Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist at-hugasemd vegna skrifa sinna um fasteignagjöld á fimmtudaginn. Í bréfi frá Seltjarnarnesbæ segir: „Nokkurs misskilnings kann að gæta í skrifum Víkverja fimmtudaginn 30. janúar er hann skifar um fast- eignagjöld sveitarfélaga. Hjá Sel- tjarnarnesbæ hefur álagning- arprósenta t.d. lækkað frá árinu 1999 en þannig hefur bærinn reynt að bregðast við þeirri hækkun eða leið- réttingu á fasteignamati sem getið er um í pistli Víkverja. Árið 1999 var fasteignaskattur á Seltjarnarnesi 0,375% af fasteigna- og lóðarmati og lóðarleiga 3% af lóð- armati. Nú er fasteignaskattur 0,36% og lóðarleiga 0,75% og hefur því lækkað á umræddu tímabili. Vatns- skattur og sorpgjald hafa staðið í stað. Þess er rétt að geta að skv. lög- um um tekjustofna sveitarfélaga er heimilt að leggja á allt að 0,5% fast- eignaskatt en Seltjarnarnesbær hef- ur ekki nýtt sér þá heimild frekar til fulls frekar en hámarksálagningu út- svars. Frá árinu 1999 hafa neyslu- og byggingarvísitölur hækkað um tæp 22%. Innheimt fasteignagjöld á Sel- tjarnarnesi hafa á sama tíma hækkað um 56%. Nærtækustu skýringarnar á mismuninum, sem er ríflega 30%, er nokkur fjölgun fasteigna á Seltjarn- arnesi og nýtt fasteignamat, sem end- urspeglar á betri hátt fasteignaverð á Seltjarnarnesi. Þá eru fasteignagjöld nú reiknuð af húsnæði í eigu bæjarins en svo var ekki áður og hefur það af- gerandi áhrif á bókfærðar tekjur af fasteignasköttum. Fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru með þeim lægstu á höfuðborg- arsvæðinu enda hefur það verið stefna bæjaryfirvalda að halda álög- um á íbúa í lágmarki, fasteignagjöld- um jafnt sem útsvari. Í þessu sam- bandi er einnig vert að nefna að Seltjarnarnesbær hefur ekki lagt hol- ræsagjöld á fasteignaeigendur á Sel- tjarnarnesi. Þrátt fyrir það er á þessu ári stefnt að lokum gagngerra end- urbóta á frárennslismálum og hreins- un strandlengjunnar.“ x x x VÍKVERJI þakkar kærlega fyrirábendinguna. Þessar stað- reyndar breyta því á hinn bóginn ekki að Víkverji (sem á íbúð á Nesinu) greiðir á þessu ári 72% hærri fast- eignagjöld en hann greiddi árið 1999. Fyrir fjórum árum voru þau rúmlega 30.000 en eru núna rúmlega 52.000. Þar af hefur vatnsskattur hækkað úr 5.265 kr. í 10.137 kr. og lóðarleiga úr 2.610 kr. í 8.123 kr. Þó svo að hlutfall álagðra fasteignagjalda hafi lækkað, eins og bærinn bendir réttilega á, hafa fasteignagjöldin samt sem áður hækkað sem þessu nemur. Lækkun bæjarins á álagningarhlutfallinu dugði greinilega ekki til og það er Víkverji ósáttur við. Hefðu fast- eignagjöldin hækkað í samræmi við fyrrnefnda 22% hækkun á neyslu- og byggingarvísitölu, væru fasteigna- gjöldin fyrir árið 2003 rúmlega 15.000 krónum lægri en þau eru. Víkverji hefði alveg getað notað þennan pen- ing í eitthvað annað. ÉG ER ein af þeim sem er óánægð með þjónustu strætó og er sammála Lilju sem skrifaði í Vel- vakanda 21. þ.m. um óhreinindin í og við strætó. En það er annað sem mér liggur á hjarta og það er þjónustan við þá sem búa í Borgahverfi við Melaveg. Þar gengur leið 115 en vagninn kemur aldrei við í Spönginni sem er okkar þjónustumiðstöð með heilsugæslu, sjúkraþjálf- un, pósthúsi, lyfjaverslun auk fjölda annarra versl- ana. Spöngin er að vísu skammt hér frá en veru- lega á brattann að sækja og ekki á færi þeirra sem erfitt eiga með gang og eru bíllausir að komast í þjónustuna, hvað þá að gera stórinnkaup. Það tekur um það bil 4 mín. að keyra frá því hringtorgi sem strætó beygir á Melaveginn, koma við í Spönginni og aftur á Melaveginn. Ég skora á stjórn Strætó bs. að bæta úr þessu og sýna meiri þjónustulund og bið að heilsa Þórhalli sem ég ræddi við um þessi mál fyrir löngu. Inga. Þegar dýrin koma í leitirnar ÁRNÝ hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með pistil í Velvakanda sl. mið- vikudag þar sem Sigríður í Kattholti birti þakkir fyrir fund kisu sem týnd hafði verið í 25 daga. Segir hún að gaman sé að heyra af því þegar dýrin komi í leit- irnar. Árný. Scrabble-spilið ER ekki einhver sem er hættur að nota Scrabble- spilið sitt? Ef svo er þá er mér fengur í spilinu þínu/ ykkar. Eða ef einhver get- ur upplýst hvar hægt er að kaupa spilið. Vinsamlega hringið í síma 821 4707. Ísfólkið – bækur ÉG er mikill aðdáandi Ís- fólksbókanna eftir Margit Sandemo, og mig vantar aðeins 4 bækur til þess að fullkomna seríuna. Þær sem mig vantar eru númer 41, 43, 44 og 45. Er ekki einhver gjafmildur þarna úti sem á þessar bækur? Ég gæti gefið stjörnu- merkja-bækur í staðinn. Hafið samband í síma 865 8477. Gunna. Fyrirspurn til Valgerðar MIG langar til að leggja fram spurningar fyrir Val- gerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra. Hvar stendur íslenska ríkið gagnvart Alcoa ef við getum ekki skaffað þeim rafmagn vegna nátt- úruhamfara á Kára- hnjúkasvæðinu eða í Brú- arjökli sem lætur víst á sér kræla tvisvar á öld og styttist í það, t.d. eftir sjö ár og 200 milljarðar eru komnir í pottinn. Hver borgar þá af lánum frá japanska bankanum? Er þetta áhættufjármagn eða hver situr uppi með tapið? Það eru sjálfsagt fleiri sem eru fáfróðir um þetta eins og ég og vildu gjarnan fá að vita meira. P.S. Ég er frekar hlynnt þessari framkvæmd. Rakel. Tapað/fundið Alpahúfa týndist FIMMTUDAGINN 23. janúar sl. týndi ég hvítri kanínuullaralpahúfu og ljósbrúnum leðurhönskum á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til Reykja- víkur. Fór með Herjólfi að morgni og tók rútuna frá Þorlákshöfn um kl. 11 og var komin á BSÍ í Reykja- vík um hádegið. Hafi ein- hver fundið þessar skjól- flíkur er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 551 1397 í Evu Maríu. Fundarlaun. Dýrahald Kettlingar fást gefins DÝRAVINIR athugið. Fal- legir 10 vikna kettlingar fást gefins, eru kassavanir. Krúttlegir fjörkálfar sem vilja gott heimili. Upplýs- ingar í síma 567 7196. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Annað bréf til Strætó bs. Morgunblaðið/Arnaldur Gaman í strætó. Enn einu sinni stefnir ímilliríkjadeilur við nágrannaríkin vegna til- rauna Íslendinga í útlönd- um til að flytja inn íslensk matvæli og halda blót- veislur. Nú síðast eru það Danir sem ætla að meina Íslend- ingum búsettum í Dan- mörku að halda í íslenska siði og borða íslenskan mat líkt og þeir eru vanir. Af fréttum mætti ætla að verið væri að biðja um innflutning á hættulegum vörum á borð við Parma- skinku, salamipulsur, ógerilsneydda osta eða jafnvel hrátt svínakjöt. Sú er hins vegar ekki raunin. Um er ræða al- gengar neysluvörur sem íslenska þjóðin hefur lagt sér til munns um aldabil án þess að verða meint af: hrútspunga, sviða- kjamma, hangikjöt og há- karl. Vörur sem um þess- ar mundir má finna í kjötborðum nær allra ís- lenskra verslana án þess að heilbrigðiseftirlit hlaupi upp til handa og fóta. Spyrja má, fyrst þessar vörur eru svona háskalegar að þær eru taldar ógna öryggi er- lendra dýrastofna hvort það sama eigi við hér á landi. Við vitum hins veg- ar að svo er ekki. Það liggur einnig í augum uppi að ekki er verið að flytja inn þorramat til að fóðra danskt búfé.     Það skuggalegasta viðþetta lúalega athæfi „vinaþjóðanna“ er að þær bera fyrir sig tæknilegar reglur sem allir sjá að ein- ungis eru yfirskin til að vernda innlenda fram- leiðslu. Gísli Halldórsson dýralæknir og yfirmaður inn- og útflutningseftirlits hjá landbúnaðarráðu- neytinu segir í samtali við mbl.is á fimmtudag „að Norðmenn og Danir hefðu alltaf haft þorramat á hornum sér á meðan aðr- ar þjóðir hefðu tekið gild vottorð frá íslenska ráðu- neytinu, og litið á þetta sem sérþarfir Íslendinga. Það hefði aldrei verið vandamál að senda þorra- mat til Svíþjóðar og Finn- lands svo dæmi sé tekið.“     Þessi framkoma stjórn-valda í Danmörku kemur sér mjög illa fyrir Íslendinga í útlöndum og raunar einnig fyrir danska áhugamenn um matarmenningu, sem fá nú ekki að gæða sér á ís- lensku matvælunum. Líkt og Einar Rún- arsson, einn fulltrúanna í þorrablótsnefndinni, seg- ir við Morgunblaðið: „Þessi samkoma hefur verið afar þýðingarmikil fyrir okkur Íslendinga sem erum búsettir erlend- is. Undanþága fyrir inn- flutning á þorramat er að sjálfsögðu grunnurinn að árlegri þorraveislu hjá öllum Íslendingafélög- unum.“     En getum við í raun skil-greint okkur sem fórnarlömb í málinu? Eru Danir ekki að beita sömu rökum og Íslendingar beita þegar kemur að inn- flutningi matvæla frá Danmörku? STAKSTEINAR Höftin hefta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT 1 viðhaldið, 8 drekkur, 9 vindleysu, 10 tala, 11 bik, 13 nákvæmlegar, 15 afla, 18 kölski, 21 drif, 22 hali, 23 dýrsins, 24 kom í ljós. LÓÐRÉTT 2 maula, 3 þoku, 4 áform, 5 ilmur, 6 sykurlaus, 7 mynni, 12 heydreifar, 14 tunna, 15 vatnsfall, 16 Evrópumann, 17 góða eðlið, 18 rifa, 19 sára- bindis, 20 nánast. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gáski, 4 sútar, 7 tófan, 8 álfum, 9 afl, 11 aðan, 13 harm, 14 eflir, 15 form, 17 ómur, 20 ask, 22 ræðin, 23 lafði, 24 sinna, 25 remma. Lóðrétt: 1 gutla, 2 sífra, 3 iðna, 4 stál, 5 tyfta, 6 rúmum, 10 fólks, 12 nem, 13 hró, 15 forks, 16 rúðan, 18 máfum, 19 reisa, 20 anga, 21 klór. Krossgáta Skipin Reykjavíkurhöfn: Dellach kemur í dag. Árni Friðriksson og Venus fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarn- arson fór í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Dans- leikur föstudaginn 7. janúar kl. 20.30. Cabrí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Göngu-Hrólfar og Hananú-hópurinn hittast í Ásgarði Glæsibæ kl. 10 í dag. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími588 2111. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni. Gönguhópurinn leggur af stað frá Hlégarði klukkan 11. Allir vel- komnir. Fólk er beðið að taka börn og barna- börn með. Skrifstofan er opin á þriðjudögum frá kl. 10–12. Alltaf heitt á könnunni. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Föstudaginn 7. febrúar, kl. 20– 23.30, dansleikur, hljómsveit Hjördísar Geirs sér um góða stemningu, húsið opn- að kl. 19.30. Allir vel- komnir. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Þorrablótið hefst í dag kl. 18. Vesturgata 7. Þorra- blót verður föstudag- inn 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir leikur á flygilinn og stjórnar fjöldasöng. Kór félagsstarfs aldr- aðra syngur undir stjórn hennar. Veislu- stjóri: Guðrún Helga- dóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþing- ismaður, þorrahlað- borð. Jóhannes Krist- jánsson eftirherma skemmtir. Happ- drætti. Danssýning, nemendur frá dans- skóla Jóns Péturs og Köru. Guðmundur Haukur Jónsson leikur og syngur fyrir dansi. Skráning í s. 562 7077. Sækja þarf að- göngumiða fyrir þriðjudaginn 4. febr- úar. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri er Úlrik Ólason. Vantar söng- menn í fyrsta og ann- an tenór.Tekið við pöntunum í söng í s.553 5979 Jón, s.551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Lífeyrisþegadeild SFR. Þorrablótið er í dag kl. 12 í fé- lagsmiðstöðinni Grett- isgötu 89, 4. hæð. Upplestur Baldvin Halldórsson. Félag kennara á eft- irlaunum heldur skemmtifund laug- ardaginn 1. febrúar klukkan 13. 30 í Húna- búð, Skeifunni 11. Fé- lagsvist og veislukaffi. Guðrún Friðriksdóttir les úr nýútkominni bók sinni. Breiðfirðingafélagið félagsvist í Breiðfirð- ingabúð á morgun, sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufu- tími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudög- um í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Í dag er laugardagur 1. febrúar, 32. dagur ársins 2003. Brígid- armessa. Orð dagsins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. (I.Kor. 2, 10.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.