Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 41 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrif- stofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Höfum til sölu 6 íbúðir í þessu fallega endurgerða húsi í Þingholtunum. Um er að ræða rúmgóðar og bjart- ar íbúðir með sérlega góðri lofthæð. Íbúðirnar verða afh. fullbúnar án gólfefna með sérsmíðuðum innréttingum. Íbúð á 1. hæð, 0101, að gólffleti 146,1 fm Verð 21.000.000 Íbúð á 1. hæð, 0103, að gólffleti 72,8 fm Verð 13.000.000 Íbúð á 2. hæð, 0201, að gólffleti 84,2 fm Verð 14.200.000 Íbúð á 2. hæð, 0202, að gólffleti 69,7 fm Verð 12.200.000 Íbúð á 2. hæð, 0203, að gólffleti 103,2 fm Verð 17.800.000 Íbúð á 3. hæð, „penthouse“, að gólffl.177,8 fm Verð 32.000.000 Íbúðirnar verða til sýnis á morgun, mán. og á þri. milli kl. 16 og 18. Verið velkomin. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Þingholtsstræti 6 Nýjar íbúðir í miðbænum RAÐHÚS - HVERAGERÐI - NÝTT Raðhús við Bjarkarheiði og Réttarheiði. Húsin eru á einni hæð með innbygg. bíl- skúr, samtals 123 fm. Húsin afhendast fullfrágengin, lóð jöfnuð. Að innan eru húsin með vélslípuðum gólfum, fullein- angruð, klædd og tilbúin undir gólfefni. Verð frá 9,4 millj. fyrir byggingarstig 1 og frá 13,8 fyrir byggingarstig 2. Nr. 3001 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Skrifstofan opin í dag frá kl. 12 -14 NÝJAR/NÝLEGAR EIGNIR Á SKRÁ HJÁ OKKUR STEKKJARHVAMMUR +AUKAÍBÚÐ Fallegt raðhús í Hafnarfirði, alls 228 fm + 30 fm bílskúr. Endaraðhús, hæð og ris auk 2ja. herb. íbúðar á jarðhæð. Staðsetning góð og hús fallegt. Verð 22,6 millj. Nr.3432 VÍÐIMELUR Góð og falleg 2ja herb. kjallaraíb. á frábærum stað í bænum. Stutt í allt. Parket á gólfum. Ljósar innréttingar. Rúmgóð og björt. Verð 8,5 millj. Nr. 3416 LEIRUBAKKI Glæsileg 4ra herb. íbúð á þessum vinsæla stað. Nýleg gólfefni og nýleg tæki í eldhúsi. Stórar góðar svalir. Sameign snyrtileg. Merkt bílastæði fylgir. Verð 12 millj. Áhvíl. 4,8 millj. húsbr. Nr. 3404 ÁLFTAMÝRI - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ + BÍLSKÚR Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 4. hæð, um 80 fm, auk 21 fm bílskúrs. Hús nýmálað og bílskúrinn er nýlegur. Nr 3407 KÓPAVOGSBRAUT 2ja íbúða hús sem selst saman eða í sitt hvoru lagi. Íbúðirnar eru hvor um sig 3ja herb. Önnur ca 65 fm og hin 67 fm. Hús sem býður upp á mikla möguleika, s.s. tvöföld húsbréf ef báðar íbúðirnar eru teknar. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. Verð 9,5 millj. hvor íbúð. Nr. 3421 og 3422 NEÐSTABERG Mjög gott einbýlishús, sem er hæð og ris, ásamt sérbyggðum bílskúr, á góðum stað innarlega í lokuðum botnlanga. Um 181 fm. Verð TILBOÐ. Nr. 2369 ÁSGARÐUR Falleg og vel umgengin 60 fm 2ja herbergja stúdíóbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Góður svefnkrókur með fataskápum. Íbúðin er öll flísalögð. Geymsla og þvottahús innaf íbúð. Sérinngangur af svölum. Hús í mjög góðu ástandi. Róleg og góð staðsetning. Verð 8,9 millj. Nr. 2737 KROSSEYRARVEGUR - HAFNARFIRÐI Mikið endurnýjuð 3ja herb. neðri sérhæð í tvíbýli. Nýtt eldhús. Eikarparket. Allt nýtt á baðherbergi. Mjög góð staðsetning í lokaðri botnlangagötu.Laus strax. Verð 9,8 millj. Nr. 2381 ASPARFELL 2ja herbergja íbúð á 2. hæð. Anddyri er lagt parketi úr kirsuberja- viði. Stofan er einnig lögð kirsuberjaparketi og þaðan er útgengt á stórar suðursvalir. Eldhúsið er með nýlegum viðarinnréttingum, dökkar borðplötur og parket á gólfum. Baðherbergið er allt flísalagt. Verð 7,5 millj. 2358 HRAUNBÆR Snotur 2ja herbergja íbúð á 1. hæð, jarðhæð, í litlu fjölbýli. Laus strax. Hús nýlega viðgert og klætt með Steni-klæðningu að utan. Verð 6,9 millj. Nr. 2395 FELLSMÚLI Góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Gott útsýni. Hús klætt með álklæðn- ingu að framanverðu. Sérþvottah. í íbúð. Verð 11,9 millj. Nr. 1941 DALALAND - LAUS Góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Sérgarður í suður. Ljós innrétting. Parket á gólfum. Fallegt hverfi. Verð 8,5 millj. Stærð 43 fm. Nr. 2317 HÁALEITISBRAUT Mjög góð 4ra til 5 herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Ljósar innréttingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Ljóst parket. Vestursvalir. Áhv. húsbréf 8,1 millj. Verð 13,0 millj. Nr. 2163 TÓMSARHAGI - GÓÐ SÉRÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ - LÍTIÐ NIÐURGRAFIN Vel staðsett, nálægt HÍ. Stutt í þjónustu. Verð 10,9 millj. Nr 2194 Auk fjölda annarra eigna á skrá. Hafið samband við sölumenn vegna frekari uppl. Fjöldi annarra eigna á skrá. Hafið samband við sölumenn vegna frekari uppl. SKÚTUVOGUR 2 - RVÍK - TIL LEIGU Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 520 7500 Skrifstofuhúsnæði Glæsil. vandað nýtt lyftuhús (2. hæð) og 3. hæð (útsýnisturn). Tilvalin eign fyrir t.d. lögfræðing, verkfr., stofnanir, læknastofur o.fl. o.fl. Góð aðkoma, næg bílsastæði. Einstök staðsetning og aug- lýsingagildi. Afh. strax. Ath. að 1. hæðin, jarðhæðin er öll leigð. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. Það reyndust vera rök umhverf-issinna sem urðu sigursælli og fengu mig til þess að móta, ég vil segja, mjög djarfa tillögu í þá veru að gera Ísland að hreinni nátt- úruparadís eins og það á skilið – „landið vort fagra með litskrúðu fjöllin, leiftrandi fossa og glóð undir ís.“ Við, afkomendur þeirra óróaseggja sem flæmdust hingað með skyldulið sitt, þræla og búfénað fyrir röskum 1.100 árum, ættum að reyna að bæta fyrir þessa röskun á friði og landgæðum Íslands. Í kjöl- far Móðuharðindanna 1783 voru uppi hugmyndir í Danmörku um að flytja þálifandi Íslendinga á Jót- landsheiðar vegna þess hvernig landið hafði leikið þá, af þeim flutn- ingum varð ekki. Nú ættum við að bæta um betur og fara burt vegna þess hvernig við erum búin að leika landið. Við erum ekki nema á fjórða hundrað þúsund talsins og gætum vafalaust fengið til ábúðar eyðifirði og heiðarlendi í Noregi, þaðan sem flestir forfeður okkar komu. Okkur ætti að vera þar óhætt núna, Har- aldur hárfagri er löngu horfinn og núverandi Noregskonungur virðist meinhægur maður að sjá. Við þurfum sannarlega ekki neitt gósenland, erum ekki vön því og eigum það víst varla skilið. Viðmót Íslendinga við Fjallkonuna var að vísu skaplegt fyrstu aldirnar þegar þeir bjuggu í umhverfisvænum moldarkofum, lögðu enga vegi held- ur fóru ferða sinna fótgangandi eða á hestum og varla er talandi um þótt einn og einn maður hafi rist of- an af fáeinum þúfum til að slétta í kringum bæinn sinn. Ég viðurkenni að það var verra með sauðféð sem át upp skóglendið á furðu skömm- um tíma. Út yfir tók hins vegar þegar tækniöld gekk í garð, Íslendingar kynntust steinsteypu, tóku að brúa og virkja fallvötn, byggja alls kyns stórhýsi og loks að malbika vegi. Nú er svo komið að Fjallkonan er úr lofti séð eins og æðaslitinn líkami þúsund barna móður. Á sama hátt má líkja virkjununum við æðahnúta á helstu slagæðum fósturjarðarinn- ar. Og ef við viljum halda þessari líkingu áfram þá getur ef svo heldur fram sem horfir hæglega skapast hætta á „blóðtappamyndun“, – ef ekki í æðum Fjallkonunnar þá í æð- um okkar „þúsund barnanna“ sem höfum staðið misjafnlega mikið á öndinni af æsingi undanfarna mán- uði vegna deilna um umhverfismál. Ef Norðmenn vilja okkur ekki öll til baka þá mætti hugsa sér að sum- ir færu til Írlands. Hingað komu í upphafi Íslandsbyggðar um 50% kvenna og um 20% karla af gelísk- um uppruna samkvæmt erfðarann- sóknum. Við erum svo heppin að hafa hér fyrirtæki á borð við Ís- lenska erfðagreiningu. Með ná- kvæmum rannsóknum á núlifandi Íslendingum væri kannski hægt að finna út í grófum dráttum hver ætti að fara hvert. Hvað um það – þegar við værum öll horfin héðan á braut með bíla okkar og búfénað þá gæti þetta land, sem við höfum að sögn leikið grátt, fengið að græðast upp og orðið að sannkallaðri paradís, - einkum fyrir göngufólk. Fyrstu áratugina gætu ferða- menn gengið þær götur sem við höfum gert en síðar munu þær von- andi gróa upp og þá verður gaman að brjóta sér braut um kjarrivaxnar heiðar niður í grösuga dalina. Við þyrftum ekki að hætta að veiða fisk vegna þessara búferla- flutninga. Hann er hvort sem er nær allur veiddur af frystitogurum sem eins gætu landað fullunnum aflanum erlendis. Íslenskunni og þjóðerniskennd- inni þyrftum við heldur ekki að glata. Við gætum öll verið í tölvu- sambandi hvert við annað, haldið þorrablót og hátíðalegan 17. júní ár hvert. En fyrst og síðast gætum við loks sofið svefni hinna réttlátu með góða samvisku – vitandi að við höf- um gert allt sem í okkar valdi stóð fyrir landið okkar og velferð fugla og gróðurs þar. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er þetta of djörf tillaga? Hinar nýju Jótlandsheiðar eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞÆR stundir hafa komið undanfarna mánuði að ég hef bæði undrast og hálf- skammast mín fyrir tilfinningadoða minn þegar umræður um virkjanamál og álverksmiðju hafa risið sem hæst. Án þess að blaka svo mikið sem augnahári hef ég hlustað á rökin með og móti og átt einstaklega bágt með að mynda mér haldgóða skoðun. En svo gerðist það dag einn að ljóst varð að hin endurtekna umræða hafði síast inn í huga minn þrátt fyrir að hann hafi að mestu verið gagntekin af smávægilegu amstri, svo sem að laga til í fataskápum, hreinrita gömul ljóð, lita á mér augabrúnirnar og þrífa bílinn. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.