Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 11 þótt því sé beitt þar sem annað hentaði betur,“ segir hann. – Geturðu nefnt dæmi? „Það var mín skoðun og er enn, að það hefði átt að skilja starfsgreinar Sambandsins að og reka þær á grundvelli sjálfstæðra félaga. Það hefði líka þurft miklu fyrr að skilja að neyt- endahliðina og framleiðendahliðina í blönduðu kaupfélögunum. Þar fóru saman ólíkir hags- munir. Annars vegar neytendur, sem eru fjöl- mennastir á þéttbýlisstöðunum og í kringum þá, og hafa fyrst og fremst viðskipti við félagið sem viðskiptavinir í smásöluverslun. Hins vegar framleiðendur í landbúnaði, sem var stór hópur þótt hann hafi minnkað, s.s. sauðfjárbændur og mjólkurframleiðendur. Ef við einföldum og hugsum okkur eitt félag sem rekur svona tví- skipta starfsemi, þá getur það boðið upp á gríð- arlega hagsmunaárekstra. Framleiðendur í landbúnaði hafa réttilega þá skoðun að félagið eigi að berjast fyrir því að þeir fái sem hæst af- urðaverð. Þess vegna eru þeir félagsmenn. Neytendur í sama kaupfélagi, ætlast til að fá hagstætt vöruverð. Þess vegna eru þeir fé- lagsmenn. Þess vegna hefur það verið nánast alls staðar í heiminum, nema á Íslandi, að samvinnustarf- semin hefur verið tvískipt, annarsvegar neyt- endasamvinnufélög og hinsvegar framleiðenda- samvinnufélög.“ Hagsmunir rákust á – Hvers vegna gekk þetta svona lengi á Ís- landi? „Mín skoðun er sú að það sé vegna þess að um áratuga skeið var þétt pólitísk samstaða um það að bændum, framleiðendum í landbúnaði, skyldi tryggt starfsumhverfi sem gæfi þeim tiltekin viðmiðunarlaun. Til þess var komið á verðmynd- unarkerfi, að miklu leyti með opinberri verð- lagningu á landbúnaðarvörum. Auk þess var hér í gildi um langt skeið flókið kerfi niðurgreiðslna og útflutningsbóta, sem tryggði laun til fram- leiðenda. Um þetta var pólitísk sátt í áratugi, annars hefði því ekki verið viðhaldið svona lengi. Á þessu varð stór breyting með nýrri laga- setningu, búvörulögunum svokölluðu, árið 1985. Það var mín skoðun að þá yrði að skilja á milli og að félag sem væri í blönduðum rekstri, gæti ekki lengur staðið undir þeim kvöðum, sem lögin settu á vinnslustöðvar landbúnaðarins. Til dæmis var gert ráð fyrir að vinnslustöðvar skyldu tryggja framleiðendum fullt verð fyrir framleiðslu sauðfjárafurða, óháð því hvort og hvenær hægt væri að selja vöruna á þessu verði. Þetta setti alla starfsemina í uppnám. Þar sem vinnslustöðvarnar voru í eigu bland- aðs félags blasti vandinn við. Hver átti að borga tapið, ef ekki fékkst nægt andvirði fyrir fram- leiðsluvörurnar. Það var mjög misráðið að ekki skyldi ráðist í það strax að skilja þarna á milli. Ekki síst vegna hagsmuna bændanna sjálfra. Með lagasetningunni var dregið markvisst úr fjárframlögum ríkisins til landbúnaðarins yfir ákveðið árabil, fjárframlögum, sem áður höfðu fjármagnað hluta af því verði sem bændur fengu fyrir afurðir sínar. Nú hefur þessi breyting bengið víða yfir, en í það var að mínu viti ráðist of seint.“ Verslanir í líkingu við Aldi Kaupfélögin stóðu víða höllum fæti og með veikingu þeirra veiktist líka grundvöllur Sam- bandsins, sem er ekkert annað en samvinnu- samband í eigu kaupfélaganna. En fleiri vanda- mál steðjuðu að rekstri Sambandsins. „Á þessum tíma var mikil starfsemi í verslunar- deild Sambandsins, sem sett hafði verið upp til að þjóna kaupfélögunum fyrst og fremst og á sviði innflutnings og heildsölu fyrir verslunar- starfsemi þeirra. Vandamálið þar var þess eðlis að miklar kröfur voru gerðar til verslunardeild- arinnar um vöruval og birgðahald, en ekki tókst að stýra starfseminni með hagkvæmum hætti, því verslunarkeðjan var ekki samhæfð. Annars vegar keypti Sambandið inn sem heildsali, en hins vegar voru verslunarstjórar í fjöldamörg- um verslunum kaupfélaganna oftast sjálfráðir um hvar og hvernig þeir keyptu inn í búðirnar. Þetta gat ekki gengið upp. Það var bullandi tap á verslunardeild Sam- bandsins og ekki vilji fyrir því hjá kaupfélög- unum að stofna um hana sjálfstætt félag, hvað þá að sameina alla verslunarstarfsemina undir eina stjórn. Ég taldi nauðsynlegt að gera það og lagði til ásamt öðrum að Sambandinu yrði skipt upp í sjálfstæðar einingar, þar á meðal eina sem væri félag í eigu kaupfélaganna og annaðist öll stig neytendavöruverslunar. Hefði þessi upp- skipting náð fram að ganga nokkrum árum fyrr en raun varð, þegar það var gert í nauðvörn, þá tel ég að til dæmis öll þessi vandamál í versl- uninni og ekki síður tækifærin, hefðu komið í ljós og verið hægt að bregðast við á viðeigandi hátt, taka á vandanum og nýta tækifærin. Slíkt félag gat haft alla burði til að verða fín og arð- bær verslunarstarfsemi. En þessu var bara aldrei miðstýrt og enginn vilji til þess.“ Raunar liggja fyrir tillögur frá þessum árum um að setja upp verslunarkeðju í eigu kaup- félaganna, eigenda Sambandsins. Hún hefði verið rekin af annað hvort samvinnusambandi eða hlutafélagi og komu fram hugmyndir um búðir a.m.k. af þremur gerðum með samræmdu stöðugu vöruúrvali, m.a. lágvöruverslanir í lík- ingu við Aldi-búðirnar þýsku, sem er svipað því sem Bónus gerði örfáum árum síðar. Síðan hefðu verið milliþjónustubúðir og stærri búðir. Þetta hefði ekki gengið nema með sjálfstæðu fyrirtæki sem gæti stýrt öllu verslunarferlinu. Tillögurnar um sjálfstætt fyrirtæki á þessu sviði voru niðurstaða minnihluta nefndar, sem falið var að gera tillögur um framtíðarskipan versl- unarmála samvinnuhreyfingarinnar. Meirihluti nefndarinnar vildi hins vegar halda áfram versl- unarrekstri innan Sambandsins og það varð. Í dag líta tillögurnar í mínum augum út eins og forskrift að verslanakeðju Baugs á Íslandi, með fáar tegundir verslana, samræmda stjórnun innkaupa og birgðahalds, með samræmt vöruval og útlit verslana og eina yfirstjórn.“ Áttum að sameinast Hafskipum Sumir halda því fram að aðalvandi Sam- bandsins hafi verið verðtrygging lána með hækkun raunvaxta og það hafi riðið félaginu að fullu. „Það er alltof einfalt,“ segir Axel. „Auðvit- að kom það við Sambandið eins og aðra sem þurftu að fjármagna sig með lánum. Og auðvitað hefði Sambandið þurft að bregðast miklu fyrr við. En það var ekki það sem reið baggamuninn. Óarðbærar greinar voru látnar halda áfram of lengi í skjóli þess að vera innan stórrar einingar. Iðnreksturinn var á þessum árum orðinn mikill baggi á rekstrinum. Það var sárt að sjá síðar á eftir þessum stóru og öflugu fyrirtækjum, sem áður voru, hverfa á braut. Ekki síst finnst mér í dag eftirsjá af því fyrir þjóðfélagið hve stór hluti verk- og fagþekkingar í þessum iðngreinum hef- ur glatast. Ég hef oft velt þessari þróun fyrir mér, en sé ekki enn hvernig hægt hefði verið að bjarga þessum iðnaði í þeirri mynd sem hann var, enda varð reyndin sú að þessar greinar iðn- aðar, til dæmis í ullar-, vefnaðar-, og fataiðnaði hafa einnig látið undan síga víðast hvar í Norð- ur-Evrópu vegna samkeppni frá löndum með lægri framleiðslukostnað. Miklar kröfur voru gerðar til Sambandsins um aðstoð í ýmsu formi eða þátttöku í fjármögn- un ýmissa verkefna víða um land, ekki síst eftir að rekstur margra kaupfélaga þyngdist. Horf- andi til baka er augljóst að takmörkuðu fjárfest- inga- og fjármögnunarafli Sambandsin var ekki beitt af nægilegri hörku með tilliti til arðsemi. Þó að Sambandið hafi oft á löngum ferli verið efnahagslega sterkt eru öllu þó takmörk sett. Á þessum tíma taldi ég líka mikið tækifæri fólgið í því, eftir að Hafskip lentu í erfiðleikum, að koma í veg fyrir að Hafskip færu í gjaldþrot, og sameina rekstur skipadeildar Sambandsins og Hafskipa, með því að taka skipadeildina út úr Sambandinu og stofna nýtt hlutafélag sem tæki yfir rekstur beggja. Það hefði gefið Sambandinu tækifæri til þess að eignast hlut, ef til vill meiri- hluta, í því félagi. Það hefði einnig stækkað við- skiptamannastofninn mikið. Við hefðum fengið marga nýja hluthafa inn í félagið, sem hefði gef- ið ný tækifæri á flutningamarkaði. Við höfðum rætt við Hafskipamenn og vorum sammála um að þetta yrði lagt fyrir stjórnir báðum megin. En Sambandsstjórnin var ósammála. Þetta tækifæri var að mínu viti hliðstætt við tækifærið í Samvinnutryggingum þegar VÍS varð til.“ Vildi sameinast Landsbankanum Axel gegnir stöðu framkvæmdastjóra Eign- arhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, sem eign- aðist helmingshlut við stofnun VÍS. Að sama skapi fékk eignarhaldsfélagið Andvaka, sem rekið er samhliða Samvinnutryggingum, helm- ingshlut í LÍFÍS. Þessi félög eru í dag eign- arhaldsfélög, með langstærstan hluta eignanna bundinn í VÍS og Líftryggingafélaginu. Samkeppnin hefur verið og er mikil á trygg- ingamarkaðnum, að sögn Axels. „Þrjú félög eru að slást um markað sem vex lítið og hluti mark- aðarins færist fram og aftur á milli félaganna með miklum tilkostnaði,“ segir Axel. „Upp á síð- kastið hefur einna helst verið vöxtur í greinum, þar sem löggjafinn hefur verið að setja kvaðir á atvinnulífið, skyldutryggingar út frá neytenda- sjónarmiðum, s.s. starfsábyrgðartryggingar fyrir fasteignasala, bílasala, arkitekta og verk- fræðinga, sem tryggja hagsmuni neytenda ef eitthvað fer úrskeiðis í þjónustu þessara aðila.“ Hann er þeirrar skoðunar að það eigi líka að gera miklu strangari kröfur í umhverfismálum. „Fyrirtæki verða í framtíðinni í auknum mæli gerð ábyrg fyrir hvers konar mengun, á floti, vatni, sjó eða á landi. Á því er líka full þörf, innan skynsamlegra marka þó. Ábyrgðin verður líka að vear þannig skilgreind að hún sé trygginga- hæf. Í persónutryggingum ýmiss konar tel ég að verði áframhaldandi vöxtur, t.d. hefur eftir- spurn eftir sjúkdómatryggingum aukist mikið.“ Axel gerir ekki ráð fyrir að tryggingafélögum fækki mikið úr þessu. „En ég hef haft þá trú að meira samstarf fjármálastofnana, t.d. trygg- ingafélaga og banka, hefði getað gengið vel. Það var alltaf mín skoðun að eftir að Landsbankinn varð hluthafi í VÍS hefði verið skynsamlegast að sameina Landsbankann og VÍS og reka starf- semina undir einu sameiginlegu eignarhaldi, viðskiptabanka, fjárfestingarbanka, verðbréfa- þjónustu, skaðatryggingafélag, líftrygginga- félag og aðra þá þjónustu sem menn hefðu viljað veita viðskiptavinum. Þarna hefði verið tæki- færi til að veita betri og umfangsmeiri þjónustu á hagkvæmari og ódýrari hátt og styrkja sam- keppnisstöðuna. En þetta var bara mín skoðun og eigendurnir höfðu ekki áhuga á þessu.“ – Er þetta nokkuð sem gæti verið fyrir hendi með Búnaðarbankann? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Enda taldi ég að tækifærið með Landsbankann væri fyrir hendi af því að samsetning viðskiptamannahóp- anna væri þannig að það væri mikill ávinningur fyrir báða. Ég hef ekki næga þekkingu á sam- setningu viðskiptamannahóps Búnaðarbankans þannig að ég hef enga skoðun á því í bili.“ Undrast vinnubrögð RÚV Axel undrast vinnubrögð fréttastofu Ríkisút- varpsins varðandi starfslok sín hjá VÍS, að vera með rangan fréttaflutning og halda honum til streitu, þó að bent hafi verið á það af hálfu VÍS að þær upphæðir, sem haldið hefur verið fram, séu fjarri lagi. „Síðan eru allar umræður í öðrum fjölmiðlum byggðar á þessari umfjöllun, því menn virðast telja að Ríkisútvarpið hljóti að hafa traustar heimildir. Annaðhvort eru heim- ildirnar rangar og starfsmenn hafa verið blekkt- ir til að trúa þeim, eða að ætla verður að starfs- menn hafi kosið að flytja ranga frétt, vonandi er það ekki svo,“ segir hann. „Ég hef mótmælt þessum röngu tölum og VÍS hefur að sama skapi sent frá sér fyrr- greinda yfirlýsingu um að tölurnar sem nefndar eru í fréttinni séu fjarri lagi. Það hefur einnig legið fyrir alla tíð að skuldbindinga sem lúta að stjórnendum t.d. vegna eftirlauna er getið í árs- reikningum félagsins eins og er um allar aðrar skuldbindingar. Þannig hefur það alltaf verið hjá VÍS og þess vegna var tekið tillit til skuld- bindinga vegna starfsloka minna í níu mánaða uppgjöri félagsins, sem sent var til Kauphall- arinnar í október síðastliðnum. Að sjálfsögðu verður einnig gert ráð fyrir þeim í ársreikn- ingnum sem lagður verður fyrir aðalfund. Ég vísa alfarið til föðurhúsanna þeim umræðum sem fram hafa farið m.a. á Alþingi og í fjöl- miðlum um röng reikningsskil VÍS í þessu sam- bandi. Það er furðulegt að menn hafi ekki annað þarfara fyrir stafni á Alþingi en að ræða mál á grundvelli umfjöllunar fréttastofu RÚV, bæði hvað varðar upphæðina og eins að félagið standi ekki við upplýsingaskyldu sína til Kauphallar- innar. Þetta er gert athugasemdalaust þrátt fyr- ir ábendingar félagsins að frétt RÚV sé ekki rétt. Þá hefði t.d. ekki þurft annað en eitt símtal til félagsins til að fá um það upplýsingar hvort félagið taki tillit til skuldbindinga af því tagi sem hér eru til umfjöllunar í árs- og árshlutareikn- ingum sínum. Á því virðist hins vegar ekki hafa verið áhugi. Það hafa einnig gengið miklar sögur um launakjör mín hjá VÍS. Þau eru vissulega góð, en eru ekki leyndarmál. Ég vil benda á að það kemur fram í skráningarlýsingu sem félagið gaf út vegna skráningar hlutabréfa VÍS í Kauphöll- inni í júní s.l. hvaða laun forstjóri VÍS hefur. Þar greinir frá því á blaðsíðu 54 að ég hafði um 13,6 milljónir í árslaun árið 2001 og þar kemur einnig fram að ég átti kauprétt á hlutabréfum í félag- inu að nafnvirði 540 þúsund á árunum 2002 til 2004 á genginu 20. Það er sama gengi og hjá öðr- um starfsmönnum VÍS, sem fengu kauprétt á árinu 2001. Þetta eru opinberar upplýsingar og ekkert leyndarmál. Þá vil ég taka fram vegna umfjöllunar um starfslokasamning sem gerður var eftir að stjórn VÍS féllst á ósk mína um að láta af störf- um, að hann byggist á fyrri samningi um hvern- ig réttindum mínum skuli háttað ef til starfsloka kemur fyrir 65 ára aldur. Starfslokasamning- urinn inniheldur því engin ný ákvæði um launa- eða eftirlaunagreiðslur til mín umfram það sem áður var um samið. Þess vegna hefði ekki þurft starfslokasamning, en í honum er einnig til- greint m.a. hversu lengi ég beri ábyrgð á störf- um forstjóra, verkefni sem ég sinni eftir að ég læt formlega af því starfi og hvenær ábyrgð minni á störfum fyrir félagið lýkur að fullu.“ ðist Landsbankanum Dóra Björg, Hallfríður, Björn, Sólveig og Axel árið 1988. Axel sporðtekur lax fyrir Bing Crosby í Laxá í Aðaldal árið 1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.