Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Sverrir RIGNINGIN lemur malbikið á Grandagarði. Eins og Ása-Þór hafi sveiflað Mjölni og hann skoppi eft- ir götunni. En þrumuguðinn lætur þó ekkert á sér kræla. Hann hefur ekki frétt af þorrablótinu. Blótsgjöldin eru greidd við inn- ganginn. Og við tekur notaleg kaffistofa, þar sem gestirnir gleyma sér, eins og iðulega gerist þar sem næði skapast á manna- mótum. Blaðamaður fylgist með pari á miðjum aldri reyna að kom- ast inn í Valhöll með greiðslukorti. Þeim er vísað á næsta hraðbanka. Annaðhvort þurfa þau að greiða með peningum eða falla í orrustu til að komast inn. Þegar blaðamaður gengur inn í salinn standa þrjár konur fyrir miðju í fornri helgiathöfn að heiðn- um sið. – Þá er kominn tími til að ausa á horn, segir sú ábúðarfyllsta. Hún eys í horn úr risastórum fonti, sem gæti verið skjöldur Týs, og heldur áfram: – Látið hornin ganga, þannig að tvö séu saman um drykkjarhorn. Enginn má vera útundan. Gestir drekki til þeirra goða sem hver kýs. Blaðamaður er staddur á þorra- blóti Ásatrúarfélagsins. Víst er þetta engin Péturskirkja í Róm. Hér væri frekar vettvangur fyrir sveitaball en kaþólska messu. Og hvað getur verið þjóðlegra en sveitaball? Í salnum eru um sjötíu manns sem eiga það sameiginlegt að trúa þó að hver trúi því sem hann vill trúa. Hér er nýaldarfólk sem kann að ráða í stjörnur og les náttúruna eins og hún væri dróttkvæð. En einnig unnendur fornþjóðlegra fræða, íslenskuspekingar og sagnaþulir. Og ungir menn með krossa um hálsinn Óðni til dýrðar. – Ég er með krossinn yfir bindinu á fínni mannamótum, segir einn. Annar er með gljáfægða belt- issylgju. – Hvaða trúartákn er þetta? spyr blaðamaður gáfumannslega. – Þetta er nú bara til að halda buxunum uppi, svarar pilturinn. Blaðamaður ætlar að beina tal- inu að öðru, þegar einn piltanna, stór og þreklegur, brettir upp aðra ermina og sýnir myndarlegt húð- flúr af keltnesku sverði. Setur á nef brún svartur stundum, eldrauður strax Þannig er þorra lýst af séra Bjarna Gissurarsyni. Ekki er þorri frýnilegur af lýsingunni að dæma – ekki frekar en maturinn. – Oj, mig langar ekki í þetta, segir stúlka og potar í matinn, sem ygglir sig á móti. – Þetta er þorrablót, segir vinur hennar hneykslaður. Af hverju varstu ekki bara heima og borðaðir pítsu? Blaðamaður stendur við vel úti- látið þorrahlaðborð. Ljóst á öllu að sagan á ekki að endurtaka sig frá jólablótinu, þar sem hálft annað hundrað manns mætti, og mat- urinn kláraðist. – Veistu nokkuð hvaðan síldin er? spyr matgæðingur. – Nei, svarar blaðamaður. – Mér finnst ég þekkja bragðið, held hún sé frá Neskaupstað. Hár maður og alskeggja eftir nýjustu ásatrúartískunni stendur upp, lyftir horninu, og segir digr- um rómi: – Heill Freyju! – Heill, bergmálar í sex tugum hálsa. Nánast ekkert lát er á skemmti- atriðum allt kvöldið, ýmist haldnar tölur eða flutt tónlist. – Það er hefð að konur standi upp á bóndadegi og segi eitthvað fallegt um karlmenn, segir Kjal- nesingagoði í þorraþæfingi. En svo talar hún um eitthvað allt annað. Vestfirðingagoði flytur upp- fundna tónlist við dróttkvæði, „erf- iðasta, flóknasta og skringilegasta hátt á jarðkringlu“, og er fyrsta embættisverk nýkjörins allsherj- argoða að taka þátt í tónlistarflutn- ingnum. Þá taka sjentilmenn við með ljúfri sveiflu, kirkjuorganisti frá Hrísey og djasselskur klarín- ettuleikari. Ekki má gleyma fær- eyskum hringdansi sem dansaður er á svipaðan hátt og ásatrúin er iðkuð – hver og einn fer í þá átt sem honum líst best. – Heill Freyju! – Heill! Blaðamaður hafði ekki búist við því að hitta jólasveininn á samkomunni. En þarna er hann lif- andi kominn og heilsar með vinstri, þar sem hann er aumur í þeirri hægri. – Ég rotaði ísbjörn, segir hann til skýringar. Svo bætir hann við af innsæi, sem aðeins fæst með sárri reynslu, að aldrei sé hægt að þekkja þá úr sem heilsa fast. – Vinstri höndin er líka nær hjartanu, segir kvikmyndagerð- armaður og náttúrubarn, sem mættur er á þorrablótið til að njóta bóndadagsins; konan hans raðar ljúflega á diskinn hans öllu því sem flestir fúlsa við. – Er ekki bóndadagurinn að verða búinn? kallar önnur kona í salnum, sem er orðin þreytt á dekrinu við karlinn. Hún verður að þrauka hálftíma lengur. Þá getur hún aftur farið að ráðskast með hann. – Heill Freyju! – Heill! Á blótinu er fólk á öllum aldri og hefur unga kynslóðin hreiðrað um sig á kaffistofunni. Piltar og sprund gefa hvert öðru auga. Ein- eygðir ljósastaurar lýsa upp nótt- ina. Óðinn er alls staðar. Á þorrablóti Ása- trúarfélagsins SKISSA Pétur Blöndal kynnti sér háttu heið- inna manna – Oj, mig langar ekki í þetta, segir stúlka og potar í matinn, sem ygglir sig á móti. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR embættismenn voru varaðir við kjarnorkuáætlun- um Norður-Kóreustjórnar í nóvem- ber 2001 en vegna uppnámsins í kjölfar hryðjuverkanna vestra í september var ekkert gert í málinu. Kom þetta fram í Washington Post í gær. Blaðið segir að sérfræðingar við Lawrence Livermore-stofnunina í Kaliforníu hafi upplýst að N-Kóreu- stjórn væri að reisa verksmiðju til að auðga úran en það er síðan notað við framleiðslu kjarnorkusprengna. Embættismenn aðhöfðust þó ekkert vegna ástandsins í kjölfar hryðju- verkanna mánuðum fyrr. Þessar upplýsingar voru síðan staðfestar í júní í fyrra í viðamikilli skýrslu frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, og öðrum leyniþjónustustofnunum. Eftir hverju var beðið? Washington Post varpar fram þeirri spurningu hvers vegna Bandaríkjastjórn hafi beðið með það fram í október á síðasta ári að skýra n-kóreskum embættismönn- um frá vitneskju sinni og skýra síð- an ekki frá henni opinberlega fyrr en nokkrum vikum síðar þótt hún hafi búið yfir henni í langan tíma. Vissu um kjarn- orkuáætlanir Washington. AFP. KOMIÐ hefur í ljós að fjögur „út- kulnuð“ eldfjöll í Suður-Ameríku eru enn virk. Er það niðurstaða rann- sókna með hjálp gervihnatta en þær sýna kvikuhreyfingu undir fjöllun- um. Segja vísindamenn að þetta sama geti átt við um útkulnuð eld- fjöll um allan heim. Rannsóknirnar náðu til 900 eld- fjalla í Andesfjöllum í Chile og voru gervihnattamælingarnar gerðar reglulega í nokkurn tíma. Mark Sim- ons, prófessor við Tæknistofnunina í Kaliforníu, segir, að með útkomuna í huga verði að endurmeta eldfjöll og eldfjallasvæði um allan heim enda ekki ólíklegt að mörg útkulnuðu eld- fjallanna séu í raun enn virk. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Útkulnuð eld- fjöll enn virk MORÐ á tveimur ungum lögreglu- þjónum í El Segundo í Kaliforníu að- faranótt 22. júlí 1957 er nú talið leyst. The New York Times greinir frá því, að í september sl. hafi verið tekið til við rannsókn málsins á ný, eftir fjögurra áratuga hlé, er lögregla fékk ábendingu sem síðan reyndist að vísu ekki skila neinu. En þar sem búið var að opna málið á ný ákvað lögreglan að athuga hvort nýr fingrafaragagnagrunnur, sem alrík- islögreglan FBI opnaði í febrúar í fyrra og geymir fingrafaraskrár úr lögregluskýrslum hvaðanæva úr Bandaríkjunum, kynni að koma þeim á nýtt spor í þessu gamla saka- máli. Og viti menn: fingraför sem tekin höfðu verið í bíl sem morðinginn hafði stolið og ók er hann myrti lög- reglumennina, virtust passa við fingraför manns sem tekinn hafði verið fyrir innbrot í Suður-Karólínu árið 1956. Það kváðu vera fingraför Geralds F. Mason, 68 ára gamals fyrrverandi benzínstöðvarrekanda sem kominn er á eftirlaun, sem var handtekinn á heimili sínu í bænum Columbia í Suður-Karólínu á mið- vikudag. Saksóknaryfirvöld í Kaliforníu bíða þess nú að fá Mason framseldan frá Suður-Karólínu svo að hægt sé að rétta yfir honum, en auk hins tvö- falda morðs er hann ákærður fyrir mannrán, nauðgun og rán – nóttina sem lögreglumennirnir voru drepnir hafði morðinginn komið að tveimur unglingapörum sem voru að kela í bílum sínum. Hann neyddi þau til að fara úr fötunum, batt þau og nauðg- aði annarri stúlkunni, sem var fimm- tán ára. Rændi hann eigum þeirra, m.a. úrum strákanna, og stakk af á öðrum bílnum; lögreglumennirnir stöðvuðu hann er hann ók yfir á rauðu ljósi. Úrin og morðvopnið, .22- kalibera skammbyssa, fannst árið 1960 í húsagarði skammt frá þar sem bíllinn var skilinn eftir. Engin afbrot síðan 1957 Það sem gerir mönnum erfitt fyrir að finna sakborninginn, sem á konu, tvær dætur og þrjú barnabörn, og flækir málaferlin á hendur honum, er að hann hefur ekkert brotið af sér svo vitað sé á síðustu 46 árum. Mjög óvenjulegt er að menn fremji alvar- legan ofbeldisglæp aðeins einu sinni og lifi síðan sem löghlýðnir borgarar fram á elliár. Enda segjast aðstand- endur hans og nágrannar sannfærðir um að lögreglan sé á villigötum og fari mannavillt. Telja sig hafa leyst 45 ára gamalt morðmál UM sjö milljónir ólöglegra innflytj- enda voru í Bandaríkjunum í janúar 2000. Kemur það fram í skýrslu, sem bandaríska innflytjendastofnunin birti í fyrradag. Samkvæmt skýrslunni hafði ólög- legum innflytjendum fjölgað um 1,2 milljónir manna frá október 1996 þegar síðasta skýrsla þessa efnis var birt. Ljóst er, að ólöglegum innflytj- endum hefur fjölgað miklu hraðar en áður var talið. Í skýrslunni um árið 1996 var tal- ið, að þeim fjölgaði til jafnaðar um 275.000 manns á ári en nú er fjölg- unin talin hafa verið um 350.000 manns á ári. Sem dæmi um það má nefna, að bandaríska innflytjenda- stofnunin áætlar, að bara á árinu 1999 hafi ólöglegum innflytjendum fjölgað um meira en hálfa milljón manna. Næstum þrír af hverjum fjórum ólöglegum innflytjendum eru í sjö ríkjum, Kaliforníu, Texas, New York, Illinois, Flórída, Arizona og Georgíu. Í Kaliforníu og Texas er fjöldinn um ein milljón manna í hvoru ríki. Langflestir ólöglegu inn- flytjendanna eru Mexíkómenn eða 69%. Bandaríkin Sjö millj- ónir ólög- legra inn- flytjenda Washington. AFP. KÍNVERJAR fögnuðu því í gær, að þá var fyrsti dagur nýs tunglárs, Árs geitarinnar, eins og það er kallað að þessu sinni. Var mikið um að vera í Kína og meðal Kín- verja annars staðar en myndin er frá Hong Kong. Þóttu skrautsýningarnar þar minna nokkuð á kjötkveðjuhá- tíðina í Brazilíu. Reuters Kínverjar fagna Ári geitarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.