Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 60
HM Í PORTÚGAL 60 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVÍAR eru farnir heim. Aldrei þessu vant eru þeir ekki í hópi þeirra átta þjóða sem leika til úr- slita um efstu sæti heimsmeistara- mótsins í handknattleik. Það gerð- ist síðast fyrir 21 ári síðan, í Vestur-Þýskalandi árið 1982. Þeir enda í 13. sætinu í þessari keppni. Svíar hafa gagnrýnt keppnisfyr- irkomulagið á HM manna mest og þeir eru sárir yfir því að þurfa að hverfa á brott og komast hvorki á verðlaunapall í Lissabon né á Ól- ympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Tapsárir? Kannski, en þeir hafa ýmislegt til síns máls. Þegar litið er á árangur þjóðanna 24 á HM í Portúgal kemur í ljós að þeir hafa fulla ástæðu til að vera bitrir. Svíar unnu fimm af sjö leikjum sínum í Portúgal. Þeir stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðli en ósigur gegn Slóveníu reyndist þeim dýrkeyptur. Sú tilhögun að láta lið númer eitt og þrjú fara áfram í sama milliriðil bitnaði illa á Svíum. Þeir tóku tapið gegn Slóvenum með sér og það varð þeim að falli. Tap gegn Frökkum þýddi að þeir sátu eftir í neðsta sæti milliriðilsins, með jafnmörg stig og Ungverjar og Slóvenar en með lakari markamun í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja. Aðeins fimm þjóðir hafa náð betri árangri en Svíar á þessu móti.  Spánverjar eru einir með fullt hús, hafa unnið alla 7 leiki sína.  Þjóðverjar hafa unnið 6 og gert eitt jafntefli.  Króatar og Frakkar eru með sex sigurleiki og eitt tap.  Þessar fjórar þjóðir eru komnar í undanúrslit, verðskuldað.  Júgóslavar eru fimmtu með 5 sigra, eitt jafntefli og eitt tap.  Síðan koma Svíar og Íslendingar í 6.-7. sæti með 5 sigra og 2 töp.  Íslendingar eiga kost á 5. sæt- inu, Svíar eru fastir í því 13. og fallnir úr keppni. Ungverjar hafa fengið mest út úr sínum sigrum. Þeir hafa tapað fjór- um leikjum af sjö, en geta samt náð 5. sæti í mótinu. Rússar, sem leika um 5.-8. sæti, eru með lakari árang- ur en Svíar, sem og öll liðin sem enduðu í 9.-12. sæti, Danir, Pólverj- ar, Portúgalar og Slóvenar. Svíar eru í sömu stöðu og Katarbúar sem töpuðu 5 leikjum af 7 og fengu á sig 77 mörkum meira en þeir skoruðu sjálfir. Það hlakkar kannski í sumum okkar sem höfum fylgst með sig- urgöngu Svía öll þessi ár og hvern- ig þeir hafa hvað eftir annað leikið „strákana okkar“ grátt. En bit- urleiki þeirra er skiljanlegur. Þeir hefðu náð lengra með því að vinna einum leik minna – Svíum var refs- að fyrir að vinna Dani, 32:28, og það er hárrétt sem þeir bentu á eft- ir þann súrsæta sigur: „Við hefðum átt að skora nokkrum sinnum í eig- ið mark á lokakaflanum og jafna leikinn,“ sagði hinn þrautreyndi Magnus Wislander. Einmitt! Víðir Sigurðsson. Sigurinn sem felldi Svía Danir virtust trúa því að þeir ættuauðveldan leik fyrir höndum í fyrri umferð milliriðlanna á miðviku- daginn. Þeir töluðu digurbarkalega um hvernig nútíminn myndi ryðja gömlu mönnunum úr vegi sínum. En hástemmdar yfirlýsingar komu þeim í koll, særður björn er ávallt hættu- legur eins og þeir fengu að kynnast. Rússar tóku þá í kennslustund í síð- ari hálfleik og unnu sjö marka sigur, 35:28. Þar með var fótunum kippt undan danska „gullæðinu“. Rússar fylgdu þessu eftir með öruggum sigri á Egyptum, 29:22, og eru eins og venjulega í hópi átta efstu þjóðanna. Frá árinu 1993, þegar Rússar kepptu fyrst undir sínu nafni, hafa þeir aldrei hafnað neðar en í sjötta sæti á stórmóti. Takist íslenska liðinu að sigra þá í dag, leika þeir um 7.–8. sætið á morgun og útkoman verður þá sú slakasta í þeirra sögu. Sjötta sætið á HM í Frakklandi 2001 er það neðsta sem þeir hafa farið. Rússar urðu heimsmeistarar 1993 og 1997, Evrópumeistarar 1996 og Ólympíu- meistarar 2000. Í þeirra liði eru menn sem hafa kynnst þessu öllu, engir þó þekktari en markvörðurinn fertugi, Andrei Lavrov, og örvhenta skyttan Alexandre Touchkin, 38 ára, sem vaknaði af værum blundi í milli- riðlinum. Touchkin, sem nú leikur í Grikklandi, skoraði aðeins 6 mörk í fimm leikjum Rússa í undanriðlinum og virtist útbrunninn. Danir fengu hins vegar að kynnast skothörku hans, Touchkin skoraði 10 mörk gegn þeim, öll utan af velli, og hann bætti við 5 mörkum gegn Egyptum. Annars hafa þeir Alexei Rastv- ortsev og Eduard Kokcharov verið atkvæðamestu leikmenn Rússa á HM. Þeir eru tveir af yngri leik- mönnunum í hópnum. Rastvortsev, tveggja metra skytta sem leikur með Energia í Rússlandi, er 24 ára og hornamaðurinn Kokcharov, sem leikur með Celje Lasko í Slóveníu, er 27 ára. Hornamaðurinn Denis Kriv- oshlykov, sem leikur með Ademar Leon á Spáni, er einnig drjúgur, sem og línumaðurinn Dmitri Torgovanov sem leikur með þeim Patreki Jó- hannessyni og Guðjóni Val Sigurðs- syni með Essen í Þýskalandi. Íslend- ingar kannast vel við hinn línumanninn, Eduard Moskalenko frá Chambéry í Frakklandi en hann lék um tíma með Stjörnunni. Þá er Igor Lavrov, félagi Einars Arnar Jónssonar hjá Wallau-Massenheim, í liði Rússa en hann hefur ekki komið mikið við sögu vegna meiðsla. Yngstu leikmennirnir í liðinu koma flestir frá Chekhovski í Moskvu og af þeim hef- ur Vitaly Ivanov komið mest við sögu. Þjálfari Rússa er hinn reyndi og skapmikli Vladimir Maximov. Morgunblaðið/Mikael Forslund Ólafur Stefánsson var ekki tekinn neinum vettlingatökum þegar Íslendingar léku síðast gegn Rússum – á heimsbikarmótinu í Borlänge í Svíþjóð, þar sem Rússar unnu 39:28. Það eru þeir Viatcheslav Gorpichine og Igor Lavrov sem taka hann föstum tökum. ÞEGAR Rússar steinlágu fyrir Frökkum, 31:15, í síðustu umferð undanriðlanna á HM í Portú- gal, voru ekki margir sem spáðu þeim frekari frama í þessari heimsmeistarakeppni. Áður höfðu þeir naumlega náð jafntefli gegn Argentínu og voru ekki tald- ir líklegir til að ógna Króötum og Dönum í milliriðlinum. Talað var um að rússneski björninn væri orðinn gamall og illa tenntur. Ísland – Rússland kl. 12  !  "#$ % #  !  "#$ % #  !  "#$ % #  !  "#$ % #  !  "#$ % # 11 2 3 341   4 13 64  7 8 9 :          %;< =>;< ? ;; @ A64;< 0/> =B 0/ '0; !;1C 4 #0;< @ > -/D?;<  44;<  5 > );/ 3 ;< > 3;          C<3134 564;<        E Rússneski björn- inn er vaknaður Dómarar í eldlínunni STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hand- knattleiksdómarar verða í eldlínunni í dag þegar þeir dæma viðureign Króatíu og Spánar í undanúrslitum á HM í Portúgal. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir dómarar dæma leik í undanúrslitum á HM karla. Kjartan Steinback verður eftirlitsmaður á hin- um undanúrslitaleiknum en í honum eigast við Frakkar og Þjóðverjar.  RÚSSAR komu til Íslands til að leika hér þrjá vináttu- landsleiki 1991 – fyrstu landsleikina undir merkjum Rússlands og fór fyrsti leik- urinn fram á Akureyri. Ís- lendingar fögnuðu sigri, 28:22, en töpuðu á Húsavík, 31:26. Þriðji leikurinn fór fram í nýju húsi Víkings, Víkinni, þar Íslendingar fögnuðu sigri, 22:14. Alexei Trúfan, leikmaður Víkings, lék þá með Rússum.  Engir þjóðsöngvar voru leiknir fyrir leikinn á Akur- eyri, þar sem Rússar komu ekki með hljóðupptöku af þjóðsöngnum en svo virtist vera að ekki væri komið á hreint hvaða þjóðsöngur ætti við hjá nýja lýðveldinu.  Rússar komu heldur ekki með fána lýðveldisins með sér. Halldór Einarsson, Henson, brá skjótt við og saumaði tvo rússneska fána.  Ísland og Rússland hafa leikið 9 landsleiki og hafa Rússar unnið sex, Íslend- ingar þrjá. Guðmundur Hrafnkelsson og Patrekur Jóhannesson hafa leikið alla níu leikina.  Patrekur skoraði fimm mörk þegar Ísland tapaði fyrir Rússlandi í HM í Sví- þjóð 1993, 19:27.  Valdimar Grímsson hefur skorað flest mörk í leik gegn Rússum. Það var í leik í undankeppni Evrópu- keppni landsliða í Kapla- krika 1995. Hann skoraði 9 mörk í sigurleik, 20:18. Rússar unnu svo stórt í Moskvu, 22:14.  Rússar fögnuðu sigri á EM í Króatíu 2000, 25:25.  Íslendingar máttu þola stórtap síðast þegar þeir léku gegn Rússum – í heimsbikarkeppninni, World Cup, í Svíþjóð 29. október 2002, 39:28. Ís- lenska liðið var skipað leik- mönnum sem eru í lands- liðshópnum í Portúgal og skoraði Patrekur 6 mörk, Sigfús 5. Rússar léku fyrsta lands- leikinn á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.