Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 37 B EINT og milliliða- laust lýðræði er viðhaft í mjög misjöfnum mæli í lýðræðisríkjum heimsins. Sviss er í farar- broddi þar sem almenningur gengur tíðum til atkvæða um allt milli himins og jarðar og minnir fyrirkomulagið í sum- um kantónum ríkisins á gang mála á Agora í Aþenu forðum. Næst Sviss í notkun á beinu lýðræði eru mörg ríki Banda- ríkjanna þar sem kosið er um hin fjölbreytilegustu mál sam- hliða kosningum til þings og framkvæmdavalds. Á Íslandi heyrir það hins vegar til und- antekninga að milliliðalaust lýðræði sé viðhaft og hefur stöðnunin verið nánast algjör, utan atkvæðagreiðslunnar á vegum Reykjavíkurborgar um framtíð flugvallar í Vatnsmýr- inni. Þarna er róttækra breyt- inga þörf. Fánaberi framþróunar Við Íslendingar eigum að vera í fararbroddi við framþróun lýðræðislegra stjórnarhátta. Til að hreyfa við þessu brýna framfaramáli mun undirritaður leggja fram á Alþingi öðru sinni þings- ályktun um þróun milliliða- lauss lýðræðis og notkun raf- rænna aðferða við framkvæmd þess. Tilgangurinn er að þróa lýðræðið áfram í ljósi breyttra samfélagshátta frá þeim tím- um þegar fulltrúalýðræðið var sjálfsögð aðferð við að fram- kvæma vilja fólksins í lýðræð- issamfélagi. Vegna aukinnar menntunar, meiri frítíma og betri aðgangs að upplýsingum er morgunljóst að það er löngu tímabært að þróa fulltrúalýð- ræðið í auknum mæli til þess að fólkið sjálft ráði sínum ráð- um í stærstu og veigamestu málefnum þjóðfélagsins hverju sinni. Markmiðið er að Ísland verði tilraunastofa við þróun lýðræðisins og fánaberi framþróunar lýðræðislegra stjórnarhátta, þar sem hinn al- menni borgari kemur í sem mestum mæli að meginákvörð- unum samfélagsins. Fulltrúalýðræði fortíðar Þær miklu breytingar sem orðið hafa á félagslegum og efnahagslegum aðstæðum á Vesturlöndum síðustu áratugi kalla á breytingar á lýðræð- isfyrirkomulaginu. Séu menn almennt á þeirri skoðun að valdið eigi að liggja eins nærri almenningi og kostur er hverju sinni. Almenn og góð menntun, mikil tölvueign og meiri frítími kallar á að al- menningur hafi miklu meira um hagi sína að segja en áður. Sá tími á að vera liðinn að fulltrúar almennings taki allar ákvarðanir og tímabært að færa valdið í ríkari mæli til fólksins. Fulltrúalýðræðið í óbreyttri mynd er fyrirbæri fortíðar og mikilvægt fram- faramál fyrir almenning að milliliðalaust lýðræði verði eflt og það tekið upp, hvort heldur er á sveitarstjórnarstiginu eða í landsmálunum. Það er brýnt að hafa það að leiðarljósi við stefnumörkun um beint lýðræði að hlutverk sveitarfélaganna verður æ mikilvægara eftir því sem þau stækka og verkefnum þeirra fjölgar. Valddreifingunni frá ríki til sveitarfélaga á að fylgja aukið milliliðalaust lýðræði þar sem valdið er fært frá Al- þingi til nærþjónustunnar í sveitarfélögunum. Breytt hlut- verk sveitarstjórna kallar á nýjar reglur við alla stóra ákvarðanatöku innan þeirra. Íbúalýðræði felur í sér lausn á því. Þar eru íbúar sveitarfé- lagsins kallaðir til leiks, fengn- ir til samráðs um lausnir og skipulag. Enginn veit betur en fólkið sjálft hverjar þarfirnar eru og hvernig íbúar hvers sveitarfélags vilja forgangs- raða fjármunum og verkefn- um. Samráðsvettvangur íbúa- lýðræðisins felur einnig sjálfkrafa í sér að deilur og átök minnka til muna og stjórnmálin verða heilbrigðari fyrir vikið. Samræður fara í ríkari mæli fram um sameig- inleg mál í stað illvígra deilna. Vald peninganna Það fyrirkomulag sem við- gengist hefur síðustu tvær aldirnar í formi fulltrúa- lýðræðisins hefur að mörgu leyti runnið sitt skeið. Milliliðalaust lýð- ræði leiðir til heilbrigðari og opnari stjórnarhátta. Þar sem tryggt er að al- mannahagsmunir ráði för en ekki sérhagsmunir einstakra valdablokka sem geta keypt sér áhrif í krafti fjármagnsins og aukinna áhrifa stórfyrir- ækja í samfélaginu. Ekki síst í ljósi þeirrar tilfærslu sem hef- ur átt sér stað á völdum og áhrifum í samfélaginu frá kjörnum fulltrúum til við- skiptalífsins. Beint lýðræði er góð, og jafnvel nauðsynleg, leið til þess að búa svo um hnútana að ýtrustu hagsmunir hins almenna borgara ráði ákvarðanatöku um stærstu hagsmunamál hvers tíma. Notkun Netsins Sjálfsagt er talsvert í land með að hægt verði að fram- kvæma fullkomnar atkvæða- greiðslur á Netinu en mikil- vægt er að nýta kosti rafrænna aðferða við að hrinda beinu lýðræði í fram- kvæmd. Kominn er tími til að lýðræðið leiti upprunans, en í stað handauppréttinganna á Agora í Aþenu á gullöld Grikkja er að myndast mögu- leiki á að rétta upp hönd á Netinu þess í stað. Netið býð- ur upp á möguleika og mun gera það í auknum mæli eftir því sem persónuvernd upplýs- inga á Netinu þróast, til að auka stórum milliliðalaust lýð- ræði og gera það að veruleika án þeirra galla sem fylgja tíð- um þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar sem kjósendur þurfa að fara á kjörstað til að greiða at- kvæði. Reynslan frá Sviss seg- ir að kjörsókn minnki þar sem of mikið umstang fylgi því að fara oft á ári á kjörstað. Þessu geta rafrænar aðferðir breytt með tímanum. Brýnt er að nýta kosti þeirra eftir því sem hægt er. Beint lýðræði og betri stjórnarhættir Eftir Björgvin G. Sigurðsson ’ Milliliðalaust lýð-ræði leiðir til heilbrigð- ari og opnari stjórn- arhátta. ‘ Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi. r úr árs- íkurborgar rkennilega Sólrúnar rkenna, að rg. Þar ík- núar 2003 skulda- æsta í vilja fara „ En ég vil sterklega borg væri . Þetta er um þetta eitarfélag- rðar, Mos- æjar), Ak- 3 og bera egar litið það er með ingur reyringur gur með anúar erandi fstæð- astöðu um. Hún aðreyndir, en endra- voru mál- amálunum rt, sem gði hún um n hefur 2001 ngt hjá rborgar n í sam- anburði á skuldum ríkisins og Reykjavíkurborgar yrði önnur, ef til dæmis Landsvirkjun og Íbúðalána- sjóður yrðu með í myndinni. Þessi fullyrðing hennar stenst ekki frekar en aðrar um þetta mál. Reykja- víkurborg á um 45% í Landsvirkjun og ríkið rúm 50%, ef fyrirtækið yrði tekið inn hjá bæði ríki og Reykjavíkurborg mundi það litlu sem engu breyta. Væri Íbúðalánasjóður tekinn inn hjá ríkinu mundi það væntanlega frekar styrkja stöðu þess í sam- anburðinum en hitt. x x x Í sennunni miklu innan R-listans um síðustu jól kom í ljós, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skirrist ekki við að halda hlutum̧ sem hreinlega eiga ekki við nein rök að styðjast, fram af miklum sannfæring- arkrafti. Gleggst sást þetta, þegar hún sagðist víst geta boðið sig fram fyrir Samfylkinguna til þings og setið áfram sem borgarstjóri. Hún vildi með öðrum orðum ekki trúa því, að vinstri/grænir og framsókn- armenn sættu sig ekki við, að hún væri bæði í þing- framboði og sæti sem borgarstjóri. Þennan eiginleika sinn, að setja kíkinn fyrir blinda augað, hefur Ingibjörg Sólrún notað, þegar hún lítur á skuldastöðu Reykjavíkurborgar. Aðferðin dugar ekki til lengdar, því að það kemur að skuldadög- unum fyrir Reykvíkinga eins og það kom að loka- uppgjöri fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í samskiptum hennar við samherja sína innan R-listans. Spurning er, hvort hinn nýi borgarstjóri, Þórólfur Árnason, er raunsærri við mat á hinni óverjandi skuldasöfnun Reykjavíkurborgar en forveri hans. Skynsamlegasta úrræði hans til að draga skil á milli fjármálastjórnar sinnar og forvera síns er að sjálf- sögðu að taka fagnandi tillögunni um úttekt á fjár- málum borgarinnar, þegar hann kemur til starfa. x x x Eðlilegt er að velta því fyrir sér, þegar hugað er að þessari miklu skuldasöfnun í nafni Reykjavík- urborgar, hvort þar hafi umsvif verið eitthvað meiri en í öðrum sveitarfélögum. Þótt grannt sé skoðað, verður það ekki séð. Helst er ástæða til að staldra við ylströndina í Nauthólsvík. Öll sveitarfélög hafa á undanförnum árum verið að einsetja grunnskóla eða byggja upp leikskóla. Þá hafa þau einnig verið að bregðast við nýjum kröfum um fráveitur, en í Reykjavík var lagður á sérstakur holræsaskattur til að standa undir þeim fram- kvæmdum, sem ekki var gert í nágrannasveitarfélög- unum. Orkuveita Reykjavíkur er stórfyrirtæki. Á vegum hennar hefur verið varið tæpum 10 milljörðum króna í Nesjavallavirkjun á undanförnum árum. Á sínum tíma stóð Hitaveita Reykjavíkur undir slíkum fram- kvæmdum án lántöku. Nú skýrir þessi tíu milljarða króna framkvæmd aðeins fimmtung af 50 milljarða skuldaaukningu Reykjavíkurborgar. Orkuveitan hef- ur einnig ráðist í smíði höfuðstöðva, sem enginn veit enn hvað kosta í raun, síðan hefur hún varið millj- örðum í Línu.net. Íbúum í Reykjavík hefur ekki fjölgað svo und- anfarin ár, að ástæða hafi verið til þess fyrir borg- aryfirvöld að auka skuldir vegna þess. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fjölgaði íbúum höf- uðborgarsvæðisins á árabilinu 1992 – 2002 um 18,4%. Í Reykjavík fjölgaði þeim um 11% en í Kópavogi um 48,2%. Á árinu 2002 fjölgaði Reykvíkingum um að- eins 0,2%! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur talið dýrkeypt að taka við nýjum íbúum af landsbyggð- inni, en sú þróun hefði átt að hafa mun minni áhrif á skuldaaukningu Reykjavíkurborgar en t.d. Kópa- vogs. Í tíð R-listans hefur ekki verið ráðist í neina stór- framkvæmd. Mislægum gatnamótum, þar sem Kringlumýrarbraut og Miklubraut mætast, var skot- ið á frest vegna þess að R-listinn tók þau út af skipulagi. Enn hefur ekki fengist niðurstaða um legu Sundabrautar. Frá því að ritað var undir sam- komulag ríkis og borgar um ráðstefnu- og tónlistar- hús í apríl 2002 hefur málið verið í biðstöðu. Stór- verkefni bíða úrlausnar og hin óverjandi skuldasöfnun dregur úr svigrúmi Reykjavíkurborgar til að láta að sér kveða við framkvæmd þeirra. Löngu er tímabært að taka kíkinn frá blinda aug- anu, viðurkenna raunverulega skuldastöðu Reykja- víkurborgar og takast á við fjármál borgarinnar í ljósi hennar. a augað bjorn@centrum.is endurskoðunarskrifstofan segir pi þeirra þjóða sem mest greiddu til Hvað með lægri vexti? segja að allt yrði þetta vegið upp u hagræði og nefna lægri vexti og öruverð í því sambandi. Þetta er földun. Lífskjör okkar eru með því m þekkist og vöxtur efnahagslífsins fram margar ESB þjóðir. Við njót- aðgangs að mörkuðum ESB, þökk samningnum og höfum svigrúm og i til þess að beita nauðsynlegum nartækjum okkur í hag. Það er til óst að beiting peningamálatækja á vexti er nauðsynleg í okkar hag- kerfi út frá okkar forsendum. Þannig sáum við á síðasta ári, hvernig hagkerfið leitaði jafnvægis og viðskiptahallinn hvarf. Þar voru markaðslögmálin að verki innan þess ramma sem íslensk stjórnvöld, Seðlabanki og ríkisvald settu. Sá rammi hefði augljós- lega verið annar ef við hefðum lotið peninga- málastjórn frá Evrópusambandinu og af- leiðingarnar því fráleitt í hag okkar efnahagslífi. Áhrifin á landbúnaðinn Þegar kemur að umræðunni um ESB og vöruverð þá er nauðsynlegt að rifja upp hvað sagt er í skýrslu utanríkisráðherra um áhrifin af Evrópusambandsaðild á íslenskan landbúnað. Algjör óvissa væri varðandi mjólkurframleiðslu, nautakjötsframleiðslu og svína-, kjúklinga- og eggjabændur yrðu berskjaldaðir. Allir vita síðan hvernig staða sauðfjárræktarinnar er þegar, þannig að hún þyldi ekki frekari röskun. Það hefur verið pólitísk niðurstaða hér á landi að verja íslenskan landbúnað eins og kunnugt er, þó verulega hafi verið dregið úr innanlands- stuðningi við hann. Þetta er íslensk ákvörð- un, sem við höfum tekið sjálf út frá okkar forsendum. Vilji menn ákveða eitthvað ann- að þá gera þeir það vitaskuld. En þá eiga menn að þora að segja það skýrt og skor- inort, en ekki að skríða sífellt í skjól evrópu- umræðunnar. Matvælaverð lækkar ekki við það eitt að ganga í ESB heldur vegna þess að ákvarðanir eru teknar sem lækka verð- lagið. Við Íslendingar höfum kosið að hafa hin pólitísku og efnahagslegu stjórntæki í okkar höndum. Þannig getum við valið og hafnað. Um það snerist til dæmis GATT umræðan á sínum tíma. Það varð niðurstaðan að lokinni harðri umræðu að við reyndum að halda þessum tækjum í okkar höndum. Þannig gátum við þá, á okkar forsendum, beitt toll- um og vörugjöldum gagnvart landbúnaði á þann veg sem við töldum skynsamlegast. Þannig var forræðið í okkar höndum og er það vel. Fjarvistarsönnun frá innlendri umræðu Um þetta sama snýst í rauninni Evrópu- umræðan að hluta; um réttinn til þess að geta nýtt hin pólitísku og efnahagslegu stjórntæki. Það er miklu eðlilegra af þeim sem nota lækkun matvöruverðs og vaxta- stigið til framdráttar þeirri skoðun sinni að við ættum að ganga í ESB, að segja hvað þeir sjálfir vilja. Telja þeir að Seðlabankinn eigi að grípa inn í með ákveðnari hætti til þess að lækka vexti núna, á að afnema inn- flutningshöft á landbúnaðarafurðum, á að fella niður tolla og vörugjöld á innfluttum vörum og svo framvegis? Það er ósköp eðli- legt að uppi séu ólíkar skoðanir um framtíð okkar í samstarfi Evrópuríkja. En menn mega ekki nota meintan áhuga á Evrópu- sambandsaðild sem skálkaskjól og verða sér þannig úti um fjarvistarsönnun frá erfiðum spurningum í vanalegri innlendri þjóð- félagsumræðu. einna mest Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir íslenskan landbúnað, segir greinarhöfundur. Algjör óvissa myndi ríkja um fram- Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.