Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 19
mögulegt mátti hlutfall erlenda
hlutabréfa einungis vera um 12%.3
Augljóst er að óvissa minnkar ef
ávöxtun er metin yfir lengra tíma-
bil og óvissa eykst eftir því sem
hlutfall hlutabréfa er hækkað.
Ef gert er ráð fyrir að hlutabréf
skili 9% raunávöxtun en skulda-
bréf 5% má vænta þess að með-
alraunávöxtun verðbréfasafns, sem
samanstendur af þessum tveimur
eignaflokkum og forsendan sé já-
kvæð raunávöxtun, sé í kringum
5,5%. Með því að hækka hlutfall
hlutabréfa hækkar langtímaraun-
ávöxtun en jafnframt aukast líkur
á því að raunávöxtun verði nei-
kvæð yfir skemmri tímabil.
Augljóst er að hagsmunir yngri
sjóðsfélaga hafa verið að hafa
hærra hlutfall en 12% í hlutabréf-
um þrátt fyrir að því fylgi neikvæð
raunávöxtun sum ár. Hins vegar er
eðlilegt að eldri sjóðsfélagar séu í
lífeyrissjóðum sem eru með var-
kárari stefnu. Óhjákvæmilega
vaknar sú spurning hvort mismun-
andi sjóðsfélagar ættu að greiða í
lífeyrissjóði þar sem fjárfestingar-
stefnan tekur m.a. tillit til aldurs
sjóðsfélaga.
Á mynd 54 má sjá ávöxtun sem
lífeyrissjóðir ættu að hafa skilað á
árinu miðað við mismunandi upp-
gjörsaðferðir. Á myndinni eru
sýndar þrjár fjárfestingarstefnur.
Fjárfestingarstefna 1 samanstend-
ur 90% af innlendum ríkisskulda-
bréfum, 5% af innlendum hluta-
bréfum og 5% af erlendum
hlutabréfum. Fjárfestingarstefna 2
samanstendur 80% af innlendum
ríkisskuldabréfum, 15% af erlend-
um hlutabréfum og 5% af innlend-
um hlutabréfum. Fjárfestingar-
stefna 3 samanstendur 55% af
innlendum ríkisskuldabréfum, 35%
af erlendum hlutabréfum og 10%
af innlendum hlutabréfum. Fjár-
festingarstefna 3 er áhættumest og
til lengri tíma hentar hún best
yngstu sjóðsfélögunum og í sögu-
legu samhengi hefur hún gefið
hæstu langtímaraunávöxtunina.
Fjárfestingarstefna 1 hentar best
elstu sjóðsfélögunum því að hún er
áhættuminnst en að sama skapi
hefur hún skilað lægstu langtíma-
raunávöxtun.
Mismunandi lífeyrissjóðir eru
með mismunandi fjárfestingar-
stefnu og lífeyrissjóðir víkja einnig
mislangt frá skilgreindri fjárfest-
ingarstefnu. Raunávöxtun á er-
lendum mörkuðum var um -39% á
árinu 2002 og því mun ávöxtun
mismunandi sjóða fyrst og fremst
ráðast af hlutfalli erlendra eigna í
sjóðunum. Við samanburð á ávöxt-
un lífeyrissjóða er nauðsynlegt að
taka tillit til hvaða fjárfestingar-
stefnu sjóðirnir nota.
Ávöxtun viðbótarlífeyrissparnað-
ar mun einnig fyrst og fremst ráð-
ast af fjárfestingarstefnu. Ávöxtun
verður lægri eftir því sem hlutfall
erlendra hlutabréfa er hærra. Auð-
velt er að reikna út hver eðlileg
raunávöxtun mismunandi fjárfest-
ingarstefna ætti að vera. T.d. ef
50% eru í erlendum hlutabréfum,
10% í innlendum hlutabréfum og
40% í skuldabréfum er hægt að
gera ráð fyrir að raunávöxtun árs-
ins 2002 verði um -14%.
Ávöxtun erlendra sjóða í
samanburði við ávöxtun innlendra
Árið 2002 var þriðja árið í röð
sem margir lífeyrissjóðir skiluðu
neikvæðri raunávöxtun. Þrátt fyrir
það er íslenska lífeyrissjóðakerfið
mjög gott í alþjóðlegum saman-
burði og m.a. hefur OECD í und-
anförnum landskýrslum sínum um
Ísland sagt að aðrar þjóðir geti
lært margt af íslenska kerfinu. Í
mörgum löndum eru lífeyrismál í
miklum ógöngum og mega lífeyr-
issjóðir því illa við slakri ávöxtun.
Erlendis er algengt að hlutabréf
séu í kringum 60% af eignum líf-
eyrissjóða að meðaltali en hlutfall-
ið er um 25–30% á Íslandi. Af því
má draga þá ályktun að íslenskir
lífeyrissjóðir notist við mun að-
haldssamari fjárfestingarstefnu en
víðast þekkist erlendis. Í ljósi
þessa er áhugavert að bera ávöxt-
un íslenskra sjóða saman við
ávöxtun erlendra sjóða. Samkvæmt
úttekt Pension and Investment var
raunávöxtun í Bretlandi -26,5%,
Sviss -14,4%, Japan -22,3% og í
Bandaríkjunum -29,8% reiknað í
íslenskum krónum. Samkvæmt
rannsóknum WaytsonWyatt var
meðalávöxtun lífeyrissjóða í heim-
inum -35% á árinu 2002. Meðal-
raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða
hefur ekki verið birt en líklegt er
að hún verði á milli -1 og -2% ef
skuldabréf eru gerð upp á kaup-
kröfu en um 1% ef skuldabréf eru
gerð upp á markaðsvirði.
Þessi samanburður er augljós-
lega mjög hagstæður íslenskum líf-
eyrissjóðum en ástæðu þessa mikla
munar má fyrst og fremst rekja til
mismunandi eignarsamsetningar
sjóðanna. Eins og áður hefur kom-
ið fram fór ávöxtun lífeyrissjóða á
árinu 2002 að mestu leyti eftir
hlutfalli erlendra hlutabréfa ef
uppgjörsaðferðir eru sambæri-
legar.
Árangur til lengri tíma
Við mat á árangri lífeyrissjóða
er eðlilegt að miða við lengra tíma-
bil en eitt ár, eðlilegra er að nota
5–10 ára meðalraunávöxtun þar
sem lífeyrissjóðir eru í eðli sínu
langtímafjárfestar. Mismunandi
fjárfestingarstefnur henta mis-
munandi einstaklingum og því er
mikilvægt að velta upp þeirri
spurningu hvort sjóðsfélagar eigi
að geta valið sér fjárfestingar-
stefnu sem hentar hverjum og ein-
um því að fjárfestingarstefnan
ræður mestu um áhættu og ávöxt-
un lífeyrissjóða. Verulegur ávinn-
ingur felst í því að bæta ávöxtun
lífeyrissjóða því að aukin meðal-
raunávöxtun fyrir aðila, sem á eftir
að greiða í lífeyrissjóð í nokkurn
tíma, felur í sér verulega hækk-
aðar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni.
Ávöxtun skiptir miklu máli og
eðlilegt er að fjalla um ávöxtun líf-
eyrissjóða. Umfjöllunin er vanda-
söm og því er mikilvægt að bera
saman sjóði sem nota sambæri-
legar uppgjörsaðferðir og svipaðar
fjárfestingarstefnur því að annars
sýnir samanburðurinn lítið annað
en mun á fjárfestingarstefnum og
uppgjörsaðferðum.
Auðvelt er að reka lífeyrissjóði
sem skila alltaf jákvæðri raun-
ávöxtun ef skuldabréf eru gerð
upp á kaupkröfu en slíkur sjóður
þyrfti nánast eingöngu að fjárfesta
í skuldabréfum. Ástæða þess að líf-
eyrissjóðir skila stundum nei-
kvæðri raunávöxtun má rekja til
þess að stjórnendur lífeyrissjóða
hafa kosið að fjárfesta í áhættu-
meiri eignum sem leiða til hærri
langtímaávöxtunar. Með fjárfest-
ingum í hlutabréfum hefur lang-
tímaávöxtun hækkað og ekkert
bendir til þess að breyting verði
þar á. Skynsamlegri fjárfestinga-
stefnu til lengri tíma fylgja tímabil
þar sem raunávöxtun er neikvæð
en jafnframt má vænta hærri með-
alraunávöxtunar til lengri tíma,
landsmönnum til heilla.
marino@kaupthing.net
1 Raunávöxtun er reiknuð miðað við að skulda-
bréfasafnið samanstandi af: 40% spari-
skírteini ríkissjóðs með gjalddaga 2005, 60%
skiptast jafnt milli húsbréfa sem hafa gjald-
daga 2037 og 2022.
2 Raunávöxtun skuldabréfa er reiknuð miðað
við sömu forsendur og í mynd 1, raunávöxtun
innlendra hlutabréfa er reiknuð miðað við
Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands og raun-
ávöxtun erlendra hlutabréfa er reiknuð mið-
að við heimsvísitölu hlutabréfa.
3 Einungis er miðað við innlend skuldabréf og
bandarísk hlutabréf, með notkun innlendra
hlutabréfa hefði hlutfall hlutabréfa mátt vera
hærra.
4 Raunávöxtun skuldabréfa er reiknuð út frá
skuldabréfavísitölu áhættustýringar Kaup-
þings, raunávöxtun innlendra hlutabréfa út
frá Aðal- og Úrvalsvísitölum Kauphallar Ís-
lands og raunávöxtun erlendra hlutabréfa út
frá heimsvísitölu hlutabréfa. Lífeyrissjóðir
fjárfesta í fleiri eignum en þessar vísitölur
endurspegla en til einföldunar er eingöngu
miðað við þessar forsendur.
Höfundur er sérfræðingur í
eignastýringu stofnanafjárfesta hjá
Kaupþing banka hf.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 19
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
31. desember 2002
Helstu niðurstöður ársreiknings
Þekkir þú rétt þinn?
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
•
N
M
0
8
5
3
1
/
S
ÍA
.I
S
Grunndeildir
Sameining Lífeyrissjóðsins Hlífar við Sameinaða lífeyrissjóðinn
Hinn 1. janúar 2002 sameinaðist Lífeyrissjóðurinn Hlíf Sameinaða lífeyrissjóðnum og var sameiningin endanlega samþykkt á ársfundum
sjóðanna í maí 2002 og staðfest af fjármálaráðuneytinu 31. maí 2002.
5,7% hækkun lífeyris á árinu 2002
Lífeyrir, sem sjóðurinn greiðir er verðtryggður og varð 5,7% hækkun á lífeyri til lífeyrisþega vegna verðlagshækkana á árinu 2002. Vegna
fjölgunar lífeyrisþega og verðlagshækkunar nemur heildarhækkun greidds lífeyris á árinu 13,1%.
Ávöxtun sjóðsins – nýjar tölur um lífaldur
Nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2002 var -8,1% og raunávöxtun -9,9%. Slök ávöxtun sjóðsins á árinu 2002 skýrist af mikilli lækkun á verði erlendra
hlutabréfa sjóðsins sem var -38,4% í íslenskum krónum. Lækkunin stafar annars vegar af lækkun á gengi erlendra hlutabréfa sjóðsins í USD um
21,3.% og hins vegar af lækkun á USD á móti ísl. kr. um 21,7%. Á sama tíma lækkaði heimsvísitala hlutabréfa í íslenskum krónum um 38,2%.
Teknar hafa verið í notkun nýjar töflur um lífaldur Íslendinga. Þær sýna að nú lifir fólk lengur en fyrir 5 árum. Þessi breyting eykur
lífeyrisskuldbindingu sjóðsins um 2%. Þrátt fyrir slaka ávöxtun á árunum 2001 og 2002, aukna skuldbindingu vegna lengri lífaldurs og
sérstaka aukalega 7% raunhækkun lífeyrisréttinda á árinu 2000 haldast réttindi sjóðfélaga óbreytt. Heildareignir aldurstengdrar deildar
umfram skuldbindingu eru 2,9% en heildarskuldbinding stigadeildar sjóðsins umfram eign nemur 9,0%.
Séreignarsparnaður
Mjög mikil aukning var á fjölda þeirra sem eru með séreignarsparnaðarreikninga hjá sjóðnum og voru þeir 4.988 í árslok 2002. Launþegi sem
ákveður að greiða allt að 4% af launum fær allt að 2,4% mótframlag frá launagreiðanda og ríki. Vart er hægt að finna betri sparnaðarleið og
því hvetur sjóðurinn alla til að hafa samband og fá upplýsingar um sparnaðarleiðir Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Rafrænar skilagreinar
Sífellt fjölgar þeim atvinnurekendum sem senda skilagreinar með rafrænum hætti á vefsíðu Sameinaða lífeyrissjóðsins, www.lifeyrir.is.
Við hvetjum launagreiðendur eindregið til þess að nýta sér þessa þjónustu. Með þessum hætti er hægt að ganga frá skilagreinum í gegnum
vefsíðu sjóðsins og greiðslum í gegnum netbanka, allt beint frá tölvunni.
Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is
Yfirlit yfir breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris
Iðgjöld
Lífeyrir
Fjárfestingatekjur
Fjárfestingagjöld
Rekstrarkostnaður
Matsbreytingar
Breyting á hreinni eign á árinu:
Hrein eign í upphafi árs:
Hrein eign til greiðslu lífeyris í lok árs:
Efnahagsreikningur 31.12.2002
Verðbréf með breytilegum tekjum
Verðbréf með föstum tekjum
Veðlán
Bankainnstæður
Húseignir og lóðir
Kröfur
Annað
Skuldir
Hrein eign til greiðslu lífeyris í lok árs:
Lífeyrisskuldbindingar 31.12.2002
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum
Eignir umfram heildarskuldbindingar
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum
Kennitölur
Hrein raunávöxtun, miðað við vísitölu neysluverðs
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár
Eignir í ísl. kr.
Eignir í erl. gjaldm.
Fjöldi virkra sjóðfélaga
Fjöldi lífeyrisþega
Kostnaður í % af eignum
Aldurstengd
deildStigadeildAllar tölur eru í þúsundum króna
2.340.341 242.806 2.623.088
-1.447.883 -485 -1.286.351
-3.818.359 -32.360 -1.819.660
-94.174 -1.057 -101.590
-88.665 -1.067 -87.600
0 0 3.869.641
-3.108.740 207.837 3.197.528
48.045.878 341.919 45.190.270
44.937.138 549.756 48.387.797
11.930.755 0 18.815.175
25.495.894 0 20.004.425
10.671.246 0 9.082.493
333.703 0 376.962
158.167 0 164.703
321.904 549.756 735.401
19.933 0 26.141
48.931.602 549.756 49.205.299
-3.994.464 0 -817.502
44.937.138 549.756 48.387.797
-1.040.000 90.500 5.221.000
-2,0% 17,3% 1,8%
-8.050.900 139.500 -565.000
-9,0% 2,9% -0,7%
-9,9% -9,9% -2,8%
1,9% 5,6%
78,7% 78,7% 64,6%
21,3% 21,3% 35,4%
8.891 1.965 10.635
3.829 3 3.408
0,2% 0,2% 0,2%
2002 2002 2001
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins 29. janúar 2003:
Friðrik Andrésson, Ólafur H. Steingrímsson, Þorbjörn Guðmundsson, Þorgeir Jósefsson, Örn Friðriksson, Örn Jóhannsson.
Framkvæmdarstjóri: Jóhannes Siggeirsson.