp hans yrði sam- þykkt. Benedikt Sveinsson lá þá banaleguna, en notaði síðustu krafta sína til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Á næsta þingi, árið 1901 (en Alþingi kom þá saman annað hvert ár), mælir Valtýr enn einu sinni fyrir frumvarpi sínu og að þessu sinni er það samþykkt. Sigurinn virðist í höfn. En þetta sama ár fellur hægri stjórnin í Danmörku sem hafði verið við völd áratugum saman. Nýja stjórnin býður Íslendingum að taka stjórn eigin mála í sínar hendur og til viðbótar að ráð- herrann sitji á Íslandi. Þetta kippir að nokkru leyti fótunum undan málflutningi Valtýs og gefur andstæðingum hans ný vopn í hendur. Valtýr berst þó áfram fyrir auknu sjálfstæði landsins og nýrri framfarasókn. Hitinn í pólitíkinni nálgast há- mark og andstæðingar Valtýs berja á honum sem aldrei fyrr. Og það óvænta gerist. Valtýr fellur í kosningunum 1902. Að vísu fellur líka einn helsti and- stæðingur hans, Hannes Haf- stein, en ósigurinn var samt stór. Valtýr gefst ekki upp og nær kjöri í alþingiskosningunum árið eftir, en flokkur Hannesar, Heimastjórnarflokkurinn, fær betri kosningu en flokkur Valtýs. Flokkarnir eru hins vegar óskipulagðir og óljóst er hvar þingmeirihlutinn liggur. Heima- stjórnarflokkurinn gerir ekki formlega tillögu um ráðherraefni og Hannes og Valtýr fara saman á fund Alberti, sem fór með mál- efni Íslands í dönsku ríkisstjórn- inni. Spennan var mikil því eng- inn vissi hver yrði fyrsti ráðherra Íslands. Alberti velur Hannes. Aldrei hefur almennilega verið upplýst hvers vegna Hannes Hafstein var tekinn fram yfir Valtý, en mig hefur lengi grunað að Magnús Stephensen lands- höfðingi hafi átt þar hlut að máli. Þessi gamli refur hefur örugg- lega átt erfitt með að sætta sig við að Valtýr, sem var búinn að berja á honum árum saman, tæki við ráðherraembættinu. Hannes hafði verið ritari hjá Magnúsi og Magnús sendi hann til Ísafjarðar eftir að Skúli Thor- oddsen var hrakinn úr sýslu- mannsembætti. Á meðan Valtýr og félagar hans börðust fyrir sjálfstæði landsins, stundum hálfvonlausri baráttu, sat Hann- es á Ísafirði og beið eftir rétta tækifærinu. Hannes varð að vísu þjóðhetja, alveg óvart, þegar enskir landhelgisbrjótar sökktu báti hans og Hannes náði naum- lega að bjarga lífi sínu. Hannes var líka þjóðskáld, en mér er ekki kunnugt um að Valtýr hafi getað barið saman vísu. Margir töldu líka að Hannes væri glæsi- legri maður en Valtýr og raunar hefur það ratað í sögubækur að þetta hafi ráðið úrslitum þegar Alberti, þessi undarlegi maður sem seinna var dæmdur í tukt- hús fyrir skjalafals og þjófnað, valdi Hannes. Valtý fannst örugglega að Hannes hefði stolið ráðherra- embættinu frá sér og ég hef alla tíð verið sömu skoðunar. Hannes varð ráðherra vegna fegurðar sinnar og vegna þess að hann var vinur Magnúsar Stephensen og ekki spillti fyrir að hann var frændi Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Að mörgu leyti fannst mér það gott á Hannes þegar hann tapaði kosningunum um Uppkastið árið 1908. Skúli Thoroddsen fór þá fyrir stjórnarandstöðunni og barði eftirminnilega á Hannesi og hans mönnum. Að sjálfsögðu var ekkert á Skúla að treysta enda gekk öll hans pólitík út á að vera á móti og þess vegna gat hann aldrei orðið ráðherra. Hvað varð hins vegar um Valtý? Hann komst aldrei til valda en sinnti hins vegar kennslu við Hafnarháskóla. Nú man enginn eftir Valtý. Í Þjóð- menningarhúsinu er hins vegar herbergi sem kallað er Hann- esarstofa og þar er ekkert minnst á Valtý. Í dag eru 99 ár frá því að Hannes Hafstein tók við ráð- herraembætti, sem þýðir að eftir eitt ár verður efnt til fagnaðar í tilefni aldarafmælis heima- stjórnar á Íslandi. Þá munu menn örugglega fjalla ítarlega um Hannes og hans glæstu sigra. Ég á bara eina ósk þegar sú helgimynd verður teiknuð. Ekki gleyma Valtý, vini mínum. Hann á það ekki skilið. Ekki gleyma Valtý! Aldrei hefur verið almennilega upplýst hvers vegna Hannes Hafstein var tek- inn fram yfir Valtý en mig hefur lengi grunað að Magnús Stephensen lands- höfðingi hafi átt þar hlut að máli. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RÉTT áður en árið bjó sig undir að renna saman við öll hin árin sem eru liðin, þá fæddist lítill drengur í fjölskyldunni minni svo árið fékk nýjan tilgang og fastan stað í tilver- unni. Hann er eins og öll lítil börn, dálítið lengi að venjast þessum jarð- neska heimi, þar sem maður sefur og vaknar og þarf að minna á sig til að fá næringu og hlýjan faðm. Og hann hefur þau áhrif á mig að þegar ég hef haldið á honum dágóða stund verð ég dálítið viðkvæm og auðsær- anleg – tilbúnari að finna til – bæði gleði og sársauka. Eins og hann minni mig á hvað við erum öll meir og mjúk innst inni. Hann er búin að sýna mér heilmargt þó hann eigi ekki langt líf að baki. Samheimur foreldra Og það rifjast upp fyrir mér að þegar stelpan mín fæddist fyrir 11 árum þá opnaðist fyrir mér nýr heimur sem ég þekkti ekki áður. Allt í einu skyldi ég hvernig foreldrum líður og hvernig þeir geta aldrei hætt að elska barnið sitt og ég fór að finna til með öllum foreldrum sem þurfa að horfa á börnin sín þjást. Þannig á ég alltaf dálítið erfitt með fréttir frá Palestínu af foreldrum sem syrgja börnin sín sem voru skotin bara fyrir það eitt að vera ekki réttum megin við strikið. Og alls staðar að í heiminum eru að ber- ast slíkar sorgarfréttir. Eins gott að það er ekki ég Ég las viðtal við mann sem sagði frá því að eina nóttina vaknaði hann við að kona hrópaði á hjálp fyrir utan hjá honum. Hann bjó í dálítið skuggalegu úthverfi og það var greinilegt að konan var í hættu stödd. Hann fór út ásamt mörgum öðrum í nágrenninu og hjálpaði kon- unni. En hann viðurkenndi að fyrstu viðbrögðin hefðu verið óbeit á þess- ari konu. Hann átti erfitt með að finna til samkenndar með henni. Það var of ógnvekjandi tilhugsun að setja sig í hennar spor – finna varn- arleysi hennar og ótta. Og hann hugsaði; „Eins gott að þetta er hún en ekki ég.“ Hann sagðist þá hafa farið að hugsa um alla sem væru eins og hann. Langaði til að hjálpa en gætu það ekki. Og sá í því verðugt verkefni að takast á við þennan ótta sem aðskilur okkur. Þetta kallar maður að vera hreinskilinn við sjálf- an sig. Brynjan og skilningsleysið Í búddisma eru kenndar aðferðir til að opna fyrir samkennd og kær- leika. Ein af þessum aðferðum er kölluð tonglen og byggist á því að tengja sig við alla sem þjást á sama hátt og við og fólkið í kring um okk- ur og gefa þannig þjáningunni þann tilgang að tengja saman allt mann- kynið. Við gætum öll lært af þessum aðferðum að leyfa þjáningunni að snerta okkur í stað þess að brynja okkur upp. Því um leið og við setjum upp brynjuna erum við að taka þátt í því að búa til veggi, ala á reiði, hatri og skilningsleysi, herða okkur upp gagnvart okkar eigin viðkvæmni og gagnvart andartakinu sem er að líða. Með því að horfast í augu við skuggahliðar okkar og veita þján- ingunni allt í kring um okkur athygli erum við að leggja okkar af mörkum við að bæta heiminn sem við búum í. Heilsuspillandi að hætta að hlæja Það eru til ýmsar leiðir til að nálg- ast þannig kærleiksvitundina í okk- ur, öðlast betri skilning á okkur sjálfum og hvað það er sem við erum komin til að leggja af mörkum. Hvernig við getum sem best blómstrað og þannig líka hjálpað okkar nánustu og öðrum í kring um okkur að gera sitt besta og vera stöðugt að bæta sig. Ég trúi þvi að þetta geti verið bæði skemmtilegt og áhugavert verkefni að takast á við. Alls ekki mjög alvarlegt verkefni og jafnvel dálítið spaugilegt. Þegar við gleymum að hlæja þá förum við að hugsa of mikið – og það getur verið mjög heilsuspillandi að týna sér í huganum. Skammdegið og skuggahliðarnar Veturinn reynist mörgum dálítið erfiður og jólin sem eiga að vera há- tíð gleðinnar geta orðið tími ein- manaleika og kvíða fyrir marga. Skammdegið á það til að draga fram okkar dekkstu hliðar og þá getum við þurft að taka á öllu sem við eig- um til að rífa okkur upp úr gömlu fari og halda samt áfram ótrauð. Á slíkum stundum er gott að vera búin að rækta geð sitt og safna í sarpinn leiðum til að hífa sig upp úr sorg- armýrinni. Þegar allt annað þrýtur getur líka komið sér vel að rifja upp hvernig það var að vera lítið og hjálparvana kríli og geta beðið um hjálp. Sjálfsrækt með gleðibragði Mér hefur fundist það mjög mik- ilvægt í þessu síhugsandi þjóðfélagi að koma með mótvægi sem byggir á leik, hlátri og ríkri áherslu á líkam- ann og líkamsvitundina. Þá er auð- veldara að tæma hugann á eftir, finna kyrrð og skoða síðan hvernig má taka til og endurraða lífsmynstr- inu. Líföndun, jóga, hugleiðsla, dans og hæfilegt magn af fræðslu hefur reynst mér vel sem blanda í þennan rétt – sjálfsrækt með gleðibragði. Á eftir vetrinum kemur alltaf vor og sá sem þekkir sorgina kann að meta gleðina. Þegar ég horfi á litla frænda minn þá efast ég ekki um að lífsgleði er okkur meðfædd. Og líka opið og treystandi hjarta. Flest annað hlýt- ur því að teljast farangur sem hægt er að létta og endurskipuleggja. Sjálfsrækt með gleðibragði Eftir Guðrúnu Arnalds „Með því að horfast í augu við skuggahlið- ar okkar og veita þjáningunni allt í kring um okkur athygli erum við að leggja okk- ar af mörkum við að bæta heiminn sem við búum í.“ Höfundur er hómópati, nuddari og leiðbeinandi í líföndun. FYRIR örskömmu rifjaði ég upp í lítilli grein (A4 ¾ síða 12 punktar) sem var birt í Morgun- blaðinu loforð og efndir sjálfstæð- ismanna á undanförnum kjörtíma- bilum varðandi vegagerð á Vestfjörðum. Flest það sem vel hefur verið gert var tíundað og því hrósað. En einnig var getið um að lofað hefði verið og sett fram á fundi með Vestfirðingum að lokið skyldi við klæðningu Djúpvegar fyrir árið 2000 (H. Bl. á fundi), einnig voru nefnd gefin fyrirheit fyrir þrennar síðustu þingkosningar um þessi mál. Orð mín beindust (orðaflaum- ur skv. svargrein Einars 28 jan. sl.) fyrst og fremst að því að nauð- syn væri að leggja aukið fjármagn til vegagerðar á næstu þremur ár- um eins og millifyrirsögn bar með sér til að vega á móti því mikla álagi sem verður á atvinnulífið vegna framkvæmda á Austurlandi að þeim tíma liðnum 2005–2008. Einnig benti ég á þá staðreynd að í samanburði væri hlutur Norð- austurkjördæmis blómlegri en Norðvesturkjördæmis og bar sam- an hlut stjórnarliða. Gefum þeim hvíld! Ég skil það sem svo að undan ábendingum um óframkvæmd lof- orð hafi Einari Kristni Guðfinn- syni sviðið, öðrum tittlingaskít Einars læt ég ósvarað en ítreka að það er nauðsyn að setja núverandi stjórn af, þeir sem hana styðja sem þingmenn þurfa einnig á hvíld að halda. Ef á heildina er litið þá er ár- angur ríkisstjórnar best mælan- legur í fækkun íbúa á Vestfjörð- um, íbúafjöldinn er nú kominn niður fyrir 8.000 manns. Hvers vegna? Er það vegna byggðaað- gerða núverandi ríkisstjórnar? Er það vegna samgangna? Er það vegna framkvæmdar fiskveiði- stjórnunar? Telja menn þetta ef til vill eðlilega þróun að fólk hrekist frá verðlitlum eignum, frá heima- byggð, frá gjöfulum fiskimiðum og samhygð sjávarþorpanna? Í þessum spurningum felst ádeila og gagnrýni á kerfið sem margir bera ábyrgð á. En ég gagnrýni hiklaust ríkisstjórn og stjórnarliða með eftirfarandi orð- um þó menn hríni undan því. Menn eru orðnir makráðugir og sjást ekki fyrir í sérhagsmuna- gæslunni (úthlutun viðbótarafla- heimilda svo eitthvað sé nefnt). Þess vegna hvet ég kjósendur hvar í flokki sem þeir standa til að setja af núverandi ríkisstjórn. Óþarfa viðkvæmni Einars K. Eftir Gísla S. Einarsson „Árangur ríkisstjórnar er best mæl- anlegur í fækkun íbúa á Vestfjörðum, íbúa- fjöldinn er nú kominn niður fyrir 8.000 manns.“ Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.