Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is AÐSÓKN á vefsvæðið mbl.is sló nýtt met í 4. viku þessa árs, sam- kvæmt samræmdri vefmælingu Modernus ehf. og Verslunarráðs Íslands. Fréttavefurinn mbl.is er fimm ára í dag. Á heimasíðu Mod- ernus ehf. er frétt um metaðsókn- ina að mbl.is. Þar segir m.a.: „Nú er í fyrsta sinn hægt að bera vefinn saman við stóra þekkta vefi í útlöndum. Flettingar á mbl.is fóru í liðinni viku í fyrsta sinn yfir 2.500.000, innlit í fyrsta sinn yfir 700.000 og gestafjöldinn einnig í fyrsta sinn yfir 120.000. Þessar tölur nægja vefnum til þess að teljast jafnstór [og] tveir þekktir danskir vefir. Þeir eru www.bt.dk (BT online, 776.000 innlit í þriðju viku) og www.berl- ingske.dk (Berlingske Tidende, 130.000 gestir í þriðju viku) í Danmörku. Þetta hlýtur að þykja saga til næsta bæjar, sérstaklega í ljósi þess að Danir eru um nítjánfalt fleiri en Íslendingar.“ Jens Pétur Jensen, fram- kvæmdastjóri Modernus ehf., segir í samtali við Morgunblaðið að af niðurstöðum reglulegra vefmælinga, sem hófust í maí 2001, megi álykta að stórir vefir hér á landi séu nokkuð að stækka á kostnað þeirra minni. Eins hafi heimanotkun Netsins aukist í kjölfar ADSL-væðingarinnar. Aðsóknarmet á mbl.is  Fimm ár í netfréttum/24 GJALDÞROTUM fyrirtækja fjölgaði um rúmlega tvö hundruð á síðasta ári sem er 56,5% fjölgun milli ára. 565 fyrirtæki urðu gjaldþrota á árinu 2002 samanborið við 361 fyrirtæki á árinu 2001. Árangurslausum fjárnámum hjá fyr- irtækjum fjölgaði minna á síðasta ári. Þó fjölgaði þeim um tæp 20% milli ára. Það er samt verulega minni aukning en árið á undan, 2001, þegar árangurslausum fjár- námum fjölgaði um tæp 80% frá árinu 2000. Flest fyrirtæki sem urðu gjaldþrota í fyrra voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 73 talsins og næst- flest eða 71 gjaldþrot var í greininni smásala og viðgerðir á hlutum til einka- og heimilisnota. Þá urðu 54 gjaldþrot hjá umboðs- og heildverslunum með annað en bíla og vélhjól og 49 gjaldþrot urðu í hótel- og veitingahúsarekstri á síðasta ári. Árangurslausum fjárnámum og gjald- þrotum hjá einstaklingum fjölgaði einnig á síðasta ári. Árangurslausum fjárnám- um hjá einstaklingum fjölgaði um 26,1% úr 5.393 árið 2001 í 6.799 í fyrra. Tvöfalt fleiri árangurslaus fjárnám en fyrir fimm árum Þegar litið er fimm ár aftur í tímann kemur í ljós að fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum hefur meira en tvöfaldast frá 1998, en þá voru þau rúmlega 3.000 talsins. Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði einnig í fyrra eða um 25,6%, úr 289 í 363. Þeim hefur hins vegar fækkað frá ár- unum þar á undan og er það að sumu leyti rakið til breyttra innheimtuaðferða, meðal annars tollstjóraembættisins, sam- kvæmt upplýsingum Lánstrausts sem heldur utan um skráningu á þessu sviði. Samtals voru árangurslaus fjárnám hjá einstaklingum og fyrirtækjum 9.392 talsins á síðasta ári en þau voru 7.569 ár- ið 2001. Þeim hefur fjölgað tvöfalt frá árinu 1999 þegar þau voru 4.613 talsins. Gjaldþrot- um fjölg- aði um 56% FÍKNIEFNI fundust í tveimur bíl- um sem lögreglan í Kópavogi stöðv- aði við reglubundið eftirlit aðfaranótt laugardags. Fjórir voru í bílunum og játuðu þeir á sig neyslu við yfir- heyrslu. Hjá þeim fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu og lítilræði af kanna- bisefnum. Þeim var sleppt eftir yf- irheyrslu. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í Kópavogi í fyrrinótt. Fíkniefni í bifreiðum í Kópavogi REBEKKA Allwood, 13 ára stúlka úr Mosfellsbæ, sem legið hefur á sjúkrahúsi frá 6. nóvember sl. vegna alvarlegra meiðsla sem hún hlaut er hún varð fyrir bíl á Vest- urlandsvegi, hefur verið á hægum batavegi undanfarnar vikur. Var gert ráð fyrir að hún fengi að fara heim til sín í fyrsta skipti í gær í tæpa þrjá mánuði, en þó aðeins í nokkra klukkutíma til að byrja með. Í slysinu tvíhálsbrotnaði Re- bekka og tvífótbrotnaði á öðrum fæti auk þess sem hún fékk tölu- vert höfuðhögg. Að sögn móður hennar, Ólafar Þráinsdóttur, hef- ur Rebekka verið í sjúkraþjálfun og öðlast nokkurn mátt en þó ekki nægilega mikinn til að standa á fætur eða tala. Framundan er því mikil þjálfun, bæði sjúkra- og iðjuþjálfun auk talþjálfunar. Fyrstu tvær vikurnar eftir slysið var henni haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi en síðan var hún flutt yfir á barnadeild spít- alans þar sem hún hefur verið í sjúkraþjálfun. Að sögn móður hennar eru læknarnir varkárir í yfirlýsingum um batahorfur. „Þeir segja að horfur á bata í svona tilvikum séu mjög óútreikn- anlegar, sérstaklega þegar börn eiga í hlut, en þó geti þau komið á óvart og náð sér ótrúlega vel,“ segir hún. „Fyrstu tvo mánuðina var mjög hæg framför hjá henni, en mér finnst henni hafa vegnað betur nú í janúar.“ Allt frá því Rebekka losnaði úr öndunarvél hefur hún haft foreldra sína og ömmu hjá sér á spítalanum allan sólarhring- inn og hefur móðir hennar verið frá vinnu frá því slysið varð. Hún segir mjög mikilvægt að hafa ávallt einhvern hjá Rebekku og að hún megi ekki vera ein á meðan tjáningargetan er ekki meiri. Hún segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir fjölskylduna og umönn- uninni fylgi að sjálfsögðu mikið álag. „Þótt ég reyni að taka hlut- unum af eins miklu æðruleysi og mögulegt er fær maður stundum yfirþyrmandi áhyggjur af fram- tíðinni,“ segir hún. „En maður reynir eftir bestu getu að hrinda þeim frá sér sem fyrst og taka einn dag í einu. Sem betur fer hef- ur Rebekka tekið stöðugum fram- förum og hver áfangi glæðir vonir um frekari bata.“ Í næstu viku er stefnt að því að Rebekka fari í fyrsta skipti í þjálf- un í sundlaug, en þess má geta að hún býr að góðri íþróttaþjálfun, sem móðir hennar telur að muni nýtast henni vel í endurhæfing- unni. Hefur hún æft fimleika með meistaraflokki Ármanns og hand- bolta og fótbolta með Aftureld- ingu í Mosfellsbæ og hefur verið haldið fótboltamót um helgina til styrktar fjölskyldunni. Foreldrar Rebekku vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að að- hlynningu hennar og sýnt að- standendum hennar hlýhug og stuðning. Börn geta kom- ið á óvart og náð sér ótrúlega vel Morgunblaðið/Sverrir Móðir 13 ára stúlku um batahorfur dóttur sinnar eftir alvarlegt bílslys Ólöf Þráinsdóttir segir Rebekku hafa tekið stöðugum framförum. MIKILL kippur kom í sölu á nýjum bílum í janúar og seldust 703 nýir bílar sem er 43% aukning frá sama tíma í fyrra. Mest seldist af Toyota eða 200 bílar, næst kom Hyundai með 64 bíla og þar næst Volkswagen með 61 bíl. Mesta söluaukningin var hjá bíla- umboðunum B&L og Brimborg en bæði umboðin tvöfölduðu sölu sína í janúar milli 2002 og 2003. Spáð 15–20% söluaukningu Að sögn Ernu Gísladóttur, for- manns Bílgreinasambandsins, er söluaukningin einkum rakin til kynninga hjá bílaumboðunum sem koma kaupendum af stað. „Vaxandi bjartsýni í þjóðfélaginu og lækkun vaxta hafa líka sín áhrif,“ segir hún. Þó segir hún ekki gert ráð fyrir meira en 15–20% söluaukningu í nýj- um bílum fyrir árið framundan. Sala á nýjum bílum rýkur upp Morgunblaðið/Brynjar Gauti Glænýir bílar í röðum á hafnarbakkanum við Sundahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.