Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Götumarkaðsstemmning Útsölulok um helgina Opið kl. 13.00-17.00 í dag GAMLA apótekið á Ísafirði, sem er kaffi- og menningarhús ungs fólks á norðanverðum Vest- fjörðum, mun í ár og næsta ár fá 6 milljóna króna styrk frá ráðu- neytum félags-, dóms- og heil- brigðismála og Ísafjarðarbæ. Var skrifað undir samkomulag þess efnis í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag, en hver af þessum fjór- um leggur 1,5 milljónir króna til reksturs Gamla apóteksins árlega næstu tvö ár. Samtals er styrk- urinn því upp á tólf milljónir króna. Til stóð að undirrita samning- inn í Gamla apótekinu á Ísafirði en þar sem veðurútlit var slæmt í fyrradag var ákveðið að und- irritun samningsins færi fram í Reykjavík. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður Gamla apóteksins, segir að Ísfirðingar og nær- sveitamenn hafi haldið sína hátíð í Gamla apótekinu þrátt fyrir það. „Þetta er gríðarleg viðurkenning og stórt skref. Þetta er staðfest- ing á því sem Gamla apótekið hef- ur haldið á lofti,“ segir Halldór. Í Gamla apótekinu er rekið kaffi- hús þar sem fólk getur komið og fengið sér kaffi en að auki er þar ýmislegt starf í boði fyrir yngra fólkið. Þar er t.d. aðstaða fyrir tónlistarfólk sem vill æfa sig, framköllunaraðstaða, borðtenn- isborð og tölvuver. Einnig er þar rekin útvarpsstöð hluta úr ári. „Það er klárt mál að Gamla apótekið hefur haft góð áhrif á samfélagið. Mikil velvild í garð þess endurspeglar hvað sam- félagið er ánægt með þetta starf og hvað starfið er merkilegt í heild sinni.“ Segir Halldór að síð- ustu ár hafi miklar breytingar sést í samfélaginu, nemendur á svæðinu hafi sýnt betri náms- árangur og minna sé um að ungt fólk reyki og neyti áfengis- og vímuefna. Reksturinn tryggður Halldór segir að Gamla apótek- ið hafi ekki verið rekið á föstum fjárlögum heldur hafi Rauði krossinn, Ísafjarðarbær, Holl- vættir menntaskólans, fyrirtæki, einstaklingar, félagasamtök og stofnanir tekið höndum saman til að tryggja reksturinn. Styrkurinn dekki stóran hluta af rekstr- arkostnaði hússins og gefi starfs- mönnum Gamla apóteksins því færi á innra starfi en til þessa hafi mikil orka og vinna farið í að afla fjár til að tryggja rekstur hússins. Menningarhúsið Gamla apótekið á Ísafirði fær 12 milljóna króna styrk Hefur haft góð áhrif á samfélagið Morgunblaðið/Kristinn Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, innsigluðu samkomulagið í Þjóðmenning- arhúsinu. Á eftir var fagnað í Gamla apótekinu á Ísafirði. LÖGBANN var lagt sl. miðvikudag við opinberum tónflutningi á veit- inga- og skemmtistaðnum Kaffi Reykjavík, sem Háaleiti ehf. rekur, vegna síendurtekinna brota á samningi við Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF. Lögbannið var lagt á þar sem Háa- leiti ehf. hefur ekki greitt höfund- arréttargjald í tvö ár. Samkvæmt STEF þurfa allir sem leika tónlist opinberlega að fá leyfi og greiða fyrir það svokallaðan höfundarrétt. Kaffi Reykjavík óskaði ekki eftir leyfi árið 2001 þegar það hóf að leika þar tónlist. Háaleiti ehf. samdi við STEF árið 2002 en hefur ekki staðið við samninginn. „Þegar við gerðum samninginn áttum við von á því að þetta gengi,“ sagði Gunnar Stefánsson innheimtustjóri STEFs. STEF ákvað svo í desem- ber að rifta samningnum og fékk lögbann lagt á skemmtistaðinn á miðvikudaginn. „Þetta er fyrsta lögbannið sem við fáum lagt á hér í Reykjavík,“ sagði Gunnar en benti á að slík lög- bönn væru alvanaleg í Danmörku. Lögbannið þýðir einfaldlega að ekki megi leika tónlist á veitinga- húsinu, hvorki íslenska né erlenda þar sem STEF gætir bæði hags- muna íslenskra og erlendra höf- unda. „Ef þeir leika tónlist er það til- kynnt til sýslumanns. Sýslumaður heldur uppi lögbanninu og hann getur fengið lögregluna sér til að- stoðar í því,“ sagði Gunnar og sagði að STEF ætlaði að athuga hvort veitingahúsið stæði við sitt. Ekki samið fyrr en skuldir eru greiddar Gunnar sagði jafnramt að Guð- ríður Svavarsdóttir sem upphaf- lega var veitingaleyfishafi og stjórnarformaður Háaleitis ehf. segist ekki lengur starfa fyrir fé- lagið. Hún hefur nú sótt um leyfi til STEF til að leika tónlist á Kaffi Reykjavík undir nafni nýs rekstr- araðila, TLT ehf. „Við ætlum ekki að fallast á það. Við getum ráðið hvort við veitum leyfi. Þau þurfa að ganga frá skuldinni áður en þau fá leyfið að nýju.“ Ársfjórðungsgjald STEF er um 40.000 krónur. Lögbann á tónlist á Kaffi Reykjavík FYRSTA flugs félagið, félag áhuga- manna um flugmál, efnir til ýmissa uppákoma á árinu í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því Wright- bræðrunum bandarísku tókst að fljúga fyrstum manna. Efna á til út- sýnisflugs með Boeing 747 breiðþotu og er m.a. ráðgert að bjóða slíkt flug frá Egilsstöðum ef næg þátttaka fæst. Yrði það í fyrsta sinn sem slík þota lenti á Egilsstaðaflugvelli. Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins, segir há- punkt dagskrárinnar verða ferð til Bandaríkjanna um miðjan desember þegar minnst verður aldarafmælis flugsins í Kitty Hawk, þar sem Wright-bræður flugu fyrst. Þá segir Gunnar í ráði að bjóða félagasam- tökum að fulltrúar félagsins komi í heimsókn og flytji dagskrá um Wright-bræður. Útsýnisflugið frá Egilsstöðum er ráðgert fyrstu helgina í apríl og síð- ustu helgina í apríl eru ráðgerðar tvær til þrjár slíkar ferðir frá Kefla- vík. Ýmsir aðrir dagskrárliðir eru í undirbúningi hérlendis til að minn- ast flugafmælisins en Gunnar segir það verða að bíða betri tíma að greina nánar frá þeim. Fyrsta flugs félagið hefur síðasta áratuginn stað- ið fyrir ýmsum ferðum innanlands og utan til að taka þátt í flugsýn- ingum og öðrum flugatburðum. Ráðgera útsýnisflug í breiðþotu LÖG takmarka starfsemi sjóntækja- fræðinga hér á landi mun meira en í nágrannalöndunum, þar sem íslensk- um sjóntækjafræðingum er ekki heimilt að mæla sjón fólks og eru tak- markanir á starfsemi löggiltra sjón- tækjafræðinga hér meiri en ástæða er til miðað við þá menntun sem þeir hafa aflað sér. Þetta er álit Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns sem hún hefur unnið fyrir stjórn Félags ís- lenskra sjóntækjafræðinga. Sjóntækjafræðingar hafa í mörg ár barist fyrir að fá heimild til að annast sjónlagsmælingar en skv. gildandi lögum hafa augnlæknar einir heimild til að annast augnmælingar. Kristinn Kristinsson, stjórnarmað- ur í Félagi íslenskra sjóntækjafræð- inga, segir sjóntækjafræðingum í nær öllum löndum Evrópu heimilað að mæla sjón en hér á landi hafi augn- læknar staðið gegn því og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi heilbrigðisyf- irvöld ekki fallist á óskir sjóntækja- fræðinga. Dögg telur í áliti sínu hugsanlegt að takmarkanir sem lög setja starfsemi sjóntækjafræðinga standist ekki ákvæði samkeppnislaga. Brot á samkeppnislögum? „Ljóst er að nú ríkir samkeppni milli augnlækna varðandi sjónlags- mælingar. Samkvæmt 2. gr. laganna [samkeppnislaga] taka þau til hvers konar atvinnustarfsemi s.s. fram- leiðslu, verslunar og þjónustu. Sjón- tækjafræðingar sem fengið hafa menntun til sjónlagsmælinga eru hins vegar hindraðir í því að taka þátt í þessari samkeppni við augnlækna. Virðist sú hindrun hugsanlega brot á 1. gr. samkeppnislaga, þó vissulega verði að hafa í huga að hindrunin byggist á ákvæði sérlaga,“ segir í álitsgerðinni. „Við erum ekki að fara fram á ann- að en að fá að mæla sjón og ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á þá er það skylda okkar sem löggiltrar heil- brigðisstéttar að vísa fólki til augn- læknis. Það er enginn að taka neitt af augnlæknunum. Það má einnig benda á að biðtími hjá augnlæknum getur verið gríðarlega langur. Ég er sann- færður um að ef við fengjum að mæla sjón þá kæmust fleiri að,“ segir Krist- inn. „Það stóð til að landlæknir kallaði saman fund með okkur og augnlækn- um til að finna flöt á þessu máli og höfum við beðið eftir bréfi frá honum frá síðast liðnu vori. Við höfum sent honum ítrekunarbréf en höfum ekki fengið neitt svar. Þetta sýnir hvað þeir eru velviljaðir í okkar garð,“ seg- ir Kristinn. Að sögn hans eru milli 30 og 40 sjóntækjafræðingar hér á landi og hafa nær allir öðlast löggilt réttindi sem viðurkennd eru á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Sjóntækjafræðingar vilja fá heimild til að mæla sjón Meiri hindranir hér en í nágrannalöndum FULLTRÚARÁÐ Samfylkingar- innar í Reykjavík samþykkti fram- boðslista flokksins í Reykjavíkur- kjördæmunum á fundi sínum í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lagði uppstillingarnefnd flokksins til eftirfarandi röð fram- bjóðenda í 11 efstu sætunum í Norðurkjördæminu: 1. Össur Skarphéðinsson alþingismaður. 2. Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður. 3. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður. 4. Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi. 5. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrv. borgarstjóri. 6. Ellert Schram, fyrrv. ritstjóri. 7. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. 8. Sigrún Grendal, form. Félags tónlistar- kennara. 9. Melkorka Óskarsdóttir háskólanemi. 10. Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri. 11. Heimir Már Pétursson blaðamaður. Í Suðurkjördæminu verða eftir- taldir í 11 efstu sætunum: 1. Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismað- ur. 2. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir alþingismaður. 3. Mörður Árnason íslenzkufræðingur. 4. Ágúst Ólafur Ágústsson háskóla- nemi. 5. Einar Karl Haraldsson ráðgjafi. 6. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 7. Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður. 8. Bryndís Nielsen, leiðbeinandi á leikskóla. 9. Hólmfríður Garðars- dóttir háskólakennari. 10. Valgerð- ur Schram Gunnarsdóttir sjúkra- þjálfari. 11. Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var ekki gert ráð fyrir neinum átökum um tillögu uppstill- ingarnefndar á fundinum og var bú- izt við að hún yrði samþykkt óbreytt. Samfylkingin gengur frá list- um í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.