Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Þórðardótt-ir, fæddist á Hallanda í Árnes- sýslu 18. desember 1914. Hún andaðist á Líknardeild Landa- kots hinn 26. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Helgasonar bónda á Hallanda og á Bollastöðum í Ár- nessýslu, f. 17. júní 1870, d. 11. apríl 1951, og Gróu Er- lendsóttur, f. 4. júní 1877, d. 28 febrúar 1960. Elín ólst upp á Bollastöðum í Hraungerðishreppi í stórum systk- inahópi, 15 alls. Þau voru: Sigurð- ur, f. 6. 1. 1886 samfeðra, d. 12.12. 1967, og alsystkini Helgi, f. 2.10. 1901, d. 22.6. 1991, Magnús, f,5.3. 1903, d. 11.4. 1982, Oddný, f. 14.8. 1904, d. 21.4. 2002, Katrín, f. 26.9. 1905, d. 8.10. 1991, Guðmundur, 22.4. 1908, d. 14.10. 1988, Guð- björg, f. 27.9. 1909, d. 28.4. 1939, Kristín, f. 31.1. 1911, d. 11.4. 1999, Jórunn, f. 16.6. 1912, Guðlaug, f. 23.5. 1916, d. 3.12. 1918, Sigurður Árni, f. 13.1. 1918, d. 30.11. 1918. Guðlaugur, f. 11.1. 1921, d. 24.12.1994, Erlendur, f. 29.4. 1922. Þau eru öll látin nema Jórunn og maður Elínar Örnu er Borgar Þor- steinsson, f. 13. júlí 1968. Börn þeirra eru: Máni, f. 26. ágúst 1996, og Steinn, f. 9. ágúst 1999. Sonur Elínar Örnu frá fyrra hjónabandi með Jóni Jónssyni er Þorgeir, f. 26. sept. 1988. 2) Sævar Örn vél- stjóri hjá Landsvirkjun, f. 27. nóv. 1948. Hann er kvæntur Kristínu Þórðardóttur, f. 29. maí 1943. Börn þeirra eru: a) Kristján Örn, f. 7. júlí 1974. Sambýliskona hans er Líf Magneudóttir, f. 13. ágúst 1974. Barn þeirra er: Dagur Ari, f. 24. ágúst 2000. Sonur Kristjáns frá fyrra hjónabandi með Kristínu Óladóttir, f. 13. ágúst 1972, er Sævar Örn, f. 16. maí 1995. b) Við- ar Örn, f. 15. sept. 1977. Sambýlis- kona hans er Sara Kristjánsdóttir, f. 13. maí 1981. Barn þeirra er: Ís- fold Sara, f. 30. jan. 2002. Barn Sævars frá fyrra hjónabandi með Guðrúnu Ragnarsdóttur er: Ragn- ar Sævarsson, f. 30. júlí 1966. Hann er kvæntur Mille Tofte, f. 16.11. 1966. Börn þeirra eru: Lára, f. 6.4. 1999, og Elín, f. 4.8. 2002. Elín flutti ung að aldri að heim- an til Reykjavíkur. Hún vann framan af margvísleg störf, en lengst af vann hún sem saumakona í Keflavík. Elín og Hreggviður bjuggu í Keflavík til 1984 þar til þau létu af störfum, en þá fluttu þau til Reykjavíkur í Sæviðarsund 35 þar sem þau héldu heimili í tæp 20 ár. Útför Elínar fer fram frá Hvals- neskirkju í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Erlendur. Elín giftist 1955 Hreggviði Guðmunds- syni, f. 28 maí 1914, d. 9.6. 2002 sjómanni og verkamanni í Sand- gerði og Keflavík. Sonur þeirra er Guð- mundur Óli líffræð- ingur og rannsóknar- stjóri hjá Prokaria og lektor við Háskóla Ís- lands, f. 12.4. 1954. Eiginkona hans er Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landspítalanum, f. 2. nóv. 1961. Börn þeirra eru: Valborg Guð- mundsdóttir, f. 21. okt. 1987, og Hallbera Guðmundsdóttir, f. 27. febr. 1992. Fyrri maður Elínar var Kristján Hermann Jónatansson sjómaður, f. 1914, d. 1991. Þau skildu. Börn El- ínar og Kristjáns eru: 1) Bergdís Helga, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Sjúkrahótels Rauða kross Íslands, f. 6.5. 1943. Eiginmaður hennar er Guðmund- ur Bjarnason læknir, f. 6. okt. 1930. Bergdís á eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Elínu Örnu, f. 13. maí 1967. Faðir hennar er Þor- geir Elíasson, f. 2.2. 1938. Eigin- Elskuleg tengdamóðir mín, Elín Þórðardóttir, er látin. Á innan við ári hafa þau hjónin, Elín og Hreggviður, kvatt, farsælli og langri ævi er lokið. Á kveðjustund er margt að þakka. Við kynntumst fyrir rúmum 20 árum þegar ég kom fyrst í heimsókn í Vall- artún 2 í Keflavík með Guðmundi, syni þeirra. Elskulegt og hlýlegt við- mót einkenndi þeirra móttökur, þá eins og alltaf síðan. Oft höfum við rætt um hversu gíf- urlegar breytingar þau upplifðu á langri ævi, líkt og aðrir af þeirra kynslóð. Bæði voru þau fædd árið 1914, í torfbæjum, í sveit þar sem lífsbaráttan var hörð. Aðlögunar- hæfni mannsins er mikil, eins og við vitum, en þær framfarir og breyt- ingar sem þeirra kynslóð sá á öllum sviðum, húsakosti og mataræði, menntun og heilbrigðisþjónustu, tækni og samgöngum, en líka í hefð- um og gildum hafa verið svo miklar að það er umhugsunarvert hvernig ein manneskja tekst á við þær allar á sinni ævi. Þau Elín og Hreggviður sýndu öllu í nútímanum mikinn áhuga, þau fylgdust alltaf vel með umræðum í þjóðfélaginu, fréttatíma- rnir voru fastir punktar tilverunnar og þau mynduðu sér skoðanir á öll- um málum með opnum huga, víðsýni og jákvæði. Þótt þeim fyndist margt hjá okkur nútímafólkinu ganga held- ur hratt fyrir sig og hefðu stundum áhyggjur af annríki okkar í lífi og starfi þá stóð alltaf upp úr umhyggja og kærleikur til okkar allra. Þau fylgdust vel með því sem við í fjöl- skyldunni vorum að gera, ekki síst sýndu þau unglingunum skilning og áhuga og unnu þess vegna traust þeirra og trúnað. Þau fluttu til Reykjavíkur þegar sjötugsaldri var náð, til að geta verið nær fjölskyldunni, fylgst með ung- viðinu og notið þess sem höfuðborgin hafði upp á að bjóða. Margir upplifa mikið tómarúm við starfslok, ekki síst þeir sem hafa alltaf unnið langan vinnudag við erfiðisvinnu og ekki eiga sér áhugamál utan vinnu. En Elín og Hreggviður komu sér upp nýju lífsmynstri þegar til Reykjavík- ur var komið og það hefur verið lær- dómsríkt að fylgjast með hvernig þau gátu notið efri áranna, í sjálf- stæði og með reisn allt fram á síðasta dag. Þau stunduðu sundlaugarnar daglega, fóru í gönguferðir og borð- uðu hollan mat. Þannig hugsuðu þau vel um heilsu sína, og þótt líkaminn væri orðinn slitinn af erfiðisvinnu gátu þau búið í eigin húsnæði með nær enga aðstoð alla sína tíð. Þau veittu okkur ómetanlega að- stoð við að passa litlu börnin, barna- börn og barnabarnabörn, alveg fram á þennan dag. Það var ekkert mál að passa kríli, innan við eins árs ef því var að skipta, þótt þau væru um og yfir áttrætt. Þannig kynntust börnin afa og ömmu og áttu þar gott at- hvarf. Það var hægt að fara í sund með afa og ömmu, leigja spólu, læra kapal, læra að sauma á saumavél, lesa, spjalla og hvíla sig, hvenær sem var og líka að heyra sögur af því þeg- ar þau voru ung og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í gamla daga. Þau ferðuðust til útlanda, til Evr- ópu, sólarlanda, heimsóttu fjöl- skyldumeðlimi sem voru búsettir er- lendis, og við eigum ljúfar minningar um heimsókn þeirra til okkar í Skot- landi. Þá sýndu þau gömlu sitt sjálf- stæði þegar við vorum í vinnu, þau örkuðu í bæinn, tóku strætó, fóru á kaffihús og sóttu barnið í leikskól- ann, ekkert mál þótt þau kynnu enga ensku og hefðu aldrei í borgina kom- ið áður, þá hálfáttræð. Þegar Elín veiktist í haust var hennar fyrsta og eina hugsun að standa við áform sín um að fara í skírnarveislu nöfnu sinnar, yngsta barnabarnabarnsins, til Danmerkur, og við það stóð hún. Elín saumakona hélt náttúrlega áfram að sauma þótt hún væri hætt að vinna. Hún fylgdist með tískunni, skoðaði ný efni og snið og saumaði svo á börnin frá fæðingu til ferm- ingar. Síðasta meistarastykkið var fermingarkjóll dóttur minnar sem hún hannaði sjálf fyrir tæpum tveim- ur árum og mikið vorum við allar stoltar, amma og mæðgurnar þegar Valborg fermdist í flottasta kjólnum. Elín og Hreggviður voru bæði af fátæku alþýðufólki komin og þau sýndu okkur öllum gott fordæmi með nægjusemi sinni og skynsemi í daglegu lífi, að fara vel með, skulda engum neitt, en kunna líka að gera sér glaðan dag. Þau voru rausnarleg við okkur í fjölskyldunni og gátu líka veitt sér það sem þau óskuðu. Betri elli er varla hægt að hugsa sér og fyrir það má vera þakklátur. Elín tók veikindum sínum af miklu æðruleysi, gekk frá sínum málum þegar ljóst var að hverju stefndi, alltaf svo hrein og bein þótt ekki gæfist hún auðveldlega upp. Hún trúði því að „sá gamli“ biði eftir henni hinum megin, óþreyjufullur að venju. Hún hélt sinni reisn fram í andlátið og þannig munum við minn- ast hennar. Ég kveð kæra tengdamóður með sorg í hjarta, en fyrst og fremst virð- ingu og þakklæti fyrir allt og allt. Brynja Ingadóttir. Elsku amma mín, það er skrýtið að þú sért ekki lengur í þessum heimi. Alla mína ævi hefur það verið fastur punktur í tilveru minni að geta leitað til þín og afa með hvað sem er því ég hef ekki enn rekist á það vandamál eða þær breytingar sem þú hefur ekki kunnað að taka með fullkomnum skilningi og opnum huga. Þegar ég var lítill drengur fannst mér alltaf svo gott að koma og kúra á milli ykkar afa og síðan þegar ég var orðinn of stór til þess að fylla bólið ykkar alla nóttina þá hlakkaði ég alltaf til á morgnana þegar afi flautaði því að þá mátti ég koma upp í til ykkar. Það er erfitt að minnast þín, amma mín, án þess að hugsa líka til hans afa því aldrei hef ég augum litið ástfangnara par en ykkur, sem eruð nú sameinuð á ný og getið því haldið upp á fimmtíu ára brúðkaups- afmælið ykkar á góðum stað. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hlýðinn en í kringum þig þá var það manni einhvern veginn eðlislægt að hlýða því að það sem einkenndi þig var að það sem þú sagðir það stóð. Stund- um var maður með frekju og læti og byrjaði að væla en þá sagðir þú manni hlýlega að það væri bara hollt að gráta en hins vegar væri það manni ekki eins hollt að fá að vaða uppi með frekju og yfirgangi. Þessi sýn þín á lífið einkenndi þig fram á síðustu daga þína hér þar sem þú lást fárveik frammi fyrir dauðanum og þegar ég spurði þig um líðan þína þá svaraðirðu mér alveg eins og þú gerðir þegar ég var lítill með þeim orðum að það þýddi nú ekkert að væla yfir því sem lífið færði manni því að kveinstafir hefðu nú aldrei breytt neinu hingað til svo að um munaði. Þú sagðir mér líka oftar en ekki söguna af því þegar þú reyndir einu sinni sem smástelpa að fara í fýlu en með litlum árangri. Þú áttir mörg systkini og þér fannst einn daginn eins og þú hefðir verið beitt einhverju misrétti, eins og kemur reglulega fyrir hjá systkinum. Þau gáfu þér þá fúslega algjört frelsi til þess að vera svolítið í fýlu en báðu þig hins vegar um að koma bara aft- ur og tala við þau þegar þér væri runnin reiðin. Þarna varstu kannski sex ára en náðir þó að átta þig á því hvað það getur verið leiðigjarnt að vera í fýlu, sérstaklega ef undirtekt- irnar eru dræmar, þannig að þú ákvaðst þarna að svoleiðis lagað hreinlega bara borgaði sig ekki. Sögur af þessu tagi mun ég von- andi muna svo lengi sem ég lifi en hitt er þó erfiðara en það er að feta í þín spor og læra í reynd af þessum sögum. Í listinni að lifa hafið þið hjónin alltaf verið fremst í mínum augum og ef ég ætla að komast einn daginn með tærnar þar sem þið höfð- uð hælana þá þarf ég heldur betur að láta tærnar standa fram úr skálm- unum. Ég get heldur ekki minnst þín, amma mín, án þess hugsa um bragð- ið af pönnukökunum þínum, sem á sér ekki bara stað í bragðlaukum mínum heldur líka í hjartanu mínu enda varstu búin að vinna með upp- skriftina í meira en sjötíu ár og það var mjög gaman að heyra þig segja frá því þegar þú varst að byrja að baka pönnsurnar þínar sem lítil stelpa í flóanum handa stórum hópi af fólki, sem eflaust kunni jafnvel að meta þær eins og við barnabörnin kunnum seinna. Það væri hægt að minnast þín hér í heilli bók en sú bók stendur skýrt skrifuð í höfðinu á mér því það eru fáir sem hafa talað til mín eins skýrt og þú gerðir alltaf. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og ég bið að heilsa honum afa. Megi guð þinn geyma þig að ei- lífu. Viðar Örn Sævarsson og fjölskylda. Djúp virðing og þakklæti fyllir huga minn þegar ég hugsa til mág- konu minnar, Elínar Þórðardóttur, sem nú hefur lokið hérvist sinni, nær 90 ára. Hún var að leiðarlokum þrotin að líkamsafli en andinn óbugaður. Síð- ast þegar ég kom að sjúkrabeði hennar var mjög af henni dregið. Ég hélt um hönd hennar og fann betur en nokkru sinni að við vorum tengd- ar sterkum vináttuböndum. Það má segja að skammt sé stórra högga á milli hjá fjölskyldunni frá Vallartúni 2 í Keflavík en þar áttu Elín og Hreggviður bróðir minn heima meirihluta hjúskapar síns og þar ólust börnin þeirra upp að mestu leyti. Nú eru þau bæði fallin frá og varð það með stuttu millibili því Hreggviður dó í júní sl. Þau nutu gleðiríkra samvista í góðu og gjöfulu hjónabandi og eignuðust soninn Guðmund Óla en fyrir átti Elín tvö börn, Bergdísi og Sævar. Börnin urðu myndarfólk og reyndust Ellu og Hreggviði afar vel. Yfir þeim hjónum var reisn og glæsileiki. Af hlýju viðmóti sínu og björtu brosi miðluðu þau öðrum í rík- um mæli. Elín var traustvekjandi kona og umhyggjusöm og nærgætin við náunga sinn. Auk þess var hún nösk á að koma auga á spaugilegu hlið- arnar á hlutunum. Hún var afar vel verki farin og alla tíð einstök handa- vinnukona og lék allt í höndunum á henni. Hún vann í áraraðir við saumaskap og var mikils metin fyrir þann starfa. Hún var snyrtileg og smekkleg og mjög sýnt um að prýða allt í kringum sig. Minningarnar hrannast upp og verða ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um mínum. Yndislegar samverustundir á heimili þeirra og okkar. Oft var glatt á hjalla. Börnin mín eiga skemmti- legar minningar frá þessum liðna tíma, t.d. um dagsferðir út í náttúr- una, eins og þegar farið var í berja- mó út í Leiru, líka af spilamennsk- unni og fleira mætti telja. Þegar við fjölskyldan fluttumst til Reykjavíkur söknuðum við m.a. fé- lagsskapar fjölskyldunnar í Vallar- túni, laugardagsmorgnanna þegar Hreggviður bróðir kom og heilsaði upp á okkur á heimleið af bryggjunni því það var venja hans eftir að hann hætti til sjós að fara á laugardags- morgnum niður að höfn til að fylgj- ast með sjósókn og aflabrögðum. Yndislega stund átti ég með Elínu í Keflavík fyrir jólin hjá vinafólki hennar og jafnframt tengdafólki mínu og skömmu á eftir hélt hún okkur vinkonum sínum boð heima hjá sér í Sæviðarsundi 35 og var sú stund ógleymanleg. Að ferðalokum vil ég þakka Elínu mágkonu minni fyrir samfylgdina á lífsleiðinni. Megi blessun Guðs um- vefja hana og vernda í nýjum heim- kynnum. Ég sendi börnum mágkonu minn- ar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og kveð Elínu mína með eftirfarandi orðum skáldsins: Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Sólveig Guðmundsdóttir. ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ GuðmundurKristján Moritz Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. októ- ber 1947. Hann lést af slysförum á Seyð- isfirði 21. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Karl Sigurður Sig- fússon, f. 13. ágúst 1923, d. 16. maí 1987, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9. ágúst 1927, d. 27. janúar 1985. Systk- ini Guðmundar eru: Guðbjörg Aðalheiður Moritz, f. 28. desember 1950, Olga Viktoría Moritz, f. 6. júní 1953, Svanhvít Moritz, f. 21. janúar 1955, María 1972, kvæntur Önnu Maríu Krist- jánsdóttur, f. 3. apríl 1972, og eru börn þeirra Guðmundur Kristján og Katrín María. 3) Mar- geir Aðalsteinn, f. 24. júlí 1975, sambýliskona hans er Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, f. 28. febrúar 1980, og er dóttir þeirra Margrét Lív. 4) Ingibjörg, f. 9. ágúst 1979, sambýlismaður henn- ar er Sævar Gunnarsson, f. 22. apríl 1981. 5) Guðmundur Krist- ján, f. 22. janúar 1988. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum að Skálafelli í Suð- ursveit og flutti með þeim til Hafnar 1965. Hugur Guðmundar hneigðist fljótlega að sjómennsku og var það hans aðalstarf frá því skyldu- námi hans lauk og um tíma rak hann eigin útgerð ásamt sonum sínum. Hann var skipverji á Jónu Eðvalds SF 20 þegar hann lést. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Moritz, f. 5. maí 1959, og Sigfús Óli Moritz, f. 30. nóvem- ber 1962. Guðmundur kvænt- ist 25. desember 1971 Sigríði Jóhannesdótt- ur ættaðri frá Ísa- firði. Þau bjuggu í Keflavík til 1975, fluttu þá til Hafnar og bjuggu þar síðan. Börn Guðmundar og Sigríðar eru: 1) Jó- hannes Hjalti Dann- er, f. 28. september 1970, kvæntur Vig- dísi Ragnarsdóttur, f. 13. júlí 1971, og eru börn þeirra Ragnar Ingi, Kristján Már og Sigríður. 2) Karl Sigurður, f. 21. febrúar Þegar Mummi og Sigga komu til okkar hjónanna stuttu eftir áramót- in til að eiga notalegt spjall yfir kaffibolla, grunaði mig ekki að það yrði í síðasta skipti sem ég hitti Mumma mág minn í þessu lífi. Í mínum huga voru Mummi og sjórinn óaðskiljanlegir. Sjórinn var hans líf og yndi og á sjónum eyddi hann öllum sínum starfsaldri. Að lokum tók sjórinn hann svo til sín. Kannski var það honum að skapi, svo nátengdur sem hann var sjón- um, en þetta gerðist bara allt of snemma. Báðir ólumst við Mummi upp í sveit, sinn í hvorri sveitinni þó, hann í Suðursveit en ég á Mýrum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.