Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AXEL Gíslason lét nýlega af störfumsem forstjóri VÍS, en hafði gegntþeirri stöðu frá stofnun félagsins íjanúar árið 1989. Hann hefur verið ístjórnunarstörfum frá 26 ára aldri og varð framkvæmdastjóri hjá Sambandinu um þrítugt. Hann segir að tími sé kominn til að slaka aðeins á og til marks um það, þá hafi hann ekkert farið í vinnuna um helgar eftir áramót. Ólst upp með sex systrum Axel er fæddur í Bandaríkjunum árið 1945. Faðir hans var þá við störf á vegum UNRRA, hjálparstofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þegar hann var tveggja ára flutti fjölskyldan til Akureyrar og bjó þar fram yfir stúdentspróf. Foreldrar hans eru Gísli Konráðsson, sem lengi var annar af forstjórum Útgerðarfélags Akur- eyringa, og Sólveig Axelsdóttir. Hann er elstur sjö systkina, en þar af eru sex systur, sem allar eru yngri. Þar að auki ólst systursonur hans upp á heimilinu, sem var einn af stórfjölskyldunni eftir að hann kom til. En hvernig var að alast upp með sex systrum? „Gaman,“ svarar hann. – Svona í alvöru talað! „Eftir á að hyggja,“ bætir hann við og hlær. „Ég játa að það gat orðið erfitt eftir að þær kom- ust upp á lag með það að standa saman gegn mér. Ég hafði ágæta stjórn á þeim framan af, en með tímanum urðu þær allar samvinnumenn ef ég vildi ráða of miklu. Þær fundu það út að þær hefðu eitt atkvæði hver.“ Arðsemisathuganir í Danmörku Axel lauk stúdentsprófi árið 1965 og fór suður í Háskólann, þar sem hann lauk fyrri hluta prófi í verkfræði á þremur árum. Þá var ekki hægt að ljúka námi hér á landi í verkfræði, þannig að hann fór til Kaupmannahafnar og lauk meist- araprófi frá verkfræðiháskólanum árið 1971. Þá bauðst honum fast starf hjá dönsku ráðgefandi verkfræðifyrirtæki. „Ég vann þar í eitt ár við ýmiskonar verkfræðileg úrlausnarefni, aðallega arðsemisathuganir á alþjóðlegum verkefnum,“ segir hann. „Ég tel það hafa verið afar gott fyrir mig, því ég lærði að skipuleggja tímann vel. Ég settist niður á hverju kvöldi til að átta mig á því hvað ég hefði verið að gera yfir daginn, því ég þurfti að geta gert grein fyrir hverju korteri, bæði gagn- vart vinnuveitandanum og verkkaupanum. Enn þann dag í dag staldra ég stundum við og hugsa með mér: Hvað hef ég verið að gera? Er ég að gera það sem ég ætlaði mér? Er ég að vinna að því sem mér finnst skipta máli?“ Axel kynntist eiginkonu sinni, Hallfríði Kon- ráðsdóttur, skömmu áður en förinni var heitið til Danmerkur. „Hún fékk vinnu hjá Flugfélagi Ís- lands úti í Kaupmannahöfn,“ segir hann. „Við giftum okkur árið 1970 og bjuggum samtals fjögur ár í Kaupmannahöfn.“ – Og eigið þið börn? „Já, ég átti son áður en ég gifti mig, sem heitir Björn. Hann starfar á Akureyri. Svo eigum við tvær dætur, Sól og Dóru Björgu, sem báðar eru búsettar hér fyrir sunnan.“ 14 ára félagsmaður í KEA Þegar Axel og Hallfríður höfðu búið í ár í Danmörku eftir að skólanum lauk, ákváðu þau að flytjast aftur til Íslands. Þá sótti Axel um nýja stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra iðnaðar- deildar Sambandsins og var ráðinn. Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri iðnaðardeild- arinnar, var á aðalskrifstofunni í Reykjavík, en atvinnureksturinn var nánast allur á Akureyri, þar sem Axel var staðsettur. Á þessum tíma störfuðu um þúsund manns fyrir iðnaðardeild Sambandsins og iðnrekstur KEA á Akureyri. „Þarna hófust hin eiginlegu kynni mín af því að starfa fyrir samvinnuhreyfinguna. Ég hafði að sjálfsögðu áður kynnst samvinnuhreyfing- unni í gegnum öflugt starf KEA á Akureyri. Og þegar ég var 14 ára sá ég að það væri ekkert vit í öðru heldur en að vera félagsmaður og gekk í KEA. Fyrst og fremst af því að þá fékk ég sem félagsmaður arð af viðskiptum mínum við félag- ið í árslok.“ – Voru þetta háar arðgreiðslur? „Þær gátu verið 3 til 5%, stundum meira. Það var misjafnt eftir vöruflokkum.“ – Það hafa ekki allir haft rænu á þessu? „Nei, nei, sumir gerðu það ekki af trúar- ástæðum. Það voru náttúrlega skiptar skoðanir um kaupfélögin.“ Fyrsta stjórnunarstarfið Hjá iðnaðardeild Sambandsins var Axel falið að ná tökum á rekstrinum á Akureyri sem heild. „Þetta var framleiðsla bæði fyrir innanlands- og útflutningsmarkað og umfangið var gríðarlegt, þ.e. ullariðnaður, fataiðnaður, skinnaiðnaður, skóframleiðsla og í samvinnu við KEA rekstur á kaffibrennslu og málningar- og hreinlætisvöru- framleiðsla í Sjöfn. Þá var ekkert til sem hét af- urða- eða birgðalán fyrir iðnaðinn. Þetta var meira og minna fjármagnað með skammtíma- víxlum. Okkur tókst að koma á birgðafjármögn- unarkerfi, sem breytti heilmiklu. Svo náðum við að hagræða með því að nýta sameiginlega þjón- ustuþætti fyrir hin ýmsu fyrirtæki.“ Árið 1974 var Axel beðinn um að gerast að- stoðarframkvæmdastjóri Iceland Products í Harrisburg í Pennsylvaníu. „Þar fór fram sala, markaðssetning og fullvinnsla á fiski fyrir Bandaríkjamarkað, sem var fluttur frosinn héð- an sem hráefni.“ Ári seinna urðu breytingar í yfirstjórn Sam- bandsins þegar Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar, féll frá. „Mér var boðið að koma heim og verða framkvæmdastjóri skipulags- og fræðsludeildar,“ segir Axel. „Skipulagsmál náðu bæði til Sambandsins og þeirra þátta sem voru sameiginlegir samvinnu- hreyfingunni, en langstærsti hluti fræðsludeild- arinnar var rekstur Samvinnuskólans á Bifröst, sem þá var að komast á það stig að útskrifa stúdenta í fyrsta skipti. Þá féllu hagdeildarstörf og ráðgjafastarfsemi undir þessa deild. Þetta gaf mér ágætan kost á að kynna mér alla starf- semi Sambandsins. Þarna fékk ég fyrst virki- lega innsýn í það hvað Sambandið var, hversu vítt svið það teygðist yfir og gat byrjað að mynda mér skoðun á því hvað hugsanlega mætti betur fara.“ Skipafélag án bryggjupláss Í ársbyrjun 1977 tók Axel við sem fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sambandsins og gegndi þeirri stöðu í átta og hálft ár, en Hjörtur Hjartar, sem þá hafði verið framkvæmdastjóri í mörg ár, þurfti að láta af störfum vegna heilsu- brests. „Ég þekkti ekki mikið til skiparekstrar, en hafði lagt mig eftir flutningahagfræði, m.a. í náminu í Kaupmannahöfn, og það kom sér vel,“ segir Axel. Það höfðu verið erfiðleikar í rekstr- inum og fyrsta verkefnið var að reyna að snúa tapi í hagnað. Það tókst eftir fyrsta árið. Til þess tókum við upp reglubundnar áætlunarsiglingar, en áður hafði flutningakerfið að stórum hluta verið miðað að þörfum samvinnuhreyfingarinn- ar og aðallega í stórum farmaflutningum, s.s. á byggingarefni, fóðurvörum, salti, áburði á vorin og fiskimjöli þegar það féll til. „Þetta var auðvitað nauðsynlegt til þess að geta höfðað til fleiri viðskiptavina og stækkað viðskiptavinahópinn,“ segir Axel. „Viðskiptavin- ir urðu að geta gert sér grein fyrir því upp á dag hvenær varan yrði komin heim og hvenær hún yrði komin um borð í skipin í hinum ýmsu höfn- um. Þetta var gríðarlega spennandi verkefni. Hörður Sigurgestsson hjá Eimskipum og Björgólfur Guðmundsson hjá Hafskipum byrj- uðu einu og tveimur árum seinna í flutninga- geiranum og samkeppnin var mikil í mörg ár. Og þetta gekk bara vel. Ég var heppinn, eins og ég hef alltaf verið, að fá tækifæri til að vinna með góðu fólki. Það gilti bæði hjá Sambandinu og VÍS.“ Á meðal verkefna var að byggja upp alveg nýja aðstöðu við Holtabakka, en þegar Axel hóf störf átti skipadeild Sambandsins ekki bryggju- pláss fyrir eitt einasta skip í Reykjavík. „Það var búið að úthluta okkur landi fyrir bryggjuað- stöðu inn við Holtabakka. Og ég man alltaf eftir því þegar skip okkar lagðist í fyrsta skipti upp við Holtabakka í Reykjavík árið 1979. Það voru mikil tímamót. Síðan byggðist upp bæði bryggjuaðstaða og húsnæði og í hönd fóru mjög góð ár í þessum flutningum. Við byggðum á þessum tíma tvö ný flutningaskip, keyptum önn- ur og seldum gömul. Það græddist meira fé af skiparekstrinum heldur en nokkurri annarri deild hjá Sambandinu þessi árin.“ Axel varð að- stoðarforstjóri hjá Sambandinu árið 1985. Er- lendur Einarsson var forstjóri, en það styttist í starfslok hjá honum. Síðan tók Guðjón B. Ólafs- son við forstjórastarfinu. „Ég átti ágætt sam- starf við þá báða,“ segir Axel. „En mig langaði til að takast á við eitthvað upp á eigin spýtur, sem framkvæmdastjóri í félagi. Hallgrímur Sig- urðsson hafði hug á því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Samvinnutryggingum og átti ég kost á því að taka við af honum.“ Árið 1988 var ákveðið að Axel kæmi til starfa hjá Samvinnutryggingum 1. janúar 1989. VÍS stofnað Samvinnutryggingar voru stofnaðar af Sam- bandinu árið 1946, sem gagnkvæmt félag, ekki hlutafélag. „Gagnkvæm tryggingafélög, sem starfa víða um heim, eru þess eðlis að ef rekst- urinn gengur vel og félagið skilar tekjuafgangi eða arði, getur það látið hluta hans ganga til við- skiptavinanna í formi afsláttar,“ segir hann. „Í mörgum slíkum félögum er það líka þannig að dugi iðgjöldin ekki fyrir tjónum og kostnaði, má kalla eftir viðbótariðgjöldum. Þetta félagsform hefur kosti fyrir félög sem eru í traustum, reglu- legum og ekki mjög sveiflukenndum rekstri. Það hentar hinsvegar mjög illa í erfiðleikum, því það býður ekki upp á að sækja nýtt áhættufé til að mæta skakkaföllum. Viðskiptavinir hafa ekki áhuga á því að leggja áhættufjármuni í svona rekstrarform, en annað gildir um hlutafé í hluta- félögum.“ Möguleikinn til að afla nýs áhættufjár var ein af ástæðunum fyrir því að Axel lagði mikla áherslu á að ganga frá sameiningu Samvinnu- trygginga og Brunabótafélagsins, en þá höfðu viðræður þegar átt sér stað milli forsvarsmanna félaganna. Það liðu ekki nema 19 dagar af jan- úar þegar búið var að stofna nýtt hlutafélag, VÍS, og færa þangað tryggingarekstur Bruna- bótafélagsins og Samvinnutrygginga. Og seinna var svo stofnað Líftryggingafélag Íslands, LÍF- ÍS, sem tók við sameinuðum rekstri líftrygg- ingafélagsins Andvöku og líftryggingafélags í eigu Brunabótafélags Íslands. Báðar samein- ingarnar voru á jafnræðisgrundvelli og var Axel ráðinn forstjóri beggja félaganna. „Það var mikið happaspor að þetta tókst,“ segir hann, „sem var ekki einfalt vegna fé- lagsformsins. Menn veltu fyrir sér sameiningu í nýju gagnkvæmu félagi, en það hefði ekki leyst þann aðalgalla, að vera illa í stakk búið til að afla nýs áhættufjár ef á þyrfti að halda til að vaxa og dafna. Hlutafélagsformið varð því fyrir valinu, sem ég held að hafi verið eini skynsamlegi kost- urinn.“ Félagsformið háði ekki Sambandinu Axel segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar, og það eigi við um starfsemi Sambandsins á hin- um ýmsu sviðum, að félagsformið sé bara tæki til að ná árangri. „Samvinnufélagsskapur sem vill halda sig við rekstrarform sem ekki gefur bestu niðurstöður, verður þá að vera tilbúinn að fórna árangrinum, sem ekki næst með því að velja besta félagsformið á hverjum tíma. Ég held að hlutafélag hafi verið besta félagsformið fyrir VÍS og að það sé líka heppilegt félagsform fyrir ýmisl verkefni samvinnumanna þar sem tilgangurinn er að ná árangri með samstarfi.“ Að sögn Axels voru menn í mörgum tilvikum ekki nógu opnir fyrir því að ýmislegt hefði verið betur sett í formi hlutafélaga, þó svo það sé eng- an veginn þannig að samvinnuformið sjálft hafi verið óæskilegt. „Það getur verið mjög gott á vissum sviðum í vissu samstarfi. En þegar það hentar ekki, verða menn að horfa á árangurinn sem menn geta náð með öðru félagsformi og svara því hvort menn vilji kyngja kostnaði og glötuðum tækifærum með því að velja ekki nýtt félagsform. Það er ekki félagsforminu að kenna Vildi að VÍS sameina Fáir hafa meiri þekkingu á íslensku atvinnulífi en Axel Gíslason, sem hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúma þrjá áratugi. Pétur Blöndal ræðir m.a. við hann um fall Sam- bandsins, framtíð tryggingafélaga, starfslokin hjá VÍS, ættir og uppruna. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.