Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 30
MITY – eða Goðsagnir, eitt þekkt- asta fiðluverk pólska tónskáldsins Karols Szymanowskíjs, er á efnis- skrá tónleika þeirra Szymonar Kurans og Júlíönu Rúnar Indr- iðadóttur í Salnum í kvöld kl. 20.00. Margir telja verkið jafnframt eina fegurstu tónsmíð tónskáldsins, en þetta er í fyrsta sinn sem það heyr- ist í heild sinni á Íslandi. Þá leika þau þrjú virtúósaverk eftir Henryk Wieniawskíj, sem öll hafa verið á meðal allra vinsælustu verka fiðlu- bókmenntanna í tvö hundruð ár, og að lokum eru verk fyrir einleiks- fiðlu, Kujawiaczek, frá 1982, og Um nóttina, frá 2002, eftir fiðluleik- arann sjálfan. Szymon Kuran segir að Goðsagn- ir hafi ekki heyrst á Íslandi áður í heild. „Ég spilaði fyrsta þáttinn sem aukalag þegar ég frumflutti fiðlukonsert eftir Szymanowskíj með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og er nokkuð viss um að verkið hefur ekki heyrst hér að öðru leyti. Mér þykir afskaplega vænt um þetta verk, og það hefur verið þannig al- veg frá því ég heyrði það fyrst í Póllandi. Ástæðan fyrir því að ég valdi það er líka persónuleg. Ég spilaði það á sviðinu í Óperunni í Gdansk með ballettuppfærslu. Það var saminn mjög fallegur ballett við verkið, og við píanóleikarinn vorum á sviðinu með dönsurunum. Þetta var flutt oft og eru mér ógleymanlegar stundir. Mig hefur lengi langað til að rifja verkið upp, og með árunum hef ég verið að pæla æ meira í því og stúdera það dýpra og dýpra. Svo fannst mér ég loksins tilbúinn til að flytja það núna og leyfa verkinu um leið að sjá dagsbirtu.“ Szymon segir Szymanowskíj hafa samið verkið á fæðingarslóðum sín- um í Úkraínu, þar sem hann dvaldi í einangrun við að semja. „Þetta voru erfiðir tímar og fyrri heims- styrjöldin nýbyrjuð. Szymanowskíj var mjög opinn maður; las mjög mikið, og var heilmikið að spek- úlera í Forn-Grikkjunum og aust- rænni menningu. Þá varð þetta verk til.“ Szymon lýsir Goðsögnum sem myndrænu verki, og að auðvelt sé að skynja það í myndum. „Mér finnst hann vera að mála.“ Þótt Szymanowskíj hafi fæðst í Úkraínu var hann pólskur og af pólskum ættum, og er í dag metinn sem eitt mesta tónskáld Pólverja á síðustu öld. „Ég heyri í öllum verkum hans einhvern pólskan tón; – einhvern trega sem erfitt er að greina og út- skýra; en þetta grípur mig. Hann er mér afar kært tónskáld, og mér finnst tónlistin hans dásameg, bæði tilfinningarík og þjáningarfull. Maður verður að hafa upplifað margt sjálfur til að geta túlkað verk hans. Þau hafa alltaf snert í mér djúpa strengi.“ Szymon Kuran segir að þótt tónlist Wieniawskíjs sé allt öðruvísi, og slái ekki á jafn djúpa strengi tilfinningalega og tónlist Szymanowskíjs, finni hann samt eitthvað sameiginlegt í tónlist þeirra tveggja. „Jú, maður finnur það. Það er þessi tregi sem kemur líka upp í Wieniawskíj af og til, en á allt annan hátt. Tónlist Wien- iawskíjs er miklu auðveldari að hlusta á og melta og oft svo brillj- ant.“ Szymon kveðst hafa verið búinn að velja fleiri verk á efnisskrána en komust fyrir, og því hafi hann orðið að fækka þeim. En engu að síður ætlar hann að leika tvö einleiks- verk eftir sjálfan sig. „Eldra verk- ið, Kujawiaczek, samdi ég 1982, en það yngra, Um nóttina, samdi ég í fyrra. Mér finnst ágætt að setja saman þessi tvö verk, samin með tuttugu ára millibili, – það er þá kannski hægt að heyra hvernig tónskáld breytist á þeim tíma. Eldra verkið er hugsað sem hægur þjóðdans, en hann er þó uppfullur af sorg. Yngra verkið samdi ég við ljóð sem dóttir mín, Anna Kolfinna, orti þegar hún var tíu ára. Ég skildi við konuna mína fyrir nokkr- um árum og sambandið við börnin er ekki jafn fullkomið og það væri annars. Tilfinningar eins og sökn- uður og kannski líka sektarkennd að vissu leyti hafa fylgt mér í mörg ár, – sérstaklega þó söknuðurinn og sorgin. Ég held að það heyrist í verkinu. Ljóðið hennar er lítið og fallegt; snerti einhverja strengi í mér og lét mig ekki í friði, og verk- ið mitt varð til. …Um nóttina ég svíf og bjartar stjörnur sé ég og englar fylgja leið því nóttin er svo dimm… Anna Kolfinna er svolítið gömul sál. Hún er búin að vera í ballett frá því hún var þriggja, fjögurra ára og vildi aldrei neitt annað. Núna er hún þrettán ára, býr í Kaupmannahöfn og er að læra við Konunglega ballettskólann. Fyrir vikið sé ég hana enn sjaldnar.“ Bæði tónskáldin heilluð af fiðlunni Karol Szymanowskíj fæddist árið 1882 í Úkraínu. Hann stundaði tón- listarnám í Varsjá en ferðaðist á ár- unum 1907–14 um Evrópu og kynntist tónlistarstraumum þar og sömuleiðis austurlenskri tónlist. Smám saman þróaði Szymanowskíj sinn eigin stíl, gerði tilraunir með ný hljóð og áferð. Tónlist hans er tjáningarrík og þéttofin. Verk fyrir fiðlu og píanó eru aðeins lítill hluti af heildartónsmíðum Szymanows- kíjs, en hann þróaði sinn persónu- lega stíl sérstaklega vel í þessum verkum. Segja má að hann hafi gert fiðluna að persónulegum miðli sín- um. Frá 1910 vann hann náið með fiðluleikaranum Pawel Kochansky, sem frumflutti fiðluverkin, auk þess að veita honum aðstoð og ráðgjöf við tónsmíðarnar. Fyrri heimsstyrj- öldin var frjótt tímabil hjá Szym- anowskíj, þar sem hann lifði í ein- angrun og gat einbeitt sér að tónsmíðum. Szymanowskíj samdi verkið Mity, eða Goðsagnir, árið 1915 í Úkraínu. Fyrsti hlutinn heit- ir Brunnar Aretúsa, sá næsti Narc- issos, og sá þriðji Pan og skógar- álfar. Henryk Wieniawskíj var einn mesti fiðlusnillingur 19. aldar, öðl- aðist heimsfrægð og var gjarnan borinn saman við Paganini. Hann fæddist í Lublin í Póllandi árið 1835 og hóf feril sinn sem undrabarn. Aðeins 8 ára gamall hóf hann nám við Konservatoríið í París og út- skrifaðist þaðan 11 ára. Hann stundaði einnig nám í tónsmíðum í París til ársins 1950. Áður en hann náði 13 ára aldri vakti hann mikla athygli á tónleikum bæði í París og Pétursborg. Wieniawskíj starfaði í Pétursborg frá 1860–1872 og hafði mikil áhrif á rússneska fiðluskól- ann. Eftir margar tónleikaferðir um Evrópu var hann valinn til að leika í Bandaríkjunum með píanóleikar- anum Anton Rubinstein. Þetta var tveggja ára tónleikaferð sem tók á heilsu hans. Wieniawskíj lést í ann- arri tónleikaferð árið 1880 í Moskvu. Hann samdi fjölda fiðlu- verka, meðal annars tvo fiðlukons- erta, pólónesur, masúrka, kaprísur og etýður. Verk hans eru glæsileg og rómantísk. Leikur á fiðlu sem faðir hans smíðaði Szymon Kuran, fiðluleikari og tónskáld, fæddist í Póllandi, en hef- ur verið búsettur á Íslandi síðan haustið 1984, þegar hann var ráðinn 2. konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Hann stundaði tón- listarnám meðal annars hjá Witold Krotkiewski í Varsjá, sem uppgötv- aði tónsmíðahæfileika hans og studdi hann á þeirri braut til ævi- loka. Szymon útskrifaðist sem fiðlu- leikari frá Tónlistarakademíunni í Gdansk árið 1980, og stundaði framhaldsnám hjá Rodney Friend, konsertmeistara BBC-hljóm- sveitarinnar, tónskáldinu Edward Gregson og Michael Schwalbé konsertmeistara Fílharmóníusveit- arinnar í Berlín. Szymon hefur ver- ið virkur á mörgum sviðum tónlist- arlífs, bæði á Íslandi og erlendis, sem hljóðfæraleikari, stjórnandi og tónskáld. Hann var Borgarlista- maður Reykjavíkur 1994 og árið 2000 var hann valinn einn af mönn- um aldarinnar af International Biographical Institute í Cambridge. Tónsmíð hans, Requiem, var til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna sem tónverk ársins árið 2001. Szymon starfar í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hann leikur á fiðlu sem faðir hans, Tadeusz Kur- an, smíðaði. Júlíana Rún Indriðadóttir nam píanóleik hjá Brynju Guttormsdótt- ur í Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og lauk þaðan einleikara- prófi árið 1989. Á árunum 1989–94 stundaði hún framhaldsnám í Berl- ín undir leiðsögn Georgs Sava. Eft- ir tveggja ára dvöl hérlendis hélt Júlíana til náms við Indiana Uni- versity School of Music í Bloom- ington og lauk þaðan meistaragráðu árið 1998 undir handleiðslu Jer- emys Denks og Edwards Auers. Árið 1995 hlaut hún Tónvakaverð- laun Ríkisútvarpsins. Júlíana starf- ar sem meðleikari, kennari og kór- stjóri. „Verk Szymanowskíjs hafa alltaf snert í mér djúpa strengi“ Júlíana Rún Indriðadóttir og Szymon Kuran. LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýr listi www.freemans.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. ATVINNA mbl.is FÉLAG háskólakvenna stendur fyr- ir námskeiði um leiklist og leikhús sem hefst nú í byrjun febrúar og verður fjallað um fjórar leiksýningar sem frumsýndar verða á útmánuð- um. Sýningarnar eru Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brooks og Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht í Borgarleikhús- inu og Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson í Þjóðleikhús- inu. Þetta er í níunda sinn sem félag- ið stendur fyrir leikhúsnámskeiði og hefur þetta reynst vinsælasta og mest sótta námskeið í sögu félagsins. Námskeiðið fer þannig fram að þátt- takendur fylgjast með æfingu á verkunum, sjá sýningar á þeim, hlýða á fyrirlestra um verkin og bak- grunn þeirra og ræða við höfunda og listræna stjórnendur sýninganna. Umsjónarmenn námskeiðsins eru Hávar Sigurjónsson og Geirlaug Þorvaldsdóttir. Nánari upplýsingar um skráningu og tímasetningar veitir Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður Félags há- skólakvenna, geirlaugth@yahooo.- com. Námskeið um fjórar leiksýningar Geirlaug Þorvaldsdóttir Kjartan Ragnarsson Félag háskólakvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.