Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 1
SAMSKIP hafa keypt helmings- hlut í fyrirtækinu T&E ESCO – Container Lines AS, sem skráð er í Tallinn í Eistlandi og var áður rekið undir nafninu Estonian Shipping Company Ltd. (ESCO). Samkvæmt upplýsingum frá Samskipum eru kaupin áfangi í út- rás Samskipa í austurveg sem styrkja enn frekar flutningsþjón- ustu félagsins milli Norður-Evr- ópu og Eystrasaltsríkjanna, Finn- lands og Rússlands. Ársvelta áætluð um 930 millj. T&E ESCO – Container Lines er með fjögur skip í siglingum milli Eistlands, Finnlands, Svíþjóðar, Bretlands, Belgíu, Hollands og Þýskalands og er brottför tvisvar í viku. Hvert skip rúmar 266 gáma- einingar og er velta fyrirtækisins á þessu ári áætluð 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 930 milljóna íslenskra króna, en í heild voru fluttar 41 þúsund gámaein- ingar á þessari siglingaleið í fyrra. Helstu viðskiptavinir félagsins eru önnur skipafélög og flutnings- miðlanir og er stefnt að enn frek- ari markaðshlutdeild með hagræð- ingu og samhæfingu við aðra starfsemi Samskipa á svæðinu. Al- þjóðlega skipafyrirtækið Tschudi & Eitzen Group, sem er með höf- uðstöðvar í Noregi, er meðeigandi Samskipa í T&E ESCO – Contain- er Line. Samskip kaupa skipafélag í Eistlandi Morgunblaðið/Þorkell STOFNAÐ 1913 31. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 mbl.is Stríðsótti í Jórdaníu Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um viðhorf almúgans í Amman 12 Gengið um Tókýó með penna og myndavél Sunnudagur 8 Að bjarga heiminum Knáir krakkar eru aðalleikarar í Njósnakrökkunum Fólk 59 Heillandi óreiða BÚIST er við, að Bretar og Bandaríkja- menn muni leggja á það ofuráherslu á næstu dögum og vikum að fá ríkin, sem eiga fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á sitt band í Íraksmálinu. Augljóst er, að George W. Bush Bandaríkjaforseti opnaði á nýja ályktun um Írak í viðræðum sínum við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í fyrradag og víst þykir, að Blair muni beita sér mest í þessum fortölum. Blair mun leggja áherslu á þetta á fundi sínum með Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, á þriðjudag en auk Bretlands og Bandaríkjanna hafa Frakkland, Kína og Rússland neitunarvald í öryggisráðinu. Halda þrjú síðastnefndu ríkin því fram, að nýja ályktun þurfi til að hefja stríð gegn Írak og því verði að gefa vopnaeftirlits- mönnunum meiri tíma. Átta önnur ríki, sem eiga fulltrúa í örygg- isráðinu en ekki fastafulltrúa, þar á meðal Þýskaland, eru sammála þessu og því eru aðeins fjögur ríki, Bandaríkin, Bretland, Spánn og Búlgaría, hlynnt tafarlausum hernaðaraðgerðum. Breska blaðið The Daily Telegraph sagði í gær, að meira en 100 breskir og bandarísk- ir sérsveitamenn hefðu farið frá Jórdaníu inn í Vestur-Írak til að staðsetja skotmörk komi til átaka. Írösk dagblöð eru hins vegar kokhraust og höfðu í gær eftir Saddam Hussein, forseta Íraks, að þótt Bandaríkja- menn sendu milljón hermenn til landsins, yrði þeim öllum slátrað. Barist um atkvæði í öryggisráði London. AFP. KVIKMYNDIN Nói albínói eftir Dag Kára hefur þegar verið seld til sjö Evr- ópulanda eftir þátttöku sína í kvik- myndahátíðinni í Rotterdam í vikunni. Í gærkvöldi, laugardag, var tilkynnt nið- urstaða dómnefndar á Gautaborgarhátíðinni, helstu kvikmyndahátíð Norðurlanda, þar sem Nói albínói keppti um verðlaun fyrir bestu norrænu myndina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var myndin talin mjög sigurstrangleg. Fyrr í vikunni hafði hún unnið til tvennra verð- launa á Premiers Plans-hátíðinni í Frakklandi, fyrir bestu mynd og bestu tónlist, og á föstudag hlaut myndin áhorfendaverðlaun á hátíðinni í Rotter- dam. Að sögn Skúla Malmquist hjá Zik Zak- kvikmyndum, framleiðanda Nóa albínóa, hefur myndin verið seld til Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, Sviss og Austurríkis og tilboð hafa bor- ist frá fleiri löndum. Þá var greint frá því í Kaupmannahöfn í vikunni að Danska kvikmyndastofnunin hefur ákveðið að styrkja myndina með 145 þúsund dollara fjárframlagi, eða rúm- lega ellefu milljónum íslenskra króna. Nói albínói seldur til sjö landa Dagur Kári  Öðruvísi en/Sunnudagur 1 ÞÆR eru margar áskoranirnar í lífinu og þessi ungi maður hefur tekist á við eina þeirra. Líklega hafa steinarnir í lítilli tjörn, sem er að finna í Seljahverfi í Breiðholti, verið of freistandi til að sleppa því að reyna sig á þeim og virðist piltinum bara ganga ágætlega að hoppa á milli þeirra. Það er þó vissara að fara varlega þar sem snjórinn og hálkan geta reynst ansi lúmsk og hið minnsta feilspor getur endað með óvæntu baði í köldum polli. Búast má við að fljótlega leggi tjörnina, því að talsverðu frosti er spáð í dag um allt land. Morgunblaðið/Kristinn Stiklað á steinum ♦ ♦ ♦ „ÞETTA er mjög mikil aukning miðað við þá starfsemi sem við höf- um í dag,“ segir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa. Að sögn hans hefur hið nýja fé- lag yfir að ráða 45 þúsund gáma- einingum og að viðbættri þeirri starfsemi sem Samskip eru með á þessu svæði verður félagið samtals með um 60 þúsund gámaeiningar. „Þetta er mjög ánægjulegt. Við verðum mjög stórir á þessu svæði. Við ætlum að samhæfa rekst- urinn okkar rekstri á þessum svæðum, það er að segja í Imm- ingham í Bretlandi, í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Rúss- landi. Og munum við í kjölfarið setja upp skrifstofu í Belgíu. Þetta svæði hefur vaxið mjög mikið að undanförnu og spáð er áframhaldandi vexti.“ Mikil efling á starfsemi okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.