Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 57 Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 gud.run@mmedia.is Andartak í erli dagsins Tími til að vera, hlaða batteríin, styrkja líkamann, auka sveigjanleikann og úthaldið og næra andann. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17.20 á Frakkastíg 13. Ókeypis prufutími. Með jóga - dansi - leik og kyrrð KASPAROV tapaði þriðju skákinni í einvígi sínu við skákforritið Deep Junior og er staðan nú jöfn, 1½-1½. Þrjár skákir eru eftir. Einvígið hef- ur nú tekið svipaða stefnu og einvígi Kasparovs við Deep Blue og einvígi Kramniks gegn Deep Fritz. Stór- meistarinn sýnir yfirburði í upphafi, en lendir síðan í erfiðleikum þegar líður á einvígið. Þetta var ástæðan fyrir því að höfundar Deep Junior kusu fremur að hafa svart en hvítt í fyrstu skákinni. Þeir sáu fyrir, að ef forritið ætti á annað borð eitthvert erindi í Kasparov þá gæti lokaskák- in ráðið úrslitum og þar verður Deep Junior með hvítt. Í upphafi þriðju skákarinnar töldu margir skákskýrendur að Kasparov væri á góðri leið með að afgreiða Deep Junior eins og hvern annan byrjanda. Það kom þó í ljós, að málið var ekki alveg svo einfalt. Forritið varðist vel og staðan jafn- aðist. Þegar fór að saxast á tímann hjá Kasparov urðu honum síðan á mistök sem kostuðu hann skákina. Hvítt: Kasparov Svart: Deep Junior Hálf-Meranvörn 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.e3 e6 5.Rf3 Rbd7 6.Dc2 b6 Í fyrstu skákinni vann Kasparov létt, eftir 6.-- Bd6 7.g4 dxc4 8.Bxc4 b6 9.e4 e5 10.g5 Rh5 11.Be3 0–0 12.0–0–0 Dc7 13.d5! b5 14.dxc6 bxc4 15.Rb5 Dxc6 16.Rxd6 Bb7 17.Dc3 Hae8 18.Rxe8 o.s.frv. 7.cxd5 exd5 8.Bd3 Be7 9.Bd2 0–0 Nýr leikur. Þekkt er 9...Bb7, t.d. 10.0–0–0 c5 11.Kb1 Dc7 12.Hhg1 c4 13.Bf5 g6 14.Bh3 a6 15.g3 b5 16.e4 Rxe4 17.Rxe4 dxe4 18.Rg5 Rf6 19.Bg2 0–0 20.Rxe4 Rxe4 21.Bxe4 Bxe4 22.Dxe4 Bf6 23.Bf4 Db6 24.Be5 Bxe5, jafntefli (Bergez-Nez- ar, Bescanon 1999). 10.g4!? Rxg4!? Djarfur leikur, en „álskrímslið“ hefur jú engar taugar! 11.Hg1 -- Það kemur sterklega til greina að leika 11.Bxh7+ Kh8 12.Bd3 Rdf6 13.h3 Rh6 14.Re5 o.s.frv. 11...Rdf6 12.h3 Rh6 13.e4 -- 13...dxe4! Eftir 13...Kh8 14.e5 Rfg8 15.Bxh7 stendur hvítur betur. 14.Bxh6 Einnig kom til greina að taka til baka á e4 og bíða með þennan leik. 14...exd3 15.Hxg7+ -- Engu betra er að leika 15.Bxg7 Rg4 (15...dxc2? 16.Bxf6+ Bg4 17.Hxg4+ mát) 16.Dxd3 Kxg7 17.hxg4 He8 18.Hh1 Bg5+ 19.Re2 h6 20.Rxg5 Dxg5 o.s.frv. 15...Kh8 16.Dxd3 Hg8 17.Hxg8+ Rxg8 18.Bf4 f6 19.0–0–0 Bd6 20.De3 Bxf4 21.Dxf4 Bxh3 22.Hg1 Db8 23.De3 Dd6 24.Rh4 Be6 25.Hh1 Hd8 26.Rg6+ Kg7 27.Rf4 Bf5 28.Rce2 Re7 29.Rg3 Kh8 30.Rxf5 Rxf5 31.De4 Dd7 32.Hh5? -- Tapar skákinni. Eftir 32.Rg6+ Kg7 33.Rf4 He8 34.Dg2+ Kf8 35.Rg6+ hxg6 36.Dxg6 Dg7 37.Dxf5 Dg5+ 38.Dxg5 fxg5 39.Kd2 Kg7 er staðan jöfn. 32...Rxd4 -- Kasparov uppgötvar nú, að hann á erfitt um vik vegna máthótunar- innar 35...Rb3+ 36.Kc2 Ra1+ 37.Kc3 (37.Kc1 Dd1+) 37...Dd2+ 38.Kc4 b5+ 39.Kc5 Dd6+. Hann hugsaði sig um í sex mínútur, þrátt fyrir að umhugsunartíminn væri orðinn stuttur, en fann ekki leið út úr ógöngunum sem 32. Hh5 hafði leitt hann í. 33.Rg6+ Kg8 34.Re7+ Kf8 35.Rd5 Dg7 36.Dxd4 -- Eða 36.Rf4 Dg1+ 37.Kd2 Dxf2+ 38.Kc3 Dxf4 39.Dxf4 Re2+ 40.Kc4 Rxf4 og svartur vinnur. 36...Hxd5 og hvítur gafst upp, því að hann á tapað endatafl, eftir 37.Hxd5 cxd5 38.Dxd5 Dg1+ 39.Dd1 Dxd1+ 40.Kxd1 h5 o.s.frv. Fjórða skák einvígisins verður tefld á sunnudag. Viltu slá Íslandsmet? Þeir sem vilja taka þátt í að slá merkilegt Íslandsmet ættu að taka þátt í unglingaæfingu Taflfélagsins Hellis mánudaginn 3. febrúar kl. 17:15 eða atkvöldi félagsins sama dag kl. 20:00. Bæði mótin fara fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a í Mjódd. Þeir sem raða sér í efstu þrjú sætin á unglingaæfingunni og tveir efstu á atkvöldinu munu ásamt einum útdregnum keppanda í hvoru móti fyrir sig eiga rétt á að tefla á móti Helga Áss Grétarssyni, stór- meistara, þegar hann gerir atlögu að Íslandsmetinu í blindskák 12. febrúar. Blindskákarfjölteflið fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, og er hluti af skákhátíð í tengslum við Olís-einvígið milli Hannesar Hlífars Stefánssonar og Sergei Movsesjan. Alls mun Helgi tefla við ellefu andstæðinga í fjölteflinu, sem allir fá að tefla á venjulegan hátt með skákborð fyrir framan sig, en Helgi verður að tefla blindandi. Það er erfitt að tefla eina skák blindandi, en það er einungis á færi örfárra að tefla margar slíkar skákir samtímis. Núverandi Íslandsmet eiga Helgi Ólafsson og Dan Hansson, en þeir tefldu tíu blindskákir í einu. Helgi mun í fjölteflinu hafa 90 mínútna umhugsunartíma og 30 sekúndur fyrir hvern leik, en and- stæðingar hans 45 mínútur. Skákveisla framundan Það er sannkölluð skákveisla framundan á næstu vikum og mán- uðum. Dagana 10.-15. febrúar verð- ur Olís-einvígið haldið milli Íslands- meistarans Hannesar Hlífars Stefánssonar og Evrópumeistarans Sergei Movsesjan. Í kjölfar þess, 18.-27. febrúar, verður Stórmót Hróksins haldið á Kjarvalsstöðum. Þetta verður eitt sterkasta mót sem haldið hefur verið hér á landi. Meðal keppenda verða enski stórmeistar- inn Michael Adams (2.734) og Alexei Shirov (2.723), en hann er búsettur á Spáni. Þá verður gamla kempan Viktor Korchnoi (2.642) einnig með- al keppenda. Íslensku keppendurnir í þessu tíu manna móti verða Hann- es Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Síðan má búast við að lið Hróksins í Íslandsmóti skákfélaga, 28. feb. – 1. mars, verði að mestu skipað hinum erlendu keppendum mótsins. Að lokum verður svo haldið gríðarlega sterkt, opið atskákmót í Borgarleik- húsinu 3.–5. mars. Það verður skipu- lagt af Hróknum og haldið til minn- ingar um verkalýðsleiðtogann Guðmund J. Guðmundsson. Junior jafnaði metin SKÁK New York KASPAROV – DEEP JUNIOR 26. jan. – 7. feb. 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Alltaf á þriðjudögum Taktu lífinu létt – ostur fullkomnar salatið Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.